Þjóðviljinn - 26.07.1977, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 26.07.1977, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 26. júli 1977. Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis. Otgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón meö sunnudagsblaði: Arni Bergmann. Auglýsingastjóri: úlfar Þormóðsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Síöumúla 6, Simi 81333 Prentun: Blaðaprent hf. Hlutverk Alþýöu- banaalagsins Siðustu vikur og mánuði hafa andstæð- urnar i islenskum stjórnmálum skrepst til muna. Málgögn rikisstjórnarinnar gera nú dag eftir dag harða hrið að Alþýðu- bandalaginu og sýna þannig rettilega að valkostir þjóðarinnar felast annars vegar i áframhaldandi forystu núverandi ráða- afla og hins vegar i eflingu Alþýðubanda- lagsins sem þess baráttutækis, sem almenningur i landinu beitir i sókn gegn gróðaöflunum.sem ýtt hafa þjóðfélaginu i gin verðbólgunnar og stefna i bandalagi við erlenda auðhringi að varanlegri skerðingu efnahagslegs sjálfstæðis. Þjóðfélagsþróunin á siðustu árum sem einkum hefur birst i gifurlegri kjara- rýrnun, stjórnlausri fjárfestingu, siauknum verðhækkunum, samfélagslegri upplausn, aukinni ásókn erlendra auð- hringa, gengisfellingum og nú loks algerri ringulreið i herbúðum rikisstjórnarínnar, hefur fært Alþýðubandalaginu mikið og vandasamt verkefni. Smæð annarra stjórnarandstöðuflokka, uppgjöf þeirra og innri vandamál, veita Alþýðubandalaginu það hlutverk að mynda eitt og óstutt það andsvar sem dugir: Að leiða þá sókn sem brýtur gróðaöflin á bak aftur og hefur til vegs hagsmuni hins almenna manns. Þótt styrkur Alþýðubandalagsins i verkalýðshreyfingunni og forysta félaga þess á siðasta þingi Alþýðusambandsins og i nýgerðum kjarasamningum sýni að án slikrar kjölfestu yrði litil von um fram- tiðarsigra i baráttu launafólks; þótt Þjóð- viljinn og málgögn Alþýðubandalagsins viða um land séu eina örugga rödd stjórnarandstöðunnar á hinum daglega umræðuvettvangi; þótt skipulag flokksins og almenn starfsemi hafi öðlast festu og styrk á undaförnum árum — þá er ljóst að hlutverk Alþýðubandalagsins i stjórn- málum samtiðar og framtiðar krefst að áfram sé haldið og enn betur unnið. Það mun koma i hlut Alþýðubanda- lagsins að visa veginn út úr gjörninga- hriðum verðbólguþjóðfélagsins og leiða baráttuna fyrir efnahagslegri endurreisn sem grundvallast verður á hagsmunum launafólks, almennum kjarabótum, stöðugleika gagnvart útlöndum, skipu- lagðri fjárfestingu og varðveislu efna- hagslegs sjálfstæðis. Það er hlutverk Alþýðubandalagsins að móta islenska atvinnustefnu sem felur i sér andsvar við áætlunum rikisstjórnar og erlendra auðhringa um vaxandi itök erlendrar stóriðju. Islensk atvinnustefna felur i sér virkjun á kröftum þjóðarinnar sjálfrar til að hagnýta innlend hráefni og tæknikunnáttu i þágu vaxandi framfara. Hún knýr til umræðna um aukinn lýðræðislegan rétt launþega i stjórn fram- leiðslunnar, raunverulega þátttöku allra i ákvörðunum á vinnustað oe haenvtineu nýrra og eldri samvinnuforma til að færa valdið yfir framleiðslunni til fólksins sjálfs. Auk forystunnar i baráttunni gegn verð- bólgunni og fyrir efnahagslegri endur- reisn og framkvæmd á islenskri atvinnu- stefnu verður að halda á lofti kröfu um samfélagslegar umbætur, verndun náttúru og umhverfis, endurnýjun i menntakerfi og menningarmálum, aukið öryggi aldraðra og annarra sem treysta þurfa á félagslega aðstoð. Hlutverk Alþýðubandalagsins er þvi margslungið og vandasamt. Það felur i sér andsvar við rikjandi öflum og fyrirheit um betri þjóðfélagshætti. Það hlutverk verður hins vegar ekki rækt sem skyldi nema allur sá mikli fjöldi sem myndar flokkinn og aðrir sem vilja veita honum brautargengi taki höndum saman i virku starfi. Þar hafa allir verk að vinna. Árásir málgagna rikisstjórnarinnar dag eftir dag á stefnu og störf Alþýðubanda- lagsins sýna að við erum á réttri leið. Höldum þvi áfram ótrauð!! Gamalt og nýtt I leiöara Alþýðublaðsins á föstudag er Árni Gunnarsson að velta vöngum yfir Evrópu- kommúnisma og Alþýðubanda- lagi eins og fleiri. Og eins og ýmsir kollegar hans lætur hann sér söguna verða sér aö fóta- kefli — hann vill bersýnilega halda, að hugmyndastraumar þeir sem kenndir eru viö evr- öpukommúnisma séu einhver nýjung á tslandi, sem er að sjálfsögðu hinn mesti misskiln- ingur. Eins og ritstjórinn ætti að vita er það einna efst á baugi hjá itölskum kommúnistum, aö bæði sá sósialdemókratismi og sá kommúnismi sem mótaðist á árum milli striöa hafi lent i öng- stræti, runnið sitt skeið á enda — þaö sem máli skipti sé aö móta nýjar leiðir til sósialiskrar endurnýjunar samfélagsins. Og einmitt þetta hafa islenskir sósialistar verið að bauka viö i nær fjörtiu ár. Okkur dettur að sjálfsögðu ekki i hug að við höfum verið öðrum fordæmi. En það er vissulega ánægjulegt og uppörvandi þegar aörir evrópskir verklýðsflokkar taka upp hliöstæð verkefni, leggja út i svipaða leit. Grímuballs- kenningin Ritstjóri Alþýðublaðsins tek- ur svipaðan kost og Kissinger og Morgunblaðið — aö reyna að gera Evrópu kommúnismann svonefnda tortryggilegan .Mein ingin er sú að hér sé einna helst' um nokkurskonar grimudans- leik að ræöa — hinir óforbetran- legu kommar hafi aöeins brugö- ið á loft nokkrum fallegúm vig- oröum um lýðræði. Við förum ekki nánar út i þá sálma að þessu sinni, enda hefur það all- oft verið gert hér i blaðinu. Hitt er svo sérstaklega fróðlegt hvaða heimildir Árni Gunnars- son notar til að renna stoðum Árni Gunnarsson: Best að taka mark á sovéskum skilgrein- ingum. undir grimuballskenningu sina. 'Hann tekur þann kost, að ,,taka mark á skilgreiningu sovéskra kommúnista”. Hann vitnar þá til sovéskra skrifa um að það sé enginn umtalsverður munur á Austur- og Vesturevrópukomm- únisma, heldur sé það allt til- búningur borgaralegra hug- myndafræöinga. „Niöurstaða sovéskra kommúnista er þvi sú, að sá sem kennir sig við komm- isma geti aldrei orðið og muni aldrei veröa annað en kommún- isti” segir i leiðaranum. Sambúöarreglur Nú vita það allir sem kæra síg um, að i samskiptum við aðra flokka eða riki er þaö siöur i so- véskum áróðri, að láta sem allur vinskapur sé i fullu gildi sem allra lengst. Meðan so- vétmenn hafa nokkurnvegin friðsamlega sambúö hvort sem er við Nixon bandarikjafojseta eða Kommúnistaflokk Spanar, þá er i öllum málflutningi so- véskra lögö höfuðáhersla á það jákvæða og litiö gert úr öllu sem á milli ber og þaö þá helst kennt „borgaralegum hug- myndafræðingum” (ef um sam- búð við kommúnistaflokka er að ræöa) eða „eftirlegukindum kalda striðsins” (ef um sambúð viö stjórnir Bandarikjanna eöa Vestur-Þýskalands er að ræða). En ef hin friðsamlega sam- búð er trufluð að marki, ef t.d. Carrillo hinn spænski eða þá Carter bandarikjaforseti fara yfir viss takmörk i gagnrýni á Sovétrikin (Carrillo fer hörðum orðum um skort á lýðræði og jöfnuði i Sovét, Carter talum brotá mannréttindum), þá lfður aö þvi að blaðinu sé snúiö við, og nú verður i sovéskum málflutn- ingi mjög leitað að ávirðingum til dæmis þessara tveggja ann- ars mjög óliku stjórnmálafor- ingja. En eftir sem áður veröur sagt almennum orðum, að auð- vitað sé nauðsynlegt að hafa góða sambúö við Bandarikin eða þá vesturevrópska komm- únistaflokka — eða alla þar til sovéskum þykir þófið vonlaust og lýsa yfir allsherjaráróðurs- striði eins og gert var viö Títd’ á sinum tima og siöar Maó. Hey í haröindum Af þeim sökum er ekki nema eðlilegt, að fréttaskýr- endur taka með mjög miklum fyrirvara túlkunum sovét- manna sjálfra á þeim málum sem þeir eiga hlut aö. Þær túlk- anir eru fyrst og fremst vís- bendingar um þaö sem sovét- menn telja æskilegt, óskmynd af veruleikanum, sem engum þeirra sem minnstu reynslu hafa af skrifum um alþjóðamál kemur til hugar að taka sem fullgilda fræðilega útlistun. En sem sagt: Það er dálitiö spaugilegt að ritstjóri Alþýðu- blaösins skuli nota röksemdir sovéska vikuritsins Nýi timinn gegn spænska kommúnistafor- ingjanum Carrillo til að reyna að gera Alþýðubandalagið tor- tryggilegt. En það er eins og fyrri daginn: allt er hey i harð- indum. Teng Hsaio-ping: Mikill fögn- uöur yfir endurreistum erind- reka auðvaldsins. Endurreistur auövaldsseggur Það eru reyndar fleiri en rit stjóri Alþýöublaðsins sem lenda i villum vegna þess að þeir með bernsku hugarfari taka mark á þvi sem stórveldin segja um sjálf sig. NÚ hafa blöð um hriö verið full með fregnir af miklum fögnuði hjá alþýðu manna i Kina yfir þvi aö sá gamli refur, Teng Hsaio Ping, er enn á ný kominn i æöstu valdastóla eftir að hafa i tvigang verið úr þeim hrakinn. Það er ekki langt síðan Teng var siðast settur af, það gerðist i april i fyrr. Eftir þau tiðindi skrifaði Kristján Guð- laugsson i timaritið Austrið er rautt grein um „Baráttu gegn hægri vindum” og segir þar meðal annars: „Um langan tima beiö Teng átekta til að þess að koma gagn- byltingarsinnuðum áformum sinum i framkvæmd, en þegar á siðasta hausti hófu hann og fylgismenn hans áhlaup sitt á verklýðsstéttina. Þeir lýstu þvi yfir að verkafólk ætti ekki að sækja háskólana eða taka þátt i stjórnun þeirra. Það sem skilur á milli marxista- leninista og endurskoðunarsinna er m.a. þetta, að þeir fyrrnefndu setja trausti sitt á fjöldann og leiða starf hans og baráttu, hinir siðarnefndu setja traust sitt á sjálfa sig og sérfræöingana og hamla starfi verkalýðsins og baráttu. Hinir siðarnefndu ganga erinda kapitalismans. Þess vegna hefur Teng Hsiao- Ping réttilega verið kallaður fulltrúi auðvaldsskipulagsins i Kina.”. Skopleikur eöa harmleikur Og það er semsagt ekki ár liöið frá þvi að þetta var full- gildur sannleikur jafnt i Peking sem meðal islenskra maóista. Nú fréttum við siðast i gær, að kinverski herinn hafi fyrir sitt leyti lagt blessun sina yfir endurreisn „fulltrúa auðvalds- skipulagsins”, fyrir nú utan allar þær miljónir sem ekki ráöa sér fyrir kæti á torgum. En sem fyrr munu þeir, sem finna hjá sér trúarlega þörf fyrir að lita jákvætt á málin, komast að þeirri niðurstöðu að brottrekstur jafnt sem endur- reisn Tengs sé i þágu réttrar hugsunar Maós. Þvi rétt eins og allir hlutir, samrýmanlegir sem ósamrýmanlegir, eru i Sovét- rikjunum framkvæmdir sem i nafni og með tilvisun til Lenins — þá mun allt það sem i Kina gerist vera réttlætt með tilvis- un til Maós hver eðlis sem þaö annars er. Þetta væri allt nokk- uð spaugilegt ef ekki fælist i allri þessari guðfræði mikill harmleikur. Harmleikur ágætra ungra manna, i mörgum lönd- um,sem vilja gjarna ganga á vald hugsjónar sem þeir geti treyst á fullkomlega*og eru þvi reiðubúnir til aö skilja eftir heima alla hæfileika til gagn- rýni. áb.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.