Þjóðviljinn - 12.10.1977, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 12.10.1977, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miftvikudagur 12. október 1977. RÆTT VIÐ STEINUNNI INGIMUNDARDÓTTUR, SKÓLASTJÓRA Auka þarf kennslu í hús- stjórn í grunnskólum 34 nemendur stunda hér nám l vetur, sagöi Steinunn Ingi- m unda rdóttir, skólastjóri Húsmæöraskólans á Varmalandi. Fullskipaöur tekur skólinn 42 nemendur, en viö uröum aö taka nokkuö af nemendahúsnæöi fyrir kennara, en viö skólann kenna 3 fastir kennarar, auk skólastjóra og stundakennara. Enginn karlmaður hefur sótt hér um ennþá, en nokkuö er um aö þeir hafi sótt styttri námskeiö sem haldin hafa veriö i Reykjavlk, Akureyri og vlöar og nemendur Bændaskólans á Hvanneyri hafa sótt námskeið i matreiðslu hingað. Enn sem komið er fást engin réttindi fyrir að stunda heilsvetrarnám, en engu að slður er frekar sóst eftir fólki með þetta nám og þvi greidd hærri laun. Námiö kemur fólki að gagni á ýmsum sviðum og kannski er enn meiri þörf á þess- ari kunnáttu en áður, þar sem lit- ið erá heimilisstörf sem hjáverk, og þau þurfa þvi að vinnast á skemmri tima. — Töluvert minni aösókn er nú að húsmæðraskólum en áður var, sérstaklega hefur úr því dregið á slðustu 10 árum. Stúlkur hafa i auknum mæli hafið nám I fleiri skólum en áöur var, og leita meira á önnur starfssvið. Einnig má telja að of mikil áhersla hafi verið lögð á byggingu húsmæöra- skóla íkringum 1950,1 ljósi þeirra breytinga sem átt hafa sér stað á heimilishaldi siðustu áratugina. Hússtjórnarkennsla I grunn- skólunum er allt of litil og kemur of seint, t.a.m. er f jallað um með- ferð matar og hollustu hans á 2-3 siðustu árunum, en ætti að taka fyrir i fyrstu bekkjunum. Rætt hefur veriö um að gera hús- mæðraskólana að framhalds- skólum i hússtjórn, sérskólum sem útskrifuðu fólk meö réttindi, en eins og kennslu erhagað I hús- stjórn i grunnskólum I dag, er ekki grundvöllur fyrir þvl — undirbúningurinn er of lltill. — Ungt fólk I dag hefur alls ekki eins mikla verkkunnáttu og áður var. Það tekur minni þátt I heimilisstörfum, timinn sem þeim er helgaður er minni en áður og verður aö vinnast hraðar og þvl reynist lltill tími til að leið- beina börnum og unglingum I þeim efnum. Þetta hefur komið greinilega fram hjá okkur hér i skólanum, á kunnáttunni hefur orðið veruleg breyting, sérstak- lega á siðustu 5 árum og það á við um alla hluti hvort sem það er matreiðsla, saumar eða annað. Reyndar þarf að láta sem mest af þvi sem heimilishald varðar, t.d hollustu fæðu og rétt matarræði, tengjast námi I skyldum greinum strax I fyrstu bekkjum grunn- skólans. Þetta hefur verið gert erlendis með góðum árangri, sagði Steinunn að lokum. Guðmundur félagsmálakennari og Haukur skólastjóri Nemendur á fundi. Öflugt félagsmálastarf er einkenni skólans íWmmmam wi Sigurvegarinn I mælskukeppni nemenda á 1. ári I Samvinnuskólanum er nú 81 nemandi, sem er sami fjöldi og I fyrra. Um 60% nemenda eru strák ar, en aðsókn stúlkna hefur aukist jafnt og þétt og eru hlutföllin nú jöfn i fyrsta bekk. Fyrir nokkrum árum var komið á fót framhalds- deild fyrir þá nemendur sem út- skrifast frá Bifröst og er hún staðsett i Reykjavik. Hún er i tveimur deildum og útskrifar stúdenta eftir tveggja ára nám. Um það bil helmingur þeirra sem útskrifast hafa á siðustu árum frá Bifröst, hafa haldið áfram námi við framhaldsdeildina. Við inntum þá Hauk og Guð- mund eftir áliti þeirra á þeirri gagnrýni sem fram hefur komið á samvinnuhreyfinguna, að hún starfi sem auðhringur og að völd innan hennar hafi safnast á fáar hendur, en virkt lýðræði skorti. Haukur svaraði þvl til að margt I þessari gagnrýni væri pólitisk ill- öflugt félagsmálastarf er höfuðeinkenni Sam- vinnuskólans, var samdóma álit þeirra Hauks Ingi- bergssonar skólastjóra i Bifröst og Guðmundar Guðmundssonar félagsmálakennara, þegar blaða- maður Þjóðviljans innti þá eftir starfi skólans. Fáir skólar munu leggja meiri áherslu á félagsmála- kennslu og félagsstörf en Samvinnuskólinn. Þar er starfandi sérstakur kennari sem leiðbeinir nemend- um i þeim efnum og felast þar i fundarstörf, ræðu- mennska og samvinnusaga. Eru þrir timar á viku helgaðir þessum þætti námsins, og eftir tveggja ára nám i Bifröst öðlast nemendur réttindi til að kenna á félagsmálanámskeiðum. Félagsmálakennslan tengist allri félagsmálastarfsemi skólans, sem er mjög öflug, en þar eru starfandi klúbbar ýmis kon- ar sem tugum skipta. kvittni sem stafaði af öfund yfir velgengni samvinnuhreyfingar- innar, annað bæri vitni vanþekk- ingu á störfum hennar. Grund- völlurinn sem allt byggðist á væru félagsmennirnir, 41 þúsund að tölu. Vissulega væri skortur á þátttöku félagsmanna, en hann væri ekkert eindæmi, heldur væri hann að finna I öllum félagssam- tökum á íslandi i dag. Lýðræði væri hins vegar mjög virkt i flest- um kaupfélögum i dag og kaup- félagsstjórar i nánu samstarfi við félagsmenn. Aftur á móti kynni nokkuð á það að skorta i kaup- félögum stærstu bæjanna. — Þessari óvirkni reynum við að mæta með aukinni félags- málafræðslu, sagði Guðmundur. Þar hefur Samvinnuskólinn geng- ið á undan og nemendur sem út- skrifast héðan geta i skjóli félags- mála reynslu sinnar tekið þar for- ystu. — Og þvi má ekki gleyma i þessu sambandi að kaupfélögin eru staðbundin og eingöngu háð sinum félagsmönnum, þau hverfa ekki á braut þegar illa árar og gróði er litill, .eins og oft hefur viljað brenna við með gróssera og spekúlanta, sagði Haukur að lok- um. Stjórn skólafélagsins: f.v. Bergþór Guðmundsson, Birna Jónasdóttir og ólafur Helgason Samvinnuskólinn að Bifröst

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.