Þjóðviljinn - 26.07.1977, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 26.07.1977, Blaðsíða 9
MYNDIR OG TEXTI: GFr 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 28. júli 1977 Þriftjudagur 26. júli 1977. ÞJÓÐVILJINN — SIDA 9 .1 Engu er likara en þessi gamli sumarbústaftur vift Sogift sé samgróinn landinu. Hann er eftirliking af burstabæ. Hér eru gamlar hugmyndir útfærftar I nýtiskulegum sumarbústaft svo aft tii fyrirmyndar er. Torfþakift fer mjög vel vift iandift. Bústafturinn er I landi múrarara i öndverftarnesi i Grimsnesi. Þó aft þessi sumarbústaftur gæti eins verift vinnuskúr Húsvagn IGrimsnesisem búift er aft klambra viftbyggingu vift. Svona hrófatildur er nú tæplega til prýfti. efta fangageymsla er hann þó sæmiiega vel hirtur. | Sögualdarbærinn fellur vel aft isiensku landslagi og er I samræmi vift islenska hefft. Vonandi hefur hann áhrif á sumarbústaftastíl í framtift- BYGGINGARSTÍLL SUMARBIJSTAÐA Húsagerftariist á lslandi hefur tekift á sig margvisiegar og oft skrýtnar myndir á siftustu ára- tugum. Hún endurspeglar gjör- byltingu þjóftféiagsins meft öllu þvi rótieysi sem henni hefur fylgt. Etv. hafa arkitektar og aftrir húsateiknarar orftift fremur fyrir barðinu á þessari jarftvegsbyitingu af þvi aft þeir hafa sótt vit sitt til útlanda ag vantar þvi rætur i isienskri byggingarhefö. Arangurinn er fulikomin sundurgerö, glundr- ofti og oft á tiftum fáránleiki I húsbyggingum. Reykjavik er eitt besta dæmift um þetta. Þar rikir ýmist stílleysa, skrýtin stilblöndun, ofhleftsla efta i fiestum tiifellum kassastili i sinni ijótustu mynd. Kinverskar haliir koma eins og skrattinn úr sauftarleggnum vift Ægissiftu, márisk kirkja vift Háteig, spænsk viila i Laugarási efta mexikanskur risbratti i Breift- holti. Þetta er still hinnar ný- rikur, rótlausu og óþjóölegu borgarastéttar. Nú, einkum á siftari árum,hafa sumarbústaftir risift eins og mý á mykjuskán á ýmsum fögrum stöftum I nágrenni höfuftborgarinnar. Þeir eru sumir reistir af van- efnum,aftrir af miklum iburfti og svo má finna allt þar á milli. Þeir enduróma þjóftfélags- byltinguna. Mjög litift hefur verift rætt opinberlega um sumarbústafti og er hér gerft til- raun til aft fitja opp á umræftu um byggingarstil sumarbú- stafta. Nýlega var sögualdarbær i'eistur I Þjórsárdal og er hann vel gerður i alla staði og til prýði íi þeim stað þar sem hann stendur. Fellur hann vel að islensku landslagi eins og siveitabæir gerðu lengstum. líörður Agústsson, höfundur jiessa bæjar, mun hafa látið svo ummælt að hann vonaði að bær jsessi hefði einhver áhrif á jsíenska byggingarlist en hann ur allra manna fróðastur um liana. Ef undirritaður ætti íiumarbústað vildi hann helst af iillu búa i sögualdarbænum af jpví að hann er einhvern veginn i fslenskum anda og passar inn i liandið. A ferð austur fyrir Fjall má Hita ýmislegt skrýtið. Sunnan við Sogsbrúna, beint á móti Þrastarlundi, er yfirlætislaus gamall bústaður sem fellur svo vel inn i landið að engu likara er en hann sé samgróinn þvi. Hann er reistur i stíl gömlu bursta- bæjanna og virðist a.m.k. i fljótu bragði vera trúverðug eftirliking. Þegar gægst er á glugga má lita baðstofu og gamla muni. f þessum dúr mættu fleiri sumarbústaðir vera. Þegar ekið er upp i Grims- nesið blasir mikill f jöldi bústaða við og er þeim dreift eins og hráviði um kjarrlendið og finnst mér það heldur óviðkunnanlegt, sérstaklega ef þeir skaga mjög hátt upp i loftið. I landi múrara i öndverðarnesi eru sumar- bústaðir yfirleitt snyrtilegir en falla misjafnlega vel við landið. Þar rakst ég á fallegan bústað sem fellur sérstaklega vel inn i landið. Hann hefur hæfilega bratt þak með grasþekju, er sniðinn i islenskum anda án jiess að vera gamaldags og kvistur á honum minnir á fornan stil. Þessi bústaður er ekki eftirliking en samtreistur i islenskri byggingarhefð. Snarbrött þök sem ná alveg niður á jörð finnst mér ekki eiga vel við en þau eru mjög áberandi á nýrri bústöðum. Flestir sumarbústaðir á landinu eru eins og hverjir aðrir skúrarog margir forljótir. Slika bústaði má t.d. sjá áberandi i Miðfellslandivið Þingvallavatn. Flennistórir gluggar éru islenskt einkenni á byggingum siðari áratuga. I norskum kofum eöa sumarbústööum svo að dæmi sé nefnt eru hins vegar yfirleitt litlir gluggar i sam- ræmi við aldagamla reynslu. Einn bústað i Hestvik sá ég sem var eins og hánýtiskuleg bensin- stöð i borg og féll ákaflega illa að landinu. Þannig er islensk sundurgerð. Svo eru það hjólhýsin. Nú er fariö að planta þeim út i móa og jafnvel byggja við þau til sárra leiðinda fyrir augað. 1 þeim hreppum sem eru skipulagsskyldir mun ekki vera kveðið á um útlit sumarbústaða en ekki væri vanþörf á. Þegar deilurnar stóðu á sinum tima um nýja sumarbústaði innan þjóðgarðsins á Þingvöllum, sem auðvitað var eitt reginhneyksli frá upphafi til enda, beit sam- viskubitið Þingvallanefnd og þess var krafist að sumar- bústaðir hyrfu sem mest inn i landslagið. Árangurinn var sá að þeir urðu eins og dökkar skitaklessur i kjarrinu. Blettir á auganu. Hvað sem öðru liður hrýs mér hugur við þeirri þróun að drita sumarbústöðum hvar sem er án skipulags og eftirlits. —GFr Ymisleg skringilegheit má sjá i sumarbústöftum. Margt er verra en aft gefa hugmyndafluginu lausan tauminn og þaft hefur verift gert i þessum bústaft I Miftfellslandi i Þingvailasveit. Amk. eru margir bú- staftir ljótari en þessi, þó aft deila megi um hvort hann sé faiiegur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.