Þjóðviljinn - 12.08.1977, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 12.08.1977, Blaðsíða 13
Föstudagur 12. ágúst 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 Finnskt efni í útvarpi Kalevala og finnsk tónlist Nú er Finnlandsforseti i heimsókn og útvarpiö gerir finnsku efni hátt undir höföi i kvöid, sem vel fer á, lesiö veröur úrhinum fornu söguljóö- um Finna, Kalevaia, og leikin veröur „Finiandia” Sibeliusar og Pianókonsert nr. 2, eftir Selim Palmgren, en bæöi þessi tónskáld eru þekkt aö mikilli þjóörækni i tónverkum sinum. Það er Andrés Björnsson, út- varpsstjóri, sem les úr Kalevala i þýðingu Karls tsfelds, en þýðandanum entist aldrei aldur til að ljúka þessu verki og kom i annars manns hlut að fullgera þýðinguna, sem kom út í tveim bindum fyrir mörgum árum. Jean Sibelius Jean Sibelius sótti kveikju að mörgum tónsmiða sinna i finnskar sagnir og fortið og bera nöfn verka eins og Kalevala, Saga, Svanurinn frá Tuonelaog Lemminkainen vott um það. Hann fæddist i Tavestehus i Finnlandi 1865 og dó i Jar- venpaa 1957, niutiu og eins árs gamall. Hann stundaði nám i utvarp Helsinki og þá i Berlin og Vin. Þegar hann var þrjátiu og tveggja ára gamall, veitti rikið honum ævilöng starfslaun, svo hann mætti helga sig tónsmiðum sinum og um 1930 stóð hið opinbera og aö þvi að mörg verka hans voru gefin út á hljómplötum. Sibelius samdi sjö sinfóniur, átta eða niu tónaljóð og önnur hljómsveitarverk, fiðlukonsert, söngva og fleira. Þessar tónsmiðar þykja bera sterk ein- staklingseinkenni og kveður þar við einlægan tón rómantikur og ástar á landi og þjóð. Selim Palmgren Palmgren var fæddur i Björneborg 1878 og dó i Helsinki 1951. Hann lærði i Helsinki og siðar i Þýskalandi, þar sem hann starfaði með Busoni og fleirum mektarmönnum. Er hann hélt til Finnlands að nýju fékkst hann lengi við kórstjórn og samdi mörg kórverk og vann að fyrstu óperu sinni, Daniel Hjort. Á fjórða áratugnum gaf hann sig þó allan aö tónsmiöum Jean Sibelius sinum, hélt pianótónleika og ferðaðist um með konu sinni, sem var frábær söngkona. Á árum fyrri heimsstyrjaldar bjóPalmgren i Kaupmannahöfn og siðar um tima i Rochester i New York, þar sem hann kenndi tónsmiðar við Eastman tónskól- ann. Mikill hluti tónverka Palmgrens ber vott um áhuga hans á pianóleik og að sjálfur var höfundur afbragðs pianó- leikari. Likt og hjá Sibeliusi eru verk hans með sterkum þjóðleg- um lit gjarna stutt og knöpp að formi. Það er Halle hljómsveitin undir stjórn John Barbirolli, sem leikur Finlandiu, en pianó- konsert Palmgrens leikur Izumi Taeni og Filharmóniuhljóm- sveitin i Helsinki, Jorma Panula stjórnar. Finlandia-húsiö i Helsinkii er helgaö minningu Sibeliusar og er einn nýtiskulegasti hljómleika og samkomusalur heims. Selim Palmgren 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.50. Morgunstund banranna kl. 8.00: Helga Þ. Stephensen les söguna „Hvita selinn” eftir Rudyard Kipling i þýð- ingu Helga Pjeturss (3). Til- kynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Spjallaö við bændur kl. 10.05. Morgun- popp kl. 10.25. Morguntón- leikarkl. 11.00: Konunglega filharmóniusveitin i Lund- únum leikur „The Perfect Fool”, ballettmúsik eftir Gustav Holst: Sir Malcolm Sargent stjórnar, Ida Haendel og Sinfóniuhljóm- sveitin i Prag leika Konsert i a-moll fyrir fiðlu og hljóm- sveit op. 82 eftir Alexander Glazunoff: Vaclav Smet- acek stjórnar, Hljómsveit Tónlistarháskólans i Paris leikur Sinfóniu nr. 2 eftir Darius Milhaud, Georges Tzipine stjórnar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. 14.30 Miðdegissagan „Föndr- arnir” eftir Leif Panduro. örn Ólafsson les þýöingu sina (5). 15.00 Miödegistónleikar. Josef Kodousek og félagar úr Dvorak-kvartettinum leika „Kýprusviðartréð”, strengja kvartett eftir Antonin Dvorák. Melos hljóðfæraflokkurinn leikur Sextett fyrir klarinettu, horn og strengi eftir John Ireland. 16.00 Fréttir.Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popp. 17.30 „Fjórtán ár i Kina”. Helgi Eliasson bankaúti- bússtjóri les kafla úr bók Ólafs ólafssonar kristni- boða. 18.00 Tónleikar. Tilkynn- ingar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Úr atvinnulifinu. Magnús Magnússon og Vil- hjálmur Egilsson viðskipta- fræðingar sjá um þáttinn. 20.00 islandsinótiö i knatt- spyrnu, fyrsta deild. Her- mann Gunnarsson lýsir frá Akureyri siðari hálfleik milli Þórs og KR. 20.45 „Kalevala”. Andrés Björnsson útvarpsstjóri les úr þýðingu Karls tsfelds 21.00 Finnsk tónlist. Hallé hljómsveitin leikur „Fin- landiu” sinfoniskt ljóð op. 26 eftir Jean Sibelius, John Barbirolli stj.Izumi Tateno og Filharmóniusveitin i Helskinki leika Pianó- konsert nr. 2. eftir Selim Palmgren, Jorma Panula stj. 21.30 Útvarpssagan: „Ditta mannsbarn" eftir Martin Andersen-Nexö Þýðandinn, Einar Bragi les (19). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöld- sagan: „Sagan af San Michele” eftir Axel Munthc. 1 Þórarinn Guðnason les (28). 22.40. Afangar. Tónlistar- þáttur sem Ásmundur Jóns- son og Guðni Rúnar Agnars- son stjórna. 23.30 Fréttir.Dagskrárlok. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Prúöu leikararnir (L) Gestur leikbrúðanna i þess- um þætti er hinn fjölhæfi skemmtikraftur Ben vereen Þýðandi Þrándur Thorodd- sen. 20.35 Rétturinn til samskipta. Umræðuþáttur um hlutverk og þýöingu esperantos sem alþjóðamáls. Umræðum stýrir óskar Ingimarsson, og með honum eru þátttak- endur frá fjórum heimsálf- um. Umræðurnar fara fram á esperanto og verða fluttar með islenskum texta. 21.25 Þaö rignir á ást okkar (Detregnar pa var karlek) Sænsk biómynd frá árinu 1946. Leikstjóri Ingmar Bergman. Aðalhlutverk Barbro Kollberg og Birger Malmsten. Tvö ungmenni, Maggi og Daviö, hittast rigningarkvöld eitt á járn- brautarstöð.' Hann er ný- kominn úr fangelsi, og þau eru bæði einmana. Þau dveljast á gistihúsi yfir nóttina, og daginn eftir ákveöa þau aö hefja nýtt lif saman. Þýðandi Dóra Haf- steinsdóttir. 23.00 Dagskrárlok. Tollbátur til sölu Kauptilboð óskast i tollbátinn örn, sem er 10 lestir að stærð með 70 ha. Mannheim vél. Báturinn verður til sýnis við Verbúða- bryggju, austan Ægisgarðs, föstudaginn 12. ágúst kl. 4 - 6 e.h. Kauptilboð þurfa að berast skrifstofu vorri fyrir kl. 11:30 f.h. miðvikudaginn 17. ágúst 1977. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELBX 2006 Frá Gagnfræðaskólan- um á Sauðárkróki Enn getur skólinn tekið við nemendum i framhaldsnám næsta vetur, i eftirtöldum brautum: almennt bóknám, iðnbraut, við- skiptabraut, uppeldisbraut og fornám. Heimavist er fyrir hendi. Umsóknir send- ist sem fyrst til skólastjóra, Friðriks Mar- geirssonar, Hólavegi 4, Sauðárkróki. Styrkir til háskólanáms í Japan .lapönsk stjórnvöld bjóöa fram styrk handa tslendingi til háskólanáms i Japan námsáriö 1978-79en til greina kemur aö styrktimabil verði framlengt til 1980. Ætlast er til aö styrkþegi hafi lokið háskólaprófi eöa sé kominn nokkuö áleiöis i haskólanámi. Þar sem kennsla viö japanska há- skóla fer fram á japönsku er til þess ætlast aö styrkþegi leggi stund á japanska tungu um a.m.k. sex mánaöa skeiö. Umsækjendur skulu ekki vera eldri en 35 ára. Styrkfjár- hæöin er 133.000 yen á mánuði og styrkþegi er undanþeg- inn skólagjöldum. Auk þess fær styrkþegi 25.000 yen viö upphaf styrktimabilsins og allt af 42.000 yen til kaupa á námsgögnum. Þá er og veittur ferðastyrkur. úmsóknir um styrk þennan ásamt staöfestum afritum prófskirteina, meöntælum og heilbrigðisvottoröi, skulu sendar menntamálaráöuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykja- vík, fyrir 3. september n.k. —Sérstök umsóknareyöublöö fást i ráöuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 8. ágúst 1977. Útboð Tilboð óskast i 15 þúsund fiskikassa fyrir Bæjarútgerð Reykjavikur Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3, R. Tilboðin verða opnuð á sama stað, miðvikudaginn 14. september n.k. kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYK)AVÍKURBORGAR Fnkirkjuvegi 3 — Sími 2S800 Blaðberabíó Laugardaginn 13. ágúst kl. 11. f.h. „Einn gegn öllum” Aðalhlutverk: Audie Murphy. E ODVIUINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.