Þjóðviljinn - 12.10.1977, Qupperneq 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 12. október 1977.
Berti Möller og félagi hans viö Kjaradeilunefnd aö störfum I fjármálaráðuneytinu I gær. Helgi V. Jónsson formaöur hennar (á skyrtunni) taldi ekkert sérstakt I fréttum af
radarmælingar á Bústaðavegi i störfum hennar i hádeginu i gær (Ljósm.:—eik)
gærmorgun. —eik)
Hríngferð
um
horgina í
gærmorgun
„Lokað vegna verkfalls”
Þegar ekið var um borgina var
ekki neitt óvenjulegt að sjá á yfir-
borðinu. Umferð virtist með cðli-
legu móti, nema hvergi sáust
strætisvagnar á ferð. Samt sem
áður eru mörg þúsund manns i
verkfalli og þegar nánar er að gáð
inn fyrir veggi ýmissa stofnana
eru þær ýmist lokaðar eða hálf-
lamaðar. Blaðamaður og ljós-
myndari Þjóðviljans fóru i ferð
um Reykjavikurborg i gærmorg-
un til að kanna ástandi^og segir
hér frá henni.
„Lögreglan nöppuð”
A Bústaðavegi við Asgarð rák-
umst við á tvo lögreglubila við
radarmælingar. Andskotinn hafi
það, hugsum við með okkur.
Varla geta svona störf talist til
nauðsynlegrar öryggisþjónustu.
Þarna ber vel i veiði. Við nöppum
lögregluna við verkfallsbrot!
Berti Möller situr i öðrum bilnum
og við snúum okkur ábúðarmiklir
að honum og berum þetta upp á
hann. Hann tekur ákærunni vel og
segir að það sé óljóst hvort þeir
eigi að vinna þetta starf. Það sé
svo teygjanlegt hvað séu öryggis-
mál og hvað ekki. Hins vegar sé
búið að kæra þetta til verkfalls-
nefndar og biði þeir nú eftir úr-
skurði hennar en þangað til verði.
þeir að vinna þessa vinnu skv.
boði yfirmanna sinna. Ef þetta
verði talið ólöglegt muni þeir
hætta samstundis. Við sættum
okkur við þessa skýringu, en
spyrjum i leiðinni um álit hans á
verkfallinu. „Það hefur keðju-
verkanir i för með sér”, segir
Berti, „ og ég er smeykur um að
allt lamist smám saman ef það
leysist ekki”.
Radar-
mælingar
stöðvaðar
i gærdag höfðu radarmæl-
ingar lögreglunnar, sem sagt
er frá hér i greininni, og ým-
is önnur störf sem tæplega
teljast til nauðsynlegrar
öryggisþjónustu svo sem
venjulegt eftirlit og fleira
verið stöðvað skv. upplýs-
ingum sem Þjóðviljinn fékk
á skrifstofu BSRB.
Grunsamlegur náungi
við Grensásveg
A mótum Bústaðavegar og
Grensásvegar sjáum við grun-
samlegan náunga að störfum með
bil frá Reykjavikurborg. A hann
er svifið, en hann brosir undir-
furðulega og segist vera lausráð-
inn starfsmaður borgarinnar og
félagi i Dagsbrún og þess vegna
ekki i verkfalli.
Skrifstofufólk spital-
anna lagði niður vinnu á
hádegi
A Borgarspitalanum virðist allt
vera i óvissu og fáir vita hver
störf á að vinna. Allt starfsfólk
nema hjúkrunarnemar hefur
mætt til vinnu i morgun. Við hitt-
um að máli Láru Sveinsdóttur
skrifstofumann og segist hún hafa
verið eins og vingull i morgun og
mættaf þvi að hún var ekki klár á
þvi hvort hún ætti að fella niður
vinnu. Eftir tilkynningu að dæma
i útvarpinu kvöldið áður virtist
sem allt starfsfólkið ætti að mæta
oghefðihúnfariðeftir þvfog ann-
að skrifstofulið. Nú hefðu málin
hins vegarskýrst og ætlaði það að
leggja niður vinnu á hádegi.
Hvernig átti að koma
fólki til vinnu?
A skrifstofu Hauks Benedikts-
sonar framkvæmdastjórá spital-
ans þingar hann með Sigurlin
Gunnarsdóttur forstöðukonu og
Sigurði Angantýssyni deildar-
stjóra um ástandið. Aðalvanda-
málið þarna um morgunin var
hvernig ætti að koma fólki til
vinnu af þvi að strætisvagnaferð-
ir féilu niður. Haukur sagði að
málin væru smám saman að
skýrast, en enn væru verkfalls-
mál starfsfólksins i talsverðri
óvissu.
Magnús Aðalsteinsson á iög-
regluvarðstofunni I Miðbænum
sinnti engri pappirsvinnu eins
og venjulega (Ljósm.: — eik)
Ekki hleypt inn i Sim-
stöðina. Pósthúsið lokað
Þegar komið er að sfmstöðinni
við Austurvöll er þessi mikla
bygging harðlæst og lokuð. Um
siðir kemur dyravörður og opnar
dyrnar, en harðneitar að hleypa
okkur inn til að taka myndir. Til
þess þurfum við að fá leyfi hátt-
settari aðila,en þarna eru töm hús
nema örfáir við neyðarþjónustu.
Við hverfum þvi á braut.
Ekkert lif er heldur i Pósthús-
inu i Pósthússtræti, allt lokað.
Ungur maður kemur aðvifandi
með bréf i hendfen kemur að lok-
uðum dyrum og hverfur á brott
súr á svipinn.
Engin pappirsvinna hjá
lögreglunni
A lögregluvarðstofunni í Mið-
bænum hittum við Magnús Aðal-
steinsson stöðvarmann. Hann
segir að fullt starfslið sé á varð-
stofunni.en þeir séu hættir við alla
pappirsvinnu, taki hvorki við
sektar- né flutningstilkynning-
um. Þeir svari i sima en sinni að-
eins neyðarútköllum.
M aður á götu gefur sig á tal við
okkur og segist hafa verið á ferð
með Hafnarfjarðarstrætisvagn-
inum i morgun (einkafyrirtæki
rekur hann) og i stað Rikisút-
varpsins hafi kaninn verið þar á
fullu. Maðurinn var mjög
hneykslaður.
Ráðuneytið lamað
Við litum að lokum inn i
Stjórnarráðið. Fyrst göngum við
inni i heilbrigðis- og trygginga-
ráðuneytið. Þar starfa aðeins 5
menn i stað 11 venjulega. Fulltrú-
ar, ritarar og afgreiðslumenn eru
i verkfalli A afgreiðsluborðinu
stendur Lokað vegna verkfalls.
Við gefum okkur á tal við Pál Sig-
urðsson ráðuneytisstjóra, og
dei ldarstjórana Ingibjörgu
Magnúsdóttur og Ingimar Sig-
urðsson. Þau segja að ráðuneytið
sé eiginlega lamað. Engin sima-
þjónusta er og aðeins tveir simar
tengdir beint sem fáir viti um. Þá
berst enginn póstur og ekki er
hægt að senda neinn póst. Ekkert
er hægt að láta vélrita og þvi ekki
hægt að sinna erindum sem ber-
ast að.Viðverðum aðhafalæsta
skjalavörsluna þvi að engin
varsla er um hana, segja þau.
Opinberar framkvæmd-
ir stöðvast fljótlega
Páll ráðuneytisst jóri getur þess
að opinberar framkvæmdir hljóti
fljótlega að stöðvast vegna skorts
á peningum þvi að hvorki ráðu-
neytin né Innkaupastofnun rikis-
ins geti sent frá sér peninga.
Þess skal getið að utanrikis-
ráðuneytið, forsætisráðuneytið og
launadeild fjármálaráðuneytis
starfa áfram með fullu starfsliði
skv. lagaákvæðum, en i þær
stofnanirberstekki heldur póstur
né heldur er hægt að senda úr
þeim póst, svo að þær hljóta að
lamast talsvert.
I fjármálaráðuneytinu situr
kjaradeilunefnd á fundi,og þang-
að vöðum við inn,en hún vill fátt
segja okkur i fréttum svo að við
yfirgefum hana fljótlega.
A leiðinni upp á blað ökum við
fram hjá vinbúðinni við Lindar-
götu,en þar er dregið fyrir glugga
og hvorki bilar né fólk fyrir utan
eins og venjulega. —GFr