Þjóðviljinn - 26.07.1977, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 26.07.1977, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 26. júll 1977. af erlertdum vcttvangi VONLAUST STRÍÐ hvítra ródesíumanna Spár fréttaskýrenda um gang mála i sunnanverðri Afriku eru nú flestar á þá lund, að dagar minnihlutastjórnar hvítra manna i Kódesiu séu senn tald- ir. Skæruhernaður liðsmanna Roberts Mugabe, sem hafa bækistöðvar i Mósambik, fer jafnt og þétt harðnandi og margir skæruiiðanna eru aö staðaldri innan landamæra Kó- desiu sjálfrar. 1 Sambiu býst annar skæruher undir forustu Joshua Nkomo, til innrásar i Kódesiu. E ininga r sa m tök Afriku (OAU) hafa nýlega lýst yfir fulium stuðningi við Föður- landsfylkinguna, sem er banda- lag stuðningsmanna þeirra Nkomos og Mugabes. Meðal hvitra ródesiumanna gætir vax- andi vonleysis, sem lýsir sér i auknum fólksflótta úr landi. Fréttamaður bandariska timaritsins Newsweek ber mikið lof á her Ródesiustjórnar og kveðst hvergi hafa kynnst jafn vöskum og vighæfum liðs- afla, og segist hann þó hafa mikla striðsreynslu, meðal annars frá Vietnam og Austur- löndum nær. Hvitir ródesiu- menn gerþekkja landið, sem þeir berjast nú um við skæruliða blökkumanna. Þeir eru margir sveitamenn og hafa vanist útilifi og veiðiskap frá blautu barns- beini. Forfeður margra þeirra námu land i Ródesiu fyrir alda- mót og þeir hafa alist upp við það að lita á það sem sjálfsagð- an hlut, að blökkumenn séu óæðri kynstofn og ekki betur til annars fallinn en að þjóna hvita kynþættinum. Litlu fleiri en íslendingar En þrátt fyrir allan garpskap hvitra ródesiumanna telur hinn striðsreyndi fréttamaður það engum vafa bundið að sigurvon- ir Ródesiuhers standi á núlli. Augljósasta ástæðan til þess er einfaldlega hinn gifurlegi mun- ur á höfðatölu kynþáttanna tveggja, sem landið byggja; hvitir menn eru þar litlu fleiri en islendingar og þeim fer jafnt og þétt fækkandi vegna fólks- flóttans úr landi, en blökku- menn eru um sex miljónir. Gar- field Todd, einn áhrifamanna i ródesiskum stjórnmálum um árabil, sem stjórn Ians Smith heldur i stofufangelsi vegna andstööu hans við kynþáttakúg- unina, heldur þvi fram að þorri blökkumanna sé vinveittur skæruliðum. Og einn af em- bættismönnum stjórnarinnar viðurkenndi nýlega að þetta væri mála sannast og vitnaði i þvi sambandi i Maó Kinafor- mann, að „skæruliðarnir væru eins' og fiskur i vatni meðal fjöldans”. Til þess að svipta skæruliðana þessum stuðningi hefur Ródesiustjórn gripið til sama örvæntingarúrræðisins og bandarikjamenn og leppar þeirra i Vietnam áður: aö safna dreifbýlisbúum nauöugum saman i svokölluð „strategie hamlets”, það er að segja þorp, sem i rauninni eru fangabúðir. „Þorp” þessi, sem einkum hafa verið reist i héruðunum nálægt landamærum Mósambiks, eru girt gaddavir, og hver sá þorps- búi sem finnst á ferli utan girð- ingarinnar frá sólarlagi til dag- renningar er fyrirvaralaust skotinn. Málaliðar En þótt engin ástæða sé til aö draga örvæntingarhugrekki og vighæfni Ródesiuhers i efa, þá er ljóst af fréttum aö skæruliðar Mugabes læra einnig af striðs- reynslunni. Til skamms tima hélt Ródesiustjórn þvi fram aö her hennar felldi tiu blakka skæruliða á móti hverjum einum manni, sem félli úr hennar liði. Nú viðurkennir stjórnin hinsvegar að þetta hlut- fall sé komið niður i þrjá á móti einum. Þar að auki eru skæruliðarnir i engum vandræðum með að fylla skörðin hjá sér, -en það á Ródesiustjórn fyrir sitt leyti öllu erfiðara meö, vegna fæðar hvitra manna þar i landi. Engu að sfður gerir stjórnin sitt besta i þvi efni, meðal annars með þvi að ráða til sin fjölda erlendra málaliða, sem þegar eru orðnir meira en tiundi hluti hersins. Þeir eru af mörgum þjóðum, en flestir bandarikjamenn (þar á meðal margir með reynslu úr Vietnamstriðinu), ástraliu- menn, suðurafrikumenn og bretar. Þeir koma af margvis- legum ástæðum. Sumir eru ekta bardagahundar og ævintýra- menn, sem berjast til þess að berjast, aðrir ofstækismenn fullir hrifningar á baráttu Ró- desiustjórnar „gegn kommún- ismanum” og enn aðrir koma i von um fé og frama J[yrir þjón- ustu sina. Einstaka segjast ein- faldlega hafa gerst málaliðar vegna atvinnuleysis heima fyrir eða út úr beinum leiðindum á vestrænu neyslusamfélögunum. Hjálp frá Suöur-Afríku og Vesturveldunum. Þótt einhverjum kunni undar- legt að þykja er meira en helm- ingur af um 10.000 manna fasta- her Ródesiustjórnar blökku- menn. Þeir eru sjálfboðaliðar, og helsta ástæðan til þess að þeir ganga i herinn er atvinnu- leysið, sem er gifurlegt meðal blakkra þegna landsins. I hern- um fá þeir góð laun og afkomu- öryggi sitt og fjölskyldna sinna tryggt. — Foringjar Ródesiu- hers, sem vitaskuld eru allir hvitir, eru aö sögn fréttamanna fullkomnlega samboðnir liðs- mönnunum, margir þeirra hafa reynslu úr ýmsum smástriðum breska heimsveldisins siðustu áratugina, þeirra á meðal yfirhershöfðinginn Peter Walls, sem þjónaði i breska hernum á Malakkaskaga gegn skærulið- um kommúnista þar. Þótt ródesiskir framámenn berji sér á brjóst og segi að „allur heimurinn sé á móti okkur,” þá eru þeir ekki eins einir i heiminum og þeir láta. Suður-Afrika sér þeim fyrir oliu og öðru þvi nauðsynlegasta, og telja má vist aö Vesturveldin komi til þeirra ósmárri hjálp, þótt það sé auðvitað gróft brot á samþykktum S.þ. Viðskipta- bannið á Ródesiu sem S.þ. kom á . hefur frá upphafi verið og er enn ekki mikið meira en pappirsgagn eitt. Farið er i kringum það á marg- vislegan hátt. Bandarikjaþing samþykkti þannigekki alls fyrir löngu að stöðva innflutning á krómi frá Ródesiu, en nýlega hefur verið upplýst að farið er i kringum það bann með þvi að flytja krómið út til Japans, og þaðan er það svo flutt til Banda- rikjanna. Þar aö auki hafa Vesturveldin ótal ráð með það að koma hjálp til Ródesiustjórn- Bandariskur málaliði I Kódesiu- her hressir sig á þjóðardrykkn- um. ar gegnum Suður-Afriku og með aðstoð auðhringa sinna, sem hafa mikil umsvif bæði i Suður- Afriku og Ródesiu. Að minnsta kosti er ljóst, að Ródesiustjórn skortir hvorki vopn né fé til stiðsins. — Lika má gera ráð fyrir, aö málaliðaráðningar Ró- desiustjórnar i ýmsum vestræn- um rikjum fari fram með vitund og vilja stjórnvalda hlutaðeig- andi rikja. Rothögg fyrir kapítal- ismann? Sunnanverð Afrika er eitt af jarðefnaauðugustu svæðum heims, og hefur þvi oft verið haldið fram að það yrði algert rothögg fyrir efnahag kapital- iskra iðnrikja ef þau misstu að- ganginn að auðlindunum þar. Að visu myndu Suður-Afrika og Ródesia varla hætta að versla við Vesturlönd, þótt skipt yrði um stjórnarfar i þessum tveim- ur löndum, en vera kynni aö þvi fylgdi að iðnrikin fengju varn- inginn þaðan með ekki eins góðum kjörum og fyrr og að efnahagsleg itök þeirra þarna minnkuðu yfirleitt. Valdhafar Vesturlanda hafa þvi stórar áhyggjur af gangi mála i Ró- desiu. Þeir vita að stjórn Smiths er vonlaus til lengdar og vilja þvi að við taki blökkumanna- stjórn, en jafnframt leitast þeir við að tryggja að sú stjórn verði ekki fráhverf Vesturveldunum. En tilraunir Bandarikjanna og Bretlands til að miðla málum milli Föðurlandsfylkingarinnar og Smith-stjórnarinnar hafa gersamlega mistekist, enda viðurkennir hvorugur aðilinn hinn sem viðræðuhæfan samn- ingsaðila. Vonleysisbrölt Smiths. Smith reynir fyrir sitt leyti að klóra i bakkann með loforðum ‘ um aukna þátttöku blökku- manna i stjórn landsins. Þeir blökkumenn sem hann hefur helst velþóknun á eru ætt- bálkahöfðingjarnir, sem frá fornu fari'hafa mikil itök i hinu afriska samfélagi en eru i Ró- desiu ekki orðnir annað i raun en opinberir starfsmenn minni- hlutastjórnar hvitra manna. Smith býður nú einnig grið og vináttu ýmsum blökkumanna- leiðtogum, sem hann fyrir skemmstu fordæmdi sem band- óöa hryðjuverkamenn, og kallar þá nú „hófsama” og býður þeim þátttöku i landsstjórn. Af þessum eru helstir þeir séra Nda- baningi Sithole sem Smith kvað tilleiðanlegur að gera að for- sætisráðherra, og Abel biskup Muzorewa, sem báðir eru upp á kant við þá Mugabe og Nkomo og þvi ekki i Föðurlandsfylking- unni. Með tilstyrk þeirra Sithoíes og Muzorewa reynir Smith að tryggja að við af honum taki stjórn, ef til vill að mestu skipuð blökkumönnum en þó ólikleg til róttækra breytinga. Jafnframt leitast hann við með þessu að sniöganga Föðurlandsfylking- una og etja leiðtogum blökku- manna saman, en litlar horfur virðast á að það takist, þar eö virðing Föðurlandsfylkingar- innar er talin hafa aukist mjög við stuðningsyfirlýsingu OAU. Vonleysið i þessu brölti Smiths má best marka á þvi, að hvor- ugur þeirra Muzorewa eða Sit- Séra Ndabandingi Sithole — til skamms tima kallaði Ian Smith hann „bandóðan hryðjuverka- mann” en kvað nú tiiieiðanlegur til að vikja úr forsætisráðherra stóli fyrir honum. hole hefur til þessa viljað lita við tilboðum hans. Þeir þykjast sennilega merkja, eins og Gar- field Todd, að skæruliðar Mu- gabes hafi samúð þorra lands- manna. //Falin er í illspá hverri..." Ráðamenn hvitra ródesiu- manna spá þvi að þeir Mugabe og Nkomo muni fljótlega fara i hár saman, ef þeir nái völdum i landinu. Hér er vitaskuld um að ræða illspá, sem i er falin „ósk um hrakför sýnu verri,” en fyrir þessu er þó sá flugufótur að bandalag þeirra tvimenninga mun ekki ýkja náið, enda heldur skammt siðan þeir rugluðu saman reitum og fram að þvi var Nkomo sá af leiðtogum blökkumanna, sem Smith og Vesturveldin töldu „hófsam- astan” og meðfærilegastan. Staða Mugabes sýnist miklu sterkari, þar eð liðsmenn Nkomos hafa til þessa sáralitið haft sig i frammi i skæruhern- aðinum. Föðurlandsfylkingin nýtur stuðnings Sovétrikjanna, og virðast þau hafa meiri vel- þóknun á Nkomo. Mugabe var hinsvegar i opinberri heimsókn i Peking nýlega og voru þá höfð eftir honum miður hlýleg um- mæli um Sovétrikin. Engu að siður njóta menn Mugabes ein- dregins stuðnings Mósambiks, sem er i bandalagi við Sovétrik- in. Þótt einhver vafi kunni að leika á einlægninni i samstöðu þeirra Mugabes og Nkomos má ganga að þvi sem visu að þeir haldi fast saman uns fullur sig- ur er unninn á liði Smits. Og við- leitni Smiths til samkomulags við „hófsama” blökkumanna- leiðtoga strandar ekki einungis á vantrú þessara leiðtoga á hon- um og stjórn hans, heldur og á hvitum harðlinumönnum. Hóp- ur þeirra hefur klofið sig úr flokkí Smiths, Ródeslufylking- urfni, hafnað allri samvinnu við blökkumenn og sakað Smith um svik við málstað hvitra manna. Sem sagt, i Ródesiu eru sem stendur engar horfur á öðru en að barist verði uns yfir lýkur. dþ. GRASAFERÐ FI ANNAÐ KVÖLD Fyrirlestur um: Notkun gerfihnatta til rannsókna umhverfis á íslandi Dr. Richard S. Williams, Jr., jarðfræðingur hjá Earth Re- sources Observation Systems (gerfihnatta EROSIáætlun, Land Information and Analysis Office, U.S. Geological Survey, heldur fyrirlestur er nefnist „Environ- mental Studies of Iceland with Landsat Imagery” i Menningar- stofnun Bandaríkjanna, Neshaga 16, fimmudaginn 28. júli kl. 21.00. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Nýjasta rannsóknarefni Dr. Williams er jarðfræðilegs og lándfræðilegs eðlis með notkun gervihnatta til rannsókna um- hverfisins á Islanai. Hann hefur komiö til landsins nokkrum sinn- um vegna rannsókna sinna og viðræðna við islenska jarðfræð- inga. Asamt Dr. William D. Carter ritstýrði hann ERTS-l A NewWindow on Our Planet (1976) og skrifaöi greinar um gervi- hnetti, myndir af miðvestur og suðvestur tslandi og Vatnajökli. Dr. Williams vann einnig að bæklingi gefnum út af U.S. Geo- logival Survey sem heitir Man Against Volcano: The Eruption on Heimaey, Vestmann Islands, Iceland (1976). Nú á miðvikudagskvöld 27. þ.m.efnir Ferðafélagi íslands til grasaferðar i Bláfjöll. Leiðbein- andi verður Anna Guðmunds- dóttir húsmæðrakennari. Þann 17. júli sl. efndi félagiðtilferðar að Stokkseyri, þar sem farið var i sölvafjöru. Tókst sú ferð svo vel, að ákveöið var að fara aöra slika ferð á sömu slóðir i næsta mán- uði. Ef almennur áhugi verður fyrir grasaferðinni n.k. miðviku- dagskvöld mun félagiö efna til annarra og þá á fjarlægari stafti þar sem gnægð er grasa. Fyrr á timum voru fjallagrös mest höfð i grauta, saman viö skyr. Voru þau þá skorin i smátt með grasajárni. Stundum voru þau höfö i slátur i mjöls stað eða til mjöldrýginda. Heil grös voru oft soðin i mjólk eða mjólkur- blandi til máls- og miödegis- matar. Einnig voru grösin notuð til lit- unar og með vissum aðferöum gátu menn fengið rauðan lit eða gulan með notkun grasanna, segir i bókinni tslenskir Þjóð- hættir eftir Jónas Jónasson frá HrafJiagili.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.