Þjóðviljinn - 13.08.1977, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 13.08.1977, Blaðsíða 5
Laugardagur 13. ágúst 1977 ÞJóDVILJINN — SIDA 5 SKRÁ 77 Fá plögg hefur oftar borið i almenna alþjóðl. umræðu að undanförnu en mennréttindaávarpið i TékkóslóvakiUí Skrá 77, undirritaðaf nokkrum andófsmönnum í Tékkó- slóvakíu. Þjóðviljinn birtir hér í heild — i fyrsta sinn á islensku — Skrá 77. Hinn 13. 10. 1976 birtust i Laga- safni CSSR (nr. 120) tveir samn- ingar: „Fjölþjóölegur samningur um þegnrétt og stjórnmálaleg réttindi” og „Fjölþjóðlegur samningur um efnahagsleg, fé- lagsleg og menningarleg rétt- indi”. Samningar þessir voru unirritaðir af hálfu lýðveldis okk- ar árið 1968, þeir voru staðfestir i Helsinki árið 1975 og gengu i gildi hérlendis hinn 23.3 1976. Siðan eiga lika landar okkar rétt á að þeim sé framfylgt, og riki okkar er skylt að hlita þeim. Þau mannréttindi, sem þessir samningartryggja,eru mikilverð menningarverðmæti, sem ýmis framsækinöflhafa keppt að i sög- unnar rás, og löggilding þeirra getur átt verulegan þátt i að drengilegir samfélágshættir þró- ist i riki okkar. Þess vegna fögnum við þvi, að Sósialiska lýðveldið Tékkó- slóvakia (ÖSSR) hefur gerst aðili að þessum samningum. En birting þeirra minnir um leið óþyrmilega á það, hversu mörg af grundvallar-réttindum þegnanna gilda i landi okkar nú um sinn, — þvi miður, — aöeins á pappirnum. Til dæmis að taka er rétturinn til málfrelsis innantóm orð, en sá réttur er tryggður i 19. grein fyrri samnings. Tugum þúsunda þegna er gert ókleift að starfa á verksviði sinu vegna þess eins, að skoðanir þeirra eru frábrugðnar skoöunum stjórnvalda. Jafnframt veröur þetta fólk oft fyrir margskonar misrétti og áreinti opinberra aö- ila og félagssamtaka: þar eð það á þess engan kost aö bera hönd fyrir höfuð sér, veröur þetta fólk raunverulega fórnarlömb aðskilnaðarstefnu. Hundruðum þUsunda annarra þegna er meinað aö njóta „frelsis frá ótta” (inngangur fyrri samn- ings), þvi að þeir eru neyddir til að búa si og æ við þann ugg, að láti þeir skoöanir sinar I ljósi verði þeir sviptir vinnu sinni og annarri aðstöðu. Þvert ofan i ákvæði 13. greinar siðari samnings, sem tryggir öll- um jafnan rétt til mennta, er fjölda ungmenna meinað nám vegna skoðana sinna, eða jafnvel vegna skoðana foreldra sinna. Aragrúi fólks býr við þann ótta, að láti það i ljósi sannfæringu sina, verði annað hvort það sjálft eða börn þess svipt rétti til menntunar. Ef menn nýta sér þann rétt, að „leita, taka við og útbreiða upp- lýsingar og hugmyndir hverskon- ar, án tillits til landamæra, hvort sem er munnlega, skriflega eða á prenti”, eða „með listrænum hætti” (2. atriði 13. greinar fyrri samnings), mega þeir auk mis- mununar og áreitni eiga von á réttarofsóknum, oft undir þvi yfirskini að um glæpsamlega starfsemi sé að ræöa (dæmi um slikt eru réttarhöld, sem einmitt nú eru haldin yfir ungum hljóm- listarmönnum). Rétturinn til að koma skoðun- umsinumá framfæriopinberlega er að engu gerður með þvi, að all- ir fjölmiðlar, Utgáfufyrirtæki og menningarstöðvareru undir einni miöstjórn. Ekki fæst birt eða sýnt verk, hvort sem það fjallar um stjórnmál, heimspeki eða visindi, eða er listaverk, ef það er i minnsta ósamræmi við opinbera hugmyndafræði eða fagurfræði: ekki er hægt aö gagnrýna iskyggi- leg félgaleg fyrirbæri opinber- lega: utilokað er að verjast ósönnum og móðgandi óhróðri opinbers áróðurs (i raun er ekki til lagaleg vörn gegn „rógi og meiðyrðum”, en hUn er tryggð ótvirætt i 17. grein fyrri samn- ings): engin leið er að bera af sér upplognar sakir, og tilraun til að leita réttar sins fyrir dómstólum er dæmd til að mistakast: opin- ská umræða um listir og menn- ingarmál er útilokuö. Margir vis- inda- og menntamenn, sem og aðrir borgarar, eru nú látnir gjalda þesseins.að fyrir mörgum árum létu þeir i ljós á löglegan hátt skoðanir, sem núverandi stjórnvöld fordæma. Trúfrelsi, sem kveðið er á að skuli tryggti 18. grein fyrri samn- ings, er markvisst takmarkaö með gerræðislegum valdboðum: starfsmönnum safnaða er meinað að vinna störf sin að eigin geðþótta, og ævinlega eiga þeir yfir höfði sér að rikið hætti að fallast á að þeir starfi áfram: Trúmönnum er torvaldað að hafa i sig og á: trúarbragðakennsla er litin illu auga og þar fram eftir götunum. Ým is þegnréttindi eru skert eða að engu gerð með þeim hætti, að ölium stofnunum og félagasam- tökum i rikinu er i raun stjórnaö með pólitiskum fyrirmælum ráð- andi stjórnmálaflokks og ákvörð- unum valdamikilla einstaklinga. Stjórnarskrá CSSR og önnur landslög heimila engan veginn slik fyrirmæli, hvorki aö efni né athöfn: iðulega eru þau munnleg og án vitundar og vitneskju al- mennings: þeir sem fyrirmælin gefa eru engum ábyrgir utan sjálfum sér og eigin valdakliku, en hafa samt stórfelld áhrif á störf löggjafar- og framkvæmda- stofnana rikisins, á réttarfar, á starf verkalýðsfélaga og hvers- konar félagasamtaka, á starf- semi annarra stjórnmálaflokka, fyrirtækja, skóla og hverskonar stofnana, og erufyrirmæli þeirra einatttekinfram yfir landslög. Ef túlkun félaga eða einstaklinga á réttindum sinum og skyldum samrýmist ekki fyrirmælum flokksins, þá er þess enginn kost- ur að leita til aðila sem óháður sé flokknum, þvi að slikur aðili er ekki til. Með öllu þessu eru stór- legaskert þau réttindi, sem felast i 21. og 22. grein fyrri samnings (réttur til að stofna félög og bann við aö skerða starfsfrelsi þeirra), i 25. grein (jafnrétti til að taka þátt i stjórn opinberra mála) og i 26. grein (bann við að mönnum sé mismunaö fyrir lögum). Þetta ástand meinar einnig verka- mönnum og öörum launþegum aö stofna að vild verkalýðsfélög og Frá Prag önnur félög til verndar efnahags- legum og félagslegum hagsmun- um sinum, og meinar þeim að neyta réttar sins til að gera verk- fall (1. atriði 8. greinar siðari samnings). Onnur þegnréttindi, m.a. ákveðið bann við „óviðurkvæmi- legum afskiptum af einkamálum, fjölskyldu, heimili eða bréfa- skiptum” (17. grein fyrri samn- ings), eru lika háskalega skert meö þvi, að innanrikisráðuneytið fylgist náið meö lifnaöarháttum manna á margvislega vegu, svo sem með simahlerunum og hler- unum i ibúöum, með athugun á pósti, með þvi að veita mönnum eftirför, með húsrannsóknum, með skipulegu neti uppljóstrara úr hópi almennings (oft eru þeir fengnir til verka með óheimilum ógnunum eða þá loforðum) og með fleiri viðlika aðferðum. Einnig hefur ráðuneytið áhrif á ákvaröanir þeirra er ráöa menn til vinnu og segja þeim upp, það á frumkvæðiað þvi að opinberir að- ilar og félagasamtök mismuni mönnum, hefur áhrif á fram- kvæmd réttarfars og stjórnar áróðursherferðum i fjölmiðlum. Þessi starfsemi er ekki reist á lagaheimild, hún er leynileg og fólk er gjörsamlega varnarlaust gagnvart henni. Við réttarhöld i refsimálum, sem i rauneru af pólitiskum toga, skerða rannsóknar- og dómsaðil- ar réttindi ákæröu og verjenda þeirra, en þau réttindi eru tryggð i 14. grein fyrri samnings og i tékkóslóvönskum lögum. Um- gengni við fólk, sem dæmt er til fangelsisvistar eftir slik réttar- höld, er slik, að mannlegri virð- ingu fanga er misboðið, heilsu þeirra stefnt i voða og reynt að brjóta andlegt þrek þeirra á bak aftur. Yfirleitt er einnig brotiö 2. atriði 12. greinar fyrri samnings, sem tryggir þegnum frelsi til að yfirgefa land sitt að eigin vild: undir yfirskini um „verndun öryggis þjóðarinnar” (atriði 3) er Framhald á bls. 14. Ný bílasala Um mánaöamótin júli—ágúst, var opnuð ný bilasala, undir nafn- inu Borgar-Bilasalan, aö Grensásvegi 11, i húsi Málarans, með innkeyrslu frá Skeifunni. Þar er um að ræða sýningarsal fyrir fjölda bila. Auk þess er að- staða fyrir á annað hundra bila. Eigendur fyrirtækisins eru Guðmundur Þ. Halldórsson og Olafur Hafsteinsson. Báðir hafa þeir unnið við bilasölustörf áöur. Auk þeirra munu tveir aörir sölu- menn ’vinna viö fyrirtækiö. Bila- salan mun hafa samvinnu viö bilaverkstæði, þar sem viöskiptavinir söiunnar geta látift bifvélavirkja skofta bilinn Útimótinu frestað Eins og kunnugt er hugöist Skák- félagið Mjölnir halda skákmót undirberum himni. Atti mótiö aö fara fram i gær en var frestaö vegna veöurs. Nú hefur veriö ákveöiö aö mótiö fari fram næsta virkan dag þegar veöur leyfir. Bændur stöðva lestar Braganca, Portúgal 11/8 reuter — Bændur i hinu afskekkta Moga- douro héraði i Norðaustur-Portú- gal hafa lokað járnbrautarleið fyrir allri umferð i þrjá daga. Segja þeir að neistar frá lestum sem farið hafa um teinana hafi valdið ikveikju i hveitiökrum þeirra. Athugasemdir frá stjórn Eimskips Þjoöviljanum barst I gær svofelld athugasemd frá stjórn Eimskips: „1 tilefni forystugreinar Þjóðviljans hinn 10. agúst siðastliðinn, vill stjórn Eimskipafélagsins taka fram eftirfarandi: Frá stofnun Eimskipafélags- ins hafa rikisstjórnir Islands skipað einn fulltrúa i stjórn félagsins og einn af þrem endur- skoðendum þess. Viöskipta- bankar, gjaldeyrisyfirvöld og rikisstjórnir hafa alltaf fengiö fyllstu upplýsingar um fjárfest- ingar félagsins og áætlanir i þvi tilefni. Opinberir aðilar hafa þvi alltaf fylgst meö athöfnum félagsins. Eimskipafélagið hefur frá upphafi búið viö harða samkeppni, fyrst frá erlendum skipafélögum og síöan innlend- um og erlendum aöilum. Flutn- ingsgjöld á stykkjavöru eru bundin verðlagsákvöröunum og geta má þess að innifalið i þess- um flutningsgjöldum er áframhaldsflutningur á vörunni frá Reykjavlk til aðalhafna úti á landi. Það hefur aetið veriö markmiö Eimskipafélagsins að bæta samgöngur milli Islands og annarra landa, auka hagræð- ingu með endurnýjun skipa- stólsins og bættri aöstöðu i landi og halda félaginu i almennings- eign.” Er söngurinn hljómaöi yfir kistu Svavars Benediktssonar klædskera og tónskálds Við söknum þin öll hér, Svavar, i dag. er söngurinn hljómar þér yfir. Tryggt var þitt eðli við tónanna slag, i tónum þvi minning þin lifir. Tónlistarheimurinn heillaði þig, þin heyrn var i liftónum bragsins. Svo var þaö allan þinn ævinnar stig frá æsku til lokadagsins. Og lögin þin fluttu úr fluginu heim þér fagnað úr langferðum sinum. Eyjan hin hvita var ein af þeim ástsælu börnunum þinum. Þin harpa er þögnuð, þó hljómur samt ber þinn hróður um ókomna daga. Þess nýtur hvert barn sem að nálægt þar er, það er náttúrubarnsins saga. Svo milt i tónunum minningin skin og mörgum i huga enn klökkum. Viö gleðjumst i leik við gullin þin, og gjafirnar allar við þökkum. Þó afgreiöslu hættir, þá eftir þig skin þar ylur frá liönum degi. Þin leituðu margir, þvi lipurðin þin var ljósgeisli á hvers manns vegi. Ingþór Sigurbjs.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.