Þjóðviljinn - 13.08.1977, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 13.08.1977, Blaðsíða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINIS Laugardagur 13. ágúst 1977 Bankastörf Viljum nú þegar ráða fólk til almennra bankastarfa. Einnig sendil hálfan eða allan daginn. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar hjá starfsmannastjóra. BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS. RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður KLEPPSSPÍTALINN. KENNARI við skóladagheimili spítalans óskast. STARFSMAÐUR á dagheimili fyrir börn starfsfólks, óskast. HJÚKRUNARFRÆÐINGAR ósk- ast á hinar ýmsu deildir spitalans. Nánari upplýsingar um stöður þessar veitir hjúkrunarforstjóri Kleppsspitalans, simi: 38160. LANDSPÍTALINN. SÉRFRÆÐINGUR i meinefna- fræði óskast við rannsóknadeild Landspitalans. Umsóknarfrestur til 15. september n.k. Staðan veitist frá 1. oktober n.k. eða skv. sam- komulagi. Upplýsingar veitir yfirlæknir rannsóknadeildar Landspitalans. AÐSTC®ARLÆKNISSTAÐA frá 1. janúar 1978. Staðan veitist til 1 árs með möguleika á framlengingu um 1 ár til viðbótar. Staðan er ætluð til sérnáms i barnasjúkdómafræði. Tvær AÐSTOÐARLÆKNISSTÖÐUR frá 1. nóvember n.k. önnur staðan veitist til 4 mánaða og hin til 6 mánaða. Eins AÐSTOÐARLÆKNISSTAÐA frá 1. desember n.k. Veitist til 6 mánaða. Upplýsingar veitir yfirlæknir Barnaspitala Hringsins, s: 29000 . FóSTRA óskast til starfa frá 1. október n.k. Upplýsingar veitir hjúkrunardeildarstjóri Barna- spítala Hringsins s: 29000. SENDILL óskast á upplýsinga- deild spitalans frá 1. september n.k. Nánari upplýsingar á Skrifstofu rikisspitalanna, simi: 29000. Reykjavik, 12. ágúst 1977. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA Eiriksgötu 5 ■ Simi 29000 KRvarni t gærkvöld léku Þór frá Akureyri og KR i 1. deild islaiuls mótsins i knatt- spyrnu. Þessi leikur úrskurðaði hvort þessara liða væri örugglega faliið I 2. deild að leik loknum. Úrslit urðu 3:2 KK í vil þannig að Þór leikur i 2. deild að ári og hætt er við að á sama veg fari fyrir KR-ingum. Björn Birnir opnar í dag í Norrœna I dag, 13. ágúst, opnar Björn Birnir, sýningu í Norræna húsinu. Sýnir hann þar svartkritarmynd- ir og vatnslitamyndir, auk oliu- málverka og mynda sem málaðar eru með akrillitum. Björn stundaði nám i myndlist- ardeild Handiða- og myndlista- skólans og siðar við Teiknikenn- aradeild sama skóla og lauk teiknikennaraprófi 1952. 1955 lauk hann prófi sem skiltamálari og „dekoratör” við Bergenholts Dekorations fagskole i Kaup- mannahöfn. Þá hefur Björn stundað nám i innanhússarkitekt- ur. Hann er nú á förum til fram- haldsnáms við Indiana State University, Indiana, Bandarikj- unum. Skákin Framhald af bls. 11 lengdar lætur hljóta möguleik- arnir að vera hans.) 29. Rc3-Df7 35. Dc2-h6 30. Ilfl-Hdb8 36. Re4-Dd4 31. Dg4-Rf5 37. Khl-h5 32. De2-c4 38. b3-cxb3 33. Re4-IId3 39. Hxb3-Hxb3 34. Rg5-Dd7 40. Dxb3-Dd7 Hér fór skákin i bið. 1 fljótu bragði virðist jafntefli vera lik- legustu úrslitin, en Portisch hefur þó nokkuð greinilegt stöðulegt frumkvæði. Hvort það nægir til vinnings skal ekki spáð um hér. Biðskák verður tefld i dag. Fiskverkun Framhald af 1 og launahækkanir. Það ber þó að lita á það þegar rætt er um vanda fiskverkunar .á Suðvesturlandi að meginþorri þeirrar sildar sem veiðast mun i haust kemur á þetta svæði og allur humarafli sumars- ins auk þess sem loðnuverksmiðj- ur standa sig mjög vel. — En þar með er ekki sagt að ekki geti verið um mikla erfiðleika að ræða hjá frystihús- unum og þess vegna tókum við vel i að athuga þennan vanda. Það hefurlika aukiðá vandann að afurðalán bankanna hafa ekki hækkað fyrr en núna og þegar hækkunin kom fannst mörgum hún ganga of skammt. En það gengur nú svo margt hægt i kerf- inu, sagði ráðherra. Misskilningur um mánaðarlegt uppgjör. Þá sneri Þjóðviljinn sér til Óskars Vigfússonar formanns Sjómannasambands Islands og spurði hann álits á málflutningi frystihúsaeigenda. — Það sem mér kemur fyrst i hug við lestur blaðanna er undrun yfir þvi að þessi höfuðatvinnu- vegur þjóðarinnar skuli vera svo illa kominn, að það að við sjómenn fáum mánaðarlegt uppgjöreins og aðrir launamenn í landinu skuli kollvarpa öllu, að staða hans skuli vera svo bágbor- inaðhann þoli ekki launahækkun til handa þeim sem vinna við hann og eru i mörgum tilvikum lægst launaðir i þjóðfélaginu. Þá hlýtur eitthvað mikið að ama að. — Annars finnst mér rikja nokkur misskilningur varðandi þetta mánaðarlega uppgjör. Samkvæmt þeim samningum sem við gerðum i vor á þetta upp- gjörsform ekki að taka gildi fyrr en 1. ágúst, þe. sjómenn fá ekki uppgertfyrir veiðiferð sem farinn er eftir 1. ágúst fyrr en 15 dögum eftir að henni lýkur. Þetta er svipaðkerfiog verið hefur á stóru skuttogurunum, þar fá menn uppgert fyrir fyrstu veiöiferð eft- irað þeirkoma úr þeirri annarri. Það má taka sem dæmi skip sem fer út I byrjun ágúst og kemur inn þann 15.,þá eiga sjómenn að fá uppgert 1. september, sagði Óskar að lokum. —Þll Skrá Framhald af bls. 5. þessiréttur háður ýmsum óheim- ilum skilyrðum. Einnig er ger- ræðislega að farið við úthlutun vegabréfsáritana til erlendra rikisborgara, en margir þeirra fá ekki að heimsækja ÖSSR t.d. ein- göngu vegna þess, að þeir hafa verið starfsfélagar eða kunningj- armanna, sem mismunað er hér heimafyrir. Ýmsir þegnar hafa bent á kerfisbundna skerðingu mann- réttinda og lýðfrelsis, — sumir i einkalifi eða á vinnustað, aðrir opinberlega, en það er ekki hægt nema i erlendum fjölmiðlum, — og hafa farið fram á umbætur á tilteknum atriðum. Raddir þeirra eru sjaldnast virtar svars, nema þegar efnt er til rannsóknar þeirra vegna. Abyrgð á þvi að þegnréttindi séu í heiðri höfð i landinu bera að sjálfsögðu stjórnvöld fyrst og fremst. En ekki einvörðungu þau. Hver maður ber sinn skerf á- byrgðar á almennum aðstæðum, þar á meðal á þvi, að staðið sé við löggilta samninga: einkum þegar samningarnir sjálfir skylda ekki aðeins rikisstjórnir, heldur og alla þegna, til að gæta þess að þeir séu haldnir. Vitund um þessa samábyrgð og trú á borgaraleg réttindi og skyldur, svo og sameiginleg þörf til að finna nýjar leiðir til að rækja þær skyldur að einhverju gagni, urðu til þess að okkur hug- kvæmdist að búa til SKRA 77, og nú i dag gerum viðtilveru hennar heyrinkunna. SKRA 77 er óformleg almanna- hreyfing fólks, sem er ólikra skoðana, mismunandi trúar- bragða og leggur stund á ýmis störf, en þessu fólki er sameigin- legt að vilja stuðla að þvi, að þegnréttindi og mannréttindi séu virt i landi okkar og i heiminum öllum, — þau réttindi, sem hverj- um manni er heitið i fjölþjóða- samningunum báðum sem lög- giltir hafa verið, svo og i Loka- samþykkt Helsinki-ráðstefnunn- ar, i ýmsum fjölþjóðaályktunum gegn styrjöldum, ofbeldi og fé- lagslegri og andlegri kúgun, og i heild I Almennri mannréttinda- yfirlýsingu Sameinuðu Þjóðanna. SKRA 77 vex upp úr jarðvegi samhyggðarog vináttu fólks, sem er annt um afdrif hugsjóna, sem hafa verið og eru nátengdar lifi þess og vinnu. SKRA 77 er ekki félag, hún hef- ur engin lög, enga stjórn og ekk- ert félagatal. Til hennar heyrir hver sá, sem er samþykkur hug- myndum hennar, vinnur að stefnumiðum hennar og veitir henni stuðning. SKRÁ 77 er ekki grundvöllur að starfi stjórnarandstöðu. Hún vill vinna að almannaheill, eins og mörg svipuð hreyfing að frum- kvæði þegnanna i ýmsum löndum i vestri sem austri. Hún ber þvi ekki fram eigin stefnuskrá um fé- lagslegar eða stjórnmálalegar umbætur eða breytingar, heldur vill hún eiga gagnlegar umræður við stjórnvöld, einkum á þann hátt að benda á ákveðin dæmi um skerðingu þegnréttinda og mann- réttinda, taka saman gögn um sllk atvik, stinga upp á umbótum, leggja fram ýmsar aliúennar til- lögur til eflingar þessum réttind- um og til tryggingar þeirra, vera tengiliður i tilvikum þar sem komið gætitil réttarglapa o.s.frv. Með táknrænu nafni sinu leggur SKRA 77 áherslu á, að hún er til orðini byrjun þess árs, sem hefur verið lýst ár réttinda pólitiskra fanga,ogþess árs sem ráðstefna i Beograd mun kanna hversu stað- ið hefur verið við skuldbinding- ar frá Helsinki. Sem undirritendur þessar yfir- lýsingar felum við þeim Dr. Jan PatoÖka prófessor, Václav Havel og Dr. Jií’i Hájek prófessor að vera talsmenn SKRÁR 77. Þessir talsmenn koma fram af hennar hálfu með fullu umboði innan- lands sem utan, og með undir- skriftum sinum staðfesta þeir skjöl hennar. Við undirritaðir, sem og aðrir þegnar, sem tengj- ast samtökunum, verðum sam- starfsmenn þeirra, og munum við taka að okkur einstök verkefni og deiia allri ábyrgð með þeim. Við trúum, að SKRÁ 77 stuðli að þvi, að allir þegnar Tékkó- slovakiu vinni og lifi sem frjálsir menn. 1.1.1977 (Undirskriftir) Herstöövaandstæöingar Liðsfundur á mánudaginn. Samtök herstöðvaandstæðinga halda liðsfund fyrir Reykjavik og nágrenni á mánudagskvöld kl. 20.30 i Glæsibæ. Fundurinn er opinn öllum her- stöðvaandstæðingum og vonast miðnefnd eftir góðri þátttöku. Dagskrá liðsfundarins er á þessa leið: 1. Mótmælastaða vegna innrásarinnar i Tékkóslóvakiu 1968. 2. tJtihátið laugardaginn 3. september. Kynnt samkeppni um baráttusöng Samtaka herstöðvaandstæðinga. 4. Starf svæða- hópa fram að landsfundi. 5. önnur mál. Umræðufundur um samvinnuhreyfinguna. Næsti umræðufundur Alþýðubandaiagsins i Reykjavik verður hald- inn fimmtudaginn 18. ágústkl. 20.30 að Grettisgötu 3. Rætt verður urn samvinnuhreyfinguna. Þorsteinn Valdimarsson, Nýbýlavegi 5, Kópavogi, lést sunnudaginn 7. ágúst. Kveðjuathöfn fer fram i Kópavogskirkju þriðjudaginn 16. ágúst kl. 15.00. Blóm vinsamlega afþökkuð. Vandamenn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.