Þjóðviljinn - 12.10.1977, Qupperneq 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 12. október 1977.
jFrumvarp um
■
j Iðntæknistofnun
II gær var lagt fram á
Alþingi frumvarp til laga
um Iðntæknistof nun
I' íslands. Flutningsmaður
er Magnús Kjartansson.
Frumvarpið var upphaf-
lega flutt á 94. löggjafar-
þinginu fyrir 5 árum af
iðnaðarnefnd neðri deild-
ar, samkvæmt beiðni þá-
verandi iðnaðarráðherra/
Magnúsar Kjartanssonar.
Frumvarpið var endurflutt á
siðasta þingi, en meirihluti iðn-
aðarnefndar neðri deildar neit-
aði að fjalla um frumvarpið þá.
Rökin voru þau að núverandi
iðnaðarráðherra hyggðist
leggja fram frumvarp um Iðn-
tæknistofnun og þvi rétt að ræða
bæði frumvörpin saman. Hins
vegar varð reyndin sú að frum-
varp ráðherra var aldrei lagt
fram.
Um tilgang Iðntæknistofnun-
ar segir i frumvarpi Magnúsar
m.a. að hún eigi að vinna að
tækniþróun islensks iðnaðar
með þvi að veita iðnaðinum sem
heild, einstökum greinum hans
sem og iðnfyrirtækjum sér-
hæfða þjónustu á sviði tækni- og
stjórnunarmála og stuðla að
hagkvæmri nýtingu islenskra
auðlinda til iðnaðar.
Nánar verður greint frá þessu
frumvarpi á morgun og þá verð-
ur jafnframt skýrt frá frum-
varpi Magnúsar um vandamál
fatlaðra.
Þingsályktunartillaga þingmanna Alþýðubandalagsins
Kjósendum auðveldað að
velja milli frambjóðenda
1 gær var lögð fram þings-
ályktunartillaga frá þingmönn-
um Alþýðubandalagsins um
breytingu á kosningalögum. Lagt
er til að Alþingi kjósi fimm
manna nefnd, sem skipuð sc ein-
um fulltrúa frá hverjum þing-
flokki. til að semja frumvarp til
laga um breytingu á lögum nr. 52
frá 1959, um kosningar til Alþing-
is, er miði að þvi að gera kjósend-
um auðveldara en nú er að velja
milli frambjóðenda á þeim lista
Ragnar Arnalds
Félagsfundur ABR
í Lindarbæ í kvöld
Atvinnu-
stefnan
rædd
Á félagsfundi Alþýðu-
bandalagsins i Reykjavik,
sem haldinn verður i kvöld i
Lindarbæ, verða kjörnir full-
trúar félagsins á landsfund
Alþýðubandalagsins.
Á fundinum hefur Ragnar
Arnalds, formaður Alþýðu-
bandalagsins, framsögu um
islenska atvinnustefnu.
Fundurinn i Lindarbæ
hefst k!. 20.30 i kvöld.
er þeir kjósa. i greinargerð með
þingsályktunartillögunni segir:
„Samkvæmt gildandi
kosningalögum er stjórnmála-
flokkunum áskilinn réttur til að
leggja fram raðaðan framboðs-
lista og ákveða þannig fyrir fram
hvaða frambjóðendur hafi mesta
möguleika til að náT kosningu.
Kjósandinn hefur að visu rétt til
að strika út frambjóðanda eða
breyta röðinni, en raunveruleg á-
hrif kjósenda á röð frambjóðenda
hafa löngum reynst litil, og raun-
ar engin eftir þær breytingar sem
gerðar voru á kosningaiögum ár-
ið 1959. í 110. gr. laga nr. 52 1959 er
svo fyrir mæit, að þrátt fyrir út-
strikun eða breytingu á atkvæða-
seðli fái frambjóðendur listans
2/3 atkvæðisins, eins og engin
breyting hafi verið gerð á listan-
um. Með öðrum orðum má segja
að aðeins sé tekið tillit til þriðja
hluta þeirra breytinga sem gerð-
ar eru á röð frambjóðenda.
Sú skoðun hefur átt vaxandi
fylgi að fagna, að réttur kjósenda
til að hafa áhrif á röð frambjóð-
enda þess lista, sem þeir kjósa, sé
allt of takmarkaður. Hefur þetta
m.a. leitt til þess, að prófkosn-
ingar eða . skoðanakannanir til
undirbúnings framboðslista hafa
orðið tiðari og verið reyndar i
ýmsum myndum. Þvi er þó ekki
að leyna, að prófkosningar eru á
ýmsan hátt gallaðar, enda al-
mennt óæskilegt i stjórnmálum
að kosningar snúist fyrst og
fremst um persónulega verðleika
einstaklinga. Með þessu er þó alls
ekki sagt að hæfileikar og dugn-
aður einstakra manna skipti litlu
við skipan framboðslista, en
gæfulegra er að pólitiskar kosn-
ingar snúist fyrst og fremst um
málefni, en ekki eingöngu um
menn.
Eðlilegast virðist að á kjördegi
geti kjósandinn valið milli flokka
á málefnalegum grundvelli og
samtimis átt þess kost að velja
milli frambjóðenda flokksins.
Frumvarp um íslenska stafsetningu:
Ahrif Alþingis
verði tryggð
I.agt hefur verið fram frum-
varp til laga um setningu reglna
um islenska stafsetningu. Frum-
varp þetta er iagt fram af VII-
hjálmi Hjálmarssyni mennta-
málaráðherra.
Samkvæmt frumvarpinu er
gert ráð fyrir þvi að mennta-
rnálaráðuneytið setji reglur um
islenska stafsetningu, en að áður
en settar séu stafsetningareglur
eða gerðar breytingar á þeim
skuli aflað heimildar sameinaðs
Alþingis i formi þingsályktunar.
Með þessu á að reyna að tryggja
hvort tveggja að sjónarmið sér-
fræðinga njóti sin en verði þó ekki
gerð gildandi án þess að Alþingi
hafi kynnt sér þau og samþykkt.
Þess háttar fyrirkomulag tiðkast
i mismunandi myndum i öðrum
löndum og koma ýmsir möguleik-
ar til greina.
Hér verður bent á nokkra val-
kosti til skýringar:
þingsjá
Hugsanlegt er að kjósandinn fái
að velja hvort hann greiðir
flokknum atkvæði eða ákveðnum
frambjóðanda flokksins, sbr.
dönsku kosningalögin sem greina
milli persónulegra atkvæða og
flokksatkvæða. Einnig er
hugsanlegt að flokkum sé i sjálfs-
vald sett hvort þeir leggja fram
raðaðan lista eða ekki. Flokksat-
kvæði yrðu reiknuð frambjóðend-
um á röðuðum lista, en á óröðuð-
um lista skiptust atkvæðin milli
frambjóðenda i hlutfalli við per-
sónulegu atkvæðin.
Álitamál er hvort réttara væri
að kjósandi, sem greiðir persónu-
bundið atkvæði, merki við eitt
nafn eða fleiri á atkvæðaseðlin-
um. Merking við eitt nafn er eðli-
leg i kjördæmi sem ekki fær nema
einn eða tvo þingmenn, en óeðli-
leg i stórum kjördæmum. I Dan-
mörku getur kjósandinn aðeins
merktvið eitt nafn á seðlinum, en
þar er kjördæmaskipan mjög ólik
þvi sem er hér á landi.
Til greina gæti komið að kjós-
andi, sem greiðir persónubundið
atkvæði, hafi rétt til að merkja
við eitt eða tvö nöfn i kjördæmum
þar sem 5—6 þingmenn eru kosn-
ir, en megi merkja við allt að
fjögur nöfn þar sem 12 þingmenn
eru kjörnir.
Flutningsmenn þessarar til-
lögu hafa enn ekki tekið afstöðu
til þess, hvaða leið yrði heppileg-
ust i þessum efnum, enda eðlileg-
ast að væntanleg þingnefnd kanni
fyrst nánari framkvæmd máls-
ins. Hins vegar er það aðalatriðið,
að sú leið, sem valin er, sé sann-
.gjörn og jafnframt verði kosn-
ingaaðferðin einföld og auðskilin.
Með þessari tillögu er lögð
áhersla á að á þessu stigi málsins
samþykki Alþingi viljayfirlýs-
ingu þess efnis, að kjósendum
verði gert auðveldara en nú er að
velja milli frambjóðenda á þeim
lista sem þeir kjósa.”
Ásgeir Bjarnason
Forsetakjör
á Alþingi
I gær fór fram forsetakjör á
Alþingi. Forsetar sameinaðs
Alþingis, efri og neðri deild-
ar voru allir endurkjörnir.
Forseti sameinaðs Alþingis
er Asgeir Bjarnason, fyrsti
þingmaður Vesturlands.
Nánar verður greint frá kjöri
embættismanna Alþingis i
blaðinu á morgun.
Lokað hjá lóni Baldvin
en kennt hjá Trvggva
t gær hringdi blaðið til isafjarð-
ar og Akureyrar og spurðist fyrir
um hvorl kennsla færi fram í
menntaskólunum þar.
Bryndís Schram, skóla-
meistarafrú á Isafirði, varð þar
fyrir svörum og sagði m.a.:
— Ráðuneytið var búið að
segja okkur að við mættum kenna
og að skólameistari gæti bara
opnað skólahúsið. En svo heyrð-
um við það i fréttum i gærkvöldi
að þær stofnanir yrðu lokaðar,
sem hefðu sérstaka húsverði, en
þeireruiBSRB. Viðvildum þvi fá
úr þessu skorið og Jón Baldvin
var að hringja fram undir mið-
nætti i Birgi Thorlacius og þá
ráðuneytismenn en þeir gátu eng-
in svör gefið okkur fyrr en kl. 10
minútur fyrir 8 i morgun. Þá
hringdi Birgir Thorlacius og
sagði að húsið yrði ekki opnað.
Hér er þvi ekki kennt i dag og
verður sjálfsagt ekki á meðan
þetta ástand varir.
Kennarar hjá okkur, sagði
Brindis Schram, eru allir i BHM
nema einn stundakennari,en hús-
vörður og ritari eru i BSRB.
Árni Friðgeirsson i Mennta-
skólanum á Akureyri sagði að
kennt væri i skólanum þar.
Kennsla fer þar fram i fleiri en
einu húsi, og Arni sagði, að yfir-
leitt opnuðu kennarar sjálfir,
nema gamla skólahúsið; það
kvaðst Árni opna oftast nær, en
hinsvegar gætu kennarar og
skólameistari opnað það ef þeim
svo sýndist.
Árni kvaðst ekki vita til þess að
kennt væri i öðrum skólum á
Akureyri en Menntaskólanum.
—mhg
Fiskverð óbreytt
fram til áramóta
Yfirnefnd um almcnnt fisk-
verð ákvað á fundi sínum i gær
að fiskverð það sem gilti til 30.
september sl. skyldi haldast
óbreytt til 31. desember.
Akvörðun þessi var tckin með
'atkvæðum oddamanns og fuli-
trúa kaupenda, gegn atkvæð-
um seljenda. i yfirnefndinni
áttu sæti Jón Sigurðsson for-
stjóri Þjóðhagsstofnunar, af
hálfu rikisins, Árni Benedikts-
son og Eyjólfur isfeld Eyjólfs-
son af hálfu kaupenda, og
Kristján Ragnarsson og
Ingólfur Ingólfsson af hálfu
seljenda.
A borðinu var krafa um 4%
hækkun fiskverðs frá seljend-
um. Á hana var ekki fallist og
er greinilegt að ætlunin er að
bæta stöðu fiskvinnslustöðv-
anna með þvi að halda fisk-
verðinu óbreyttu til áramóta.
Það verð sem hefur verið i
gildi á loðnu rennur út um
miðjan þennan mánuð og að
sögn Sveins Tryggvasonar,
framkvæmdastjóra Verðlags-
ráðs sjávarútvegsins, er yfir-
nefnd um loðnuverð nú að taka
til starfa. — ekh.