Þjóðviljinn - 12.10.1977, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 12.10.1977, Blaðsíða 5
Magnús Tómasson sýnir í Gallerí SÚM Aðstandendur tveggja sýning- arsala hér i borginni, Galleri Súm og Galleri Suðurgata 7, hafa gert töluvert af þvi að kynna conceptual list. Hér er ekki staður né stund til að gera úttekt á þeirri stefnu, enda ekki hún sem slik til- efni þessarar greinar, heldur sýn- ing Magnúsar Tómassonar i Galleri Súm. En þvi er þessi for- máli hafður, að list Magnusar má sjálfsagt með nokkrum sanni flokka undir fyrrgreinda stefnu. þótt Magnús hafi að minu mati algera sérstöðu meðal þeirra listamanna, sem hér hafa sýnt undir merkjum conceptual- ismans og ég sé engan veginn reiðubúinn til að flokka hann alfarið undir þá stefnu. 1 fyrsta lagi eru hugmyndir hans mun hlutlægari og aðgengilegri og i öðru lagi er úrvinnsla hugmynd- anna á ósambærilegu plani og þar held ég reyndar að leiðir hans og annarra hérlendra conceptualista Miövikudagur 12. október 1977. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Magnús Tómasson viö eitt verka sinna. — Sýningu hans lýkur i kvöld. skiljist að fullu. Ég hef löngum efast um gildi þess að draga listamenn i dilka, eftir þvi hvar mætti með mestum sanni staðsetja þá i einhvers- konar allsherjar bókhaldi og mun ég þvi ekki fara langt út i þá sálma. önnur gildi eru að minu mati þýðingarmeiri, svo sem mannleg afstaða til tilverunnar. Á þessu sviði sem og öðrum, hafa þeir sem við listir fást vitanlega enga sérstöðu og er full ástæða til að undirstrika það. Myndverk Magnúsar Tómas- sonar hafa alla tið einkennst af mikilli næmni fyrir umhverfinu og ljóðrænum manneskjuleg- heitum. Þessi sýning er engin undantekning, ég hygg meira að segja að þessir höfuðkostir Magnúsar hafi aldrei komist betur til skila. Magnús nefnir sýningu sina Visual Poetry eða sýniljóð og stendur hún fullkomlega undir þvi nafni. Ingiberg í hvað fara pen- ingarnlr? Hús Rannsóknarlögreglunnar hefur staðið autt í 4 mánuði Hin nýja húsnæöi sem fest voru kaup á í Kópavogi fyrir Rann- sóknarlögreglu rikisins hefur nú staöiö autt um 4ra mánaöa skeiö, og geta má nærri hversu kostnaöarsamt slfkt er fyrir rik- ið. Þegar frá kaupsamningum var gengiö, var lögö á þaö rik áhersla aö húsiö yröirýmt fyrir 1. júni, og var þaö gert. Siðan hefur varla sést þar mað- ur, nema nú siöustu daga eftir að stillansar voru reistir við húsið. Þjdðviljinn leitaði upplýsinga um framkvæmdir við húsið hjá Skúla Guðmundssyni, forstöðu- manni Framkvæmdadeildar Inn- kaupastofnunar rikisins, en hún hefur með verkið að gera. Skúli sagði að undirbúnings- vinnu við teikningar að skipulagi innan húss væri ekki lokiö enn, og ekki væri ljdsthvenær það yrði. A meðan er verið að múrhúða húsið að utan, og vinna við gluggasmiði stendur einnig yfir. Skúli sagðist ekki geta áætlaö hvenær Rannsdknarlögreglan gæti flutt inn I Kdpavoginum, en greinilegt væri að það yrði ekki á þessu ári. Að lokum sagði Skúl'i, að lögð væri áhersla á að hraða fram- kvæmdum, þvi dýrt væri að láta húsið standa autt og ónotað i svo langan tima. —A1 Nú er síðasti dagur y erksmið j uútsöl- unnar og allar vörur hafa verið stórlækkaðar. Notið tækifærið og kaupið lítið gallaðar vörur frá Gef jun, Heklu, Iðunni, Icelook og Hetti á gjafverði SAMBANDSVERKSMIÐJURNAR

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.