Þjóðviljinn - 12.10.1977, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 12.10.1977, Blaðsíða 16
Miðvikudagur 12. október 1977. Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20mánudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa tima er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfs- menn blaðsins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiðsla 81482 og Blaðaprent 81348. ^ 81333 Einnig skal bent á heima- sima starfsmanna undir nafni Þjóðviljans i sima- skrá. Tilkynnid ykkur á landsrádstefnu herstöövaandstæðinga í Festi um næstu helgi Mikil Björn Björnsson — Það er talsvert áberandi, hvað menn eru seinir að tilkynna sig á ráðstefnuna, sagði Björn Björnsson, starfsmaður Samtaka herstöðvaandstæðinga, i samtali við Þjóðviljann i gær. — Það er þvi mjög brýnt að þeir sem ætla að sitja landsráðstefnuna um næstu helgi dragi ekki að iáta skrá sig. — Við höfum einnig mikla þörf fyrirhverskonarsjálfboðavinnu á skrifstofunni að Tryggvagötu 10. Nú er verið að dreifa Dagfara, Svipti sig lífi 1 gær varskýrt frá þvi i fréttum að lik ungrar konu hefði fundist að húsabaki, hangandi i tré, i Reykjavik og að fjórir menn, sem sátu að sumíilii næsta húsi hefðu verið handteknir og settir i gæslu- varðhald, vegna þessa máis. Að sögn Njarðar Snæhölms, yf- irlögregluþjóns hjá RLR, kom i ljós við rannsókn málsins að kon- an hefði svipt sig lifi og að fjór- menningarnir sem handteknir voru hefðu ekkert um þennan hryggilega atburð vitað og var þeim að sjálfsgöðu sleppt, þegar hið rétta kom i ljós. — S.dór. Hækkun á unnum kjötvörum t framhaldi af nýju verði á landbúnaðarafurðum hækkuðu unnar kjötvörur i gær á bilinu 18.4% til 29.8%. Kilóið af kindakæfu hækkar Ur kr. 1182 i kr. 1543 i smásölu. Kilóið af kjötfarsi hækkar úr kr. 503 i kr. 622. Kindabjúgu hækka úr kr. 908 i kr. 1111 kilóið. Kilóið af vinarpylsum hækkar úr kr. 903 i kr. 1069 pr. kg. Alag hækkar einnig i samræmi við fyrrgreindar verðhækkanir. þörf er á sjálfboðaliðum segir Björn Bjarnason, starfsmaöur Samtaka herstöðvaandstœöinga málgagni Samtaka herstöðva- andstæðinga, til félaga út um allt land. Einnig er ætlunin að dreifa honum á vinnustöðum og til þess starfs þarf sjálfboðaliða. Siðan eru hverskyns störf til undirbún- ings landsráðstefnunni sem kalla á mikið sjálfboðaliðastarf. Það er þvi áriðandi að sem fiestir bjóði fram starfskrafta sina og hafi i þvi augnamiði samband við skrif- stofuna, sagði Björn. Skrifstofa Samtaka herstöðva- andstæðinga er opin frá 1 til 5 daglega. Siminn er 17966. Þar geta menn skráð sig á Landsráð- stefnuna, sem hefst i Festi, Grindavik, næstkomandi laugar- dag kl. 14. Sætaferðir verða frá Reykjavik og verða þær auglýst- ar nánar á morgun. Þátttakendur utan af landi fá greiddar niður ferðir á ráðstefnuna. Þátttökugjald er 2000 kr. og er innifalin i þvi máltið á laugar- dag og svefnpokapláss aðfarar- nótt sunnudags. — ekh MARANTZ 2238E útvarps- magnarinn er traustur og fram- bærilegur í allastaði, eins og öll önnur MARANTZ tæki. Út- gangsstyrkur hans er 2x38 MARANTZ wött (um 2x50 vanaleg sínus wött) við'0,08% bjögun. MARANTZ 2238E er tilvalinn fyrir þá, sem vilja fá vandað og næmt útvarp og fyrsta flokks magnara í einu tæki. 2238E kostar kr. 159.000 (án húss), en almennt verð MARANTZ útvarpsmagnara er frá kr. 135.900 upp í 630.000. mmM^ b«l olMm (§jfáyrý'vf'////' {&/fr/r//Ym/' mm<m m u~<mm mmW^r KHj O ^ O O »*i * ulumr fes»--í. MARANTZ FYRIR ATlflNNUTÓNLISTARMENN OG LÍKA OKKUR HIN Leiðandi fyrirtæki á sviði sjónvarps útvarps og hljómtækja VERZLUN OG SKRIFSTOFA: LAUGAVEGI 10. SÍMAR: 27788,19192,19150.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.