Þjóðviljinn - 13.08.1977, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 13.08.1977, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 13. ágúst 1977 Loðnuveiðar Norðmanna Fiskimálastjórn Noregs ákvað að loðnuveiðar Norðmanna i Bar- entshafi skyldu hefjast þann 5. ágúst. Engar takmarkanir hafa verið settar á veiðarnar og engin sérstök veiöisvæði friöuð að svo komnu máli. Siðar er gert ráð fyrir að friðun einstakra svæða geti komiö til greina og þá helst i samvinnu við Sovétmenn, verði mikið vart við mjög unga loðnu. Astandið hjá loðnustofninum er talið gott, mjög svipað af þriggja ára loönu og eldri, eins og i fyrra sumar, en heldur minna hefur orðið vart við tveggja ára loðnu við rannsóknir. Loðnurannsóknir Norðmanna i maimánuði gengu illa og sýndu allt aðra útkomu heidur en við hafði verið búist. Hins vegar gengu þessar rann- sóknir vel i júni, og á þeim rann- sóknum er byggt, þegar talað er um gott ástand loðnustofnsins. Verð á saltfiski af ítalski skreiðar Grœnlandsmiðum markaðurinn Um 1500 tonn af saltfiski bárust til Álasunds og nágrennis i júli- mánuði frá miðunum við Vestur- Grænland og Nýfundnaland. Störu saltfiskverkunarstöðvarnar i Álasundi höföu þá keypt upp mikið af saltfiski til verkunar og var af þeim sökum frekar treg sala á saltfiskinum til að byrja með. Verðið sem skipin svo fengu var n.kr. 9.15 holt og bolt upp úr skipi, eða i isl. kr. 341.75 fyrir kg. Þá seldu nokkur skip á n.kr. 9.65 eða i isl. kr. 359.37 kg, en sá fiskur var metinn upp úr skipi. Þetta er sagt mjög svipað verð og fiskur af Grænlandsmiðum varkeyptur á i júlimánuði i fyrra i Álasundi. r Astandið á norsku saltfisk- mörkuðunum Norðmenn flytja útsvo að segja allan sinn saltfisk i fullverkuðu á- standi. A undanförnum tveimur árum hafa verið nokkrir erfið- leikar i saltfisksölu Norðmanna sökum innflutningstakmarkana 1 venjulegu skreiðarsöluári reikna Norömenn með aö megin- hluti Lofotskreiðarinnar fari á markað á Italiu. Nú hafa hins vegar oröið nokkrar skemmdir á skreið á Lofotsvæðinu vegna ó- venju mikilla frosta á uppheng- ingartimanum. Af þessum sökum er reiknað með að meö mesta móti fari i Afrikuskreið við flokk- un Lofotskreiðarinnar. Þá meta Norðmenn skreiðarmarkaðinn á Italiu nú með lakara móti vegna ónógrar kaupgetu almennings. Norömenn hafa nú ákveðið að taka upp þá nýbreytni á itölskum skreiðarmarkaði að selja þar skreiðá opinberum uppboðum, en það hafa þeir ekki gert fyrr svo vitað sé. Fyrstu skreiðarsend- ingarnar áttu að fara til Italiu með járnbrautarvögnum fyrri hluta ágústmánaðar. Norskir skreiðarútflytjendur hafa nú, þrátt fyrir uppboðsfyrirkomulag- ið við söluna, ákveöið lágmarks- verð á skreið seldri á Italiumark- aði og er það eftirfarandi: Fyrir fisk sem eryfir 50 cm eftirskreið- armálin.kr.485.00fyrirhverja 20 kg vigt. I islenskum peningum er þetta samkvæmtgengi kr. 18.061,- fyrir hver 20 kg eða 903 krónur Norskar fiskifréttir Hœsta síldarverð sem um getur Siðustu dagana i júli komu nokkur sildveiðiskip með snurpu- nótaafla frá Norðursjó. Sildin var öll seld á uppboðum, þegar skipin voru á leið til lands, og tilboðin byggð á uppgefinni stærð sildar- innar. Fyrsta sildin sem barst var með skipinu Dorothea Mögster sem hafði 270 hektól. Um 70% afl- ans var sild af stærðinni 3-5 sildar i kg. en 30% af stæröinni 5-8 stk. i kg. Hæsta verðtilboð i þessa sild var frá hinum heimsþekkta sildarkaupmanni Johan Stange - land i Haugasundi og var honum slegin sildin á n. kr. 521.- hver hektólitri upp úr skipi (100 litra- mál). Þetta er i islenskum krón- um samkvæmt gengi þegar þetta er skrifað kr. 19.402.04 fyrir hektólitrann. Efnahagsbandalagið hefur nú úthlutað Norðmönnum 6500-7000 tonna sildveiðikvóta innan lög- sögu sinnar. Veiðar af norska síldarstofninum Núerendanlega talið fullvist að leyfðar verði veiöar á 10 þús. tonnum af norskri stórsild á kom- andi hausti. Þegar þetta er skrif- að, þá hafa 40Ó snurpuskipog 200 eigendur landnóta sótt um veiði- leyfi. Eftir þvi sem blaðið Fiskar- en skýrir frá, er búist við að veið- ar með landnót hefjist einhvern tima frá 15.-22. ágúst, en snurpu- nótaveiðar i byrjun september. til Brasiliu, sem lengi hefur verið þeirrastærsti markaður.Nú virð- ist hins vegar hafa greiðst úr erfið leikum á saltfiskmörkuðum Norðmanna, þvi i lok júlimánað- ars.l. höfðu þeir flutt út meira af saltfiski heldur en nokkru sinni áður, eða 33.000 tonn. A sama tima i f yrra var þessi útflutningur 24.000 tonn. Gert er ráð fyrir að útflutningur Norðmanna á full- verkuðum saltfiski verði yfir 60.000 tonn i ár. Blaöið Fiskaren segir að saltfiskverðið á mörkuð- unum hafi verið að hækka upp á siðkastið. Vandrœðin með skreiðarmarkaði Samkvæmt norskum blaða- fréttum þá liggja Norðmenn með yfir 20.000 tonn af óseldri skreið, að verðmæti um 400 miljónir n.kr. sem jafngildir i isl. kr. 14.896 miljónum. Er nú vandræðunum i skreiðarsölunni likt við ástandið á þessum mörkuðum fyrir lOárum. Norðmenn skipuðu út til Niger- iu 900 tonnum af skreið í júli, og önnur 900 tonn eiga að fara í ág- úst, en þá er lika lokið skreiðarút- flutningi þeirra til Nigeriu i ár, sem upphaflega var 2.700 tonn, samkv. sölusamningi, sem gerð- ur var á s.l. vetri. A undanförnum árum hafa tveir þriðju hlutar af skreiðar- framleiðslu Norðmanna farið á markaði i Nigeriu. Forstöðumaður óskast að Dvalarheimilinu Höfða, Akra- nesi, sem taka mun til starfa siðla á þessu ári. Umsóknir, er greini menntun og fyrri störf, sendist undirrituðum, sem veitir nánari upplýsingar, eigi siðar en 20. ágúst n.k. F.h. stjórnar Dvalarheimilisins Höfða. Jóhannes Ingibjartsson, Esjubraut 25, Akranesi (simi 93-1785 eða 93-1745) fyrir kg. Fyrir fisk undir 50 cm n.kr. 430fyrir hver 20 kg. I isl. kr. 16.013.00 fyrir hver 20 kg eða 800 kr. fyrir kg. Þetta er það verð, sem norskir skreiðarútflytjendur telja að lægst megi selja fyrir á Italiu- markaðinum, en hins vegar gera þeir sér vonir um hærri sölur i gegnum uppboðin. Botnfiskafli Norðmanna meiri en í fyrra Botnfiskafli sem komið hefur á land i Noregi frá Kristianssundi á Norðmæriog norður um til landa- mæra Sovétrikjanna er meiri heldur en á fyrra helmingi s.l. árs. Til 30. júni s.l. komu á land á þessu aðalfiskveiðasvæði Noregs 250þúsund tonn,en i fyrra á sama timabili 237 þúsund tonn. Fiskveiðinefnd norska Verka- mannaflokksins hefur skilað áliti Fiskveiðinefnd norska Verka- mannaflokksins hefur nýlega skilað áliti sinu til rikisstjórnar- innar á bráðabirgðasamkomulagi þvi sem Jens Evensen kom með frá Moskvu á s.l. vori um skipt- ingu Barentshafs á milli Noregs og Sovétrikjanna. Nefndin leggur til að rikisstjórnin samþykki bráðabirgðasamkomulagið svo fljótt sem auðið er. I nefndará- litinu.sem útgefið er þann 22. júli, kemst Fiskveiðinefndin að þeirri niðurstöðu að Jens Evensen haf- réttarráöherra og samstarfs- menn hans hafa leyst af hendi gottstarf i Moskvu, þegar gengið var frá uppkasti bráðabirgða- samkomulagsins. Nefndin telur að uppkastið fullnægi fiskveiði- hagsmunum Noregs undir öllum kringumstæöum. Telur nefndin þvi, að æskilegast hefði verið að samkomulagið hefði nú þegar verið samþykkt og undirskrifaö. Þangað til samkomulagið tekur gildi telur nefndin nauðsynlegt að skilningur riki á milli beggja þjóðanna, þannig að fiskveiðarn- ar geti haldið áfram án árekstra eða misskilnings, svo hægt sé að koma við takmörkunum á fisk- veiðar annarra þjóða, segir i nefndarálitinu. Verður hœgt að bjarga hjartveiku fólki með efni unnu úr laxi? Norskur visindamaður, Hans Nording, sagði frá þvi nýlega i viðtali við blaðið Harstad Tiden- de, að hópur margs konar vis- indamanna frá ýmsum rannsókn- arstofnunum væri nú i þann veg- inn að hefja rannsóknir á þvi i Noregi, hvort hægt væri að vinna sérstakt efni úr laxi til bjargar hjartveiku fólki. Nording segir i viðtalinu að við rannsóknir hafi komið i ljós, að i laxinum myndist sama tegund af kolesteroli eins og i fólki. Þegar fiskurinn er feitastur i marsmán- uði er magn kolesterolsins svo mikið að ætla mætti að hann væri að verða hjartveikur. En þegar kolesterol i laxi er komið á likt stig og þegar fólk veikist af hjartasjúkdómum, gripur annað efni inn iatburðarásina hjá laxin- um og umlykur kolesterolið. Við þetta virðist færast nýtt lif i lax- inn, og hann ræður sér ekki fyrir fjöri. Lax, sem rannsakaður hef- ur verið i eldisstöðvum i Noregi undir þessum kringumstæðum hefur orðið það fjörmikill að hætta hefur verið á aö hann slas- aði sig á veggjum eldisbúranna, þegar þetta sérstaka mótefni fer að verka gegn kolesterolmagninu i fiskinum. Meining visindamannanna er að reyna að vinna þetta mótefni úr laxinum, en siðan að reyna það á fólki við þær kringumstæður að of mikið kolesterolmagn er i blóð- inu. Blaðið segir eftir viðtalinu við visindamanninn, að algjör- lega sé óvist hvort efnið, sem lax- inn framleiðir gegn kólesteroli og verkar jákvættá hann, hafi sömu verkanir á fólk, sem likt er ástatt fyrir. Hins vegar vilji þeir rann- saka þetta. Jóhannes Hamre settur prófessor viö Tromsö- háskóla Johannes Hamre forstöðumað- ur norsku Hafrannsóknarstofnun- arinnar i Björgvin hefur nýlega verið gerður að prófessor i haflif- fræði við háskólann i Tromsö, en annar prófessor var fyrir við há- skólann i þessari fræðigrein. Norðmenn leggja nú áherslu á að efla þennan háskóla sinn á sviði hafvisinda og fiskifræði. (5/8.1977) Einkaritari Þjónustufyrirtæki i austurhluta borgar- innar óskar að ráða einkaritara forstjóra. Góð islenzku-, ensku og vélritunarkunn- átta nauðsynleg. — Góð laun og starfsað- staða i boði fyrir hæfan starfskraft. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist Þjóðviljan- um sem fyrst merkt: „Einkaritari 1020” Blaðberabíó Laugardaginn 13. ágúst kl. 11. f.h. ,,Einn gegn öllum” Aðaihlutverk: Audie Murphy. I lOÐVIUINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.