Þjóðviljinn - 12.08.1977, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 12.08.1977, Blaðsíða 14
14 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 12. ágúst 1977 Læknabústaður á Þingeyri Tilboð óskast i að reisa og fullgera lækna- bústað á Þingeyri i V-ísafjarðarsýslu. 1 húsinu eru 2 ibúðir. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavik — gegn 10.000.- kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað, mið- vikudaginn 31. ágúst, 1977 kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Tilkynning frá Stofnlánadeild landbúnaðarins Umsóknir um lán vegna framkvæmda á árinu 1978 skulu hafa borist Stofnlánadeild landbúnaðarins fyrir 15. september næst- komandi. Umsókn skal fylgja teikning og nákvæm lýsing á framkvæmdinni, þar sem meðal annars er tilgreind stærð og byggingar- efni. Ennfremur skal fylgja umsögn héraðsráðunautar, skýrsla um búrekstur og framkvæmdaþörf, svo og veðbókar- vottorð. Eldri umsóknir falla úr gildi 15. septem- ber næstkomandi, hafi deildinni eigi borist skrifleg beiðni um endurnýjun. Reykjavík, 11. ágúst 1977. BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS STOFNLÁNADEILD LAND- BÚNAÐARINS BLAÐBERAR óskast I eftirtalin hverfi: Sogamýri Tómasarhaga ÞJÓÐVILJINN Vinsamlegast hafið samband við af- greiðsluna Siðumúla 6 — simi 81333 mánud — föstud. Bróöir okkar og mágur Guðmundur Magnús Halidórsson frá Súðavík > er látinn. Bálför hefur fariö fram. Þorkell Halldórsson Ólaffa Halldórsdóttir Stefán Snælaugsson Karólina S. Halldórsdóttir Guömundur 1. Gestsson Anna Halldórsdóttir Grund Lothar Grund Sigrún S. Halldórsdóttir Jónatan Ólafsson Jimmy Carter: Ekki eins alþýdleg- ur og hann vill láta London 11/8 reuter — Breskir ættfræöingar hafa komist aö þvi aö Jimmy Carter forseti Banda- rikjanna er ekki alfariö kominn af óbreyttu alþýöufólki eins og hann hefur sjálfur látiö i veöri vaka. Ritstjóri virts ættfræöirits I Bretlandi skýröi svo frá í gær- kvöld aö starfsmenn hans heföu getaö rakiö ættir Carters allt aftur til 1350 þegar forfeöur hans unnu fyrir sér sem vagnasmiöir og kerrueklar (carters á ensku) noröan viö London. Þeir höföu þó komist I góöar álnir á Englandi áöur en bræö- urnir Thomas og John Carter fluttu vestur um haf á 17. öld og tóku sér bólfestu i Virginlufylki sem tilheyrði hinum breska hluta Noröur-Ameriku. Einn sonur þessara bræðra, Robert, varð vellauöugur landeigandi sem átti 125 þúsund hektara land og yfir eitt þúsund þræla. Er hann nefnd- Golf ur „fyrsti stórbokkinn i nýja heiminum”. Einnig skýrði ritstjórinn svo frá að nokkrir meölimir Carter-ætt- arinnar heföu gifst inn i Washing- ton-ættina en af henni má fræg- astan telja sjálfan Georg Washington fyrsta forseta Bandarikjanna og auöugan land- eiganda. Álafoss Framhald af bls. 11 sundinu og þvert yfir það. Mjög stór hluti flota Austur- Evrópu þjóöanna fer út á Atlants- haf um Eyrarsund og þess utan fer megnið af sjóflutningum til V- Þýskalands og allir flutningar til Svíþjóðar þessa leið. Ferjur fara svo á 15 minútna fresti milli borganna við sundið og eru aö jafnaöi 2 ferjur á sund- inu samtimis. Hefur verið rætt um að allar siglingar um Eyrar- sund skuli undir stjórn hafnsögu- manna. Einkum hafa menn áhyggjur af hugsanlegum óhöppum hinna stóru sovésku oliuskipa sem þarna fara um. eng. , Er sjonvarpið Siónvarpsverhsfoði sími Bergstaáasfróiti 38 2-19-40 Pípulagnir Nýlagnir/ breyting- ar, hitaveitutenging- ar. Simi 36929 (milli kl. 12 og 1 og eftir kJ 7 á kvöldin) Framhald af bls. 11 Guðlaugsdóttir Vestmannaeyj- um er þriöja á 176 höggum. 1. flokkur: Þar hefur Helgi Hólm Golf- klúbbi Suöurnesja náð foryst- unni meö 167 höggum. 1 ööru sæti er Halldór B. Kristjánsson Golfklúbbi Reykjavikur með 169 högg. I 3.—í.sæti eru svo Gylfi Kristinsson, Golfklúbbi Suðurnesja, og Einar B. Indriðason, Golfklúbbi Reykja- víkur,meö 171 högg. Keppninni veröur haldiö áfram i dag en henni lýkur á laugardaginn. —hól. Kennarar Að grunnskóla Búðahrepps Fáskrúðsfirði vantar tvo góða kennara. Ágætt ibúðar- húsnæði i boði. Uppl. gefur skólastjóri i sima 97-5159 eftir kl. 8 virka daga. Uppl. einnig gefnar á skrifstofu Búða- hrepps i sima 97-5220 og hjá skólanefnd i sima 97-5166. Sumarferð Alþýðubandalagsins á Vesturlandi Úr Vatnsdal, sem llggar inn dr Vatnsfiröi, en um hann liggur leiO Alþýöubandalagsmanna á Vest- urlandi i sumarferö þeirra , Farið að Látrabjargi Sumarferð Alþýðu- bandalagsins á Vestur- landi i ár verður farin dagana 19 - 21. ágúst. Farið verður i Vatns- fjörð, út að Látrabjargi og um suðurfirði Vest- fjarðakjálkans. Verður gist i Birkimel á Barðaströnd. Sumarferðir Alþýðu- bandalagsins á Vestur- landi hafa cjafnan þótt mjög skemmtilegar og fræðandi, enda jafnan fyndnir og fróðir leiðsögumenn i förinni. Náttúrufegurð er mikil á Vestfjörðum og Barðaströnd. Vatns- fjörðurinn er ein fegursta perla is- lenskrar náttúru og fáir staðir á landinu eru hrikalegri en Látrabjarg. Ferðaverði mun að sjálfsögðu mjög i hóf stillt enda á þetta að geta orðið ferð fyrir alla fjölskylduna. Ferðin verður nánar auglýst eftir helgina og þá veittar upplýsingar um það hverjir taka við þátttökutilkynningum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.