Þjóðviljinn - 26.07.1977, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 26.07.1977, Blaðsíða 14
14 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 26. júli 1977. Rikið œtlaði að hafa 8,6 miljarða upp úr ATVR: Aðeins 3,2 miljarðar sex mánuði ársins fyrstu Mörgum hefur efalaust brugðið i brún, þegar auglýst var hækkun á útsöluverði áfengis og tóbaks nú um helgina. Þjóðviljinn hafði samband við þá Jón Sigurðsson ráðuneytisstjóra i Fjármálaráðu- neytinu, og Jón Kjartansson, for- stjóra ATVR, og sögðu þeir að hækkunin væri fyrst og fremst til þess ætluð að auka tekjur rikis- sjóðs, en að auki væri með mis- munandi hækkunum vintegunda verið að reyna að hafa ákveöin áhrif á neysluvenjur fólks. 1 fjárlögum fyrir árið 1977 var gert ráð fyrir að rekstrartekjur ATVR yrðu 8,6 miljarðar króna, en á fyrstu 6 manuðum þessa árs höfðu þær aðeins náð 3,2 miljörð- um enda hefur sala áfengis og tó baks dregist verulega saman, eins og komið hefur fram i frétt- um. Liklegt er að aukin áróður gegn neyslu þessa varnings eigi hér stóran hlut að máli, sérstaklega - hvað varðar tóbakið, en einnig hefur kaupmáttur launa sjaldan verið minni ein einmitt á þessum tima, og þvi ekki óeðlilegt að neysla á lúxusvörum sem þessum hafi dregist saman. Það sem athygli hefur vakið við nýju hækkunina er að verð á létt- um vinum, (borðvinum, sherry púrtvini, vermúþ o.þ.h.) helst óbreytt, en Kláravinið og brenni- vinið hækka mest, um 30 og 20%. Með þessu er verið að beina neysl unni frá sterkari drykkjunum, en Kláravinið er nú vinsælasta vin- tegundin hér á landi. Neysla þess hefur komið i stað neyslu mun dýrari tegunda, svo sem vodka og wiskys en i Kláravini eru engin bragðefni, og var gert ráð fyrir að það yrði fyrst og fremst notað til blöndunar með ýmsum bragð- efnum, eins og tiðkast viða er- lendis, en ekki að það yrði almenn neysluvara. AI. MEÐ HALLA OGLADDA Hljómsveitin Brimkló byrjaði um slöustu helgi ferðalag um iandið. Höfð verður viðkoma í öllum helstu skemmtihúsum landsbyggöarinnar og slegið upp balli. 1 föruneyti Brimklóarmanna eru þeir landskunnu skemmtikraftar, Halli og Laddi. Um verslunarmannahelgina skemmta þeir að Borg I Grimsnesi, en halda svo noröur og austur um land. Afgreiðsla Þjóðviljans verður framvegis opin mánudag til föstudag frá kl. 9:00 til 17:00 VÚÐVIUINN Síðumúla 6. sími 8 13 33 BLAÐBERAR óskast í eftirtalin hverfi: Þórsgötu Sigtún og ennfremur viðar til afleysinga stuttan tíma. ÞJOÐVILJINN Vinsamlegast hafið samband við af- greiðsluna Siðumúla 6 — simi 81333 mánud — föstud. BREYTINGAR Á HÓTEL KEA Nýlokið er miklum breytingum og endurbyggingu i kjallara og á fyrstu hæð Hafnarstrætis 89 eða þar sem áður voru Kjötbúð KEA og Matstofa Hótel KEA. Er hluti þessa húsnæðis var frágenginn eða þann 22. júní s.l. opnaði Hótel KEA þar matstofu undir nafninu SÚLNABERG, en þann 14. júli s.l. var framkvæmdum að fullu lokið og er Súlnaberg nú mjög vistleg og rúmgóð matstofa þar sem 150 manns geta samtimis setið til borðs og er þá meðtalið afmarkað svæði með 26 sætum sem ætlað er dvalargestum Hótel KEA. Svo sem Matstofa KEA áður gerði býður Súlnaberg nú upp á rétti dagsins, þ.e. þrjá mismunandi heimilisrétti, auk mun fjöl- breyttari sérréttaseðils frá grill- inu en áður. Heimilisréttirnir eru framreiddir frá kl. 11.30 til kl. 21 en grill-réttir til kl. 23, en Súlna- berg opnar kl. 8 f.h. Oll tæki á Súlnabergi eru af hinni bestu gerð og má þar til nefna kæliborð fyrir brauð, hita- borð fyrir matarrétti, diska- hitara, fullkomna kaffikönnu, vönduð grilltæki, auk fjölda annarra tækja. Með þessum framkvæmdum er lokið fyrsta áfanga stækkunar og endurbyggingar Hótel KEA, sem áður hefur verið greint frá i blöðum. Allar teikningar voru gerðar á Teiknistofu SIS. Tré- smiðar og innréttingar önnuðust Reynir s/f og Skipasmiðastöð KEA, múrverk og flfsalögn Magnús Gíslason, raflagnir Ljós- gjafinn h/f, málningu Stefán Jónsson og Björn Jónsson, vatns- og skólplagnir Karl og Þórður s/f, uppsetningu tal- og hljóm- flutningstækja Ólafur Dan Snorrason. Uppsetningu loft- ræstitækja, svo og járnsmiði, annaðist Vélsmiðjan Oddi. Umsjón með framkvæmdunum fyrir hönd KEA hafði Gisli Magnússon, byggingameistari. Myndin er tekin I Súlnabergi. Mammútkálf- ur í freðmýri — Fyrir skömmu fannst i gull- námu i Magadan-héraði ungur mammút, sem varðveist hefur fullkomlega gegnum aldirnar. Visindamenn telja að hann hafi látist fyrir u.þ.b. 13-14 þúsund árum. Sennilegt er að hann hafi fallið i litið stöðuvatn eöa mýri og grafist þar i jörðu. Þarmeð sköpuðust skilyrði til að hann varðveittist svo vel sem raun ber vitni. Freðmýrin hefur komið 1 veg fyrir að hann rotnaði. Lengd þessa mamút-barns er 115 senti- metrar, hæðin 104 og lengd ranans 57 sm. Likaminn er þakinn rauðbrúnni ull. Talið er að mammútinn hafi aðeins verið sex mánaða gamall þegar hann fórst. Aður hafði aðeins einn slikur fundist, það var i Alaska en mammútinn var ekki varðveittur i heilu lagi. (apn) Valur fór létt... Framhald af bls. li fyrir utan vitateig, en sendi siðan eldsnöggan bolta á markið Gisli var of seinn og missti hann milli handanna i netið, 0:3. Valsmenn leku þennan leik vel og gáfu KR-ingum aldrei færi á að byggja upp sóknir. Þeir voru alltaf á undan á boltann og unnu flesta skallabolta. KR liðið var hinsvegar lélegt, alla baráttu vantaði og ekki að sjá að liðið væri að berjast fyrir tilveru sinni i 1. deild. G.Jóh. Styrkiö neyÖarvamir RAUOA KROSS ISLANDS Hver vill lengjast Nú geta menn vaxið um nokkra sentimetra ef þeir vilja, og einnig er hægt að stöðva likamsvöxtinn ef maður er hræddur við að verða of hávaxinn. Þetta er gert með aðferð sem sovéskir læknar hafa fundið upp og byggist á notkun vaxtarhormóna. Maður sem fær slika hormónagjöf i tvo mánuði vex um 1,5 sm. Einnig hefur verið fundið upp lyf fyrir þá sem vilja hætta að vaxa, og stöðvar lyfið vaxtarhormónana. Þetta lyf er einnig notað til að stöðva vöxt krabbameinsfruma og til að lækna sykursýki. (apn) UMSK sigraði Framhald af bls. 11 Stigakeppnina unnu Borgfirð- ingar (UMSB) 89 stig.HSH varð i öðru sæti með 76 stig og IR i þriðja sæti með 74.5 stig. Frammistaöa Borgíirðinga og Snæfellinga kemur nokkuð á ó- vart og einnig ágætur árangur barna úr HVI. Héraðssambandi Vestur-Isfirðinga. Greinilegt er að vel er unnið að unglingastarfi i frjálsum iþróttum nú bæði úti á landi og I Reykjavik, það má greinilega sjá af keppendafjölda og ^tórbættum árangri i öllum flokkum. Bæði stigin Framhald af bls. 11 skiptin náði IBK- vörnin að hreinsa frá. A markaminútunni miklu, 43. min.,urðu Arna i markinu á mis- tök sem kostuðu mark. Eftir hornspyrnu frá Ólafi Júliussyni, átti hann misheppnað úthlaup og Gisli Torfa skallaði að marki, varnarmaður spyrnti frá, en linu- vörðurinn veifaði, maðurinn spyrnti boltanum frá, eftir að hann var kominn yfir marklin- una, 0:1, og þannig var staðan i hálfleik. 1 siðari hálfleik voru Keflvik- ingarnir mjög ákveðnir og aðeins voru liðnar 8 min. er þeir skoruðu mark númer tvö. Hilmar Hjálmarsson sendi boltann i net- ið, eftir langt innkast GislaTorfa- sonar, 0:2. Eftir markið virtust Keflvikingarnir slaka aðeins á, en framararnir færðust allir i auk- ana ogá 15.mi'n minnkuðu þeir muninn. Það ypr Sigurbergur Sigsteinsson sem var þar að verki, eftir hornspyrnu sem Eggert Steingrimsson tók, 1:2. Skömmu siðar skoruðu þeir sið- an jöfnunarmarkið. Rúnar Gisla- son átti gott upphlaup upp kant- inn, sendi boltann fyrir markið og Kristinn Jörundsson skallaði af öryggi i markið, 2:2. Sigurmark Fram i leiknum skoraði Sumarliði Guðbjartsson og var það á 84.min og gerði hann það með skalla eftir mjög góða fyrirgjöf frá Eggerti, 3:2,og sigur Fram tryggður. Keflavikurliðið byrjaði leikinn mjög vel, góð barátta, og voru yfirleitt fljótari á boltann, en eftir að þeir komust i 0:2 , virtist liðið gefa mikið eftir, og þá tóku fram- arar vel við sér og notuðu sér eftirgjöfina og gengu með sætan sigur af hólmi. G.Jóh.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.