Þjóðviljinn - 13.08.1977, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 13.08.1977, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 13. ágúst 1977 — Krókurinn var al- veg yndislegur staður og er það enn. Ég geymi hann auðvitað alltaf i minningunni eins og hann var þegar ég var að alast þar upp og þykir vænt um hann þannig, en þó þykir mér hann alltaf fallegri og fallegri eftir þvi sem ég sé hann oftar og hefur hann þó i hvert sinn tekið veruleg- um breytingum frá þvi sem áður var. Ég hefi eiginlega borið þennan stað á bakinu hvar sem ég hef farið og flækst i 40 ár. Hann hefur aldrei við mig skilið og gerir ekki úr þessu. Hverskyldiþaö vera, sem talar svo fallega um bæinn undir Nöf- unum annar en hann Bjössi Bomm, ööru nafni Björn Jónsson, læknir i Swan River i Kanada. Ég frétti þaö af tilviljun hjá Einari Má að Björn væri kominn til landsins. Og samstundis ákvað ég aö reyna aö ná tali af honum. Það gat þó orðið þungur róöur,þvi þegar Björn kemur hingaö heim heldur hann ógjarna kyrru fyrir ogdvelur aööllum jafnaöi fremur utan höfuöborgarinnar en innan. Meiningin var auövitaö aö eiga blaöaviötal viö Björn en hamingj- an mátti vita hvernig hann tæki þvl. Vissi þó, að hann var fremur vinveittur Þjóöviljanum en hitt og setti von á þaö. En hvort sem ég fengi nú blaðaviðtal eöa ekki, þá færi þó aldreihjá þvi, aö gam- an yröi aö hitta hann eftir öll þessi ár. Viö höfum nefnilega naumast sést frá þvi viö vorum um ferm- ingu aö læra sund i Steinsstaöa- lauginni og héldum til hjá þeim öölingsmanni, Sigmari heitnum á Steinsstöðum, ásamtþeim Didda, bróöur Björns, frændum þeirra Jakobi og Magnúsi Sigurðssonum frá Veöramóti, Siguröi Sigurðs- syni listmálara (Sigga sýlu- manns) og fleiri góðum félögum. Og ég náði tali af Birni, þar sem hann bjó hjá dóttur sinni Geir- laugu, á Meistaravöllum 11. Ég baö um viðtal. — Sjálfsagt, sagði Björn, sjálfum sér likur f sfman- um, — en nú er ég á förum norður á Sprengisand aö leita aö beina- kerlingum, viö veröum að biöa með þetta þangaö til ég kem aft- ur. Raunar fer ég þá strax úr bænum i ferðalag meö dóttur minni en ætli viö getum samt ekki hist í nokkrar minútur. Og svo er þaö Björn, sem hring- ir morguninn eftir, segir aö Sprengisandsför sin hafi dregist um einn dag; geti ég komið núna? Og ég gat þaö. Ætlaði að sækja Valgarð — Uppvaxtarár min á Krókn- um voru guödómleg. Og í raun og veru finnst mér fátt, sem fyrir mig hefur boriö vera þess vert að rifja það upp,nema þau. Ég lenti snemma i einskonar fóstri hjá þeim afbragðs hjónum Kristjáni Blöndal, póstafgreiöslumanni, og Alfheiöi konu hans. Mér þótti mjög vænt um þau og ekki sföur Valgarð, son þeirra, sem raunar varmiklueldrienég, þóttég kalli hann alltaf fóstbróöur minn. Þeg ar Valgarö fór til Þýskalands til náms i versiunarfræöum, þá saknaöi ég hans ákaflega. Ég á- kvaöþað á hverjum morgni aö nú skyldi ég sækja hann til Þýska- lands i dag. Mér var ljóst, aö til þess yröi ég aö komast yfir sjó- inn. Og ég sá engin önnur ráö en aö vaöa hann. En þaö var sama hvar ég prófaöi aö leggja frá landi. Sjórinn reyndist hvergi væöur. Þá hugkvæmdist mér þaö ráö aö fara á kamarinn, tala þar viö guö og fá leyfi hjá honum til þess aö sigla á smjörlikiskassa til Þýskalands aö sækja Valgarö. Og guð bænheyrði mig þarna á kamr- inum. Ég fékk leyfið, ýtti smjör- likiskassanum a tlot og fór um borö. En sú sjóferö fékk ömurleg- an endi. Kassinn sökk og ég meö enHelgi Hálfdanarson, (nú löngu frægur fyrir ljóöaþýðingar o.fl.), náöi fyrir einhverja heppni i háriö á mér, (þaö var þá meira en núna), og dró mig á land. Um þann atburö orti ég löngu seinna: En lekur var kassinn þvi var ekkivon aö vel tækist sigling á hafi. Þá barþar að Helga Hálfdanar- son, sem á hárinu dró pilt úr kafi. Útlistar Heigi af hárri raust og hristir úr lungum hans s jóinn: „Ef smjörlikiskassa þú sigl- irúr naust er sýnt aö þú vöknir i skó- inn”. Svo fór um sjóferö þá og varð ég nú að gefast upp við aö sækja Valgarö. Styrjaldartimar Við stóðum alltaf i styrjöldum, strákarnir á Króknum. Liklega heföi okkur hentaö vel aö vera uppi á Sturlungaöldinni. Liöinu var i raun og veru sjálfskipt. Sauðá rann gegnum Krókinn, (og væri betur aö hún geröi þaö enn), og hún skipti liði. Viö smiöuöum okkur sverö úr tunnustöfum og ööru handhægu efni og var þetta mikil vopnaframleiðsla. Þetta voru ógurlegarorrustur. Viö blátt áfram hálf drápum hverja aðra. Einn missti t.d. annað augaö. Hann er nú samt stórbóndi núna norður i Húnavatnssýslu. Viö háöum lika sjóorrustur og stálum þá bátum til þess. Þá var mikið mannfall i liöi beggja, en þaö fór vist eins og f Flóabardaga aö hvorugt liöið sigraöi. Allt fór nema austur- trogið Einu sinni tókum viö okkur nokkrir saman og hnupluðum bátsskel, sigldum henni inn og austur meö Borgarsandi f þeim tilgangi aö stela þar silungi úr netum. Ekki tókst betur til um þá vikingaferö en svo, aö við misst- um fyrir borð árar og öll siglinga- tæki nema austurtrogiö reyndist heldur „klént” siglingatæki, og rak okkur nú út fjörö og allt út aö Innstalandsskeri. Sást þá til okk- ar úr landi. Króksarar héldu vist að þarna væru Tyrkir á ferö og var boöiö út heilum herflokki. En þetta reyndust óvenju friösamir Tyrkir, höföu enda ekki annaö vopna en eitt austurtrog. Þótti þvi ekki taka að beita þá harðræðum og voru skammir einar látnar nægja. Hýddur á torginu Eitt var þaö vopn, sem var öör- um skæðara i þessum mikilfeng- legu fólkorrustum. Þaö voru bog- ar, sem við bjuggum til úr stálvir, sem við náöum i, eftir einhverj- um krókaleibum, hjá Pétri Sig- hvats. Þetta voru geysigóöir bog- ar óg afburða vopn. Einu sinni skaut ég ör i hattinn á höfðinu á Valdimar heitnum i Vallanesi. Þar sat hún föst. Þaö þótti nú i meira lagi biræfiö, sem von var, aö vera að skjóta á stórbændur framan úr sveit, enda fékk ég makleg málagjöld fyrir tiltækiö. Ég var nefnilega hýddur opinber- lega á torginu og hefur enginn Króksari orðiö svo frægur hvorki fyrr né siðar. Um þennan merkis- atburð orti ég: Þá Bommarinn hattinn af bog- fimiskaut of bónda meö flissi og orgi, hann fyrir þaö réttmæta hegn- ingu hlaut, var hýddur á Miöbæjartorgi. Hundahirðir A þessum árum tiðkaöist þaö mjög aö bændur og annað sveita- fólk kæmi riöandi i Krókinn. Voru þá gjarnan hundar meö í för, þvi þeir eru fylgispakir húsbændum sinum og öllum skepnum trygg- ari. Voru suma daga stórir hópar afhundum i Króknum. Ég geröist mikill vinur og félagi hundanna. Hændiþá að mér meö ýmsu móti og rigsaði þá um staöinn I farar- broddi 20 til 30 hunda. Þaö var mikiö fylgdarlið og fritt. Og jafn- an er menn hugðust halda heim- leiöis en vantaði hundana var spurt: — Hvar er Bjössi? Mikill menningarbær Krókurinn var ákaflega mikill menningarbær. Ætli þaö mætti ekki lengi leita aö þeim staö á Is- landi frá þessum árum, þar sem samtimis voru leiksýningar i þremur samkomuhúsum i heila viku? En þannig var þaö á Krókn- um i Sæluvikunni. Og dansað i þeim öllum aö leiksýningum loknum. Já, þetta voru sannar- lega gullnir dagar. Og þó leið yfir einn skuggi, sem aldrei gleymist. Það er mann- skaöinn mikli I des. 1935 og óveör- iö, sem honum olli. Ég rifja það ekki upp hér, þaö yröi of langt mál, en þá fórust tveir bátar meö 7mönnum, en aðrirkomust af viö svo illan leik, aö björgun þeirra má kallast hreint kraftaverk. Þá voru dimmir dagar á Krók. Verkamenn vakna A þessum árum voru verka- menn aö færast i aukana á Krókn-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.