Þjóðviljinn - 08.07.1977, Blaðsíða 9
,8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 8. júli 1977
Föstudagur 8. júll 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
Vinnuhælið á Litla-Hrauni Mynd GEL
Fyrir þessa
hringrás verð-
ur að taka
Regnþrunginn dag í
júní lögðum við Gunnar
ijósmyndari leið okkar
„austur yfir Fjall". Ætl-
unin var að heimsækja
sunnlensku þorpin,
Eyrarbakka og Stokks-
eyri en atvik höguðu því
svo, að við kvöddum f yrst
dyra á Litla-Hrauni.
Þurftum að hafa tal af
Frímanni Sigurðssyni,
yf irfangaverði og lá
beinast við að byrja á því.
Er Frimann hafði miðlað
okkur þeim fróðleik, sem við
vorum á höttum eftir og sem i
engu snerti starf hans né rekst-
ur Litla-Hrauns, barst taliö
samt að þeim stað, en vinnu-
hælið mun nú senn 50 ára gam-
alt og á rætur sinar að rekja til
ráðherraára Jónasar frá Hriflu,
ef ég man rétt.
Geðdeild
Við spuröum Frimann Sig-
urðsson að þvi, hvaða umbætur
hann teldi mest aðkallandi á
Litla-Hrauni?
— Ég tel, svaraöi Frimann, aö
það sem okkur skortir hvað
mest nú, sé deild fyrír þá fanga,
sem að einhverju leyti má kalla
geðsjúka og sem, af þeim
ástæðum, þurfa að gata dvaliö
sér, bæði sjálfs sin vegna og
annara. Og þá erum við raunar
komnir að nauðsyninni á sál-
fræðiþjónustu. Við höfum
raunar haft aðgang aö sál-
fræðingi, þótt svo sé ekki nú,
eins og sakir standa. En það er
gott fyrir suma fangana a.m.k.,
að geta átt viðræður við slika
menn, þvi margir þeirra þurfa á
sálrænum leiðbeiningum að
halda.
Frlmann Sigurðsson.
Vinnuskylda.
— Hvað um vinnu fanganna?
— Jú, hér er vinnuskylda og
fangarnir vinna frá kl. 9-6. Og
þeir vinna vel, undan þvi er
ekkert að kvarta. Fyrir vinnuna
fá þeir auðvitað nokkurt kaup,
sem að meiri hluta til er lagt I
banka en nokkuö af þvi rennur
beipt til þeirra sem vasapen-
ingar.
Bóknám.
— Er föngunum gefinn kostur
á nokkru bóknámi?
— Já, þeir njóta hér ókeypis
kennslu að vetrinum. Sjá sér-
stakir kennarar um það og
einnig geta þeir sinnt bréfa-
skólanámi. Nú læknir kemur
hér einu sinni I viku til þess að
fylgjast með heilsufari fang-
anna.
Hringrás.
— Eru mikil brögð að þvi, að
sömu mennirnir komi hingað
aftur og aftur?
— Já, því miður er talsvert
um það. Ég gæti trúað að það
væru svona 30-40% vistmanna,
sem hér eru alltaf öðru hvoru.
Og þá komum viö einmitt að þvi
vandamáli, sem mjög brýn þörf
er að leita lausnar á. Af hverju
koma sömu mennirnir hingað
aftur og aftur? Við þvi er
kannski ekki til neitt algilt svar
en ég fyrir mitt leyti álit, að
megin orsök þess sé sú, að það
vantar alveg stofnun, sem getur
veitt þessum mönnum athvarf,
þegar þeir fara héðan. Héöan
labba þeir beint út i lifið, sem
þeir koma frá, þegar leiö þeirra
lá hingað. Þeir leita gjarnan
uppi sína fyrri félaga, taka með
þeim sömu hætti og áður, lenda
upp á kant við lögin og leiðin
liggur hingað á ný. Fyrir þessa
hringrás verður að taka.
Sjúkir menn
— Það þarf að vera til einhver
stofnun, þar sem þessir menn
geta dvalið þegar þeir fara
héðan, á meðan þeir eru að ná
valdi á sjálfum sér, átta sig á
umhverfinu og samlagast þvi,
fá vinnu. Við skulum muna það,
að þetta eru i raun og veru
ekkert verri menn en gengur og
gerist, flestir a.m.k. En vanda-
málið er þjóðfélagslegt. Þetta
eru, með nokkrum hætti, sjúkir
menn þótt á annan hátt sé en
þeir, sem dvelja á sjúkra-
húsum. Og þeir þurfa meðferð i
samræmi við það.
Það hefur verið rætt um þetta
við viðkomandi yfirvöld. Þau
hafa sýnt skilning á vandamál-
unum og við verðum að vona, að
sá skilningur birtist i verki.
—mhg
segir Frímann Sigurðsson,
yíirfangavörður
á Litla-Hrauni
■
Fyrst var farið út i Nauthóls-
vik, en þar eru námskeið i sigl-
ingum, sem Gisli Arni Eggerts-
son stjórnar. Sagði hann að I byrj-
endaflokkum lærðu krakkarnir
ýmiss undirstöðu atriði, — þau
læra að róa, búa sig og hjálp i við-
lögum. I næstu flokkum taka svo
erfiðari þrautir við og fá krakk-
arnir sem komin eru i efri deild
að sigla á stærri bátum. Er nú
verið að koma upp búningsklefum
og aðstöðu fyrir krakkana innan-
húss og mikið hefur verið keypt af
nýjum, litlum bátum fyrir krakk-
ana. Sagði Hinrik að hér væri um
að ræða mjög hentuga fjölskyldu-
iþrótt, sem nyti vaxandi vin-
sælda, en fullbékað er á öll nám-
skeiðnema þaðsiðasta, sem hefst
18. júlí, en þar eru örfá pláss
laus. Hvert námskeið tekur tvær
vikur.
tJr Nauthólsvik var farið upp i
Bústaði við Bústaðarkirkju, en
þar var glatt á hjalla hjá 60 börn-
um, sem eru á dagnámskeiðum
undir stjórn Hermanns Ragnars
Stefánssonar. Krakkarnir voru
öll úti i góða veðrinu i garðinum,
sem Hákon Guðmundsson rækt-
aði við hlið Bústaðakirkju og
borgin á nú. Voru þau ýmist i
langstökki eða „Frarn, fram,
fylking” á milli trjánna. Sagði
Hinrik að hér væri um nýmæli i
starfsemi Æskulýðsráðs að ræða
sem virtist gefa mjög góða raun,
en krakkarnir eru viku i senn á
námskeiðunum frá 10-4 daglega.
Er þessi starfsemi þvi að nokkru
frábrugðin starfseminni t.d. i
Fellahelli, þar sem krakkarnir
eru ekki skráð fyrir ákveðinn
tima, en geta komið þegar þau
vilja. A námskeiðunum i Bústöð-
um fara krakkarnir I leiki, heim-
sækja fyrirtæki, iðka íþróttir,
föndra, fara i gönguferðir, hlusta
á sögur og margt fleira er á dag-
skrá, allt eftir þvi hvernig viðrar.
Gjald fyrir vikunámskeið er 1000
krónur.
Siðast var haldið upp i Saltvik á
Kjalarnesi, en þar er reiðskóli
Fáks og æskulýðsráðs til húsa, en
hann starfar i júni og júli, en
vegna mikiliar eftirspurnar er
fyrirhugað að halda áfram fram i
miðjan águst. Hvert námskeið
tekur 2 vikur og eru börnin allan
daginn i Saltvik ýmist á hestbaki
eða við leiki og útiveru. Ketill
Larsen sér um þáhlið starfsins en
Kolbrúh Kristjánsdóttir kennir
við sjálfan reiðskólann. Þarna
var stór hópur ungra knapa á
hestbaki og annar hópur söng og
dansaði af miklum krafti úti á
túni. Krakkarnir á hestunum
voru öll með hjálma og sagði Hin-
rik að þau væru alltaf með hjálma
þegar þau færu á bak. Þessi starf-
semi er dýrasta starfsemi æsku-
lýðsráðs, en tveggja vikna nám-
meðal
þess sem
æskulýðs-
ráð býður
börnunum
upp á í
sumar
„Fram, fram fylking” sungu stelpurnar I Bústöðum, enstrákarnir voru önnum kafnir I fótboltanum á
meðan.
„Halda með báðum höndum I tauminn og sitja bein”, sagði Kolbrún Kristjánsdóttir, sem reið fyrir fylk ingunni 1 Saltvik. Ljósm — eik —
Siglingar,
útreiðartúrar
og íþróttir
Þau sem ekki eru I útreiðartúr, dansa og syngja úti á túninu I Saltvlk.
Þessi strákur sagðist heita Elmei
Kristján og vera fæddur i Grikk
landi. Hann sagðist helst vilja
sitja Þyt, en á meðan hann kemsl
ekki á bak, hvílir hann sig uppi á
fótboltamarkinu.
skeið kostar 12.000.- krónur. Sagði
Hinrik ennfremur, að margir for-
eldrar skipulegðu sumarleyfi sin
með tilliti til sumarstarfs æsku-
lýðsráðs, þannig að krakkarnir
hefðu eitthvað fyrir stafni allt
sumarið. Þá eru einnig farnar
kynnisferðir I sveit á vegum
æskulýðsráðs, en sem kunnugt er
gerist nú æ erfiðara að koma
krökkum i sveit, eins og algengt
var fyrir 10-20 árum. Dvelja
krakkarnir þá á sveitaheimilum i
þi;já daga og siðan veita þau og
fjölskyldur þeirra jafnöldrum úr
sveitinni fyrirgreiðslu i Reykja-
vik. Hefur Samband sunnlenskra
kvenna annast þessa fyrir-
greiðslu með Æskulýðsráði.
þs
Krakkarnir I Nauthólsvlkinni sigla bátum af ýmsum stærðum, en enginn fer um borð án þess að hafa
björgunarbelti.
'N.