Þjóðviljinn - 12.08.1977, Blaðsíða 3
Föstudagur 12. ágúst 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
Samið um Pan-
amaskurðinn
Panama City 11/8 reuter —
Samninganef ndir Banda-
rikjanna og Panama hafa
komist aö samkomulagi
um að bandarikjamenn láti
Pana maskurðinn og
svæðið beggja megin hans
af hendi við stjórnvöld í
Panama.
Bandarikin hafa haft yfirráð
yfir skurðinum sem er 80 km á
lengd og tengir saman Atlantshaf
og Kyrrahaf siðan hann var opn-
aður árið 1903. Einnig hafa þau
haft öll völd á 16 km breiðu belti
meðfram skurðinum þar sem þau
hafa haft herstöövar. 37.500
bandarikjamenn búa á þessu
svæöi. 1 samningnum sem gerður
var árið 1903, rétt eftir að
Miðausturlönd
Vance snýr
heim á leið
Alexandriu 11/8 reuter — Cyrus
Vance utanrikisráðherra Banda-
rikjanna lauk idág fcrðalagi sinu
um Mið-austurlönd meö skottúr
milli þriggja höfuðborga næstu
nágranna israels, Sýrlands,
Egyptalands og Jórdaniu.
Ferð Vance hófst meö
heimsókn til fimm arabarikja en i
gær og fyrradag var hann i Israel
þar sem hann ræddi ma. við
Menachem Begin forsætisráð-
herra. Eftir þær viðræður sagði
Vance á blaðamannafundi i
Jerúsalem að honum hefði ekki
tekist að minnka bilið milli deilu-
aðila. Bandariskir embættismenn
i fylgdarliði Vance sögðu að
Begin hefði verið óhagganlegur i
þvi að leita öllum umræðum um
brottflutning frá hernumdu svæð-
unum áöur en friðarviðræður
hefjast. Einnig hefði hann visað
staðfastlega á bug öllum hug-
myndum um stofnun sérstaks
Palestinurikis á vesturbakka
Jórdanár.
Samt sem áður létu þeir Sadat
forseti Egyptalands og Hússein
konungur i Jórdaniu i ljós bjart-
sýni eftir viðræðurnar við Vance i
dag þar sem hann skýröi þeim frá
viðræðum sinum við Begin. Sadat
sagðist vona að israelar „kæmust
að þeirri niðurstöðu að
einstrengingsleg stefna þeirra
gagnar þeim alls ekki”. Hússein
sagði hins vegar aö arabar ættu
að leggja kapp á að bæta lifskjör i
löndum sinum svo þeir ættu hæg-
ara með að mæta israelum þvi
„það er ekki nóg að koma sér upp
hersveitum”.
1 Damaskus, höfuðborg
Sýrlands, var aðeins birt stuttorð
tilkynning um að Vance hefði
komið og gefið skýrslu um ferð
sina en ekkert frekar sagt um
hana.
Slðasta fónarlamb Sonar Sáms á Hkbörunum: tvltug stúlka ao
nafni Stacy Moskowitz.
„Sonur Sáms”
Fjöldamorðingi
handtekinn í N.Y.
New York 11/8 reuter —
Lögreglan I New York hefur
handtekið ungan póstmann sem
hún telur vist að sé „Sonur
Sáms” en glæpamaður sem svo
er nefndur hefur myrt 6 manns
og valdiö 7 manns örkumlum á
rúmu ári.
Moröingi þessi réðist einkum
á ungar stúlkur að næturþeii eða
unga elskendur sem höfðu
brugðið sér afsiðis. Birtist hann
skyndilega og skaut á fólkið af
stuttu færi með 44 kalibera
skammbyssu.
Athæfi mannsins sló miklum
óhug á ibúa borgarinnar og var
ungt fólk hætt að þora að fara á
stefnumót undir beru lofti.
Einnig hafði aðsókn að diskó-
tekum dregist saman.
Morðingi þessi ritaði lögregl-
unni bréf i tilefni af einu
morðinu og vitnaði þar til anda
nokkurs sem hann nefndi
„Sám”. Fékk hann þá viður-
nefnið Sonur Sáms sem honum
virtist lika vel þvi hann notaði
það sjálfur i bréfi sem hann
sendi blaöamanni einum i tilefni
af þvi að ár var liðiö frá fyrsta
morðinu, það var 29. júll.
Þegar lögreglan handtók
póstmanninn David Berkowitz i
Brooklyn og þaö kvisaðist út
safnaðist þegar saman hópur
reiðra borgarbúa fyrir utan lög-
reglustöðina þar sem hann var i
haldi. Hafði fólkiö uppi kröfur
um að Sonur Sáms yrði tekinn af
lifi þegar i staö.
Lögreglan segir að Berkowitz
hafi verið að skipuleggja árás á
diskótek þegar hann var hand-
tekinn og átti sú árás að eiga sér
stað i kvöld, fimmtudag.
Panama braust undan yfirráðum
Kólumbiu, eru Bandarikjunum
afhent þessi völd „til eiliföar”.
Samningaviðræður rikjanna
hafa staðið yfir i 13 ár. Nokkuö er
umliðið siðan samkomulag náðist
um að brottflutningi bandariskra
hermanna frá Panama yrði lokið
um aldamót. Það sem einkum
hefur staðiö i samningamönnum
undanfarið er krafa Panama um
bætur fyrir notkun skurðarins frá
upphafi og ákveðna upphæð
árlega eftir afhendingu hans.
Hljóöaöi krafa Panama upp á 1.2
miljarða dollara i bætur og 300
miljónir i gjald á ári héðan i frá.
Talið er að þessar upphæöir hafi
verið lækkaðar niður i 460 og 150
miljónir dollara. Þá er talið að
samkomulagið feli i sér ákvæði
sem heimili bandarikjamönnum
vopnaða ihlutun ef hlutleysi
skurðarins er ógnað.
Einn af skipastigunum I Panamaskurði.
Ekki hefur enn verið greint frá
niðurstöðum samninganna. Þær
verður að leggja fyrir bandariska
þingið og undir þjóðaratkvæði i
Panama áöur en samningurinn
verður staðfestur.
Talið er vist aö Carter forseti
muni eiga i nokkrum erfiöleikum
með að fá samþykki 2/3 hluta
öldungadeildarinnar við samn-
ingnum. Er einkum talið að
andstaðan beinist gegn þeim fjár-
hæðum sem samið er um. Einnig
eru margir ihaldsmenn á þingi
þeirrar skoðunar að Panama-
skuröurinn sé lögmæt eign
Bandarikjanna, rétt eins og
Alaska.
Þá er heldur ekki vist að Omari
Torrijos hershöföingja og
þjóöarleiðtoga Panama takist aö
fá samþykki meirihluta þegna
sinna viö samningnum. Margir
vinstri- og miðflokkar eru sagðir
óhressir meö það hve langur timi
mun liða þar tii bandarikjamenn
hafa sig á brott með allt sitt
hafurtask.
Mótmælum erlendri hersetu í Tékkóslóvakíu og á íslandi
9 ár liðln frá
mnrásmni í
Tékkóslóvakíu 21.
ágúst n.k.
Samtök herstöðvaandstæðinga halda útifund
Samtök h e r s töö v a a nd -
stæðinga hafa ákveðið að
gangast fyrir útifundi 21. ágúst
n.k., en þann dag eru iiðin 9 ár
frá innrás herja Varsjárbanda-
lagsins inn I Tékkóslóvakiu.
Nánari staðsetning og fundar-
timi veröur auglýstur slðar, en
kjörorö fundarins eru:
— Burt með heri Varsjárbanda-
lagsins úr Tékkóslóvakiu.
— Styöjum frelsisbaráttu Tékka
og Slóvaka
— Burt með hernaðarbandalög-
in: Island úr Nató, herinn
burt.
1 fréttatilkynningu frá sam-
tökunum segir að miðnefnd
þeirra sjái sér skylt að andmæla
erlendri hersetu i
Tékkóslóvakíu og lýsa stuðningi
sinum við baráttu tékkneskrar
alþýðu fyrir fullum mannrétt-
indum, enda er I stefnuskrá
Samtakanna, sem samþykkt
var á siðasta hausti, lögð
áhersla á alþjóðlegt samhengi
herstöðvamálsins.
Þar segir orörétt:
„Barátta gegn her og
herstöðvum, ásamt baráttunni
gegn islenskri Nató-aöild, (er)
liður i örlagarikri viðureign
smáþjóða og alþýðu við áleitin
stórveldi og voldugar auðstéttir.
Samtök herstöðvaandstæðinga
lita á störf sin og stefnu sem
þátt i viðtækri baráttu gegn
heimsvaldasinnuðum hernaðar-
bandalögum, drottnunarstefnu
og siauknum vigbúnaöi
hervelda.”
1 fréttatilkynningunni segir
ennfremur að Tékkóslóvakia sé
enn hernumið land og að öll
andstaða við innrásarlið
Sovétrikjanna og fulltrúa þeirra
i valdastööum i Tékkóslóvakiu
sé miskunnarlaust brotin á bak
aftur.
Nú er þvi svo komið, að bæði
tékknesk og islensk alþýða eru
bundnar á klafa hernaðar-
bandalaga, sem nota itök sin til
að treysta arðrán og yfirráð i
þessum löndum. Þvi hefur
alþýða beggja landanna
hliðstæðra hagsmuna aö gæta:
Að losa sig úr greipum erlends
hervalds.
Irland
Fjórtán daga
ferð
17. til 31.ágúst
VERÐ KR. 72.000