Þjóðviljinn - 26.07.1977, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 26.07.1977, Blaðsíða 2
.2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 26. júll 1977. Skattrán, segir FÍB um hækkunina á bensínverðinu Hækkun á opinberum gjöldum. 68 kr. ' Hækkun á verði hvers bensinlltra á si. 7 árum. > 37 kr. Af völdum erlendra ■J hækkana og gengis- breytinga. 18 kr. llækkun á dreifingar- kostnaöi. 13 kr. 12 kr. 80 kr. Krá 1970 hefur bensin hækkaö um 68 kr. og rennur stærsti hluti hækkunarinnar i rikissjóö. Af súlunni má sjá aö hækkanir á bensinveröi hafa fyrst og fremst orbið vegna skatta sem opinberir aöilar leggja á, en er aöeins aö litlu leyti af völdum launhækkana ilandinueöa hækkana Arabarikja á innflutnings- veröi bensins. Vegna frétta í dagblöð- um um að yfirvofandi sé 8 kr. hækkun á verði bensín- litra vill Félag íslenskra bifreiðaeigenda koma á framfæri eftirfarandi upplýsingum um bensín- verðshækkanir undanfar- inna ára, tekjur rikissjóðs af sölu á bensíni og ráð- stöfun þeirra tekna. HÆKKUN A BENSINVERÐI STAFAR AÐALLEGA AF INN- LENDUM SKATTAHÆKKUN- UM, EN AÐEINS LITILL HLUTI ER AF VÖLDUM ERLENDRA VERDHÆKKANA OG AUKINS INNLENDS KOSTNAÐAR. Bifreiöaeigendur á tslandi hafa illþyrmilega fengiö aö kenna á þvi aö oliukreppa skall á i heimin- um fyrir nokkrum árum. Frá ár- inu 1970 hefur verö á bensinlltra hækkaö úr 12 kr. i 80 kr., eöa tæp- lega sjöfaldast, er) á sama tima hefur almennt verölag i landinu rumlega fimmfaldast. Samsvar- ar þetta þvi aö verö á bensini hef- ur hækkaö um 25% meir, en nem- ur almennum veröhækkunum i landinu (sjá fylgiskjal I.) I dag, 21. júli fullyröir Morgun- blaöiö i frétt á baksiöu, að verð á bensinlitra muni á næstu dögum enn hækka um 8 kr. og þar látiö i þaö skina að hækkun þessi stafi af kostnaðarhækkun hjá oliufélög- unum vegnalaunahækkana,og aö auka eigi framlag til vegasjóös. Svipaöa röksemdafærslu hafa málgögn rikisstjórnarflokka bor- ið á borð viö bensinhækkanir á undanförnum árum. Af þessum sökum skal nú út- skýrt hverjir hafa fennið bær 68 kr. sem verö á bensinlitra hefur hækkaö um á sl. 7 árum. Erl. veröhækkanir á bensini og geng- islækkun islensku krónunnar hafa orsakað 18 kr. hækkun á útsölu- veröi bensinlitra hérlendis. Allar innlendar kostnaðarhækkanir, þar meö talinn launakostnaöur og annar dreifingarkostnaöur hafa valdiö 13 kr. hækkun á bensin- litra. Skattar sem opinberir aöil- ar leggja á „bensinneyslu” bif- reiðaeigenda valda hins vegar 37 kr. hækkun, sem er meira en helmingur þeirrar 68 kr. hækk- unar á verbi bensinlitra sem orbib hefur á þvi 7 ára timabili sem hér um ræðir. Tekjur ríkisstjóðs af bensínsölu: Um margra ára skeið hefur rik- isvaldiö skattlagt „bensinneyslu” bifreiðaeigenda margfalt meii“a en neyslu allrar annarrar nauö- synjavöru landsmanna. Þessa ó- hóflegu skattlagningu hafa ráöa- menn ávallt reynt aö réttlæta með þeim rökum að áformuö séu stórátök i vegagerð og þvi nauö- synlegt að auka tekjur rikissjóös. vegna þeirra framkvæmda.Væfi vel aö staðið, ef allar tekjur rikis- sjóös af bensinsölu rynnu til vegagerðar, en þannig er málum þvi miöur ekki háttaö. Stabreyndin er sú, aö vegasjóð- ur fær stööugt minni hlut heildar- tekna rikissjóðs af bensinsölu. I fylgiskjali II er sýnt yfirlit yfir heildartékjur rikissjóös af ben- sinsölu á árunum 1970-1976, og eru tekjurnar flokkaðar þar i fjóra megin flokka. Skattlagningin. 1. Vegagjald—eöa innflutnings- gjald af bensini er markaður tekjustofn vegasjóös af bensin- sölu. Ariö 1970 var vegagjald um 47% af útsöluverði bensinlitra, en sökum þess að á siöustu árum hefur stöðugt stærri hluti bensin- skatta fariö til almennrar ráð- stöfunar hjá rikissjóöi, hefur þessi markaði tekjustofn vega- sjóðs rýrnaö mikið, og er nú orö- inn innan viö 25% af útsöluverði hvers bensinlitra. 2. Verötollur, sem nemur 50% af innflutningsveröi, er innheimtur af öllum bensininnflutningi. Verðtollurinn er sérskattur á bif- reiðaeigendur, þar sem að allir aðrir orkugjafar sem notaðir eru hérlendis svo sem, flugvéla- bensin, þotueldsneyti, svartolia, raforka og hitaorka til húshitunar eru sáralitiö eöa ekkert tollaðir. — Þvi krefst Félag islenskra bif- reiðaeigenda þess, að verðtollur á bensini veröi felldur niður, og að bensin verði tollaö á sama hátt og aðrir orkugjafar hérlendis. 3. Söluskattur er lagður á bensin eins og alla aðra vöru, og myndi FIB ekki véfengja réttmæti þeirr- ar skattlagningar ef söluskattur væri ekki reiknaöur af þeim sér- sköttum sem áður hafa verið lagðir á innflutningsverö bensins. A siðastliðnu ári greiddu bifreiöa- eigendur alls 355,5 milj. i sölu- skatt af vegagjaldi. Fráleitt er aö innheimta á þennan hátt skatt af skatti, nema þvi aðeins aö þær söluskattstekjur renni i vegasjóð eins og vegagjaldið. 4. Aörir tekjustofnar hins opin- bera sem reiknaö er með i verð- grundvelli benzins eru: leyfis- gjald, vörugjald, og landsútsvar. Þó aö þessir þrir skattstofnar nemi i dag innan viö 1,7% af útsöluveröi hvers bensinlitra, voru heildartekjur rikissjóös af þessum skattstofnum rúmar 120 milj. árið 1976. Ráðstöfun tekna rikissjóðs af bensínsölu Samfara þeim miklu hækk- unum sem oröiö hafa á bensini á undanförnum árum, hefur oröið mikil röskun á hlutfalli einstakra tekjustofna i heildartekjum rikis- sjóös af bensinsölu. Alvarlegasta breytingin er sú, aö vegagjaldið hefur dregist verulega saman frá árinu 1970 og tekjur vegasjóðs rýrnað aö sama skapi. Fram til ársins 1973 nam vegagjald um og yfir 70% af heildartekjum rikis- sjóös af bensinsölu. Arið 1976 var hlutfall vegagjalds af bensin- tekjum hins vegar komið niöur i 43,3%. Þessi þróun á sér stað þrátt fyrir aö heildartekjur rikis- sjóös af bensinsölu hafi verið hlutfallslega meiri árið 1976 en þær~voru árin þar á undan. Þessari tilfærslu á tekjum frá vegasjóöi til alm. ráöstöf- unar fyrir rikissjóð, , mótmælir Félag islenskra bifreiðaeigenda og krefst þess aö tekjur rikisjóös af bensinsölu veröi látnar renna til vegageröar i landinu. Lokaorð: A grundvelli þess rökstuönings sem fram kemur hér aö ofan mót- mælir Félag islenskra bifreiöa- eigenda harölega yfirvofandi bensinveröshækkun, og þvi opin- bera skattráni sem rikisstjórnin fremur nú á bifreiðaeigendum. Ennfremur krefst FIB þess aö þær reglur sem gilda um ákvörðun bensinverös veröi strax teknar til gagngerörar endur- skoöunar, og það ranglæti sem nú rikir viö ákvörðun bensinverðs veröi upprætt. Norðurlandamótið í skák í gærkyöld Jón L., Haraldur og Helgi berjast um efstu sætin. Guðlaug á góðri leið með að verja NM-titilinn Helgi Ólafsson Þeir Helgi Ólafsson, Jón L. Árnason og Haraldur Harlaldsson berjast allir um efstu sætin á Norður- landamótinu í skák þegar fimm umferðum er lokið. I gærkvöld sigraði Helgi finnskan andstæðing sinn, en þeir Jón L. og Haraldur eiga báðir jafnteflislegar biðstöður. Er staðan í mót- inu að lokinn umferðinni í gærkvöid sú, að finninn Hurmi er efstur með 5 vinninga, sviinn Roselund næstur með 4.5, Helgi er þriðji með 4 vinninga ásamt finnanum Pihala og dananum Anderson. Þar á eftir koma m.a. þeir Jón L. og Haraldur með bið- skákir og 3.5 vinning og eiga þeir a.m.k. báðir möguleika á aö ná fjórum vinningum úr fyrstu fimm umferðunum eins og Helgi. En fleiri eru i eldlínunni en þessir ungur strákar. Guölaug Þorsteinsdóttir er á góöri leið meö aö verja Noröurlandameist- aratitil sinn, þvi hún hefur 100% vinningshlutvall að loknum þremur umferðum, eöa þrjá vinninga. Ein finnsk stúlka og önnur sænsk hafa náö sama ár- angri. Helgi Ólafsson sagði i gær- kvöld aö tapið um morguninn hefði hleypt i sig illu bióöi. Eg á eftir aö taka þessa jólasveina i bakariið, sagði hann. — Þessir tveir efstu menn virðast ekki svo mjög sterkir, heldur fyrst og fremst stórkostlegir „grisarar” i þessu móti. Lániö hefur svo sann- arlega leikið viö þá. Biðskák Jóns L. Arnasonar er mjög flókin en um leiö athyglis- verö. Upp er komið hróksenda- tafl, þar sem svartur lék biðleik en staöan er þessi: Hvitt (Jón L.) Kg2 y Hb7, h3, c5, b5, a4. Svart (Poutiainen-, finnskur, alþjóöl. meistari): Ke5, Hc3, h6, g5, e6, a5. Biðskákir veröa tefldar fyrir hádegi i dag, en eftir miðdaginn verður 6. umferðin tefld. Mótið er alls 11 umferöir og telft er eftir Monrad-kerfi. —gsp- Helgi fór illa að ráði sínu gegn efsta manni: Með sex mismunandi vinnings- leiðir... en klúðraði öllu saman! Eftir örcgga vinninga i þremur fyrstu umferðum Norðurlandamótsins tefldi Helgi ólafsson við finnsk- an andstæðing, en þeir deildu með sérefsta sætinu ásamt tveimur öðrum. Finninn, Pyhaloa, fékk koltapað tafl eftir tíu leiki og þegar 22 leikir voru búnir sagðist Helgi hafa getað valið um a.m.k. fimm til sex mismunandi vinningsleiðir. En fljótfærnisleg mistök, sem vafalaust má skrifa á reikning reynsluleysis, ollu þvi aö Helgi lék stööunni i einu vetfangi niöur i ekki neitt, finninn fékk gagn- sóknarmöguleika á svipstundu og neyddi Helga til uppgjafar. Þessi skemmtiiega sviptingaskák birt hér á eftir. 4. umferð Hvitt: Helgi Ólafsson Svart: Pyhaloa Drottningarbragö er 1. c4-e6 2. Rf3-d5 3. d4-Rf6 4. Rc3-c5 5. cxd5-cxd4 7. e4-Rc6 8. Bb5-Rxe4 9. 0-0-RÍ6 10. Bg5-Be6 6. Dxd4-exd5 11. He5 (Ég er hérna meö gjörunnið tafl sagöi Helgi Ólafsson er hann simaði heim til Islands i gær). 22. Rd8??- (Eftir t.d. 22. Db3 heföi Helgi staöið með pálmann i höndunum. Þá hefði verið möguleiki á drottningarfórn ef svartur hefði drepiö á d5. Ra5+ er lika öruggur leikur til vinnings) 22. ..Bxd8 (Snjallt svar finnans. Hann valdar allar hugsanlegar sóknar- leiðir Helga og hefur nú snúiö vörn i geysisterka sókn). 11. ...-Dd6 12. Bf4-Rh5 13. Rxc6-I)xf4 14. Ra5+-Kd8 15. Ddl-Rf6 16. Rxb7+-Kc7 17. Ba6-Rg4 18. g3-Dh6 19. h4-Be7 20. Hcl-Bxh4 21. Rxd5+-Kb8 (Þegar hér er komiö sögu get ég valiö um fimm til sex leiðir til að máta finnann I nokkrum leikjum, eða a.m.k. rústa stöðu hans þannig aö ekki standi steinn yfir steini, sagöi Helgi. — En i einhverri óskiljanlegri fljótfærni lék ég eina leiknum sem alls ekki mátti leika. Hann kemur hérna... og gjörðu svo vel!) 23. Db3 + -Bb6 24. Kg2-Dh2 + 25. Kf3-Re5 + 26. Ke2-Dh5+ 27. f3-Rxf3 28. Rxb6 (Ef svartur drepur drottn- inguna kemur mát á d7) 28. ...Rd4+ + Hvitur gefst upp.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.