Þjóðviljinn - 13.08.1977, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 13.08.1977, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJOÐVILJINN Laugardagur 13. ágúst 1977 JENS KRISTJAN GUÐ Hana-Nú — Vilhjálmur Vilhjálmsson Hjómplötuútgáfan hf. ★ ★ ★ ★ Stjörnugjöf (af fimm möguiegum): 1 fyrra átti Vilhjálmur Vil- hjálmsson eina af albestu híjómplötunum sem út komu það árið, „Með Sinu Nefi”, þar sem hann söng m.a. eitt af bestu lögum allra tima, „Hrafninn” eftir Gunnar Þórðarson. „Hana-Nú” skipar sér einnig i hóp bestu platnanna sem út eru komnar það sem af er árinu. Hljóðfæraleikurinn sem reynd- ar er aö mestu leyti i orðsins fyllstu merkingu bara hljóð- færaleikur, þvi að litið er um sólóhljóðfæraleik, er i höndum þeirra Sigurðar Karlssonar trommuleikara, Pálma Gunn- arssonar og Finnboga Kjartans- sonar bassagitarleikara, Þórð- ar Árnasonar, Gunnars Þórðar- sonar og Tom Landsdown gitar- leikara, Magnúsar Kjartans- sonar, Karls Billich, Péturs Hjaltested og Lárusar Grims- sonar hljómborðsleikara, Við- ars Alfreðssonar tompetleikara, Helga Guðmundssonar munn- hörpuleikara Björns R. Einars- sonar básúnuleikara, Gunnars Egilsonar klarinetleikara, As- kels Mássonar slagverksleikara og Moniku Abendroth hörpu- leikara. Vilhjálmur syngur að sjálfsögðu öll Iögin,og með fullri virðingu fyrir öðrum islenskum söngvurum þá er Vilhjálmur smekklegasti söngvari sem maður heyrir i á islenskum hljómplötum, og auk þess að beita röddinni skemmtilega þá leggur hann svo mikla tilfinn- ingu i sönginn að bæði lögin og textarnir verða sem lifandi fyrir hlustandanum. Auk Vilhjálms radda svo Magnús Þór Sig- mundsson, Björgvin Halldórs- son, Pálmi Gunnarsson, Magnús Kjartansson, Þuriður Sigurðardóttir, Jóhann Helga- son, Birgir Hrafnsson og söng- flokkur Árna lsleifs. Á siðustu plötu hljómsveitar- innar Júdasar, „Eins Og Fæt ur Toga”, átti Vilhj. tvo texta PENINGAROKK Ef ég gæti stilfært eins og sterki guðjóninn, stundaö göfug fjárútlát eins og kiddi litli finn, þá gæti ég boðið byrginn öllum bófum hér um sinn. fcg háan bæri hattinn hoppaði i kringum skattinn. Hve lifið þá yrði svo létt á tá og ég segði ei frá þvi sem ég veit.” Eins og i „Og Co” þá fjalla flestir textarnir hans Vilhjálms um vonir og drauma. Jóhann Helgason á þrjú lög á plötunni, Fólk — Ríó Fálkinn ★ ★ ★ -r Stjörnugjöf (af mögulegum): f imm Sl. vor verðlaunaði Fálkinn Rió með þvi að afhenda þeim gullplötur fyrir að plötur þeirra „Allt i Gamni” og „Verst Af öllu” seldust i yfir 10.000 eintök- um hvor sem er metsala á is- lenskan mælikvarða. Þessi metsala á plötum Ilió á sér eflaust að einhverju leyti þá skýringu að á plötunum er mik- ið af gömlum vinsælum erlend- um slögurum sungnum við Jónas Friðrik og Gunnar Þórðarson, bctri helmingur Rfó. „Ég Labbaði 1 Bæinn” sem er „countrylag”, „Martröð” sem er „discolag” og „Söknuður” sem er mjög fallegt og rólegt lag i útsetningu og stjórn Jóns „Bassa” Sigurðssonar á strengjaleik. Magnúsarnir Kjartans- og Eirikssynir eiga sitt hvort rólega og fallega lagið „Litill Drengur” og „Það Er Svo Skritið”. Finnbogi Kjart- skemmtilega texta Jónasar Friðriks auk þess sem „kýlt hef ur verið á” söluna með hljóm- leikum, sjónvarpsþáttum og fl. auglýsingum. Þá má geta þess að flestar stelpur undir ferm- ingu og konur yfir þritugt eru yfir sig ástfangnar af einum meðlimi Rió, Helga Péturssyni blaðamanni með meiru, og það ér einmitt hjá þessu kvenfólki Gunnar Þórðarson sem er á- samt Jónasi Friðrik textahöf- undi betri helmingur Rió, sér um allar útsetningar, upptöku- stjórn, gitar- og flautuleik m.a. auk þess sem hann leikur á hljómborð ásamt Jakob Magnússyni og syngur ásamt Helga Péturssyni, Ágústi Atla- syni og Ólafi Þórðarsyni. Um bassagitarinn sér Tómas Tóm- asson; Terry Doe og Sigurður Karlsson sjá um trommuleik- inn, Viðar Alfreðsson sér um leik á horn, trompet og básúnu og Gunnar Egilson sér um klarlnettleikinn. „Fólk” byrjar á leiðinlegu og væmnu erlendu lagi „Bjartur”, textinn er algjör þvæla, en sýnir þó vel álit „stórra og gáfaðra” skrifstofu- manna útgerðarfélaga á „litl- um, skritnum og heimskum” verkamönnum sem brosa fram- an i arðræningja sina og aðra glæpamenn jafnt sem samfé- laga sina. Já það er munur að ' vera skritstofumaður útgerðar félags! Næsta lag á plötunni er „Fólk A Austurvelli”, er það eftir Ólaf, vonandi verður sóló- plata hans betri en þetta „drasl”; textinn er ágætur. Þá er „Kiddi Pé”, erlent lag við þýddan texta heimfærðan upp á Kristján Pétursson, það er hægt að brosa út i annað i fyrsta skipti sem maður hlustar á text- ann og framsóknarfélagar brosa eflaust i hvert sinn sem þeir hlusta á hann. „Jóna Jóm- frú” er ágætt erlent lag sem minnir svolitið á sólóplötu Gunnars Þórðarsonar, textinn er einnig ágætur. „Tveir Vinir”, leiðinlegt erlent lag við texta þar sem segir m.a. „Hagsmuna hark og strið harðlega margan dag þá félag'er forðum á tið föðmpðust, rekur i styrjöld. textarnir eru báðir góðir sér- staklega „Helgi Hóseasson” sem er tileinkaður frelsi ein- staklingsins: Helgi, borinn Hóseasi, heiðarlegur trésmiður, dagfarsprúður drengskapsmaður, djarfmæltur og sannorður, lagðist i þá fjandans firru, er forðast skyldi almúgi, að halda að allir tslendingar ættu kost á réttlæti. Vildi sina sannfæringu sýna láta manntalsgögn, upp á kant við kerfið lenti, klárka þess og skipuð rögn. Dansinn hófst. t hægum valsi höfðingjarnir fóru á kreik, skiptu fljótt i fláttskapspolka, fantaræl og hráskinnsleik. Hægt, en þungt, nam Helgi sækja. Hál og mjúk var andstaða. Seint mun kerfið kunna að sökkva — klárkar tróðu marvaða. Verkadrjúgar vinnuhendur vanar margt á hraustlegt tak engan fundu fastan kjarna, froðan út um greipar lak... Aldrei röddin Helga hljóðnar hart þó tiðum leikinn sé. Samtryggingin seint fær megnað sannleikann að fella á kné. Meðan vondsleg vélráð brugga valdsmenn bak við luktar dyr, fólkið man aö Helgi hefur höfðingjunum gefið skyr. Meðan enn er einhver strengur ærlegur i þjóðarsál, meðan enn úr múrum valdsins molað getur orðastál, meðan ennþá einhver þorir einn við kerfið sjálft i strið, verður Helga hetjusaga höfð i minnum alla tið. Allt frá „Disco” til „Country 55 sem jafnframt voru bestu textar þeirrar plötu. Var þetta jafn- framt frumraun Vilhjálms i textagerð a.m.k. opinberlega. A „Hana-Nú” eru allir textarnir eftir Vilhjálm, og þó að hann fái eflaust ekki listamannalaun fyrir þá,þá eru þeir sist verri en þeir textar, sem mest eru sungnir i dag, og margir þeirra eru nokkuð góðir. Það helsta sem stendur honum fyrir þrif- um i textagerðinni er hvað hann heldur sig fast við gam.la (góða?) bragformið án þess aö hafa fullt vald á þvi. Fyrstu lögin á báðum hliðum plötunnar eru bæði eftir Magnús Þór Sigmundsson, „Og Co” og „Þú Att Mig Ein”, falleg og af- slöppuð lög, sérstaklega það siðarnefnda. Still Magnúsar er svo sterkur að hann skin i gegn um bæði lögin. 1 „Og Co” gerir Vilhjálmur góðlátlegt grin að nokkrum landskunnum krafta- verkamönnum og segir m.a.: „Ef ég kynni að skrifa eins og alfreð þorn og co, ef ég væri eins klár og hress og óli kallinn jó, þá væri fin mln framtið og af flestu hefði ég nóg... ansson á svo eitt „Reggielag” sem heitir „Jamaica”, en gall- inn við það er að i hvert sinn sem maður hlustar á það fer maður ósjálfrátt að hugsa til meistara Bob Marley, og það er ekki fyrir hvern sem er aö lenda i samanburði við þann „reggie- snilling” sem svo oft er kallaður „Konungur reggietónlistarinn- ar”. Sistu lög plötunnar „Ein- hverntimann” og „Einshljóð- færissinfóniuhljómsveit” eru bæði eftir Harry Chapin. I heild er „Hana-Nú” skemmtileg og eiguleg plata með góðum lög- um, söng og hljóðfæraleik, en ljótu plötuumslagi hönnuöu af Kristjáni Jóhannessyni. Text- arnir fylgja i sérprentuðum bæklingi, auk ýmissa kærkom- inna upplýsinga. Bestu lög: Litill Drengur (Magnús Kjart- ansson) Söknuður (Jóhann Helgason) Þú Att Mig Ein (Magnús Þór Sigmundsson) Bestu textar: Litill Drengur Söknuður — Jens sem maður sér plötur með Rió með örfáum undantekningum. Tónlistarlega séð er Rió af- skaplega léleg hljómsveit og margir áður fyrr aðdáendur Gunnars Þórðarsonar eru ekki ennþá búnir að fyrirgefa honum það sem þeir kalla „að leggjast svo lágt að spila með Rió”. Og vist er það að litil upp- hefð er það fyrir mann sem sent hefur frá sér lög eins og „Star- light” og „Reykjavik” að spila svo lög eins og „Oli Jó” og „Flaskan Min Frið”. Eflaust eru það eingöngu peningarnir sem koma i stað stoltsins sem freista Gunnars um of, — þvi miður. Plöturnar með Rió hafa allar verið afskaplega léttar og auðmeltar þannig að ef maður fær ekki leiða á þeim strax við fyrstu hlustun fær maður bara leið á þeim við næstu eða þar næstu hlustun, allt eftir þvi hvað maður hlustar vel á þær. Ekki er „Fólk” öðru visi að þessu né öðru leyti heldur en fyrri plötur Rió,nema siður sé, þvi að fram- farir eða stefnubreytingar eru engar og er „Fólk” alls ekki besta plata þeirra félaga,þannig að „Verst Af öllu” er ennþá þeirra besta plata. En kapphlaup um kraft og völd krónur og þviiikt dót, né sjúklegust sjálfselsku öld, seint munu hagga þvi, að tryggðin og vináttan vara og þróast sem vinirnir eiga sér tveir, til eilifðar, Öli og Geir.” Hlið A endar svo á gömlum rokkara „Jón Elding” sem flestir rokklagasmiðir veraldar eru búnir að eigna sér i gegnum árin og þvi getur Gunnar Þórð- arson „réttilega” átt hann i þetta skipti eins og hver annar; textinn er jafnlitill og lagið. Fjögur fyrstu lögin á hlið B eru svo leiðinlega „commerci- al” að ég er hættur að spila þau þegar ég spila plötuna. Þetta eru lögin „Romm og Kókakóla” erlent lag við ágætan texta (á köflum), „Siggi Frændi”, lagið er eftir Ágúst Atlason við léleg- an texta; „Pönnukaka Á Bak Við Hús”, lagið er eftir Helga Pétursson, textinn er góður og „Sigga A Tvö” erlent lag við lé- íegan texta. Platan endar svo á tveimur góðum lögum Gunnars „Helgi Hóseasson” og „Fólk” Þó að mér finnist „Fólk” eins leiðinleg og allar aðrar plötur Rió, þá má ég til með að hrósa þætti Gunnars Þórðarsonar sem er svo stór að án hans og texta Jónasar Friðriks væri Rió ekki neitt; allt sem i hans höndum er á plötunni er svo fag- mannslega gert að það er ekki hægt að finna neinn veikleika þar á að neinu leyti, nema létt leikann og sölubragðið sem er yfir öllu á plötunni.og er það að sjálfsögðu smekksatriði hvers og eins hvort slikt skuli teljast veik- eða styrkleiki. Umslagið er ósköp venjulegt; er það hann- að af auglýsingastofunni örk- inni. Textarnir sem allir eru að sjálfsögðu eftir Jónas Friðrik fylgja með á sérprentuðu blaði. Bestu lög: Helgi Hóseasson (Gunnar Þórð- arson) Fólk (Gunnar Þórðarson) Bestu textar: Helgi Hóseasson Pönnukaka Bak Við Hús Tveir Vinir. - Jens

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.