Þjóðviljinn - 12.08.1977, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 12.08.1977, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 12. ágúst 1977 Málgagn sósíalisma, verkalýdshreyfingar og þjóðfrelsis. Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón með sunnudagsblaði: Arni Bergmann. Auglýsingastjóri: Úlfar Þormóðsson Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Siðumúla 6. Simi 81333. Prentun: Blaðaprent hf. Að blekkja Norðmenn og blekkja okkur Þegar ísland gerðist aðili að Atlants- hafsbandalaginu og Bandarikjunum tókst að koma upp varanlegum herstöðvum á íslandi,var afstaða Norðmanna meðal þeirra atriða sem höfðu veruleg áhrif á þá islensku forystumenn sem mótuðu hina rikjandi stefnu. Ætið siðan hefur þáttur Norðmanna i islenskri utanrikisstefnu verið verulegur. Þeir hafa verið sú frænd- þjóð sem stuðningsmenn NATO og herset- unnar á íslandi hafa einkum skoðað sem fordæmi og fyrirmynd. Utanrikisráðherr- ar íslands á siðustu áratugum hafa hvað eftir annað fetað i fótspor utanrikisráð- herra Noregs. Viðhorf Norðmanna og hagsmunir hafa verið veigamikill þáttur i röksemdafærslu natosinna og stuðninga- manna bandarisku herstöðvanna á ís- landi. Þegar þáttur Norðmanna i mótun isl. utanrikisstefnu er hafður i huga þá sæta uppljóstranir um blekkingastarf- semi Bandarikjanna gagnvart Norðmönn- um ekki aðeins tiðindum þar i landi heldur hljóta einnig að verða tilefni umræðna og gaumgæfilegrar skoðunar á íslandi. Á þriðjudaginn greindi Þjóðviljinn frá þvi að háttsettur norskur herforingi hefði upp- lýst hvernig bandariskir ráðamenn hafa visvitandi logið að norsku þjóðinni og leynt hana mikilvægum staðreyndum varðandi hernaðarumsvif og aðra þætti i vörnum Noregs. Þær uppijóstranir sem fram hafa komið i Noregi bætast i hið mikla safn lyga og blekkinga sem banda- riskar valdastofnanir hafa á siðustu árum orðið uppvisar að og virðast hafa verið rikur þáttur i framkvæmd utanrikis- stefnu Bandarikjanna, bæði stjórnvalda og herforingja að ógleymdri þeirri mútu- iðju sem bandarisk stórfyrirtæki hafa stundað i öðrum löndum Upplýst hefur verið að radiómiðunar- stöðvar sem komið var upp á norðan- verðri Noregsströnd á árunum 1958 og 1965-1966 hafi ekki þjónað þeim friðsam- lega tilgangi sem tilkynnt var opinber- lega. Þær hafi fyrst og fremst verið byggðar sem þjónustustöðvar við banda- riska kjarnorkukafbáta. Norska stórþing- ið og önnur stjórnvöld i Noregi voru látin leggja blessun sina yfir radiómiðunar- stöðvarnar án þess að hafa hugmynd um hinn raunverulega tilgang þeirra. Komið hefur fram að embættismenn á vegum hersins og varnamálaráðuneytis- ins hafa leynt stjórnvöld ýmsum mikil- vægum staðreyndum um tilgang stöðv- anna og þar með gerst sekir um að stuðla að brotum á yfirlýstri stefnu Noregs i atómvopna- og herstöðvamálum. Sú stefna grundvallast á þvi að Noregur sé ekki og eigi ekki að vera tengdur hern- aðaráætlunum Bandarikjanna varðandi kjarnorkukafbáta. Norski herforinginn Anders Hellebust hefur upplýst að bandariskir hershöfðingjar og stjórn- málamenn hafi leynt norsku stjórnina og þar með norsku þjóðina upplýsingum um eðli þeirra mannvirkja sem reist voru i Noregi af ótta við að norska stjórnin myndi ekki veita samþykki sitt fyrir slik- um aðgerðum ef hún vissi um hið raun- verulega eðli þeirra og tilgang. Komið hefur fram að stórfellt leyni- makk hefur átt sér stað meðal háttsettra norskra embættismanna, starfsmanna bandariska sendiráðsins i Osló og æðstu hernaðaryfirvalda. Markmið þessa leyni- makks var að koma upp á norsku landi að- vörunar- og aðstoðarkerfi fyrir banda- riska kafbáta af Pólarisgerð. Bandariska sendiráðið taldi nauðsynlegt að eðli lóran- stöðvanna væri haldið leyndu. Þessar uppljóstranir sýna að bandarisk stjórnvöld hafa i samkrulli við norska em- bættismenn ofið stórfelldan blekkingavef gagnvart norsku þjóðinni og æðstu valda- stofnunum i Noregi svo sem stórþingi og ríkisstjórn. Farið hefur verið á bakvið fulltrúa þjóðarinnar varðandi byggingu og starfrækslu hernaðarmannvirkja og grundvallaratriði i norskri utanrikis- stefnu þar með þverbrotin. Þessar uppljóstranir gefa vissulega til- efni til að ihuga samskipti islenskra stjórnvalda við forstöðumenn bandarisku herstöðvarinnar. Ljóst er að islensk stjórnvöld hafa í alla staði vanrækt að afla sér itarlegra og réttra upplýsinga um eðli þeirra hernaðarmannvirkja sem hér eru. Þótt virtir erlendir sérfræðingar og vis- indamenn hafi fullyrt að á íslandi séu litl- ar kjarnorkusprengjur hafa islensk stjórnvöld ekki talið það tilefni til nánari kannana. í virtum erlendum sérfræðirit- um hafa komið fram greinargerðir um varnarkerfi á Norður-Atlantshafi þar sem tilvist kjarnorkusprengja á Keflavikur- flugvelli er slegið fastri og ummæli bandariskra þingmanna og embættis- manna borin fyrir þeirri vitneskju. Uppljóstranir um þær blekkingar sem bandarisk hernaðaryfirvöld og stjórnvöld hafa stundað gagnvart norka þjóðþinginu og stjórnvöldum þar i landi gefa vissulega tilefni til þess að ábyrgir íslenskir aðilar hugleiði i alvöru og kanni itarlega mögu- leikana á hliðstæðum blekkingum gagn- vart íslendingum. Á siðustu áratugum hafa verið gerðar margvislegar breytingar á þeim radió- miðunarstöðvum sem eru hér á landi og eðli bandariska hersins á Keflavikurflug- velli hefur tekið verulegum stakkaskipt- um. Ljóst er að islensk stjórnvöld hafa litlar sem engar upplýsingar um eðli þess- ara breytinga og hafa trúað sem nýju neti öllum fullyrðingum bandariskra hern- aðaryfirvalda. Uppljóstranirnar um þá blekkingariðju sem hefur verið stunduð gagnvart norsku þjóðinni ættu að vera is- lenskum stjórnvöldum alvarleg viðvörun. Norðmenn hafa verið blekktir. Yfir- gnæfandi likur benda til að svo sé einnig um íslendinga. Blekkingavefur hinna bandarisku hernaðaryfirvalda nær viða um iönd. Það verður ekki sagt að orð- gnóttin einkenni skrif Vilmund- ar Gylfasonar i Alþýðublaöiö um þessar mundir. Natinn lesandi benti undirrituðum á leiðara Alþýðublaðsins i gær, þar sem Vilmundur fjallar um bjóðviljann, að þar væri eitt lýsingarorð, frumstæður, notað merkilega oft: „bjóðviljinn er flokksmál- gagn i þrengsta og frumstæöasta skilningi þess orðs.” ,,...er Þjóðviljinn þröngsýnt og frumstætt blað.” ,,.. er Þjóðviljinn að fleiru leyti frumstætt blað...” „frumstæð rómantik, sem fremur minnir á trúarbrögð en stjórnmál...” „Þessi forneskjulega og frumstæða afstaða Þjóðviljans...” ,,En frumstæöur klunnahátt- ur Þjóðviljans villir blaðinu sýn.” (sic!) „Frumstæöar pólitiskar ályktanir... beinir (!) þessari gagnrýni í ranga farvegi.” Sjö sinnum takk, — um forystugrein Vilmundar verður hins vegar ekki notað sama lýs- ingarorð til þess að gefa i skyn hvert hún stefnir, en hún er heldur ekki frumleg. Klunnalegt Forystugreinin heitir „Þjóðviljinn er besti vinur braskaranna” og kenning henn- arer i stuttu máli þessi: Gagn- rýni Þjóðviijans ákerfiðmissir marks vegna þess að blaðið er of pdlitiskt. Þetta þýðir með öðrum orðum að vegna þess að Þjóðviljinn berst gegn rikjandi þjóðfélagsástandi, vegna þess aö Þjóðviljinn setur spillingar- einkenni þess i samhengi við megineinkenni auðvaldsþjóð- félagsins þá er Þjóðviljinn klunnalegur — ekki samkvæmishæfur. Þjóðfélags- gagnrýni Vilmundar Gylfa- sonar er i þessum skilningi ekki klunnaleg i samkvæmi vald- stéttarinnar. — hún beinist að þvi að fjalla um einstök spill- ingarfyrirbæri án samhengis við raunveruleikann. Barátta hans við spillinguna minnir á mann sem gengur um með klút um veislusali borgarastéttar- innar og afætulýðsins og þurrk- ar upp sorann i stað þess aö velta um borðunumimusterinu. Vilmundur Gylfason er ekki byltingarsinni, hann er ekki umbótamaður, hann er einskon- ar hreinsitæki i mannsmynd. Og vissulega ber að meta viðleitni hans til fulls — þaö gerir undir- ritaöur sannarlega. Það er margfalt betra en ekkert. Sem slikur gerir hann gagn. Næststærsti flokkurinn Jónas Kristjánsson f jallar um fylgishrun Framsóknarflokks- ins i forystugrein Dagblaðsins i gær. Hann segir þar meðal ann- ars: ,,t siðustu kosningum var Sjálfstæðisflokkurinn bjartsýnn flokkur á uppleið. Þá var flokk- urinn fullureldmóðs og gerði at- rennu að 50% markinu. Hann Fylgishrun ísjónmáli Hvort sem alþingiskosningar verða í vetur eða næsta vor, má telja víst, að fylgishrun bíði stjórnarflokkanna beggja. Þeir höfðu um tvo þriðju hluta allra atkvæða í síðustu kosningum, en virðast samkvæmt skoðanakönn- ~ unum ekki hafa núna nema fylgi helmings JONAS KRISTJANSSON komst töluvert áleiðis. Sumir fóru að tala um að tveggja flokka kerfi væri i uppsiglingu, þar sem fylgið myndi skiptast nokkurn veginn jafnt milli Sjálf- stæðisflokksins annars vegar og hinna flokkanna hins vegar. Með ömurlegum stjórnar- störfum frá siðustu kosningum hefur Sjálfstæðisflokkurinn glatað þessu gullna tækifæri. Margir þeir sem áður voru dyggir stuðningsmenn hans og jafnvel innstu koppar i búri, bölva honum nú i sand og ösku vegna frammistöðunnar i rikis- stjórn. Ekki bærir úr skák aö svonefnt flokkseigendafélag hefur hert tök sin á flokknum. Straumhvörf gæfunnar eru ekki hjá Framsóknarflokknum. Hann var á niðurleið i siðustu kosningum og verður jafnvel á hraðariniðurleið i' hinum næstu. Siðast galt hann óvinsælda vinstri stjórnarinnar en nú geld- ur hann brasknátturunnar, sem almenningur sér að gegnsýrir valdamiðstöö hans i Reykjavik. Svo kann að fara að næst verði Framsóknarflokkurinn aö vikja sæti fyrir Alþýðubandalaginu sem næststærsti flokkur lands-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.