Þjóðviljinn - 13.08.1977, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 13.08.1977, Blaðsíða 3
Laugardagur 13. ágúst 1977 ÞJóÐVILJlNN — SIÐA 3 er/endar fréttir i stuttu méti Ungir grænlendingar mótmæla komu Jörgensens NARSSAQ 12/8 Reuter — Ungir grænlendingar grýtt.u i dag skip Ankers Jörgensen, forsætisráðherra dana, Hvidbjörnen, meiddu herforingja, sem var á verði, og ollu nokkrum skemmdum. Að sögn lögreglunnar byrjaði grjótkastið skömmu eftir að Anker Jörgensen, sem var að koma úr tólf daga ferð um Græn- land.gekk um borð i skipið á heimleið. Lögreglan dæidi vatni á grænlendingana, en þeir héldu grjótkastinu áfram i hálftima, svó að skipið gat ekki lagt úr höfn. Einn herforingi meiddist á höfði. Lögreglan áleit að þessir grjótkastarar væru sömu mennirnir og þeir sem stóðu fyrir mótmælaaðgerðúm, þegar Anker Jörgensen kom á flugvöllinn í Narssaq i gær. Beindust mótmælin gegn áformum dana um að hefja úraniumvinnslu i grennd við Narssaq. Flugslys í Andesfjöllum BUENOS AIRES 11/8 Reuter — Sex menn, þ.á.m. fylkisstjóri einn, fundust látnir i flaki litillar flugvélar sem hafði rekist á fjallshlið i Andes-fjöllum. Samkvæmt tilkynningu frá argentinska flughernum höfðu björgunarmenn ekki fundið neinn mann á lifi. 1 flugvélinni voru Ulderico Carnagi fylkisstjóri i Santa Cruz i Suður-Argentinu, kona hans og fjögurra manna áhöfn, og lögðu þau af stað á sunnudaginn þrátt fyrir mikla hriö á þessum slóðum. Flugvélin villtist þegar og rakst á fjall 18 km. fyrir norðan E1 Bolson. Verða Hjaltlandseyjar sjálfstæðar? LEIRVtK 12/8 Reuter — Héraðsráð Hjaltlandseyja veltir þvi nú fyrir sér hvort það myndi borga sig að lýsa yfir sjálfstæði eyj- anna. A sérstökum skyndifundi ráðsins i gærkvöldi samþykkti það að stofna nefnd til að kanna niu mismunandi hugmyndir um framtiðarstöðu Hjaltlandseyja, og voru meðal þeirra hugmyndir um sjálfstjórn i ýmsum myndum og um fullt sjálfstæði. Hjaltlandseyjar voru undir norskri stjórn á miðöldum, en komust i hendur skota 1468 vegna þess að þær höfðu verið settar að veði fyrir ógoldinn heimanmund með danskri prinsessu sem giftist Jakob þriðja skotakonungi. Danir viðurkenndu þetta þó ekki fyrr en 1590. A sfðari árum hafa eyjarnar orðið auðugar vegna oliuvinnslu i Norðursjónum. Geimferja reynd EDWARDS-FLUGVELLI Kaliforniu 12/8 Reuter — 1 dag var gerð fyrsta tilraun meö lendingu nýrrar geimferju, sem verið er að byggja til að ferja menn og vörur til geimstöðva á næstu ára- tugum. Þessi ferja var fest við þakið á boeing-þotu, en i 22.800 feta hæð losnaði hún við þotuna og sveif til jarðar með 330 km hraða. Engar vélar voru notaðar við lendinguna, og gekk tilraunin mjög vel. I framtiðinni verður notuð eldflaug til aö flytja geimferjuna til geimstöðva og er áætlað að hún geti borið 65 þús. pund, en hún svffur síðan til jarðar án vélarafls. Um 60.000 áhorfendur fylgdust með tilrauninni. Stolið málverk finnst aftur RÓM 12/8 Reuter — Oliumálverk eftir Antonello da Messina, italskan meistara frá 15. öld, sem stolið var fyrir sjö árum og metið er á eina miljón dollara, fannst i dag í farangursgeymslu á járnbrautarstöð i Róm. Málverkinu, sem nefnt var „andlitsmynd af aðalsmanni”, var stolið úr safni i Pavia árið 1970, og var um leið stolið verkum eftir Giovanni Bellini og Correggio, sem enn hafa ekki fundist. Lög- reglan sagði aö málverk Antonellos hefði verið i mjög góðu ástandi og var það vandlega vafið inn i pappir. Antonello da Messina var mikilvægasti málari Suður-ítaliu á 15. öld. Hann hafði orðið fyrir miklum áhrifum af flæmskri mái- aralist, og varð fyrstur til að mála oliumálverk i ítaliu. Listaverkaþjófnaðir gerast nú stöðugt algengari á Italiu og skýrði menningarmálaráðuneytið nýlega frá því að 6000 lista- verkum hefði verið stoliö þar i fyrra. Dauðarefsing lögleidd í Kaliforníu SACRAMENTO 11/8 Reuter — Dauðarefsing fyrir morð var tekin aftur i lög i Kaliforníu í dag, en dómurum var jafnframt gefið vald til að breyta dauðadómum i ævilangt fangelsi. Þetta lagaákvæði gerði kaliforniumönnum kleift að sneyða hjá úr- skurði hæstaréttar Bandarikjanna árið 1976 sem bannaði dauða- refsingu á þeim forsendum að hún væri grimmúðleg og óvenju- leg. Lögin taka gildi nú þegar en hafa engin áhrif á mál þeirra morðingja, sem þegar hafa hlotið dóm, en meðal þeirra sem nú sitja i fangelsi i Kaliforniu fyrir morð er Sirhan Sirhan, sem myrti Robert Kennedy, og Charles Manson. Siðasta aftakan fór fram i Kaliforniu fyrir réttum tiu árum. 9 9 Ongþveiti á flugvöllum TORONTO 11/8 Reuter—Flugumferðastjórar á tveimur stærstu flugvöllum Kanada, sem urðu að hætta verkfalli sinu fyrir skömmu vegna fyrirskipunar frá rikisstjórn landsins, ollu miklu öngþveiti i dag með þvi aö fylgja nákvæmlega settum reglum um störfin. Að sögn Jim Livingstone formanns sambands flugumferöa- stjóra náðu þessar aðgeröir til flugvallanna i Toronto og Montreal, og urðu flugfélög að aflýsa sumum flugferðum en öðr- um seinkaði um allt að tveim timum. Annars staðar i Kanada var flug með eðlilegum hætti. Hinir 2200 flugumferðarstjórar Kanada gerðu verkfall fyrir skömmu og kröfðust hærri launa, en rikisstjórnin lét samþykkja neyðarlög til að banna verkfallið. Fátækrahverfi blökkumanna rif- iö í Sudur-Afríku HÖFÐABORG 11/8 Reuter - 1 dag unnu yfirvöld Suður-Afriku að þvi að rifa niður ólöglegt fátækrahverfi blökkumanna i Modderdam, en áður en þau gátu beitt jarðýtunum þurfti lögreglan að handtaka hvitan prest og tvo félagsráðgjafa, sem lögðust fyrir jaröýturnar i mótmælaskyni. Niðurrif þessa fátækrahverfis hefur vakið mikla athygli að undanförnu og hefur þetta mál orðið að e.k. tákni fyrir stefnu stjórnar Suður-Afriku i kynþáttamálum. Eftir að lögregl- an hrakti ibúa hverfisins á braut með táragasi, flykktust hvitir stuöningsmenn ibúanna þangað, og þrir þessara manna, séra David Russell og tveir aðrir lögð- ust i veginn fyrir jaröýturnar i mótmælaskyni. Handtók lögregl- an þá. Niðurrifið hélt siðan áfram i dag, og var búið að rífa flest hinna 3000 húsa i hverfinu um hádegi. I Modderdam og tveimur öðrum fátækrahverfum i grennd- inni, sem einnig verða rifin, bjuggu um 26.000 svertingjar. Höfðu þeir hróflað upp húsunum, en yfirvöld Suöur-Afriku sögðu að vera þeirra þarna væri brot gegn reglugerð þeirri sem ákveður hvar blökkumenn mega búa i landinu og hvar ekki. Ibúar Modderdam fluttu burtu i dag og sögöust yfirvöldin ekki vita hvert þeir væru að fara. ASSAD FORSETI ÓSVEIGJANLEGUR DAMASKUS 12/8 Reuter —Hafez al-Assad, forseti Sýrlands, þver- tók fyrir það i dag að nokkrar við- ræður myndu fara fram í New York i næsta mánuði milli utan- rikisráðherra Sýrlands og Israels. Frá þvi hafði verið skýrt i frétt- um að Cyrus Vance utanrikisráð- herra Bandarikjanna heföi náö samkomulagi við utanrikisráð- herra arabarikjanna um óbeinar viðræður um leiðir til að kalla saman Genfarráðstefnuna á ný. Var sagt frá þvi aö Cyrus Vance myndiræða við deiluaðila israela og araba, til skiptis, en þeir myndu ekki hittast augliti til auglitis.Al-Assad forseti sagði að ekkert hefði verið rætt um slikar viðræður og myndu sýrlendingar ekki taka þátt i þeim, en hins veg- ar væri þaö orðinn fastur liður að utanrikisráðherra arabaland- anna og bandarikjanna héldu fund árlega meöan Allsherjar- þing Sameinuöu þjóðanna stæði yfir. Al-Assad sagöi fréttamönnum aðsýrlendingar og Egyptar væru á einu máli um það að ekki væri hægt að sleppa tilkalli til neins af þeim hernumdu svæðum sem tsraelar heföu nú á valdi sinu og ekki væri hægt að semja um rétt- indi Palestinuaraba. Hjólreiðamenn vekja athygli á mengun ROTTERDAM Reuter — Hundr- uð hjólriðandi umhverfisverndar- manna hjóluðu inn i Rotterdam eftir þriggja vikna hjólreiðaferð til að vekja athygli manna á menguninni i Rin. Þessi ferð, hófst i Chur I Sviss 21. júli, þegar 190 hjólreiðamenn lögðu af stað og fylgdu Rinarfljóti i átt til sjávar. Þeir hjóluðu siöan meðfram bökkum fljótsins gegn- um Sviss, Frakkland, Vestur- Þýskaland og Holland, og var leið þeirra alls 1200 km. löng. Alls staðar á leiðinni bættust svissneskir, þýskir og franskir hjólreiðamenn við, og taldi hóp- urinn 300 menn þegar hann hjól- aði inn i Rotterdam. Jan Boom, hollenskur lifefna- frasðingur, 36 ára að aldri, sagði fréttamönnum að takmark þess- arar hjólreiðaferðar hefði verið að safna upplýsingum um meng- un i Rin og hvetja menn til að fylgjast vel með þessu máli. „Þótt sumir þættir i sambandi við mengun Rinar hafi skánað undanfarin fimm ár, hefur heild- arástand fljótsins samt stöðugt versnað, þvi að fleiri tegundum úrgangsefna er nú kastað i fljótið en áður, m.a. úrgangsefnum frá ýmsum efnaiðnaði” sagði Jan Boom. Hann bætti þvi við að allar upplýsingar um mengun Rinar, sem hjólreiðamennirnir hefðu safnað saman, yrðu sendar til réttra yfirvalda. Stórútsalan í fullum gangi i Skeifunni 15 og Kjörgarði Nokkur dæmi um verðlækkun á fatnaði Áður Nú Flauelsskokkar 5.995 3.995 Mittisjakkar-denim 4.990 2.995 Sið f lauelspils 6.900 3.995 Drengjanærbuxur Samfestingur-denim 1.995 999 mynstraðar 365 195 Nærbuxur telpna 264 149 Denimbuxur barna 2.995 1.495 Siðbuxur hvitar Vinnubuxur, stær ðir nr. 26—36 3.995 2.995 41—46 1.890 1.295 Dömublússur einlitar 2.500 1.495 VerksmiðjugöIIuð Cannon handklæði á mjög hagstæðu verði Allt fullt af vörum klukkan niu á mánudagsmorgun KJORGARÐI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.