Þjóðviljinn - 08.07.1977, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 08.07.1977, Blaðsíða 7
Föstudagur 8. júll 1977 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA — 7 Vellirnir eru því fleiri sem aörar samgöngur á sjó og landi eru erfiðari. Flugfargjöld eru greidd niður þvi meira sem byggðarlagið er verr sett með samgöngur og aðra aðstöðu Páll Bergþórsson Flug á íslandi og í Noregi Dagana 23. — 25. mai átti ég þess kost aö kynnast á vegum Flugráös skipulagningu innan- landsflugs 1 Noregi. Ætlunin var aö sjá, hvaö hægt væri aö læra af reynslu norö- manna af innanlandsflugi, enda eru ýmsar aöstæöur likar þar og hér. Landiö er viöa strjálbýlt og fjöllótt og veöurfar ekki mjög ólikt. Vegagerö er erfiö þar eins og hér en i báöum löndum eru talsveröir mögul. á flutningum á sjó. Þrátt fyrir þetta veröur aö fara mjög gætilega i aö bera saman aöstæöur i þessum tveim löndum. Norömenn eru fjórar miljónir, en viö erum 20 sinnum færri. Þeir hafa um 40 flugvelli fyrir skipulagt áætlunarflug. Sambærileg tala eftir fólks- fjölda hér væri tveir vellir, til dæmis Reykjavik og Akureyri. En slikur samanburður er frá- leitur, og þaö má meira að segja sjá meö þvi aö lita ofurlitiö nán- ar á fyrirkomulagið I Noregi. Reglan er sú, aö þvi fámennari sem byggöarlögin eru I Noregi, þvi færri ibúar veröa að vera um hvern flugvöll. 1 öllum Norður-Noregi kemur þannig einn flugvöllur á hverja 10.000 ibúa, og sumsstaöar einn fyrir 2500 manna byggðarlag. A þessu sést, hvað hlutfallareikn- ingur er varasamur eins og ann- aö, ef forsendur eru ekki skyn- samlegar. Meira aö segja virö- ist mér, að áætlunarflugvellir séu þéttari i strjálbýlinu norður frá en I Suöur-Noregi. Af þessu má draga eftirfarandi reglu: Nauösynlegur fjöldi flugvalla I hverju héraöi er alls ekki háö- ur fólksfjölda, heldur miklu fremur stærö landshlutans, þó þannig aö vellirnir þurfa aö vera því fleiri sem aörar sam- göngur á sjó og landi eru erfiö- ari. Þetta var fyrsti lærdómurinn, sem ég þóttist geta dregið af Noregsferöinni, en allt eins mætti reyndar segja, að þetta heföi verið staöfesting á Is- lenskri reynslu. En þetta sýnir meðal annars, að ekki er hægt aö lita á flugiö sem einangraö fyrirbæri, heldur þarf jafnframt að hafa i huga ástand og þróun annarra samgangna, meö skip- um og bilum. En það er ekki nóg aö hafa marga flugvelli, Annaö mikil- vægt atriöi er, hvaö flugferöir eru tiöar, og sérstaklega gildir þaö um farþegaflug. Til dæmis er mjög algengt, aö fólk vilji komast tiltekna leiö aö morgni dags, reka svo erindi sin og komast til baka aö kvöldi. Þvi er æskilegt aö ekki sé aöeins flogiö einu sinni á dag, heldur tvisvar. Sem dæmi skal nefna tvær eyjar fyrir utan Bodö, á Lofótssvæð- inu. Þær heita Væröy meö meö 1200 ibúa og Röst meö um 800 ibúa. Þar er aö visu ekki enn bú- ið að gera flugvelli, en meöan beöiö er eftir þeim, er þyrla notuö til farþegaflugs, og hún fer fram og til baka bæði kvölds og morgna til flugvallarins i Bodö. Þaöan eru svo skipulagö- ar áætlunarferöir bæöi til norö- urs og suöurs. En úthald þyrl- unnar er dýrt og rikiö leggur henni til miklar fjárhæðir. En kröfur eins og þær, sem hér hefur veriö lýst, um þétta flugvelli og tiðar flugferðir, jafnvel i strjálbýlum byggðar- lögum, hafa ýmsar afleiðingar i för meö sér, og viö getum lært talsvert af norömönnum, hvern- ig við þessum óskum megi veröa. Til þess að kostnaöurinn verði ekki óhóflegur, verður, aö minnsta kosti i byrjun, aö hafa vellina eins litla og kostur er. Vegna tiöra feröa miöaö viö far- þegafjölda veröa flugvélarnar þá lika aö vera fremur smáar, ef sætarúm á að nýtast sæmi- lega, og þær veröa aö geta lent á stuttum brautum. Ennfremur er oft nauðsynlegt að sama flug- vél hafi viðkomu á leiðum milli tveggja staöa til þess aö auka nýtinguna, en aö öörum kosti yröi aö fækka feröum. Um þetta má auðvitaö velja, en flestir munu heldur kjósa tiöar ferðir þó aö þær veröi þess vegna lltið eitt tafsamari. Hér má ekki horfa I allt, og mér viröist, að norðmenn hafi leyst þetta mál á skynsamlegri hátt en hér hefur veriö gert. Auk um 20 allstórra flugvalla i landinu hafa sem sagt á siðari árum veriö lagðir álika margir smávellir, meö 800 metra brautum. Einu flug- félagi, Wideröe, hefur veriö fal- ~ið aö annast allt flug milli þess- ara smávalla og milli þeirra og aöalvallanna, og þaö hefur um það sérstakan samning viö rik- iö. Þegar illa gengur, borgar rikið hallann, en fær lika greiddan tekjuafgang, ef hann verður, til dæmis 3 milljónir norskar (yfir 100 millj. Isl. kr. ) siöasta ár. Auk þess eru flug- fargjöld greidd niður, þvi meira sem byggöarlagiö er verr sett meö samgöngur og aöra að- stööu. Þaö er þáttur i byggða- stefnunni. Flugfloti félagsins er allur af sömu gerð, tveggja hreyfla Twin-Otter vél meö tveim flugmönnum. Þetta eru mjög traustar 20-farþegavélar, sem þola til dæmis furöu mikla isingu án þess aö missa flugiö, og aö sjálfsögðu fullnægja þær þvi skilyröi aö geta lent á stutt- um brautum. Nýting vélanna er ágæt, um 2400 stunda flug meö hverri þeirra siöasta ár, nærri 7 stundir á dag til jafnaöar. Astæða er til aö minnast sér- staklega á frágang og gerö þessara norsku smáflugvalla. í Noregi er miklu erfiöara aö finna góö flugvallastæöi en hér á landi, og þvi er afar dýrt að sprengja klappir og flytja til jarðveg. Samt er lögö áhersla á að spara á engan hátt til ann- arra öryggisráðstafana. Allir eru vellirnir malbikaöir, en sandbornir eftir þörfum i hálku. Samræmdar kröfur eru gerðar um svonefndan aöflugsbúnað, þ.e. merkjasendingar og vita til leiöbeiningar fyrir flugmenn- ina. Allar nauösynlegar bygg- ingar eru reistar áöur en flug er hafiö til vallarins, farþegasalur, tækjageymsla og flugturn. t öll- um þessum atriöum eru Islend- ingar þvi miður miklir syndar- ar. Góður aöflugsbúnaður á þess- um norsku smávöllum á veru- legan þátt i þvi, aö tafir vegna veöurs verða þar furöu litlar, og á sumum völlunum er hægt aö halda yfir 98% af áætlunum en að meöaltali 95%. Einn er þó sá veöurþáttur, sem erfitt er aö sjá viö meö þessum góöa útbún- aði, en þaö er misvindið, sem oft er býsna varasamt i þröngum fjöröum, einkum þar sem landslag er óreglulegt aö ööru leyti. Þegar viö förum aö búa flugvelli okkar betur aö tækjum, veröur sennilega þaö sama uppi á teningnum hér, að vindurinn veröi helsta hindrunin. Þess vegna þarf aö velja flugvalla- stæöi meö tilliti til þess aö forö- ast misvindið, og þá þarf aö sameina reynslu flugmanna og veðurfræöinga I þessu efni. Eftir striöið fóru norömenn sér fremur hægt i flugvallagerö, en á sjöunda áratugnum og einkum siöustu 10 árin hafa þeir tekiö stórt stökk og þrefaldaö flugvallatöluna. Af þessum nýju völlum er mikill hluti smávellir, eins og áöur hefur komiö fram. Þaö er fróölegt aö athuga, hvernig norðmenn hafa leyst þann fjárhagslega vanda, sem þessu átaki hefur fýlgt. Byggöarlögin, þar sem vellirnir eru, eru talin eigendur vallana og annast rekstur þeirra, og þau bera lika ábyrgö vegna skaöa- bótakrafna, sem kunna aö koma fram vegna starfseminnar, svo sem hávaða. í reyndinni fá þó sveitarfélögin mikinn stuöning frá rikinu til flugvallageröar- innar, og rikiö sér auk þess um alla öryggisþjónustu og flugum- feröarstjórn. Þannig hefur rikið lagt fram frá 55% af stofnkostn- aði vallanna og upp i 90%, en mestur var rikisstyrkurinn noröur i Finnmörk. En kostnaö- ur viö aö gera svona smávöll er nú milli 400 og 600 miljónir Is- lenskra króna, eftir þvi hvaö landiö er vel falliö til vallar- geröarinnar. Yíirleitt tapa sveitarfélögin talsvert á rekstri flugvallanna, en fá það tap þó aö nokkru bætt af rikinu. Þannig hjálpast riki og sveit aö þvi aö halda fluginu uppi, enda þótt farþegar og aörir, sem þess njóta, beri auðvitað mestan hluta kostnaðarins. Vissulega er framtak norð- manna I flugmálum eftirtektar- vert og islendingum til mikillar fyrirmyndar á margan hátt. En þó virtust mér þess merki, aö ekki væru þeir staönaöir, heldur hygðu á nýjar aðgeröir. Nýjar og stærri vélar eru væntanlegar á smávellina og þar meö ef til vill bættur búnaöur flugvalla. Þetta þurfum viö að hafa I huga, og haga framkvæmdum okkar þannig, að stækkun valla sé sem viðast möguleg, þó aö þeir veröi haföir smáir i byrjun. En þetta ætti lika á margan hátt að vera auöveldara hér en þar, vegna betri flugvallastæða. Ég læt nú þessum sundur- lausu hugleiöingum lokiö, en vona, aö þessi 16 manna sendi- för til Noregs verði upphafið aö myndarlegri þróun i flugmálum okkar, þar sem allt veröi meö ráði og forsjá gert, ólikt þvi sem veriö hefur. MAHM6RPEST í! VADSÖ KIRKENE5 SKAQEN SVOLVAIK LEKNES V/ERÖV AÖST SANONES5JÖEN ■ RÖNNÖYSUNO MO t RANA TRONDHEIM KRISTIANSUND MOLOE ALCSUND ÖRSTA-VOLDA ;; SANDANE ELORÖ EÖKOC HAUOHUND STAVANGEK :?■ KAISTIANSANO 500 km ttyndin sýnir flugvallakerfiö I Noregi 1975, aðalvelli, smávelli »g þyrluvelli. Fitan og forfeöurnir Stööuvatn hvarf á einni nóttu 1 fréttabréfi Upplýsingaþjón- ustu landbúnaöarins er hart snú- ist gegn áróöri fitusérfræðinga um offitu i islenskum land- búnaöarafurðum. Þar segir svo: Fitu-móöursýki „Ef þú ætlar að lifa lengi þá er um að gera aö boröa soöna ýsu, grænmeti, gróft brauö, alls ekki smjör eöa tólg, hugsanlegt er aö óhætt sé að nota smáklining af smjörliki með soöningunni.” Aumingja forfeðurnir! aö þeir skyldu ná kynþroska aldri ætti aö vera ráögáta helstu fitusérfræö- inga tslands I dag. Þessi fitukenn- ing, sem nú viröist vera svo óskaplega vinsæl, svipar til tisk- unnar, hún kemur til Islands nokkrum árum eftir aö hafa runniö sitt skeiö erlendis. Ofneysla er engum til góös, en þaö er ekki forsvaranlegt aö ætla allri þjóöinni aö fara á sjúkra- fæöu. Þaö viröist gleymast æöi oft aö smjörllki er jafn fitandi og smjör, svo ef fólk er I basli meö aö halda sér grönnu þá er ekki leiðin aö skipta um feitmeti, þaö er aö boröa minna, boöorð nr. 1. Smjörlikisneysla á hvern Ibúa hér á landi er tæp 12 kg á ári, en ney.sla á smjöri er um 6 kg. Hjá nágrannaþjóöum okkar er neysl- an mun meiri. Skiptar skoöanir eru eflaust meöal lækna hér á landi eins og viöa annars staöar um hvort manninum sé hollara aö neyta smjörs eða smjörlikis, en staöreynd sem blasir viö er þó sú, að meö aukinni smjörlikisneyslu hefur ekki dregið úr tiöni hjarta og æðasjúkdóma. Nýir prófessorar Forseti tslands hefur að tillögu menntamálaráöherra skipaö dr. Gunnar Guömundsson prófessor i taugasjúkdómafræöi I læknadeild Háskóla tslands og dr. Hörö Kristinsson prófessor I grasa- fræöi i verkfræöi- og raunvisinda- deild Háskóla tslands,báöa frá 1. júli 1977 aö telja. Á Novgorod-svæöinu I Sovét- rikjunum geröust þau undur ný- lega aö stórt stööuvatn þar sem fiskveiöar voru stundaöar hvarf bókstaflega meö öllu sem i þvl var á einni nóttu. Fiskimenn sem áttu net i vatninu fóru heim aö kvöldi, en morguninn eftir þegar þeir komu til aö vitja um netin, þá var jöröin búin aö gleypa vatnið meö öllu sem I þvi var. Ekkert of- anjarðar afrennsli var frá vatn- inu. Slik náttúruundur sem þetta, eru áöur þekkt á þessum slóöum. Stórar ár og vötn hafa horfið I jörö niöur, en svo máske korniö upp á yfirborðiö annarsstaöar. Taliö er aö neðanjarðar fljót og stór vötn séu þarna djúpt I jöröu. Viö fiskirannsóknir var mikiö af fiski merkt i einu veiöivatnanna á Novgorod-svæöinu, en stuttu siö- an veiddust sumir fiskanna I ööru veiöivatni, sem lá i 50-60 kíló- metra fjarlægö, og þó var ekkert ofanjaröar samband á milli þess- ara tveggja vatna. Það gerast viðar náttúruundur en á Kröflusvæöinu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.