Þjóðviljinn - 13.08.1977, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 13.08.1977, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 13. ágúst 1977 Hætta á krabbameini vegna mengunar CENGIO, italiu. — Læknis- rannsókn hefur verið fyrirskipuö á um 80 verkamönnum i efna- verksmiðju i grennd við Cengio á ítaliu. i þessari verksmiðju dóu nokkrir vcrkamenn úr krabba- meini i þvagblöðru fyrir nokkrum á ru m. Læknisrannsóknin var fyrir- skipuð eftir að vottur af kvika- silfri fannst i þvagi fimm verka- manna i litarefnaverksmiðjunni Acna di Cengio og Norður-ltaliu. Trdnaðarmenn verkalýðsfélags á staönum kröfðust þess þá að verksmiðjunni, þar sem áttatiu menn vinna, yrði lokað þegar i stað, en fulltrúar þess félags sem starfrækir verksmiðjuna töldu að ekki væri ástæða til að gera sér á- hyggjur af málinu enn sem komið væri. En eftir að rannsókn hófst á dauðdaga nokkurra verkamanna úr þessari verksmiðju, sem létust úr krabbameini fyrir nokkrum árum, var einnig fyrirskipað að gerð skyldi læknisrannsókn á öll- um verkamönnum sem vinna þarna nú. 1 júni s.l. voru fimm yfirmenn i nærliggjandi verksmiðju dæmdir i allt að sex ára fangelsi fyrir að hafa valdið dauða manna. 1 þeirri verksmiðju munu 132 verkamenn hafa dáið úr krabbameini i þvag- blöðru á tuttugu árum. Rán í dómhöll BOGOTA. Reuter. — Hópur vopn- aðra eitúrlyfjasala réðst inn i dómhöll i borg i vesturhluta Kólumbiuoghafðiá brottmeð sér birgðir eiturlyfja, sem eiturlyfja- lögregla hafði lagthald á tveimur dögum áður. Var talið að verð- gildi þessara eiturlyfja væri tvær og hálf miljón dollara. Eiturlyf jasalarnir yfirbuguðu fyrst fjóra lögregluþjóna, sem voru á verði við dómhöllina, en ruddustsiðan inn i bygginguna og höfðu þaðan á brott með sér 73 kg af hreinu kókaini og ýmis önnur eiturlyf, sem lögreglan hafði náð úr höndum eiturlyfjasala. Afskorin hönd saumuö á mann LONDON Reuter — Skurðlækn- um hefur tekist að sauma aftur hönd á mann. Hafði höndin veriö skorin af honum með meters löngum steikarteini i ryskingum fyrir utan klúbb i Soho-hverfi Lundúna. Ekki var þó enn vitað i dag hvort höndin afskorna myndi gróa aftur við handlegginn. 17 ára stúlka og þrir menn hafa verið ákærð fyrir að hafa veitt mannin- um likamsmeiðingar. Eldgosi lýkur á Japan SAPPORO, Japan.Reuter — Eld- gosinu i Usu-fjalli á nyrstu eyju Japans er lokið, en sérfræðingar vöruðu menn þó við og sögðu að enn mætti búast við grjóthruni og iiskufalli. Stöðugt verður vart við jarðhræringar umhverfis eld- fjallið. Usu-fjall fór að gjósa á sunnu- daginn og hefur valdið spjöllum á landbúnaðarsvæðurasem nema um 30 miljónum dollara. Þúsund- ir hektara eru nú þaktir ösku og grjóti. Enginn maður beið bana við gosið, en 6000 menn voru fluttir burtu frá gossvæðinu. I gærkvöldi urðu hermenn að aðstoöa við að flytja 200 menn burt úr þorpi sem hafði einangrast vegna öskufalls og grjóthruns. Ökukennsla Æfingatímar Fullkominn ökuskóli. oll prófgögn. Kenni á Volgu. Sími: 40728 Vilhjáimur Sigurjónsson. Umsjón: Magnús H. Gislason. Totfi Þorsteinsson skrifar: Gamla búðin á Höfn Dularfullur fylgisveinn Torfi Þorsteinsson heldur áfram að rekja fyrir okkur sögu Gömlu búðar og hefur þetta að segja í dag: Niljónius Hall Á árum fyrri heimsstyrjald- arinnar vann hér nokkur ár við afgreiðslu i búð Niljónius Hall, sem ýmsir eldri menn muna ennþá. Ég sá Hall aldrei, en heyrði ýmsar sögur um sam- skipti hans við fólk, sem i búð- ina kom til að versla. Eftir þvi, sem sagnir herma, var Nilj- óniusi Hall i ýmsu likt fariö og Þuriði drikkinn, sem Þorskfirð- ingasaga segir að hafi verið ,,mörgu slegin og gert mannamun mikinn”. Hall hafði verið ruddi i skapi og drykkfelldur og lét þá stund- um hendur skipta við þá, sem hann taldi litinn bakfisk i. Umkomulitil vinnukona, Friða i Lækjarnesi, kom ein- hverntima i Gömlu búð I verslunarerindum. Aðaldyr búðarinnar voru á móti norðri með einhverju forstofurými, en pakkhúsdyr sneru á móti vestri og blöstu beint við aðal-umferð frá götunni, ef þær stóöu opnar. Einhverra hluta vegna höföu pakkhúsdyr staðið opnar, þeg- ar Friöu bar þarna aö, og þar sem hún var þarna gjörsamlega ókunnug, skundaði hún inn um þessar dyr, án þess að ihuga að um nokkurt lagabrot væri að ræða. Hélt Friða göngu sinni svo áfram i gegnum pakkhúsið og fram i sölubúðina og kom þar i opna skjöldu afgreiðslumanns- ins, Niljóniusar Hall, innan við búðardisk. Þótti Hall þetta ferðalag allt mjög grunsamlegt, og taldi vist, að þarna væri á ferðinni ótindur þjófur. Tók hann Friðu þegar fasta, bar hana þjófnaðarsökum og leiddi hana fram fyrir hæstarétt verslunarinnar, Þórhall Danielsson. Upplýstist þar brátt að Friða var þarna á ferð i þeim frómu erindum að kaupa sér eitthvað smálegt fyrir ullarinn- leggið sitt, en haföi, vegna ókunnugleika, farið inn um fyrstu dyr, sem hún kom að. Út af þessu varð svo glens og gam- an og Hall skyldaöur til að af- greiða Friðu eins og fólk með óflekkað mannorð. 1 annað skiptið kom þarna fá- tækur örkumlamaður, nokkuð orðhvatur, sem óskaði eftir viö- skiptum. Urðu einhverjar orða- hnippingar milli mannsins og búöarþjónsins, sem enduöu með Björn Guðmundsson, starfs- maöur i Gömlu búð og slðar for- stjóri Aburðareinkasölunnar. þvi, að Hall gerði sig liklegan til að leggja hendur á manninn. Þarna var nærstaddur Páll Ara- son, bóndi á Setbergi, afrenndur að afli. Skarst hann þegar i leik- inn og sagði að Hall skyldi taf- arlaust verða látinn fjúka út úr búöinni ef hann snerti eitt hár á höfði mannsins. En þótt Hall væri svona viðskotaillur við þá, sem minna máttu sin, var hann fullur auðmýktar og undirgefni við þá, sem mikils voru meg- andi. Mesta auðmýkt mun þó Hall hafa sýnt ungum glæsileg- um stúlkum, sem i búðina komu. Var þá ekki óalgengt, að hann hyrfi með þeim i búðar- loftið likt og Kristján búðar- maður, sem leiddi Gunnu i búðarloft Möllers kaupmanns i Pilti og stúlku. Kjarni Guðmundsson, Sigurjón Jónsson frá Þorgeirsstöðum, rithöfundur og lengi starfsmaður Gömlu búðar. Þegar selurinn fór á kreik En sem betur fór voru ekki allir fullir af fúliyndi i Gömlu búð,og stundum gátu menn þar brugðið á gamansemi og glens. Einn vinnumaður var I húsi Þórhalls Danielssonar, sem nokkuð kom við sögu i Gömlu búð. Sá hét Sigurjón Þorsteins- son og var um langt skeiö þjóð- sagnapersóna Austur-Skaftfell- inga. Sigurjón leit með mikilli lotn- ingu á búðarþjónsstarfið og þráöi mjög aö komast i snert- ingu við svo virðulegt starf. Varð það til þess, að hann var oft að sniglast inni i búðinni, þegar tóm gafst til frá öörum störfum. Ein af gersemum Gömlu búð- ar var uppstoppaður selur, eign Þórhalls Danielssonar. Var selurinn gerður af slikum hag- leik, að helst leit út fyrir að þarna væri lifandi selur liggj- andi uppi á kletti, en selnum hafði verið komið fyrir uppi á borði innanvert við búðardisk- inn. Sigurjón var mjög hjátrúar- fullur og stóð ótti af selnum, enda mun hann hafa minnst sögunnar um Fróðárundrin og selshausinn, sem jafnan teygöi sig upp úr skreiðarhlaðanum á Fróðá. Hafði Sigurjón oft borið fram bænarskrá um að fjar- lægja skrýmsli þetta úr búð- inni, en þvi aldrei verið sinnt. Svo er það einhverju sinni að Sigurjón er að sniglast innan við búðarboröið siðla kvölds um það bil sem starfsfólk er að halda brott úr vinnu sinni. Veröur búðarfólk þess þá vart, að lif er að færast i selinn og hann að kaupfélagsstjóri. Jón lvarsson, kaupfélagsstjóri.. smá mjakast til á borðinu, likt og hann ætli að stinga sér fram á gólfið i átt til Sigurjóns. Verð- ur Sigurjón þá ofboöslega hræddur og biöur nærstadda að hafa hönd á ófreskju þeirri, sem að sér sæki, en sjálfur hentist hann út úr búðinni og foröaði sér yfir i Kaupmannshús. En ástæð- an til þess að selurinn sótti að Sigurjóni þetta kvöld var sú, að einhverjir afgreiðslumenn i búðinni höfðu bundið grannan þráö i selinn og lagt þráöinn sið- an inn á skrifstofu. Á réttu augnabliki var svo kippt i spott- ann frá skrifstofunni og selurinn látinn þannig sækja að Sigur- jóni. Margar fleiri brellur gerði Bjarni Guðmundsson og fleiri af starfsmönnum Gömlu buöar, en flestar eru þær nu gleymdar og heyra aðeins til gamalli tið. Draugurinn í Gömlu búð Talið var vist að draugur hefði aðsetur i Gömlu búð. Fáir munu Guömundur J. Hoffell, fyrsti kaupfélagsstjóri Kaupfél. A- Skaftfellinga. hafa séð hann,en margir heyrðu fótatak hans i pakkhúsi og á vörulofti, eftir að skyggja tók. Var það álit manna, að draugur þessi ætti danskan uppruna og hefði fylgt byggingarefni eða húsmunum Papósverslunar um 1864 og siðar orðiö efni búöar- innar samferða til Hafnar 1897 og ilenst þar. Rithöfundurinn Sigurjón frá Þorgeirsstöðum, sem um árabil var starfsmaður i Gömlu búð, taldi sig hafa oröið þessa dular- fulla ibúa var, ásamt þvotta- konu hússins, er þau eitt sinn voru þar stödd, siðla kvölds. 1 bók Sigurjóns, „Sandur og sær”, er að þessu vikið i sögunni „Hver ert þú?” á bls. 65 á þessa leið: „A laugardagskvöldið var ég að bjástra við aö hita þvotta- vatnið. Og verð þess vis, að ég er ekki einn i búðinni. Þessi vit- neskja seytlaði i gegn um mig án orða og sjónskynjunar. Mér varð litið upp — horfði fram á afgreiðsluborðið. Við súluna þarna i horninu stóð ókunnugur karlmaður, hallaði sér fram á borðbrúnina og krosslagði handlegginna. Hann var þrek- lega vaxinn, snyrtilega til fara i dökkgráum jakkafötum. Þetta var ungur maður, fölleitur, dökkhærður og vikaskorinn. Hárið mjúklegt, liðalaust og greitt aftur á hvirfilinn. Hann var drengilegur, aðlaðandi per- sónuleiki, djarfur og hiklaus i viðliti. Þó var ekki bros i svip hans eða augnaráði. Ég horföi beint inn i alvarleg augu hans. 1 þeim var sterkt seiðmagn. Þau voru djúp og blágrá. Dýpt og blámi augnanna minnti á dulræna viðáttu hafs- ins. Og þögnin var tær eins og kristall. Athygli min beindist aftur aö vatninu, sem sauð og vall i föt- unni. Ég dró niöur i gashvern- um. Þegar ég leit upp á ný var sýnin horfin. Hljómur kristals- ins i þögninni fjaraði út i fjar- lægðina. En i vitum minum var sjávarselta og rammur þefur af þangi —. Ég lagöi saman gamla talna- dálka i miðabók. Þvottakona vann rösklega. Slitnar gólffjalir mörruðu undan átökum hennar. Marrið rauf þögnina eins og sárir kveinstafir. Gamalt verslunarhús á viðburðarika sögu og ýmis leyndarmál”. Hér lýkur tilvitnun. Nokkrir fleiri en Sigurjón frá Þorgeirsstöðum urðu hins dularfulla ibua Gömlu búðar varir. Einkum stóð mörgum ótti af umferð um götuna á milli Gömlu búðar og kaupmanns- húss i náttmyrkri, og dæmi munu hafa veriö til þess, að fólk flúði þaðan undan skuggalegum vegfaranda, sem stundum reyndist aðeins vera einn af mennskum ibúum þorpsins, sem gaman hafði af að vekja hjátrúarfullu fólki ótta. (Frh.)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.