Þjóðviljinn - 19.07.1977, Side 2

Þjóðviljinn - 19.07.1977, Side 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriftjudagur 19. júll 1977 Heimsókn HELMUTS SCHMIDT til GEIRS: Töluöu lítið um fisk | en því fleira um Nató i Á blaðamannafundi, sem haldinn var á laugardaginn i til- efni opinberrar heimsóknar Schmidts, kanslara Vestur- Þýskalands, kom m.a. fram, aö fiskveiöimál höföu frekar lltiö komiö viö sögu i viöræöum Hel- muts Schmidt viö Geir Hall- grfmsson. Þeim mun meira haföiGeir hlustaö á útskýringar kanslarans á viöhorfum Efna- hagsbandalagslanda til utan- rikismála og viöskiptamála. Kanslarinn og Geir kváðust hafa talað 6-7 minútur um fisk- veiðimál i viðræðum sinum, sem heföu verið vinsamlegar. Þeim mun meira töluðu þeir um vestrænt samstarf, Nato, sam- búð austur og vesturs og þar fram eftir götum. Kanslarinn sagöi, að samningagerð við Is- lendinga um fiskveiðar væri nú i höndum Efnahagsbandalags- ins en ekki vesturþýskra stjórn- valda, en hann kvaðst hafa skil- ið áhyggjur Islendinga af verndun fiskistofna, sem nú sið- ast koma fram i ráöstöfunum til Helmut Schmidt aö takmarka þorskafla Islend- inga sjálfra. Geir Hallgrimsson sagði, þegar spurt var um hugsanlega endurnýjun fisk- veiðisamkomulags viö Vestur- Þjóðverja, að þar yrði að vera um „samning um fiskvernd” að ræða. Hannelore Schmidt Schmidt sagði, aö i viðræum viö Geir 'Hallgrimsson hefði verið talað um framtiö við- skiptatengsla landanna og þá hvernig hægt væri að „stuðla að frekari eflingu islensk-þýskra samskipta á sviði viöskipta milli einkaaöila”, eins og það var orðað. Hér væri fyrst og I fremst um aö ræða, hvernig stjórnvöld gætu gert ramma I þann, sem viðskiptum er settur, 1 hagstæðari. I þessu samhengi I lét Schmidt þess getið, að hann | hefði boðið Geir Hallgrimssyni i ■ opinbera heimsókn til Þýska- I lands og hefði þaö heimboö ver- iö þegið. ■ Schmidt kvaðst einkar ánægöur meö heimsókn sina hingað, sem hann hefði mjög ' hlakkað til. Hann lét þá i ljós i sérstaka ánægju með Vest- mannaeyjaförina, en þar kvaðst hann hafa séð gott dæmi um * hvernig atorka og samstaða I geröi fólki kleift aö yfirstiga I mikla örðugleika, og átti þá við I uppbygginguna þar i Eyjum ' eftir gosið. Schmidt kom hingað I úr Norðuramerikureisu og hafði I talað við Carter forseta og Tru- ■ deau forsætisráðherra Kanada I áður en hann hitti að máli Geir Hallgrimsson. Hvad er Hjálparsjódur æskufólks? Hjálparsjóður æskufólks. Hvaö er það? kann einhver aö spyrja, en I annarra eyrum mun nafniö láta kunnuglega. Já, þessi sjóður er til og hefur verið það á annan áratug. Það var Magnús heitinn Sigurösson, skólastjóri við Hliða- skólann, sem stofnaði hann og mun hann einnig hafa átt fyrstu hugmyndina að honum. Magnús var á margan hátt óvenjulegúr maður. Hann hafði, i sambandi við störf sin viö skóla og aö barnaverndarmálum, kynnst margvislegum erfiðleik- um barna og unglinga og óhugn- anlegu heimilisböli á ýmsum stööum bæði hér i borg og viöar um landið. En MagnUs Sigurðs- son var ekki maður þeirrar gerð- ar, er lætur sér nægja að sjá og skilja; hann vildi einnig reyna að bæta og laga. Hann sannfærðist um, aö alloft væru byr junarerfið- leikar þess eðlis, aðúr mætti bæta með fjárhagsaðstoð, ef fé væri fyrir hendi án mikillar tafar eða umsvifa, þegar mest lægi á. Magnús hafði átt mikinn þátt i stofnun drengjaheimilisins i Breiöuvik og i sambandi við störfin þar látið gera kvikmynd, sem hlaut nafnið Cr dagbók lifs- ins. Mynd sú var fyrst sýnd i Reykjavik 1963 en siöan um allt land á næstu árum. Agóðinn af sýningum þessum var stofnfé Hjálparsjóðs æskufólks. En þar sem Magnús hafði að mestu leyti kostað gerð kvikmyndarinnar og ferðaðist kauplaust með hana um landið, má lita svo á að þetta fé hafi verið gjöf frá honum. Þessu fyrsta framlagi fylgdi gjafafé frá fólki, sem ritað hafði nöfn sin i bókþá, sem nefnd er Réttiöhjálp- arhönd og var látin fylgja kvik- myndinni út um landið. I skipulagsskrá Hjálparsjóð„ æskufólks segir svo: „Markmið sjóðsins er að styrkja eða aöstoða munaðar- laus, vanrækt eða nauðstödd börn eða æskufólk.” Eftir þessu hefur sjóðurinn starfaðá annan áratug. Fjárhagurinn var vitanlega þröngur, en Magnús var óþreyt- andi að finna leiðir til fjáröflunar og fylgja þeim eftir af mikilli elju og fórnfýsi. Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins á stjórn hans að vera skipuð þrem mönnum. Sé einn þeirra tilnefndur af Barnavernd- arráði Islands, annar af Sam- bandi islenskra barnakennara, en hinn þriðji af biskupi, segir enn- fremur i greinargerö frá sjóðn- um. Magnús var formaður frá upphafi, en við fráfall hans 1974 var um hrið nokkuð á reiki um setu manna i stjórn, óvanir menn þurftu við að taka, en i stjórninni nú eru Ingi Kristinssón, Eiríkur Stefánsson og Guðmundur Óskar Ólafsson. Siðan segir i greinar- gerð stjórnarinnar: Þess höfum viö stjórnarmenn orðið varir, að sumir vinir Magnúsar heitins, einkum útum land, hafi fundið breytingu, sem þeim féll ekki. Nú kom enginn i fjáröflunarferð fyrir Hjálparsjóð æskufólks. Ekki mundi hann lengi verða starfi sinu vaxinn, ef ekki væri reynt að auka hann og efla. Þetta var okkur I stjórn sjóðsins ljóst, en það lá einnig i augum uppi, að f járöflunaraöferðir Magnúsarvoru engum okkar fær- ar, og bar margt til, þótt ekki verði hér greint. Hins vegar var litast um eftir nýjum leiðum, en þá gerðist það, sem öllum kom á óvænt, að Hjálparsjóöur æsku- fólks hlaut arf. Mun verðmæti hans vera milli 11 og 12 milj. kr. Sá, sem arfleiddi, var einhleypur maður, að nafni Guðmundur Guð- jónsson. Meö arfleiösluskrá hafði hann ánafnað Hjálparsjóði æsku- fólks 40% af eign sinni. Bókfærð eign sjóðsins er nú rúml. 24 milj. kr.. Má það teljast allgott sem stendur, en nú eru verðbólgutim- ar og mun þvi vandséð, hvort tekst að láta sjóðinn halda fullu gildi jafnframtþví sem hann ræk- ir skyldur sinar samkvæmt skipulagsskrá. Ekki eru likur til þess að aftur verði tekin upp f járöflunaraðferð Magnúsar með ferðum viös vegar um landiö, en Hjálparsjóöur æskufólks þiggur fúslega og með þökkum f járhagsaðstoð frá öllum þeim, sem vilja honum vel og meta hjálparstörf hans, hvort heldur það eru gjafir i sérstöku tilefni, áheit eða i einhverju öðru formi. Má geta þess hér, að stundum hafa borist gjafir alveg óvænt. Var hin stærsta frá 10 ára stúdentum M.R. vorið 1974. Nam sú gjöf 320 þús. kr. Rétt er aö láta þess getið.hér, að Magnús lét eitt sinn gera minningarkort fyrir sjóðinn og dreifði þeim viðs vegar um land- ið. Voru það einkum bókaverslan- ir, sem fengu þau til sölu. Enginn listi hefur fundist yfir þaö, hvar þessi korthafa lent, og mun ekki hafa borist uppgjör eða skilagrein frá þeim — ekki öllum a.m.k.. Væri vel, ef úr þvi yrði bætt fyrr en síðar. Siðast liðin tvö ár hafa einkum borist beiðnir um aðstoö i sam- bandi við skólanám unglinga, þar sem einhverjir verulegir erfið- leikar hafa veriö i vegi. Höfum jVÍÖ vissu fyrir þvi að sú hjálp, sem þar hefur verið veitt, hefur i mörgum tilfellum skilað góöum árangri, ef svo má að orði kom- ast. En aðstoð i mörgum öðrum tilfellum kemur einnig til greina. Ekki er ætlunin að Hjálparsjóö- ur æskufólks komi i stað lögboð- innar opinberrar aðstoðar, heldur þar sem slika aðstoö er ekki að fá eða hún fullnægir ekki. Hins veg- ar má ekki lita svo á, að þessum sjóði beri skylda til að gjalda já- kvæöi við hverri beiðni um að- stoð. I hverju einstöku tilfelli verður stjómin að meta kringum- stæður og kemur þar margt til greina. Umsóknir um styrk úr þessum sjóði þurfa að berast stjórninni með nokkrum fyrirvara og þeim þarf að fylgja umsögn og með- mæli barnaverndarnefnda, fé- lagsráögjafa, skólastjóra eða við- komandi presti. Ofteru það þess- iraöilar, sem senda umsóknirnar ásamt með nánari skýringum. Enda er nauösynlegt að gera ljósa grein f yrir þörf þess, er æsk- ir aöstoðar, og ástæöum öllum. Fræðslustjórum útum landiö hef- ur verið kynnt starfsemi sjóðsins og getur i mörgum tilfellum verið heppilegt að hafa samband við þá. 1 reikningum sjóðsins fyrir s.l. áreru bókfærð hjálparframlög til ýmissa, 477 þús. kr„ en áreiðan- lega verður það drjúgum meira á þessu ári. Eiríkur Stefánsson. Laust embætti er forseti Islands veitir Prófessorsembætti i jarðeðlisfræði við eðlisfræðiskor verkfræði- og raunvisinda- deildar Háskóla íslands er laust til umsóknar. Prófessornum er einkum ætlað að starfa að eðlisfræði fastrar jarðar auk almennrar kennslu i eðlisfræði. Umsóknarfrestur er til 1. september 1977. Laun samkv. launakerfi starfsmanna rikisins. Umsækjendur um prófessorsembætti þetta skulu láta fylgja umsókn sinni ræki- lega skýrslu um visindastörf þau, er þeir hafa unnið, ritsmiðar og rannsóknir, svo og námsferil sinn og störf. Menntamálaráðuneytið 15. júlf 1977. Evrópu- meistara- keppni íslenskra hesta í Danmörku Dagana 19.-21. ágúst I sumar veröur Evrópumeistaramót i keppni islenskra hesta haldiö i Skiveren á Norður-Jótlandi. Búist er við því að eigendur íslenskra hesta viða á meginlandinu komi með gæðinga sina til keppni og i Skiveren verði samankomið mikið úrval gæðinga. Mótstaðurinn, Skiveren, er skammt frá Hirtshals. Þar er þegar hafinn undirbúningur aö mótinu með gerð keppnisvallar og sérstaks æfingavallar á ströndinni. Þar verða sett upp veitingatjöld meö matsölu og auk þess „grillbar”.Tjaldbúðir verða skipulagðar þvi reiknað er með, að f jöldi mótsgesta muni gista i tjöldum. Samvinnuferðir hafa ákveðið að skipuleggja hópferö á hesta- mannamótið. Flogi verður 15. ágúst til Alaborgar, og fariö þaðan með hópferðabifreiðum til Skiveren. Heimferð hefur ekki ennþá verið endanlega ákveöin, en upplýsingar um ferðina eru gefnar hjá Samvinnuferðum i sima 2-70-77. (Heimild: Freyr) —mhg Beðiö um ferða- frelsi OXFORD Reuter — Hópur vis- indamanna.sem setið hafalá þingi i þrja daga til heiðurs sovéska visindamanninum Benjamin Le- vits, sendi i gærkvöld bænaskrá til Leonids Bresnéf, leiðtoga Sovétrikjanna. Var þar farið fram á að Benja- min Levits yrði veitt ferðafrelsi og jafnframt var harmað að hon- um skuli vera bannað að laka þátt i alþjóðlegum þingum og gefa út verk sin. Benjamin Levits hefur reynt i fimm ár að fá leyfi til aö flytja til Israels, þar sem sonur hans býr, og hafa sovésk yfirvöld bannað honum að fara út úr Sovétrikjunum. Fékk hann ekki að fara á ráðstefnuna sem haldin var honum til heiðurs. Háskóla- menn fá hækkun Bandalag háskólamanna hefur samið við fjármálaráðuneytið um 7,5% hækkun júnilauna. Aður hafði BHM fengið um 11% hækk- un kaups og verðlagsbætur frá fyrsta mai og er hér alls um að ræða 19,3%. BHM hafði farið fram á 14% hækkun ofan á þau 11% sem fyrr voru nefnd. Banaslys af raflosti BORDEAUX Reuter — Hollensk kona lét lifið og maður hennar særðist illilega þegar mastrið á snekkju þeirra snerti rafmagns- linu skammt frá Bordeaux. Hjón þessi voru i sumarleyfi á tjald- búðasvæöi á suðvesturströnd Frakklands og voru þau að flytja bát sinn frá stöðuvatni að drátt- arbraut þegar málmmastriö snerti 23.000 volta raflinu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.