Þjóðviljinn - 26.07.1977, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 26.07.1977, Blaðsíða 7
Þriftjudagur 26. júli 1977. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA — 7 Rannsaka þarf sögu sósíalískrar hreyfingar á Islandi með hliðsjón af þróun íslensk samféiags, en láta af pólitískum sleggjudómum um reynslu íslenskra sósialista í hálfrar aldar starfi olafur R. Einarsson: Sleggjudómar eða söguleg rannsókn Nokkur ord um „íslenskan evrópukommúnisma Siöustu vikur hafa or&iö all- mikil blaöaskrif um svonefndan „evrópukommúnisma”. Þaö er kannski aö bera i bakkafullan lækinn aö bæta einni dagskrár- grein við þá umræðu, en tvennt er þaö sem ég tel ástæöu til aö fjölyrða nánar um. Annars vegar er umtalið um hinn 40 ára islenska „evrópukommún- isma”! hins vegar sleggjudóm- ana um leniniska flokkstilraun á tslandi. E r //eu rokom m ú n- isminn" fertugur? I grein sinni „Þarf hið ein- falda að vera erfitt? ”, segir ' Hjalti Kristgeirsson 29. júni s.l.: „Evrópukommúnisminn hefur riðið húsum sósialiskrar hreyf- ingar á Islandi, þótt ekki viss- um viö hvaö skepnan hét fyrr en nú.” Hjalti hafði i grein sinni fyrst og fremst fjallað um, aö umræddir þrir flokkar heföu „hafnað hinu austræna kerfi” sem fyrirmynd og tekið upp sjálfstæöa gagnrýni á „þjóð- skipulag sovéska skrifræöis- ins”. Kjartan ólafsson skrifar um „Evrópukommúnismann og islensk viöhorf” 17. júli s.l. og slær þar einnig á þá strengi, að sú stefna sem kommúnista- flokkar ttaliu, Spánar og Frakk- lands hafi nú tekiö upp hafi i reynd verið stefna sem islenskir sósialistar hafi framfylgt i ára- raðir. Hann segir: „Þrátt fyrir það sem hér hefur veriö sagt um visst frumkvæði islenskra sósialista i alþjóðlegri þróun, þá skulum viö sist af öllu hreykja okkur hátt eöa halda okkur alvitra, heldur leitast við að læra af reynslu annarra sósi - aliiskra stjórnmálahreyfinga, hvar sem er i veröldinni, bæöi af þeirri reynslu sem neikvæð er og hinni er kalla má jákvæöa.” Ég tók sérstaklega eftir þvi, þegar ég las þessar greinar Hjalta og Kjartans, aö hvorugur nefnir skýr dæmi um stefnu is- lenskra sósialista i anda evrópukommúnismans i sög- unnar rás, né skilgreina sér- kenni sósialiskrar hreyfingar á tslandi. Réttilega hefur veriö bent á það, aö „evrópukommún- isminn” er fyrst og fremst kenning um sósialiska endur- nýjun i V.-Evrópu, um nýjar leiðir i þróun samfélagsins og leiðina til sósialisks lýð- ræðis. Hins vegar hefur þunga miðja umræðunnar um fyrir- brigðið hér á landi snúist um afstöðu kommúnistaleiðtoga til Nato og EBE. Ég lit svo á, aö óheppilegt sé að skrif og um- ræða um þetta fyrirbrigði skuli fyrst og fremst taka mið af karpt. við málgagn hernáms- sinna ^ Morgunblaðið. Pólitisk umræða við Morgunblaðið um „evrópukommúnisma” er ærið tilgangslaus. Það er sama, hvaöa skoðun við islenskir sósialistar setjum fram um So- vétrikin eða þróun sósialisma, niðurstaða Morgunblaðsins verður aðeins ein: Þ.e. islenskir sósialistar eru taglhnýtingar rússa. Og þó við tækjum upp al- geran kratisma, bærum við (til allrar hamingju) áfram sæmdarheitið kommúnistar á siðum Morgunblaðsins. Ég hefði talið þarflegra fyrir okkur is- lenska sósialista að taka upp al- menna umræðu um fyrirbrigðið „Evrópukommúnisma” og reyna að skilgreina það nánar, en ekki aöeins fjalla um það i yfirborðslegum blaðagreinum. 99 Ekkert Alþýðubandalagsfélag hefur enn séð ástæðu til aö hafa umræðufund um fyrirbrigðið, enda pólitisk umræða innan flokksins ekki með lifsmarki þessa dagana. En vikjum nánar að Islenskri reynslu. islensk dæmi Ef nefna ætti dæmi um, hve sjálfstæð stefna sósialiskrar hreyfingar á tslandi hefur verið i gegnum árin, er handhægast að nefna af handahófi eftirfar- andi tvö dæmi. Þegar leiðtogar Kommúnistaflokka ttaliu, Spánar og Frakklands for- dæmdu hver i kapp við annan „villu Titós” árið 1949, þá létu islenskir sósialistar það eiga sig að fordæma hans sjálf- stæðu sósialisku stefnu. Þegar allir litlu kommúnistaflokkarnir á Norðurlöndum dönsuðu eftir „linunni” frá Moskvu og for- dæmdu stofnun Noröurlanda- ráðs þá gerðust islenskir sósial- istar hvatamenn aö þvi að Norðurlandaráði yrði komið á laggirnar. Þannig mætti nefna ótal dæmi. En ef menn vilja fjalla raunhæft um það, hvers vega islenskir sósialistar fóru eigin leiðir, þá verða menn að taka sig til að skilgreina eðli og starfhætti Sósialistaflokksins 1938-68. Það að flokkurinn tekur þá ákvörðun við stofnun sina að standa utan alþjóöasambanda á sinn þátt i bessu. Það að hann sameinar innan sinna vébanda ekki bara kommúnistana úr KFl heldur einnig róttækan arm úr gamla Alþýðuflokknum 4- fjöldafylgi, — allt þetta á sinn þátt i þvi að gera Sósialista- flokkinn sérstæöan i sósialiskri stjórnmálahreyfingu I veröld- inni. Ég minntist á það, að fyrr- greindir greinahöfundar vör- uðust að nefnda dæmi um is- lenska útgáfu á „evrópukomm- únisma”. T.d. nefna þeir ekki þá „sögulegu málamiðlun” sem á tslandi hefur gengið undir nafninu „nýsköpun”! En þó menn tilgreini einstök dæmi er þörf á þvi, að islenskir sósial- istar geri heildarúttekt á fyrri stefnu sinni og starfsháttum. Leníniska f lokkstiiraun- in! Hjalti segir i fyrrnefndri grein: „Nær 40 ár eru nú liðin siöan hin leniniska flokkstilraun beið skipbrot hér á Islandi og var hún fáum harmdauði.” Þessi fullyrðing er ekki svo litil og hef ég Hjalta grunaðan um að slá henni fram eingöngu til að ögra þeim er lita á baráttu kreppuáranna sem hetjuskeið. Hvaö sem vakað hefur fyrir Hjalta þá er setningin dæmigerö fyrir sögulega sleggjudóma, sem þægilegt er að gripa til i pólitiskri umræðu. Þá er ekki tekið mið af þjóðfélagsástandi viðkomandi tima, heldur málið skoðað með gleraugum okkar tima. Þetta er mjög svo algengt þegar fjallað er um sögu sósial- iskrar hreyfingar á tslandi. Menn hafa niðurstöðuna, áður en rannsókn hefst (ef hún þá hefst). Þannig komast „maó- istar” að þeirri niðurstöðu að hin byltingarsinnaða stefna hafi verið afmáð 1934 er „rétt- linustefnan” var kveðin niður. Trotskýistar leita uppi allt sem hægt er að heimfæra v.pp á stal- inisma og undirgefni við Jósep gamla og draga þá ályktun að KFI hafi verið hroðalega stalin- iskur. Og skiija má orð Hjalta á þann veg að starf kommúnist- anna 1930-37 hafi verið hinn mesti óþarfi. Það sem gleymist i allri þessari umræðu er að skoða islenskt þjóðfélag á fjórða áratugnum,m.a. atvinnu- leysisbaráttuna, og meta siðan sósialiska hreyfingu þess tima á grundvelli þess. En slikt út- heimtir mikla rannsókn og sagnfr'æðirannsókn er „luxus” sem hinn „timalausi lýður” okkar áratugs getur ekki veitt sér! Rannsóknar er þörf Fyrst staðhæft er, að sósial- isk hreyfing á tslandi hafi haft frumkvæði um stefnumótun i al- þjóðlegri þróun, þá væri ekki úr vegi, að sósialisk hreyfing gæfi sinni sögu betri gaum. Alþýðu- bandalagið mætti gjarnan vera ófeimnara við að viðurkenna forvera sina. Það liggur við aö talsmenn Alþýðubandalagsins teygi sig svo langt i „taktik” að afneita fortiðinni! Ætla mætti að flokkurinn stökkvi fullskap- aður út úr höfði islenskra stjórnmála á þvi herrans ári 1956 eöa 1968. En ef menn vilja komast til botns i flokki is- lenskra sósialista — Alþýðu- bandalaginu — i dag, þá veröa menn að rannsaka forsögu sósialiskrar hreyfingar á ís- landi. Það er orðið brýn nauð- syn að rannsakað sé, hvernig vinstri andstaða skapaöist innan Alþýðuflokksins fyrir hálfri öld og fylgja þeirri þróun i gegnum Kommúnistaflokk Is- lands og Sósialistaflokkinn alla leið til stofnunar Alþýöubanda- lagsins. Og þvi verða islenskir sósialistar að átta sig á, að sú sögulega reynsla sem fengist hefur i gegnum hálfrar aldar starf er dýrmæt,einnig er meta á ýmis vandamál liðandi stund- ar. Ef við islenskir sósialistar látum við það sitja að fella sieggjudóma um sögulega reynslu hreyfingarinnar, en sieppum allri rannsókn, þá verður það furðuleg mynd sem út kemur um þátt islenskra sósialista i mótun islensks sam- félags á 20. öld. Hvernig er rollan arðgœfust: LÁGFÆTT, ÞYKKVAXIN OG VÖÐVAFYLLT eöa háfætt, þunnvaxin og krangaleg Vísindalegar rannsóknir eiga ad skera úr um það Mcðal þeirra, sem að þessu sinni hlutu styrk úr Vlsindasjóði, er Sigurgeir Þorgeirsson, lif- fræðingur. Eru honum veittar kr. 500 þús. til „rannsókna á vaxtar- lagi sauöfjár”, eins og þaö er orðað i fréttatilkynningu frá Visindasjóði. Þess hefur orðið vart, að sumir hafa rekið upp stór augu við lestur þessarar tilkynningar og spurt sem svo: Er nokkur ástæða til að vera að ausa fé til rann- sókna á þessu? Hvað varðar fólk yfirleitt um vaxtarlag sauðfjár, - nema þá kannski bændur? Og hafa ekki ráðunautar verið ára- tugum saman að stagla það i menn hvernig sauðfé eigi að vera vaxið? Og svo á að fara að rann- saka þetta núna með ærnum til- kostnaði. Jú, það er rétt, að bændum hefur verið ráðlagt að rækta sauðfé fremur til eins vaxtarlags en annars. Féð ætti að vera lág- fætt, þykkvaxið og vöðvafyllt fremur en háfætt, þunnvaxið og krangalegt. Þó eru ekki allir á einu máli um að þetta sé endilega rétt stefna i sáuðfjárrækt. Háfætta féð sé engu siður arðgæft en hitt og benda þá gjarnan á fall- þungann. Fleira kemur þó til en fallþunginn einn. Kjötgæðin skipta ekki minna máli. Og það er mikill misskilningur, að þetta mál snerti bændur eina. Það kemur neytendum engu siður við, Sigurgeir Þorgeirsson, llffræðingur, hefur fengið 500 þúsund kr. styrk úr Visindasjóði til rannsókna á vaxtarlagi sauðfjár. raunar fremur þvi það er ekki sama fyrir þá hvort þeir borga fyrir bein eða kjöt. Þvi er eðlilegt að úr þessu sé skorðið með visindalegum rann- sóknum, svo sem Sigurgeir Þor- geirsson er nú að gera. Að þvi er dr. Halldór Pálsson, búnaöar- málastjóri sagði blaðinu þá er aðferð Sigurgeirs sú, að hann valdi annarsvegar 27 lágfættar, vel vaxnar gimbrar á fjárræktar- búinu á Hesti og siðan 27 há- fættar, bæði frá Hesti og annars- staöar úr héraðinu. Hugmyndin er að rannsaka hvað mörg % af þunga kindarinnar eru bein og hvað kjöt, með samanburði á þessum tveim hópum. Rannsóknin hófst á Hesti siðastliðiðhaust og var ég einmitt þar uppfrá sl. mánudag að vigta gimbrarnar, sagði dr. Halldór Pálsson, —en þær eru vigtaðar á 3ja vikna fresti. Dr. Halldór hefur umsjón með rannsóknunum hér heima en öðrum þræði fara þær fram við h.áskólann i Edinborg. Aætlað er að þær taki þrjú ár en vera má þó að endanlegar niður- stöður hafi ekki fengist fyrr en að fjórum árum liðnum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.