Þjóðviljinn - 26.07.1977, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 26.07.1977, Blaðsíða 11
Þriöjudagur 26. júli 1977. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 Jóhann Kjærbo sigraði í opna stigamwinu í Grafarholti um helgína, sem sagt er frá á siðunni hér til hliðar. Jó- hann sést hér slá upphafshögg á 1. braut siðari keppnis- daginn, en sitiandi á bekknum eru þeir þremenningar sem röðuðu sér i þrjú næstu sæti. Lengst til hægri er Björgvin Þorsteinsson, sem hafnaði í 2. sæti, í miðið er Sigurður Hafsteinsson sem lenti í 3. sæti og lengst til vinstri er Sveinn Sigbergsson sem náði 4. sæti. Þessir f jórir efstu menn léku saman í hópi siðari daginn og röð- uðu sér — alveg óvart — svona hárrétt upp fyrir Ijós- myndarann. Annars var sígurvegarinn, Jóhann K|ærbo, oheppinn i þessu höggi sem var að riða af. Hann týndi boltanum og varð að slá nýtt upphafshögg, en fyrir vikið reiknast á hann vítiog tvöhögg tapast. (Mynd: —gsp) o staðan Staðan i l. deild að loknum leikjum helgarinnar og viður- eigninni i gærkvöld : Vikingur — ÍBV 2:2 Þór — Breiðablik 1:3 Fram — Keflavik 2:3 FH — Akranes 0:0 KR — Valur 0:3 Staðan: Valur 13 9 2 2 24: 9 20 Akranes 14 9 2 9 23:17 20 Víkingur 14 6 6 2 18:13 18 IBK 14 6 4 4 20:19 16 IBV 14 6 3 5 18:14 15 GBK 13 6 2 5 19:17 14 Fran 14 4 4 6 17:23 12 FH 14 4 3 7 17:24 11 KR 14 22 10 18:27 6 Þór 14 2 2 10 15:32 6 o staðan V 'j Staöan i 2. deild aö loknum leikjum helgarinnar: Þróttur N — Selfoss 2-0 Reynir A — Reynir S 1-1 1B1 — Armann 1-1 Föstudagskvöld: Þrótur — Haukar 1-1 KA — Völsungur 4-1 ÞrótturR. 1 1 s 2 1 24: 10 18 KA 1 1 8 1 2 27: 15 17 11 a u kar 1 1 5 (> 0 1S: : 7 1(> Armaun I 1 6 2 3 19: 11 14 Kcynir S. 11 4 3 4 16: 18 11 isalj ... 1 1 4 3 4 14: 16 1 1 Þróttur N . . .. ...11 3 3 5 13: : 17 9 Selfoss 11 2 2 7 7: : 17 6 Völsungur 11 •> 2 7 il: : 19 (> Re\ uir \ ... 11 0 2 1) S: : 25 2 Valur fór létt með KR-inga — staða þeirra á toppnum er mjög góð, en KR-ingar eru fallnir Valsmenn voru ekki í vandræðum með KR-inga í 1. deildinni í knattspyrnu í gærkvöld. Þeir skoruðu þrjú mörk, KR ekkert. Staða Vals í deildinni er þvi mjög góð, þeir hafa leikið einum leik færra en IA og eiga léttari leiki eftir. Staða KR-inga er hins vegar vonlaus á botninum og geta þeir ekki bjargað sér f.rá falli héðan af. Fyrstu minúturnar var leik- urinn nokkuð jafn og áttu KR- ingar fyrsta góða færið i leiknum, er örn Óskarsson skallaði rétt framhjá. Valsmennirnir voru hinsvegar aðeins lengur i gang, en á 22. min. skoruðu þeir fyrsta markið. Magnús Bergs tók inn- kast, sem var að margra dómi vitlaust, boltinn var sendur fyrir markið, varnarmönnum KR mis- tókst að hreinsa frá, og Ingi Björn sendi boltann i hornið niðri, 0:1. Atli Eðvaldsson skoraði siðan mark númer tvö. Albert Guðmundsson tók fráspark rétt fyrir utan teig, KR vörnin var sofandi og Atli var ekki i vand- ræðum og afgreiddi boltann i markið, 0:2 og þannig var staðan i hálfleik. Siðasta markið i ieiknum skoraði Atli einnig. Hann einlék Framhald á bls. 14. Víkiitgar náðu jöfnu í Eyjum Vikingar og Vestmannaeyingar skildu jafnir i 1. deildinni i knatt- spyrnu i Eyjum um helgina. Skoruðu bæði liðin tvö mörk, IBV strax á fyrstu min. siðari hálf- leiks en Vikingarnir náöu að jafna og kræktu sér i dýrmætt stig i toppbaráttunni i deildinni. Tvö íslandsmet í Kalott-keppninni ísland hafnaði 1 2. sæti fyrir tilstilli kvenfólksins lslenska frjálsiþróttaiands- liðiö hafnaði I 2. sæli i Katott - keppninni, sem fór frarn i Finnlandi uin helgina. tsland sendi utan 35 frjálsiþrótta- menn sem samtals náðu i 302 stig, en finnska liöið sigraði með 366 stig. Norðmenn urðu hins vegar þriðju meö 293 stig en sviar ráku leslina með 243 stig. Ilanir höfðu ekki rétt til þátttöku og ekki heldur iþrótt- amenn úr suðurhlutum Nor- egs og Svíþjóðar. Tvö Islandsmet voru sett. Óskar Jakobsson bætti fyrra met sitt i spjótkasti er hann þeytti spjótinu 76.32 metra. Sigrún Sveinsdóttir setti nýtt met i 400 m. grindahlaupi er hún hljóp á 65.1 sekúndu, en „'það nægði henni til að ná þriðja sæti. Eldra metið átti Sigrún sjálf. Þá setti Thelma Björns- dóttir glæsilegt telpna- og meyjamet i 3000 metra hlaupi. llún er á fyrra ári i telpna- flokki ennþá, en þessi korn- unga stúlka hljóp á 10.33.2 min. og á hún áreiöanlega eftir að láta dugiega aö sér kveða i framtiðinni. IVlilli karla og kvenna skipt- ust stig þannig aö istensku stúlkurnar urðu i 2. sæti kvennakeppninnar og lagði Ingunn Einarsdóttir þar drjúga hönd á plóginn. Karl- arnir urðu hins vcgar þriðju, næstir á eftir finnum og norð- mönnuni. —gsp Sumarliði Guðbjartsson skallar boltann i mark IBK , tryggir Fram bæði stigin i leiknum og bjargar þeim úr fallbaráttunni i 1. deild. Þorsteinn Bjarnason markmaður liggurog Gisli Torfason horfir stjarf- ur á. Mynd: G.Jóh. 1. deild: Fram — IBK 3:2 Fram hirti bæði stigin — eftir að hafa verið 0:2 undir Framarar gengu með sigur af hólmi i viðureign við ÍBK I 1. deildarkeppninni i knattspyrnu á Laugardalsvellinum á sunnu- dagskvöld. Keflvikingarnir kom- ust i 2:0, en framararnir voru ekki á þeim buxunum að tapa leiknum og skoruðu þrivegis og tryggðu sér bæði stigin. Má nú telja öruggt, að það veröi Þór og KR sem falla i 2. deild, þvi erfitt verður fyrir þau aö ná sér i nægi- lega mörg stig i þeim leikjum sem þau eiga eftir i jafn fáum ieikjum og ólokið er. Keflvikingar byrjuðu leikinn af miklum eldmóði, og strax á 3. minútu áttu þeir gott marktæki- færi. óskar Færseth byggði upp góða sóknarlotu og endaði hún með þvi, að hann átti hörku skot að marki, en Arni Stefánsson i Fram-markinu varði mjög vel. En framarar áttu sin færi, t.d. átti Sumarliöi Guðbjartsson skalla að marki IBK, sem Gisli Torfason bjargaöi á linu. Tvö önnur tækifæri áttu framararnir með stuttu millibili, en i bæði Framhald á bls. 14.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.