Þjóðviljinn - 08.07.1977, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 08.07.1977, Blaðsíða 5
Föstudagur 8. júll 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 SVFÍ-billinn á Raufarhöfn Unglingar í Reykjavík: Meira verknám og félagslíf Eins og auglýst hefur veriö var dregið i Deildahappdrætti SVFl 15. júni sl. og aðeins úr seldum miðum. Mazda 818Station bifreið kom á miða nr. 27612 til Raufarhafnar og litsjónvarp á miða nr. 23706 til Þingeyrar. Enn eru ósótt litsjónvarpstæki er komu á miða nr. 31564 og nr. 41953. Eru handhafar þessara vinningsmiða beðnir að framvisa Eins og áður efna bindindis- menn til móts i Galtalækjarskógi um verslunarmannahelgina. Það eru sunnlenskir templarar og Is- lenskir ungtemplarar, sem efna til mótsins og mun það verða með svipuðu sniði og áður. Aögangs- eyri verður I hóf stillt og verður mótsgjald hið sama og i fyrra. „Fjölbreytt mót i fögru um- hverfi” segja forráðamenn Bind- þeim á skrifstofu SVFl á Granda- garði. A myndinni óskar Gunnar Frið- riksson forseti SVFl Birni Jóns- syni sjómanni á Raufarhöfn til hamingju með hinn glæsta vinn- ing, en Björn tók við bifreiðinni f.h. konu sinnar, Margrétar Pét- ursdóttur. Með þeim á myndinni eru Guðjón Jónatansson og Hörö- ur Friðbertsson formaður happ- drættisnefndar SVFl. indismótsins i Galtalækjarskógi og „Við munum leggja kapp á að bjóða upp á dagskrá fyrir alla fjölskylduna.” Sérstakar fjöl- skyldutjaldbúðir verða á móts- svæðinu þar sem fólk getur haft bifreið sina hjá tjaldinu. Dansaö verður bæði kvöldin og sérstök barna- og unglingadagskrá verð- ur á sunnudeginum. Sálfræöideildir skóla i Reykja- vik gengust fyrir ráðstefnu um málefni unglinga á grunnskóla- stigi, dagana 13.-16. júni s.l. Ráð- stefnuna sátu auk starfsmanna sálfræöideilda, kennarar, skóla- stjórar, námsstjórar og starfs- menn ýmissa stofnana, sem vinna að málefnum unglinga. A ráöstefunni voru kynntar og ræddar rannsóknir og nýjungar sem unnið er að hér á landi varð- andi unglinga. Mjög erfitt er að móta raunhæf- ar tillögur um úrbætur á ung- lingastigi, þvi ótrúlega fáar staö- reyndir liggja fyrir um núverandi ástand hér á landi. Sigurjón Björnsson, prófessor kynnti hluta af niðurstöðum rannsóknar ham og dr. Wolfgangs Edelstein, þar sem þeir kanna samhengi félags- legrar stöðu og námsárangurs; er þetta i fyrsta sinn sem athugun á þessu fer fram hér á landi. Heildarniðurstööur liggja ekki fyrir enn. I framsöguerindum og umræð- um kom þetta m.a. fram: Náms- efni og kennsluform á unglinga- stigi höfðar ekki til stórs hóps nemenda, sums staðar allt að 30%. Þetta ástand, sem vitað er að skapar skólaleiða, stafar m.a. af þvi, að fræðsluhlutverk skólans er nær alls ráðandi, enda hefur skólinn afleit skilyrði til að halda uppi virku félagslifi meöal ung- linga. Nám á unglingastigi mót- ast enn I ótrúlegum mæli af bók- námsviöhorfum menntaskólanna enda er bóknám margfalt kostnaðarminna en verklegt nám og vettvangskynningar. Þátttak- endur töldu ljóst að stór hluti er- fiðleika, sem börn og unglingar eiga við að etja á rót sina að rekja til sjálfsuppeldis, sem þessi hópur býr við og stafar af of löngum vinnutima foreldra. Svo virðist sem skólaskipti, sem tiðkast hafa að afloknum 6. bekk i ýmsum hverfum borgarinnar séu afar óheppileg og verður ótvirætt að mæla með samfelldum skóla fyrir grunnskólastig. Þátttakendur voru sammála um að núverandi stærð sumra grunnskóla (allt að 1500 nemendur) valdi auknu losi einkum á unglingastigi, og var hæfileg skólastærð talin 500-700 nemendur. Þátttakendur ráðstefnunnar töldu tvimælalaust til bóta ef stefnt yrði að þvi að bæta aðstöðu skóla til verknáms, vettvangs- kynninga og félagslifs. Einnig er nauðsyn á að foreldrum verði al- mennt gert kleyft að stytta vinnu- tima sinn, til að þeir hafi tækifæri til aukinnar samveru með börn- um sinum og áhrifa á skólastarf. Menntun og viðhorf kennara þurfa einnig að breytast þannig að daglegt skólastarf mótist meira af uppeldis- og félagsleg- um þörfum unglinga, einkum aö skólinn veiti börnum og ungling- um tækifæri til aukins skilnings á mannlegum samskiptum. Taka þarf upp skipulega námsráðgjöf við unglingastigið. Sálfræðideildir skóla i Reykja- vik eru ráðgefandi fyrir skóla, nemendur og foreldra á grunn- skólastigi á vegum Fræðsluskrif- stofu Reykjavikur. Deildirnar eru 3 og skipta borginni á milli sin. Forstöðumenn eru sálfræðing- arnir Grétar Marinósson, Krist- inn Björnsson og Gunnar Árna- son. Bindindismót í Galt alækj ar skó gi „Kortsnoj hinn ógurlegi” er viðurnefni sem þessi landflótta sovétmaður gengur undir Sovéski stórmcistarinn Viktor Kortsnoj er orðinn að einhvers- konar þjóðsagnapersónu eftir að hann yfirgaf föðurlandið á siðasta ári. Siðan það gerðist hefur verið fremur fátt af meistaranum að frétta. Hann hefur ekki tekiö þátt I neinu al- þjóðlegu skákmóti og haldiö sig við mót sem haldin eru I Hol- landi. Þannig háði hann seint á siðasta ári, einvlgi við fremsta skákmann Hollands i dag, Jan Timman. Einvigi þetta varð að fremur ójöfnum leik, Kortsnoj hafði al- gera yfirburði yfir andstæðing sinn og vann með 5,5 v gegn 2,5 v. Kortsnoj hefur alltaf verið sjálfst. persónuleiki sem ekki hefur vilað fyrir sér að koma skoðunum sinum á mönnum og málefnum á framfæri. Þekktur er sá haturshugur sem hann ber til Tigrans Petrosian fyrrum heimsmeistara i skák. 1 þeim samskiptum sauð allt uppúr er kolumbiski skákmeistarinn Castro fékk sendan tékk sem svaraði 100 bandarikjadölum fyrir að hafa lagt Petrosian að velli á millisvæðamótinu I Biel i fyrra. Af skákmönnunum fjórum sem eftir eru i áskorendakeppn- inni er Kortsnoj talinn langlik- legasti sigurvegarinn. Þar kem- ur ekki aðeins til sigur hans yfir Petrosian i einvigi þeirra heldur mjög svo sérstæður og glæsileg- ur árangur sem hann náði á hol- lenska meistaramótinu fyrir skömmu. Keppendur á mótinu voru 14 talsins og þar af flestir af sterkustu skákmönnum þjóð- arinnar samankomnir. Úrslitin: 1. Kortsnoj 12 v. sf 13! 2 — 3. Timman og Donner 8,5 v. 4. Ree 8 v. 5. Langeweg 7 v. 6. Ligter- ink 6.5 v. 7. Hartoch 6 v. 8 — 11. Vann Baarle, Böhm, Van der Vliet og Van Wijgerden 5.5 v. hver. 12 — 13. Boersma og Van der Sterren 5 v. 14. Hofland 2,5 v. Hér birtist ein af skákum Kortsnoj úr mótinu. Skák sú, lýsir stil hans betur en flest ann- að. Kortsnoj. Hvitt: Viktor Kortsnoj Svart: Hans Böhm (HoIIand) Kóngindversk — vörn 1. c4 d6 2. RC3 g6 3. d4 Bg7 4. e4 Rc6 5. Be3 e5 ’ 6. d5 Rd4 7. Rge2 Rxe2 8. Bxe2 f5 (Svartur leggur þegar of mik- ið á stöðu sina. Rólegra og væn- legra framhald sýnist 8. — 0-0 xx.) 9. exf5 gxf5 10. f4 Re7 11. fxe5 dxe5 12. Bg5! (Sterkur leikur, sem felur I sér gildru. Leiki svartur nú 12. —0-0 kemur 13. d6! cxd6 14. Rd5 og vinnur.) 12. .. Dd7 13. c5 0—0 14. Db3 Kh8 15. 0—0—0 (Taflmennska hvits hefur verið mjög árangursrik. Hann hefur þegar öflugt frumkvæði á báðum vængjum.) 15... Rg6 16. Bb5 Df7 17. Bc4 Dd7 18. d6(?) (Hér átti hvitur kost á mun sterkara framhaldi. 18. c6! t.d. 18. — bxc6 19. dxc6 De8 20. Hd8 og svartur er illbeygöur. Leikur Kortsnojs má þó heita næstbesti leikurinn i stöðunni.) 18... 19. h4 20. h5 21. Be7 22. Kbl c6 e4 Re5 Bh6+ He8 23. Re2 b5 24. cxb6 (Við þetta missir fripeðið á d6 mesta stuðninginn. Kortsnoj metur þó timann meira sem vinnst viö þessi uppskipti.) 24. .. axb6 25. Rf4 Hxe7 (Nauðsynleg skiptamuns- fórn ef svartur vill losa um sig.) 26. dxe7 Dxe7 27. g3 b5 28. Be6 Bxf4 29. Bxc8 Hxc8 30. gxf4 Rd3 31. Hhgl Df6 32. Hg3 Rxf4 (Ný nýtur Kortsnoj sin hvað best. 1 framhaldinu notfærir hannsérsnilldarlega möguleika þá sem hinn berskjaldaði svarti kóngur býður uppá.) 33. Hd6! De5 34. Hxc6 Hd8 (En ekki 34. — Hf8 35. Df7! og vinnur.) 35. h6! (Skapar enn frekari veikingar i kóngsstöðu svarts.) 35. .. Re2? (Eftir þennan leik á svartur sér ekki viðreisnar von. Eini Kortsnoj og Petrosjan möguleikinn til að halda lifi i stöðunni var að leika 35. — Rd5.) 36. Hg7 e3 37. Dd3! a b e d o f g h (Rothöggið. Ef 27. — Hxd3 38. Hc8+ og mátar.) 37... De4 38. Dxe4 fxe4 39. Hd7! Hg8 40. Hcc7 Hgl + 41. Kc2 — og svartur gafst upp. Fram- haldið gæti orðið 41. — Hcl- 42. Kb3 Hxc7 43. Hd8+mát. Hvernig sem málin þróast meö Kortsnoj i framtfðinni geta vist fáir þvi neitað að leitun er að jafn sterkum og sjálfstæðum persónuleika og Kortsnoj hefur. Þvi meiri afrek sem hann vinn- ur á skáksviðinu eykst virðing manna á honum og þeim erfið- leikum sem hann hefur orðið aö ganga I gegnum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.