Þjóðviljinn - 26.07.1977, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 26.07.1977, Blaðsíða 3
Þriöjudagur 26. júli 1977. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3 Öeirdir í kjöl- far kosninganna Colombo 25/7 reuter — Til mikilla óeirba kom um helgina á mörgum stöðum i Sri Lanka f kjöifar þing- kosninga sem þar föru fram i siðustu viku. Er talið að 34 manns hafi látið lifið i átökum fylgis- manna hinna striðandi stjórn- málaflokka landsins. Yfirvöld svörubu þessum átökum með þvi að setja útgöngu bann i átta fylkjum eyjarinnar og öflugur lögregluvörður var þar sem til átaka hafði komið. Svo virtist §em ró væri að færast yfir i dag og var útgöngubanninu létt af sumsstaðar. Vinbörum og veitingahúsum hefur veriö fyrir- skipað að hafa lokað sl. sex daga en þeir mega opna aftur i fyrra- málið. Óeirðir þessar komu yfir- völdum mjög á óvart eftir að kosningabaráttan sjálf hafði verið með rólegasta móti. Hin nýja stjórn landsins hóf störf i dag en búist er við að þing landsins komi saman fyrstu vikuna i ágúst. Sadat forseti Egyptalands. eftir fjögurra daga bardaga Tripoli/ Beirut og viöar 25/7 reuter — Anwar Sa- dat forseti Egyptalands skipaði herjum sinum i nótt að hætta öllum árás- um inn yfir Libýu eftir að hersveitir ríkjanna höfðu barist í f jóra daga. Virðast sáttatilraunir arabaleið- toga hafa átt stærstan þátt i að stilla til friðar. Egypskt herlið réðist i gær á herbúðir i vininni Al-Jaghboub sem er 30 km fyrir innan landa- mæri Libýu. Að vanda bar deilu- aðilum ekki saman um lyktir átakanna. Egyptar kváöust hafa ráðist á herstöðina — sem þeir sögðu að hefði verið beitt til árása hermdarverkamanna innan landamæra Egyptalands — og gereyðilagt hana. Libýumenn segjst hins vegar hafa tekið þrjá egypska fanga en að ööru leyti þurrkað árásarherinn út og hrundið áhlaupinu. Arabaleiðtogar hafa lagt mikið á sig til aö stilla til friðar milli egypta og libýumanna. Utan- rikisráðherra Kuwait kom til V erkalýðsleiðtogi flýr og snýr aftur Kairó i dag með skilaboð frá krónprinsi Kuwait og i gærkvöldi kom Yassir Arafat leiðtogi PLO að máli við Sadat. Houari Bou- medienne forseti Alsir var i Libýu i gærkvöld og fór þaðan til Kairó til fundar við Sadat. Virðist för hans hafa borið árangur þvi stuttu eftir komu hans til Kairó gaf Sadat herjum sinum skipun um að hætta að berjast. Boumedi- enne fór aftur til Libýu i dag. Dagblað eitt i Beirut gerir þvi skóna i dag að ástæðan fyrir árás egypta á Libýu sé hve treglega gangi að bæta samskipti egypta og sovétmanna. Hafi þeir dregið þá ályktun að sovétmenn hygöust styðja Gaddafi leiðtoga Libýu til að grafa undan stjórnum Egyptalands og Súdans. Tilgang- ur árásarinnar hafi þvi verið að kæfa slíkar tilraunir i fæðingu. 1 sérstakri útsendingu Moskvu- útvarpsins á arabisku voru Israel, vestrænir fjölmiðlar og stjórnin i Saudi-Arabiu spyrt saman i samsæri umhverfis átök egypta og libýumanna. Benti út- varpið á að israelar hefðu strax eftir að átökin hófust tilkynnt egyptum að þeir myndu ekki hag- nýta sér þau til að rjúfa friðar- sáttmálann um Sinaiskagann Einng sagði að stjórn Saudi-Ara- biu hefði sýnt það siðast i Libanon að hún væri reiðubúin að fórna einingu araba á altari baráttu sinnar gegn öllum framfara öfl- um þessa heimshluta. London 25/7 reuter — Maurice Jones ritstjóri málgagns námu- verkamanna i Yorkshire kom i gær aftur tii Englands frá Þýska alþýðulýöveldinu en þangaö haföi hann flúið undan ofsóknum breskrar lögreglu og beöist liælis sem pólitiskur flóttamaöur. Jones var handtekinn i siðasta mánuði i átökum sem urðu úti fyrir Grunwick-verksmiðjunni i norðurhluta London en þar hefur oft komið til átaka undanfarnar vikur milli lögreglu og stuðnings- manna verkafólks i verk- smiðjunni sem hefur verið i verk- falli um langt skeið. Jones sneri aftur til Englands fyrir þrábeiöni forystumanna námuverkamanna eftir að Merlyn Rees innanrikisráðherra haföi heitið þvi aö rannsókn yrði gerö á kvörtunum Jones um að fjölskylda hans hefði mátt þola ógnanir af hálfu lögreglunnar. Við heimkomuna var Jones hand- tekinn en látinn laus eftir aö vegabréf hans hafði veriö tekið af honum og hann greitt 2 þúsund sterlingspund i tryggingu. Eftir að Jones losnaði var haft við hann útvarpsviðtal þar sem hann kvaðst enn óttast aðgeröir lögreglunnar gegn sér og fjöl- skyldu sinni. Gaddafi leiötogi Lfbýu. Boumedienne forseti Alsir miöi- aöi málum. Breski kommúnistinn Maurice Jones var handtekinn hér fyrir utan Grunwick-verksmiöjuna i London. Verkfall þaö sem þar hefur staöiö I næstum ár snýst ma. um rétt starfsfólksins til aö vera I verkalýös- félögum. Eigendur verksmiöjunnar hafa einkum ráöiö til starfa inn- flytjendur frá Asiu. Hafa þeim veriö greidd mun lægri laun en tiökast og hótaö meö brottrekstri ef þeir dirföust aö leita réttar síns hjá verka- lýösfélögum. A myndinni ávarpar einn af leiötogum verkfallsmanna félaga sina og aöra stuöningsmenn en lögreglan myndar verndarmúr viö hliö verksmiöjunnar. Yfirmenn á kaupskipum semja Um hádegiö i fyrradag voru undirritaöir samningar milli yfirmanna á kaupskipaflotan- um og skipaútgeröarinnar. Höföu samningar þessir staöiö mjög lengi yfir og siöasti fund- urinn frá þvi á fimmtudag. Aö mati samninga manna hafa fariö um þaö bil 130 timar i samningsgeröina. Skv. hinum nýju samningum er mánaðarkaup nú miðað við 40 stunda vinnuviku og var skipulagi fritima gjörbreytt frá þvi sem áður var, þannig að réttindi og möguleikar manna til að taka sér fri aukast aö mun. Laun hækka um 18.000 á mánuði miöað við byrjunarlaun 2. stýrimanns i 1. flokki og siðan kemur sama hlutfallshækkun á önnur laun. Sérkröfur voru leystar með 2,5% hækkun eins og i öðrum samningum á þessu sumri. Samningstiminn er frá 1. ágúst i ár og fram til 1. april 1979. Samningurinn gildir þvi 4 mánuðum lengur en hinn almenni samningur ASl frá 22. júni. Áfangahækkanir á samnings- timabilinu verða eins og um samdist i fiskiskipasamn- ingunum, þ.e. 4,8% 1. sept. i ár, 4,5% 1. júni 1978 og 3,4% 1. sept. 1978. Samningum við undirmenn á kaupskipum er enn ekki lokið né heldur samningum við mat- sveina. Siðast er við fréttum stóð yfir fundur i deilunni, og hafði þá staðið yfir frá þvi kl. 17 daginn áöur. Virðist þvi sem samningarnir séu aö komast á lokastig. eng EGYPTALAND — LÍBÝA ENGLAND EPÍÓPÍA SRI LANKA Sadat stödvar heri sína BARIST A TVEIM VÍGSTÖÐVUM Hóm 25/7 reuter — Uppreisnar- menn sem herja á stjórn Eþiópiu úr tveimur áttum tilkynntu aö þeir heföu náð á sitt vald bæjum I Eritreu annars vegar og Ogaden- fylki i suöurhluta landsins hins vegar. Uppreisnarmenn sem berjast i Ogaden undir merkjum Frelsis- fylkingar Vestur-Sómaliu til- kynntu i dag að þeir hefðu náð á sitt vald bæjunum Gode, Kebri, Dehar og Warder sem eru langt fyrir innan landamæri Eþiópiu. Bæir þessir eru i strjálbýlu héraði en með töku þeirra opnast upp- reisnarmönnum leiðir til tveggja mikilvægra borga norðar i land- inu, Harar og Dire Dewa. Tilkynning um þetta var lesin upp i útvarpi i Mogadishu, höfuð- borg Sómaliu, en stjórnvöld þar fara ekki dult með suðning sinn við FVS. Stjórnin i Eþóipiu hefur sakað þau um að senda fastaher sinn inn i Ogaden búinn flugvél- um, skriðdrekum og stórskotaliði en stjórnvöldiSómaliuhafa visað þvi að bug. Hin opinbera frétta- stofa Eþiópiu sagði i gær að fjöl- mennt lið úr úr her Sómaliu hefði hernumið stóran hluta Ogaden. Einnig greindi hún frá átökum umhverfis áðurnefndar borgir en gat þess ekki að þær væru fallnar i hendur óvina. önnur af tveim hreyfingum sem beriast fyrir frelsi Eritreu, ELF-PLF, tilkynnti um skrifstofu sina i Beirut að sveitir hreyfing- arinnar hefðu náð á sitt vald borginni Agordat i vesturhluta Eritreu en hún stendur við þjóð- veginn til Súdan. Ef þetta reynist rétt er hér um meiriháttar áfall að ræða fyrir stjórnina i Addis Ababa. Hin frelsishreyfingin, EPLF, skýrði hins vegar frá þvi i Róm að henni væri ekki kunnugt um töku Agordat. Talsmaöur EPLF sagði að liðsmenn hreyfingarinnar héldu uppi eldflaugaárásum á borgirnar Asmara og Massawa en þær eru mikilvægustu borgir Eritreu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.