Þjóðviljinn - 26.07.1977, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 26.07.1977, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 26. júll 1977. Meistaramót yngstu aldursflokka í frjálsum UMSB sigraði í stiga- keppninni með yfir- burðum Meistaramót Islands, yngstu aldursf lokkanna, fór f ram á Selfossi helgina 16.-17 júlí. Keppendur voru um 160 frá 12 félögum og samböndum. Aöstæður til keppni voru ágætar á laug- ardag, en rigning tafði framkvæmd mótsins á sunnudag. Keppt var í 26 greinum í fjórum flokkum pilta og telpnaflokki 13-14 ára, stráka- og stelpna- flokki 12 ára og yngri. 1 piltaflokki bar mest á þeim Guðna Sigurjónssyni UBK., Ólafi Arnarsyni ÍR. og Stefáni Stefánssyni, sem allir sigruðu i tveim greinum. Stefán setti einn- ig stórglæsilegt piltamet i há- stökki, stökk 1.80 m. t telpnaflokki komu mjög á ó- vart stúlkur af Vesturlandi, sér- staklega þær Iris Grönfeldt og Ragnhildur Siguröardóttir úr UMSB. og Ragna Marteinsdóttir HSH. í strákaflokki: Vakti frammi- staða Þórðar Þórðarsonar og Al- berts Imslands úr Leikni i Breið- holti sérstaka athygli. 1 stelpnaflokki: Mætti sérstak- lega nefna Svövu Grönfeldt UMSB, og Lilju Stefánsdóttur HSH, og ekki má gleyma boð- hlaupssveit Armenninga sem setti stelpnamet. og hlupu þær á 58.5 sek. og bættu eldra metið um tæpar 5 sekúndur. úrslit i stigakeppni. 1. UMSB 89 stig 2. HSH 76 stig 3. 1R 74.5 stig 4. Leikn. 65 stig 5. HSK 60.5 stig 6. UBK 36.5 stig 7. HVl 35.0 stig 8. FH 33.5 stig 9. Ármann 26.0 stig 10. USAH 14 stig 11. UIA 6 stig 12. Aftureld. 0 stig Framhald á bls. 14. Islandsmótið 1. deild: Þór — Breiðablik 1:3 Öruggur sigur Breiðábliks rátt íyrir ónákvæma "s _ dómoæslu 1 Hinrik Þórhallsson I baráttu við Ragnar markvörð Þórs. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin lék Hinrik varnarmenn Þórs grátt á sama stað, kom markverðinum úr jafnvægi,sendi siðan Þór félaga sinum knöttinn og boltinn hafnaði i markinu. Mynd: —gsp Fall niður í 2. deild virðist óumflýjanlegt hjá slöku liði akureyringa Breiðabliksmenn sigr- uðu Þór með þremur mörkum gegn einu á Akur- eyri sl. laugardag og blasir nú lítið annað við en fall niður í 2. deild hjá Þór. Skemmst er frá því að segja að akureyringarnir sýndu afskaplega litla knattspyrnugetu í þessum leik, það var að vísu barist ágætlega og sparkað fast í boltann, en um markvissan samleikeða kerfisbundnar sóknaruppbyggingar var ekki að ræða. I þessu sam- bandi kom fram skýr mun- ur á liðunum, Breiðablik sýndi það sem á annað borð sást af vel útfærðri knattspyrnu og uppskeran varð þrjú mörk gegn einu þrátt fyrir ónákvæma dómgæslu, sem óneitan- lega virtist miða að því að hjálpa heímamönnum í annars vonlítilli baráttu. Þorvarður Björnsson dómari byrjaði leikinn strax á 1. minútu með þvi að dæma vitaspyrnu á Breiðablik. Þótti það strangur dómur. Valdimar Valdimarsson miðvörður Breiðabliks stökk upp með Sigurþóri Ömarssyni i bar- áttu um boltann og búkarnir skullu saman. Flaut... og dómar- inn benti á vitapunktinn Sigþór Ömarsson skoraði af öryggi framhjá Ómari Guðmundssyni markverði, sem fleygði sér i vit- iaust horn. Þetta hlýtur að hafa verið svo- litið kjaftshögg á Blikana. Það er alltaf erfitt að fá sig mark á 1. minútu. Liðið bar þess enda merki framan af, leikurinn var fálmkenndur og óöruggur, en lag- aðist er á leið og á 15. minútu kom jöfnunarmarkið. Þór Hreiðarsson stakk boltan- um inn fyrir varnarmenn Þórs og Sigurjón Randversson renndi knettinum af öryggi og yfirvegun framhjá Ragnari markverði. Símon, Guðsteinn og flelri kempur I Fram? Allar líkur á því, að körfuboltalið Framara gjörbreytist á næsta vetri Flest bendir nú til þess, að körfuboltaliði Fram bætist geysimikiii liðsauki á næsta vetri. Hvorki meira né minna en fjóriraf okkar bestu körfubolta- mönnum eru orðaðir við lið Framara og er m.a. Ijóst að yf- irburöamaðurinn Sfmon ólafs- son leikur i Fram-búningi næsta vetur. En það eru fleiri en Slmon sem hyggja á félagaskipti. Guö- steinn Ingimarsson, sem I fyrra lék með UMFN og iandsliðinu hefur að sögh fróðra manna áhuga á tilbreytingu og segir hann sjálfur að félagaskipti yfir i Fram komi sterklega til greina. Geir Þorsteinsson og Björn Magnússon eru einnig nefndir sem væntanlegir leikmenn Fram, enda þótt ennþá séu þeir tveir ekki ákveönir. Nýráðinn - þjálfari Fram, Gunnar Gunnarsson, fær þarna heldurenekki liðsstyrk ef fram- angreint dæmi gengur upp. Gera má ráö fyrir þvi aö Fram verði á næsta vetri stórveldi I körfubolta isiendinga — algjör bylting virðist framundan. Og það má bæta þvi viö að lokum, að Njarövlkingar, sem I fyrra höfðu I sinum herbúðum júgósla vneska þjálfarann Markovitch, hafa nú ráðið til sin hinn reynda þjálfara Hilmar Hafsteinsson, sem áður hefur stjórnaö liði UMFN farsællega. — gsp Fyrsta mark Sigurjóns með meistaraflokki var orðið stað- reynd, en vist er að þessi korn- ungi leikmaður á eftir að koma mikið við sögu hjá Breiðablik á næstu árum. Fleiri urðu mörkin ekki i fyrri hálfleik, en i þeim siðari sóttu sunnanmenn fast. Fyrsta hættan varð þó við mark Breiðabliks er Einar öjörnsson braust upp og inn i vitateigshorn Breiðabliks. Veruleg hætta vitist ekki á ferð- um, en Blikar brutu engu að siður á Einari og önnur vitaspyrna var dæmd. Aftur stillti Sigþór knett- inum upp, skot...,en Ómar varði auðveldlega. Sannarlega örlaga- rik mistök hjá Sigþóri. Ef Þór hefði þarna náð 2-1 forystu er aldrei að vita nema tekist hefði að halda þvi. En einnig þessi vita- spyrnudómur var afar harður. 15. minútan varð einnig við- burðarik. Fyrst komst Heiðar Breiðfjörð einn i gegn og stóð á vitapunkti i sannkölluðu dauða- færi er brotið var á honum að þvi er virtist á nákvæmlega sama hátt og I siðara viti Þórsara. En dómarinn var ekki sjálfum sér samkvæmur og lét leikinn halda áfram. Crt af fyrir sig e.t.v. ekki vitlaus dómur... ef hann hefði ekki skömmu áður flautað á sama brot vitaspyrnu hinum megin á vellinum. A þessari sömu 15. minútu tóku Blikar aukaspyrnu við endamörk. Þvaga myndaðist við markteig- inn, Einar Þórhallsson stökk manna hæst og skallaði gullfal - lega i netið. En markið var dæmt af vegna rangstöðu. Þannig gekk það brösulega hjá Blikunum að ná forystunni i leiknum, en það tókst þó á 25. minútu siðari hálfleiks. Gisli Sig- urðsson tók hornspyrnu, boltinn sveif fyrir framan nefið á Ragn- ari markverði, sem einhverra hluta vegna greip ekki inní, og Einar Þórhallsson sendi knöttinn með fastri kollspyrnu I netið. Annað skallamark Einars i leikn- um... og aðþessu sinni voru engar athugasemdir gerðar. 2-1 fyrir Breiðablik. Skömmu siðar áttu Þórsarar gullið tækifæri til að jafna aftur. Óskar Gunnarsson komst einn I gegn og var i dauðafæri fyrir framan markið er hann skaut langt framhjá. Tveimur minútum fyrir leikslok var svo sigur Breiðabliks innsigl- aður. Hinrik Þórhallsson tvistraði vörn akureyringa, komst i gott færi, en renndi þá boltanum til hliðar á Þór Hreiðarsson sem skoraði i mannlaust markið af meters færi, eftir að Hinrik hafði dregið markvörðinn til sin. Sann- arlega vel gert og óeigingjarnt hjá Hinriki. Þetta urðu lokatölur leiksins, 3- 1 sigur Breiðabliks. Enn er Þór þvi i neðsta sæti 1. deildar, og komi ekki kraftaverk til i sam- bandi við styrkleika liðsins er fall i 2. deild óumflýjanlegt. Baráttan var ágæt, en ógnunin i sókninni nánast engin þrátt fyrir góða við- leitni Sigþórs Ómarssonar, sem var eini maðurinn sem eitthvað kvað að. Varamanni númer 16, Einari Björnssyni, var að visu skipt inná undir lokin, og gjör- breyttist þá sóknarleikurinn. Varð hann miklu friskari og á- kveðnari og er erfitt að skilja hvers vegna þessum unga og eld- fljóta leikmanni er haldið á vara- mannabekk. Lið Breiðabliks átti góðan dag. Reynt var að leika góða knatt- spyrnu og það tókst oft á tiðum. Þarna er hópur sem virkar vel eins og ein heild, enginn ákveðinn leikmaður stóð verulega upp úr, nema ef vera skyldi þeir Einar og Valdimar i vörninni og Ómar i markinu kom vel frá sínu. Sig- urjón Randversson barðist á fullu og gaf greinil. allt það þrek sem hann átti, þvi skömmu fyrir leiks- slok dróst hann að hliðarlinunni og bað um að verða skipt út af. Þannig eiga knattspyrnumenn að gefa orku sina i hverjum leik. Dómari var eins og áður segir Þorvarður Björnsson. Hann var ekki nægilega sjálfum sér sam- kvæmur, og gerði oft hrein mis- tök, eins og t.d. er tiann sýndi Ómari Guðmundssyni markverði gula spjaldið. Nokkuð gróf bak- hrinding olli þá þvi að Ómar hentist út fyrir vitateig með bolt- ann i fanginu og klappaði dómar- anum... að visu að ástæðulausu... lof i lófa er hann dæmdi hönd á Ómar. En gula spjaldið var þarna alveg óþarft. Leikurinn fór fram i bliðskap- arverði að viðstöddum nokkuð mörgum áhorfendum á Akureyri. — gsp

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.