Þjóðviljinn - 12.08.1977, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 12. ágúst 1977
DAGVISTUNARMÁL
Séö yfir hluta af útileiksvæöinu viö Hólaborg. Útileiktækin sem viö sjáum eru öll sérsmföuö, en þeir
Guömundur Kr. Guömundsson og ólafur Sigurösson teiknuöu leikskólann.
„Viö vitum ekki nákvæmlega
hversu mörg börn eru á biölistum
núna, þar sem litiö álag er yfir
sumariö og einnig hefur létt mjög
á einu erfiöasta hverfinu, Breiö-
holti, meö tilkomu tveggja nýrra
leikskóla. Ljóst er þó aö þaö vant-
ar enn mikið á aö hægt sé aö
koma öllum börnum inn á leik-
skóla, og dagheimilin nægja
hvergi fyrir forgangshópana,
hvaö þá aðra’j sagöi fram-
kvæmdastjóri Sumargjafar,
Bergur Felixson er viö ræddum
viö hann, en dagvistarmál hafa
veriö ofarlega á baugi aö undan-
förnu eftir að þau voru tekin fyrir
i nýafstöönum kjarasamningum
og lofaöi rikisstjórnin þá aö gera
verulegt átak i þessum málum.
Ekki kunnugt um breyt-
ingu
„Rikisstjórnin hefur fyrir
nokkrum árum komið frumkvæð-
inu i byggingu dagvistarstofnana
yfir á sveitarfélögin og mér er
ekki kunnugt um að þrátt fyrir þá
áherslu sem lögð var á þessi mál
Kanntu að skrifa snjó-
kast?
Við brugðum okkur i heimsókn
á annan nýja leikskólann i Breið-
holtshverfinu, Hólaborg, og þar
tók forstöðukonan, Lilja Torp, á
móti okkur og sýndi okkur hús-
næðið. Verður ekki annað sagt en
hér sé um mjög skemmtilegt og
þægilegt húsnæði aö ræða, enda
undu börnin sér vel. Garðurinn er
einnig mjög skemmtilegur, og
benti Lilja okkur á gangstéttir og
brýr á leiksvæðinu, sem hvetja
börnin til meiri hreyfingar úti við.
Við spjölluðum dálitið við
nokkra krakka, sem voru að
blaða i Barbapapa á meðan þau
biðu eftir aö verða sótt.
„Jú, það er gaman hérna, en oft
rigning” sagði Jón Ingi 5 ára.
„begar snjórinn kemur, fer ég i
snjókast úti,” bætti hann við.
„Það er mest gaman úti”, sagði
Nina, 3ja ára. „Kanntu að skrifa
„snjókast”?" spurði hún blaða-
mann.
„Ekkert heimili getur búið börnum
svona öruggt umhverfi”
Lilja Torp forstööukona og Ragnheiöur Halldórsdóttir fóstra hjálpa krökkunum aö taka saman leik
föngin.
Þetta eru þau Nfna, Guðmundur, Jón Ingiog Magnús Orrisem öll ætluöu að bursta tennurnar þegar þau
kæmu heim.
i siðustu samningum, hafi verið
rætt um breytta stefnu I dag-
vistarmálum hér i Reykjavík.
Dagheimilin eru ekki ætluö öðr-
um en forgangshópum, og við
höfum ekki einu sinni nægileg
pláss fyrir þá, en flestir sem við
þessi mál starfa telja óeðlilegt að
flokka börn á dagvistarstofnan-
ir eftir hjúskaparstétt foreldra
o.s.frv., eins og nú er gert.
Það sem hins vegar hefur verið
rætt um að gera er að ljúka við
könnun á vegum Félagsmálaráðs
á þörfinni fyrirdagvistarheimili i
Reykjavik og á ég von á að það
veröi gert i haust,” sagði Bergur.
Nýtt og gamalt húsnæði
„Hefur verið rætt um aörar úr-
bætur i dagvistarmálum, sem
taka skemmri tima en bygging
nýrra heimila, t.d. nýtingu eldra
húsnæðis?”
„Já, en yfirleitt þarf svo mikiö
að gera fyrir eldra húsnæöi, ef
það á að verða hengtugt fyrir
svona starfsemi, að það verður
jafnvel enn dýrara en að reisa
nýtt. Nýju heimilin tvö I Breiö-
holti eru byggð eftir sömu teikn-
ingu og virðast mjög hentug. Þar
eru ýmis nýmæli, t.d. er auka
herbergi á hverri deild, sem gefur
fóstrunum tækifæri til aö skipta
börnunum I hópa. Þessir leikskól-
ar taka hvor um sig 114 börn, og
Hólaborg er þegar yfirfull og
kominn biðlisti, en i Seljaborg eru
enn laus pláss, þar sem hverfið er
hvergi nærri fullbyggt ennþá. Og
jafnvel þótt þessir tveir leikskól-
ar leysi mikinn vanda, gerum við
ráð fyrir að allir biðlistar lengist
strax og haustar.”
„Hefur verið rætt um að hafa
meiri sveigjanleika á opnunar- og
lokunartimum leikskólanna, þar
sem margir foreldrar eiga erfitt
með að ná i börnin fyrir þann
tima sem lokaö er?”
„Já, það hafa verið geröar til-
raunir með það og i Breiöholtinu
virðist það óhjákvæmilegt vegna
strætisvagnaferöa. Það hefur
verið rætt um að hafa opið til kl.
1, ef fólk greiðir ákveðið auka-
gjald, og einnig að opna fyrr á
morgnanna.”
„Hvaða dagvistarbyggingar
eru nú á döfinni?”
„Næst verður byggt dagheimili
i Hólahverfi og annað i vestur-
bænum, en einnig verður unnið að
gerö skóladagheimila I tengslum
við dagheimilin,” sagöi Bergur
að lokum.
Og þegar búið var að skrifa
snjókast hélt Nlna áfram:„Þegar
ég kem heim fer ég i bað og
bursta tennurnar.”
„Borðar þú nokkurn tima
gotteri?”
„Já , súkkulaði hjá Tótu i Ljós-
heimunum”
„Hvað ætlar þú að gera þegar þú
kemur heim?” spyrjum við Jón
Inga.
„Horfa á þennan bleika — eitt-
hvað, I sjónvarpinu. Hann er
miklu skemmtilegri en frétta-
mennirnir. Svona er lagið hans”:
Og Jón Ingi syngur hárri raustu
lagið úr Bleika pardusnum.
Og nú er verið að sækja krakk-
ana og við spyrjum þá þessarar
sigildu spurningar um framtiðina
og hvað þeir vilji verða.
„Eitthvað”, svarar Jón Ingi
snarlega og Nina bætir við: „Tiu
ára”, og þar með eru þau farin.
Skv. starfsáætiun
Börnunum er skipt i deildir eft-
ir aldri og eru 14-22 börn á deild.
Lilja sagði að gerð væri starfs-
áætlun fyrir vikuna, sem foreldr-
arnir geta lesið, svo að þeir viti
um hvað er verið aö fjalla. Opið
er frá 8-12 og l-5,og þar sem hér er
um leikskóla að ræða, eru börnin
annað hvort fyrir eða eftir há-
degi.
„Viö opnum fyrir 8 og höfum
opið i hádeginu, fyrir þá sem
vinna niðri i bæ og ná ekki hingað
kl. 12,” sagði Lilja og bætti viö að
hún væri mjög ánægð með fyrir-
komulagið á leikskólanum.
„Það er enginn iburður i neinu,
en öllu mjög þægilega fyrirkomið.
Við höfum lika mjög góðan leik-
fanga-og leiktækjakost. Að sjálf-
sögðu ættu öll börn að eiga kost á
að dvelja á leikskóla, þvi ekkert
einkaheimili getur búiö börn-
unum svona öruggt umhverfi.
Börnin læra að umgangast hvort
annað og leika sér og eru þvi
miklu betur undir skólann sjálfan
búin.”
„Hvernig er samstarfið viö for-
eldrana?”.
„Við höfum nú aðeins starfað
siðan i mai i vor, en við ætlum að
halda foreldrafund áöur en langt
um llöur. Þá fyrst getur maður
vænst þess að foreldrarnir fari að
spjalja við mann og aö um raun-
verulegt samstarf verði að
ræða,” sagði Lilja að lokum.
ÞS
Enn vantar mikiö á að þörfinni fyrir dagvistunarstofnanir sé fullnægt,
þrátt fyrir tvo nýja leikskóla I Breiðholti