Þjóðviljinn - 13.08.1977, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 13.08.1977, Qupperneq 9
Laugarðagur 13. ágúst 1977 wóÐVILJINN — SÍÐA 9 um. bað olli ýmsu umróti. Aður hafði allt verið með friöi og spekt hjá fullorðna fólkinu þótt við strátornir berðumst upp á lif og dauða. En nú skiptust bæjarbúar skyndilega i tvo flokka, annars- vegar verkamenn og þá, sem með þeim stóðu, hinsvegar þeir, sem vildu allt hafa óbreytt. Þetta var hörð og stundum óvægin barátta og ekki alltaf sársaukalaus. Fjöl- skyldur klofnuöu i tvennt. Ég vissi ekkert hvaðan á mig stóð veðrið. Skildi það auðvitað dcki, að þarna var að veröa einskonar þjóðfélagsbylting, óhjákvæmileg fyrr eða siðar. Ég átti vini i báð- um flokkum og fannst aðstaða min æriö erfið. Og nú sá ég i fyrsta skipti, að lifið var ekki bara kleinur og harðfiskur, bátar og slor. En svo jafnaðist þetta smáttog smátt. Mönnum skildist, að ekki var hægt að hamla til lengdar gegn réttlátum kröfum verkamanna. Það var hægt að þvælast fyrir þeim, en ekki unnt að stöðva þær til lengdar; þær báru i sér sigurinn, af þvi þær voru réttlátar. Hversvegna læknir? Ég hef hingað til ekki þurft að segja neitt. Mátt hafa mig allan við að punkta niður það helsta sem Björn minnist á, þvi hann er hraðmæltur, eins og þeirfrændur fleiri. En svo tókst m ér að læða að einni spurningu: — Nú lagðir þú fyrir þig lækn- isfræði, tókstu snemma þá ákvörðun? — Já, það gerði ég nú raunar. Og það var bæði beint og óbeint vegna áhrifa frá Jónasi lækni Kristjánssyni á Sauðárkróki. Veruleg kynni min af Jónasi byrj- uðu eiginlega með þvi, að við Guðmundur karlinn Oddsson, einn af hinum kynlegu kvistum á Sauðárkróki i þá daga, gengum samtimis til Jónasar. Sveinn hinn blindi Ingimundarson hafði bitið köggul framan af einum fingri Guðmundar þá er þeir lentu i hat- römmu handalögmáli út af fiski, sem Sveinn taldi að Guðmundur hefði ætlað að hnupla frá sér. Ég hafði hinsvegar misst nögl af fingri. Eitt sinn er Guðmundur var i spitalanum að fá skipt um umbúðir, komu i ljós lýs milli vafninga á sárabindunu. Kvað Jónas hina mestu skömm að þessum lúsagangi. Væri með öllu fráleitt að þyrma þessum dýrum og bauð Guðmundi lúsahreinsun og bað. Guðmundur brást ókvæða við og segir: — Það er svona eftir öðrum sóðaskap á þessum andskotans spítala. Allt morandi i lús. Allt morandi i lús. Eftir þetta var ég iðulega i skurðstofunni hjá Jónasi og horfði þar á ýmsar aðgerðir hans. Þetta leiddi til þess, að ég ákvað aö ger- ast læknir. Vildi verða héraðslækn- ir Ég gekk náttúrlega i Presta- skólann á Króknum, en svo nefndum við unglingaskólann af þvi að sr. Helgi Konráðsson veitti honum forstöðu. Annars var pabbi upphafsmaður unglinga- skólans. Þaðan fór ég svo i Menntaskólann á Akureyri og varð stúdent 1940. Siðan I Háskól- ann. A kandidatsárum minum vann ég við sjúkrahúsin á Akur- eyri og Húsavik, hjá þeim Guð- mundi Karli og Birni Jósefssyni. Arið 1948 fór ég til Ameríku i framhaldsnám. Ætlun min var sú, að gerast héraðslæknir annað hvort á Króknum eða Húsavik, en svo kom að þvi, að enginn þótti maður með mönnum i læknastétt nema hann væri sérfræðingur i einhverju. Það fór alveg með mina héraðslæknisdrauma. Og niðurstaðan varð svo sú, að i stað þess að fara á Krókinn eða til Húsavikur ilentist ég i Ameriku. Þar vinn ég bæði sem sjúkrahúss- og .einkalæknir og likar vel. Þvi verður ekki neitað. aö vinnuaö- staða lækna fyrir vestan er ágæt. Kem heim eins oft og ég get Nú, ég kem hinsvegar hingað heim eins oft og ég get. 1 þaö eyði égöllum minum peningum. Ég er hættur að ferðast fyrir vestan. Spurðu mig einskis þaðan.Þar er ekkert að sjá. Þar er engin saga. Hér er allt að sjá. Hér veður mað- ur söguna upp i mitti við hvert fótmál. Mér finnst ég eiginlega aldrei draga andann nema þegar ég er hér heima. í leit að beinakerlingum — Attu þá nokkurt sérstakt er- indi hingað heim i þetta skipti nema að draga andann — og er ég þó ekki að gera litið úr þeirri starfsemi? — Jú,reyndar.Núerégað fara norður á Sprengisand til þess aö leita þar að beinakerlingum. Þær hafa verið týndar i 200 ár og er mál til þess komið að þær fái heimsókn ef þær skyldu enn ofar moldu. Með það fórum við Björn niður i Hressingarskála og fengum okk- ursteiktan fisk. Siðan rauk hann norður á Sprengisand að leita aö vinkonum sinum, beinakerling- unum. „Botninn er suður i Borgarfirði” Nú vantaði eiginlega botninn : þetta rabb okkar. Tækist Bimi a? finna hinar týndu beinakerling ar? En Björn gat engu lofaö uir að við hittumst þegar hanr „kæmiaf fjöllum”. Vissi ekki hvi lengi leitin stæði. Ætlaði svo ferðalag með dóttur sinni. Kæm kannski ekki úr þvi fyrr en hani hoppaði upp i vélina, flygi vestui um haf og hætti að draga andann. Eftir þessar fréttir fannstmér út- litið með botninn sannast að segja fremur dapurlegt. Máttarvöldin taka i taumana En svo gerðist það, að máttar- völdin urðu mér einu sinni hliö- holl. Þriðjudaginn næstan eftir verslunarmannahelgina var é[ staddur i flugafgreiðslunni í Sauðárkróki á leið til Reykjavik ur. Vindur sér þar þá ekki inn Björn Jónsson, læknir ISwanRiv- er i Manitoba, ööru nafni Bjössi Bomm. Kominn af Sprengisandi, búinn að fara i ferðalag með dótt- ur sinni, en á leiöinni fyrir Skag- ann bilaði billinn svo Björn varð að snúa við inn á Sauöárkrók og var nú á leið suður með sömu flugvél og ég. Er ég hafði heyrt þessitiðindi labbaði ég afsiðis svo Björn heyri ekki til min og flutti þakkarávarp til máttarvaldanna fyrir að hafa „fordjarfaö” bilinn. Fyrir bragðið var hægt að botna samtalið, þvi viö Björn ákváðum að verða sessunautar i vélinni og þar smiðuðum við botninn I 20 þús. feta hæð, — eða voru það 40 þús. fet? Heimildir — Ég vissi um tvennar heim- ildir um tilvist þessara beinakerl- inga, sagðiBjörn. Þær er að finna i Hrakningum og heiðavegum þeirra Jóns Eyþórssonar og Pálma Hannessonar, 1. og 2. bindi. 1 leiðarlýsingu Eiriks Haf- liðasonar af Sprengisandsleið, dagsettri á Alþingi 21. júli 1770, segir m.a. svo: „Frá Háumýrum eru röskar 2,5 milur að Sveinum, sem eru klappir meö nokkrum vörðum. Þar sést farvegur eftir vorleys- ingar. A hægri hönd blasir Torfa- jökull við, (hlýtur að vera misrit- un fyrir Tungnafellsjökull). Frá Sveinum er haldið að Beinakerl- ingu og er sá vegarspotti einnig 2 1/2 mila. Beinakerling er stór varða og stendur mitt á milli 24 dætra sinna. Þar eru nokkrar klappir, en þó mun mestur hluti þeirra hulinn sandi.” Arið 1792 ritar Pétur Þorsteins- son, sýslumaður á Ketilsstööum á Völlum,um ferð sina yfir Sprengi- sand sumarið 1776. Þar segir m.a.: „A hér um miðjum Sandinum fyrirhittum vér einn flokk af hér um 10 vörðum en annarser mikið óviða þeirra merki að sjá eður þau plátz að finna, hvar grjót væri svo stórt að vörður af þvi hlaðnar yrði”. Þetta vakti forvitni mina um að þarna kynni að vera um að ræða löghelga miðju landsins. Og það er skemmst frá þvi að segja, að ég fann beinakerlinguna og dætur hennar sem hafa verið týndar i 200 ár. Liklega stafar þessi heppni min af þvi, að ég notaði aðrar viömiðanir en áöur hafa verið notaðar. Ég notaöi kenning- ar Einars Pálssonar, þótt sú við- miðun hafiekki reynst alveg rétt. Ég notaði loftmyndir. Ég hafði samband við flugmann og með hans aðstoð komst ég að upplýs- ingum, sem ég hefði annars ekki fengið. Þessar þrjár viðmiðanir ollu þvi að mestu, að ég fann hin- artýndu vörður. En þvi hafa þær ekki fundist fyrr? Kannski hefur ekki verið gerð rækileg leit? Kannski hefur mönnum sést yfir þær, þvi ég hef orð Hallgrims Jónassonar fyrirþvi, en hann er þaulkunnugur Sprengisandi sem og islenskum óbyggðum yfirleitt, — að auðvelt sé að fara hjá slik- um minjum án þess að taka eftir þeim. Ég tel alveg ugglaust, að hin týndu örnefni, Sveinar og Beinakerling.séu hér með fundin og liklega einnig Háalda, sem ágreiningur er um hvar hafi ver- ið, — og ástæðan fyrir nafni Sandsins. Égtelhana vera þá, að landsvæði það, sem fara verður um til þess að komast að Beina- kerlingu, er svo gljúpt og þung- fært mönnum og hestum, að þeir eru komnir i spreng áður en þangaö er náð. Þar við bætist, að bæði menn og fararskjótar hafa verið orðnir óttaslegnir á þessari uggvænlegu, tilbreytingalausu öræfaleið „milli grasa”. Var og ekki trútt um að viö ferðafélagar yrðum þessari sömu tilfinningu að bráð, þótt við værum búnir öll- um nýtisku ferðatækjum. — Telurðu þá að þarna sé fund- in hin helga landsmiöja? — Nei, varla held ég að svo sé, en mjög nálægt landsmiðju og innan tveggja km. frá þeim staö, er ég hafði talið liklegastan og merkt á landakorti i haust, með innmiðum frá vissum, fjarlægum kennileitum og i samræmi við hugmyndir fornmanna að svo skuli vera á jörðu sem á himni.Við upphaf athugunar minnar á þessu máli orti ég eftirfarandi visu: Stendur á Sprengi úr steini gjörð, stundir Iandsins telur. Hún um mengi heldur vörð, hana sandur felur. Þar með lendir flugvélin. Við ökum saman inn I borgina. Hjá Meistaravöllum fer Björn úr bilnum, og segir: Blessaöur, sjá- umst seinna. Innan skamms er hann floginn aftur til Ameriku og andar ekki meira i bili. — mhg Verður rat- leikur fjölda- íþrótt hér? A sunnudag kl. 2 verður efnt til ratleiks á Hallormsstaö og er öll- um heimil þátttaka. 1 tilefni þessa koma fimm þaulreyndir rat- leikjamenn norskir til landsins til þátttöku og til að halda námskeið fyrir leiðbeinendur og stjórnend- ur i ratleik. Það er Iþróttasamband Islands sem að þessu stendur i samvinnu við UIA. Þetta er i fyrsta sinn sem iþróttahreyfingin lætur þessa vinsælu almenningsiþrótt til sin taka, tSt hefur, að þvi er Sigurður Magnússon tjáði blaðinu, fullan hug á þvi að gera veg þessarar iþróttar ekki minni en hann er á öðrum norðurlönd- um. Búnaðar- blaðið Freyr <Jt er komið 14. tbl. Freys og er meginefni þess eftirfarandi: Forystugrein er nefnist Land- búnaðurinn og þróun byggðar, trúlega eftir ritstjórann Jónas Jónsson. Byggingar i sveitum, er- indi sem þeir Hjörleifur Stefáns son og Hrafn Hallgrimsson fluttu á ráðstefnu byggingafulltrúa landsbyggðarinnar 18. jan. 1976. Bjarni Guðmundsson, kennari á Hvanneyri, ritar grein er hann nefnir Hiti i heyjum. Sveinn Hallgrimsson skrifar um starf- semi f járræktunarfélaganna. Matthias Eggertsson, kennari á Hólum, segir frá trésmiðanámi þar við skólann. Páll Sigbjörns- son á Skriðuklaustri skýrir frá árangri af dreifingu kalks og fosfóráburðar á ræsta mýri. —mhg. 130 manns á Norðurkollu- ráðstefnunni Á mánudag hefst hér í Reykjavík svonefnd Norö- urkolluráðstefna og stend- ur í tvo daga. Ráðstefnuna sækja um 130 manns, þar af 100 erlendir. Hjálmar Ölafsson form. Norræna félagsins setur ráðstefn- una i Norræna húsinu kl. 9. á mánudagsmorgun og Matthias Matthiesen fjármálaráðherra flytur ávarp. Guðrún Tómasdótt- ir syngur islensk lög. Þá um morguninn flytur Erik Sönderholm kynningu á starfsemi Norræna hússins, Bert Levin tal- ar um norræna menningarstefnu, Ragnar Lassinantti landshöfðingi ræðir um samstarf norðurkollu- svæða, Asko Oinas landshöfðingi flytur kveðjur frá finnum og Ole Aavatsmark fylkisstjóri frá norð- mönnum. Eftir hádegi verða fluttir tveir fyrirlestrar um islensk mál. Próf Sigurður Lindal ræðir um islenska sögu og menningu i dag, Ólafur Daviðsson hagfræðingur um helstu þætti islensks efna- hagslifs.og sýnd verður kvikmynd sem nefnist: Afhverju er tsland nefnt tsland? A þriðjudag er i hátiðarsal háskólans rætt um dreifbýlis- stefnu á Islandi (Sigurður Guðmundsson deildarstjóri) og i Finnlandi, Sviþjóð og Noregi (Lars Backlund). Þá er rætt um svonefnda Lappaáætlun og Norður-Noregs-áætlun. Eftir há- degi er rætt um samstarf i skóla- málum (Markku Mannerkoski prófessor), menningarsamstarf (Bengt Anderson) rannsóknir á sviði velferðarmála (Gunnar Wennström) og á eftir fara almennar umræður.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.