Þjóðviljinn - 12.10.1977, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 12.10.1977, Blaðsíða 14
14 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 12. október 1977. Kjördæmisráðstefna á Norðurlandi vestra á Hvammstanga um næstu helgi Kjördæmisráðstefna Alþýðu- bandalagsins á Norðurlandi vestra veröur haldin i félags- heimilinu á Hvammstanga um næstu helgi og hefst kl. 14 laugar- daginn 15. október. Dagskrá verður i meginatriðum á þessa leið: Kl. 14-16.30 verða umræður um flokksstarfið- i kjördæminu og undirbúning næstu kosninga. Kl. 17-19 verður haldinn almennur opinn fundur um stjórnmálavið- horfið. Ragnar Arnalds og Hannes Bald- vinsson verða meðal frummæl- enda. — Frjálsar umræður. Kl. 21 verður kvöldvaka i félags- heimilinu fyrir þátttakendur i ráðstefnunni og annað Alþýðu- bandalagsfólk Sunnudagur 16. október: Kl. 10-12 Nefndafundur. Kl. 13-16 Nefndir skila áliti. Almennar umræður og afgreiðsla mála. T Stjórn kjördæmisráðsins á Norðurlandi vestra. Alþýðubandalag Rangárþings Aðalfundur Alþýðubandalagsfélags Rangárþings verður haldinn að Selsundi, Rangárvöilum, sunnudaginn 16. október kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á landsfund. 3. Inntaka nýrra félaga. 4. Fréttirfrá æskulýðsráðstefnu. 5. önnur mái. — Stiórnin. Alþýðubandalagið á Akureyri. Félagsfundur verður haldinn i Alþýðuhúsinu fimmtudaginn 13. október n.k. kl. 20.30. Dag- sjcrá: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Kosning full- trúa á landsfund Alþýðubandalagsins. 3. Félags- gjöld. 4 Vetrarstarfiðkynnt. 5. Hvert er hlutverk lifeyrissjóðanna?: Jón Ingimarsson. 6 Fyrir- spurnir og umræður. — Stjórnin. Kjördæmisráðsfundur Alþýðubandalagsins i Vesturlandskjördæmi. Alþýðubandalagið á Vesturlandi heldur kjördæmisráðsfund dagana 15.—16. október á Akranesi. Fundurinn hefst kl. 14 eftir hádegi á laugardag i R«in og verður fram haldið á sunnudag kl. 14. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Framboð til Alþingis. 3. Svavar Gestsson, ritstjóri, mætir á fundinum og ræðir um atvinnu- og efnahagsstefnu Alþýðubandalagsins. Á laugardagskvöldið verður kvöldvaka með söng og gamanmálum. — Stjórn kjördæinisráðsins. Alþýðubandalagið i Árnessýslu Málefni sjávarútvegs og fiskiðnaðar á Suðurlandi. Alþýðubandalagið efnir til almenns umræðufundar i Félagsheimilinu i Þorlákshöfn fimmtudaginn 13. október kl. 20.30. Fundarefni: islensk atvinnustefna Málefni sjávarútvegs og fiskiðnaðar á Suðurlandi. Stuttar framsögur flytja: Þórður ólafsson.formaður Verkalýðsfélags Hveragerðis og nágrennis. Björgvin Sigurðsson, form. Verkalýðs og sjómannafélagsins Bjarma, Stokkseyri. Lúðvik Jósepsson, alþingismaður Umræðum stýrir Garðar Sigurðsson, alþingismaður - Allir velkomnir. — Alþýðubandalagið. Alþýðubandalagið í Borgarnesi. Munið skemmtikvöld Aíþýðubandalagsins i Borgarnesi og nærsveit- um i samkomuhúsinu Borgarnesi næstkomandi föstudag ki. 21.30. Hvanneyringar sjá um fjörið, Kári Waage um dansinn. Mætum öll. Húsinu lokað kl. 23.30. Upplýsingar hjá Eyjólfi Magnússyni, simi 7205. Kjördæmisráðið i Suðurlandskjördæmi Kjördæmisráðið i Suðurlandskjördæmi efnir til fundar um kjördæmismál laugardaginn 15. okt. kl. 4 siðdegis i kaffistofu Hallfriðar, Bláskógum 2, Hveragerði. Áriðandi mál á dagskrá. Stjórnin. Alþýðubandalagið i Reykjavik Félagsfundurinn er i kvöld Alþýðubandalagið i Reykjavik heldur félagsfund i kvöld, miðviku- daginn 12. október, kl. 20.30 i Lindarbæ. Dagskrá: 1. Kosning fulltrúa Alþýðubandalagsins i Reykjavik á landsfund flokksins. 2. íslensk atvinnustefna. Ragnar Arnalds, formaður Alþýðubandalags- ins, hefur framsögu. 3. önnur mál. Tillögur uppstillinganefndar um fulltrúa á landsfund liggja frammi á skrifstofunni, Grettisgötu 3. Það eru vinsamleg tilmæli skrifstofunnar að þeir sem vilja leggja til breytingar á uppstillingu skili tillögum sinum til starfsmanna ABR fyr- ir miðvikudagskvöld, annaðkvöld, til þess að auðvelda fjölritun kjör- gagna. — Stjórnin. Starfsmenn ríkisstofnana Starfsmannafélag rikisstofnana auglýsir daglega félagsfundi kl. 14-16 að Hótel Esju, meðan á verkfalli rikisstarfsmanna stendur. Allir félagsmenn SFR eru hvattir til að mæta á fundunum, til að fræðast og fræða aðra um framkvæmd verkfallsins, — og gang samningaviðræðna. Stjórn SFR Fiskur unninn óflokkaður? Fiskmatsmenn sem vinna við fiskmat i frystihúsunum leggja ekki niður störf i verkfalli BSRB. Þeir, ásamt saltfiskmatsmönn- um, eru i Fiskmatsmannafélagi isiands, sem ekki er i neinum landssamtökum launþega. í fé- laginu munu vera rúmlega 160 matsmenn. Oft eru það sömu menn, sem annast einhverja verkstjórn á- samt fiskmati,og allir lausráðnir fiskmatsmenn sem vinna fyrir timakaup eru utan BSRB. Fisk- matsmenn i frystihúsunum verða Æðsta ráð Sovétrikjanna lög- festi i gær nýja stjórnarskrá fyrir Sovétrikin, og er hún sú fjórða i röðinni. I hinni nýju stjórnarskrá er gert ráð fyrir embætti varafor- seta Sovétrikjanna og var Kuzn- etsov, aðstoðarutanrikisráðherra kosinn samhljóða i það embætti i gær. Kuznetsov hefur verið aðstoð- arráðherra i 22 ár og hefur hann á starfsferli sinum annast mörg vandasöm utanrikismál og deil- PARÍS 11/10 Reuter — Fransk- ur verjandi Klaus Croissants hef- ur krafist þess fyrir rétti i Paris að hann verði látinn laus gegn tryggingu þar til fjallað hcfur verið um kröfu v-þýsku stjórnar- innar um framsal hans til V- Þýskalands og um beiðni hans um hæli sem pólitiskur flóttamaður i Frakklandi. Klaus Croissant, sem er þekkt- ur sem verjandi félaga úr Baader Meinhof hópnum, kom til Frakklands i júli s.l. og baðst þar hælis sem pólitiskur flóttamaður. Hann hafði verið handtekinn i V- Þýskalandi, látinn laus gegn tryggingu, en meinað að fara úr landi. Málflutningsréttindi Crossiants höfðu einnig verið skert, þrátt fyrir mótmæli v- þýskra lögmannasamtaka, þar sem honum hafði verið meinað að flytja vörn i málum, þar sem fjallað er um stjórnarskrárbrot. Croissant var ekki handtekinn Gódur loðnuafli fyrir norðan Eftir mikla tregðu i langan tlma fór aftur að veiðast allmikil loðna á veiðisvæðinu um 120 mil- ur norður af Siglufirði á föstudag. Þann sólarhring voru tilkynnt 8520 tonn, á laugardag 3730 tonn, á sunnudag 1860 tonn og um kl. 4 i gærdag höfðu verið tilkynnt um 2500 tonn. Um 30 skip eru þarna að veið- um og lætur nærri að þau séu öll búin að landa einu sinni siðan þessi nýja hrota hófst. Aðallönd- unarstaðurinn er Siglufjörður. Heildarloðnuaflinn á sumarver- tiðinni er nú um 160.000 tonn og þar af hefur verið landað á Siglu- firði um 63.000 tonnum, en næst kemur Reykjavik með 16.000 tonn og Vestmannaeyjar með 12.000 tonn. —GFr að vera viðurkenndir af Fram- leiðslueftirliti sjávarafurða, en sjávarútvegsráðuneytið ákveður laun þeirra, sem atvinnurekand- inn borgar. Ferskfiskmatið liggur hinsveg- ar viðast hvar niðri vegna verk- fallsins. Kristján Ragnarsson, formaður LIÚ, sagði i Visi i gær. að útgerðarmenn teldu sig ekki brjóta nein lög þótt þeir lönduðu fiski og sendu hann til vinnslu. Fiskurinn er þá að sjálfsögðu ó- flokkaður af ferskfiskmatinu, en fiskverð miðast við það mat.eös. ur. Krushchev sendi hann m.a. til New York á sinum tima til að semja um brottflutning sovéskra eldflaugastöðva frá Kúbu og Kuznetsov var sérlegur fulltrúi stjórnarinnar i Tékkóslóvakiu eftir að innrásin var gerð 1968. Kuznetsov er 76 ára gamall, 7 árum eldri en Brezhnev, og er skipun hans i stöðuna talin vera tákn þess að hlutverk varaforseta Sovétrikjanna eigi að vera að létta undir með forsetanum frem- ur en að það skipi væntanlegur eftirmaður forsetans. fyrren 30.september s.l. i Frakk- landi, en lögregla þar herti mjög leit að honum þegar Hans Martin Schleyer, formanni wþýskra iðn- rekenda var rænt. Á mánudag var birt i Paris áskorun frá 180 mönnum mest lögfræðingum og rithöfundum, m.a. þeirra Jean-Paul Sartre, Simone de Beauvoir og Francoise Sagan, á frönsku stjórnina um að hún léti ekki undan þrýstingi Bonn-stjórnarinnar, enda bryti það i bága við stjórnarskrárgrein sem fjallar um pólitiskt hæli. Askoruninni fylgdi bréf frá 4 samtökum lögmanna i Frakk- landi, svo og frá frönsku mann- réttindanefndinni sama efnis. Framsalskrafan verður tekin fyrir á ný 24. október n.k., og sagði verjandi Croissants i gær að i þeim málflutningi yrði sýnt fram á pólitiskt eðli kröfunnar og um leið nauðsyn þess að veita Croissant hæli i Frakklandi. Verkfall Framhald af bls. 1. hlutverk að fara i sendiferðir fyr- ir starfsfólkið. Meðan blaðamaður staldraði við i skrifstofum BSRB i gær var hringt úr Kópavogi og tilkynnt um meint verkfallsbrot. Lögfræð- ingur ásamt lögreglumanni skrifa venjulega upp fyrir lögtök, en nú var lögfræðingurinn I upp- skriftum ásamt manni sem gekk þar i starf lögreglunnar. Þá var einnig hringt frá Akureyri vegna verkfallsbrots i Menntaskólan- um. Þar hafði skólameistari opn- að skólann og ráðsmaðurinn sinnti störfum sinum eins og ekk- ert hefði i skorist. Baldur Kristjánsson fulltrúi hjá BSRB sagði, að nokkuð hefði ver- ið um misskilning sumsstaðar, en litið um visvitandi tilraunir til verkfallsbrota. BLESSAÐ BARNALAN MIÐNÆTURSYNINGAR 1 AUSTURBÆJARBtÓI FÖSTUDAG KL. 23,30 LAUGARDAG KL. 23,30. Miðasala i Austurbæjarbíói kl. 16-21. Simi 1-31-84 Pantið timanlega Siðast urðu alltof margir frá að hverfa. synlegaí öryggisgæsla Ma. voru þeir hafðir i ratsjármælingum og sinntu þeim af kostgæfni fyrir framan skrifstofur BSRB við Laugaveg, en þar hafa slikar mælingar ekki farið fram i manna minnum. Eftir hádegi var svo sent fjöl- mennt lið kennara og stjórnar- manna i BSRB til fundar við yfir- menn lögreglunnar, til að reyna að fá þá með góðu til að halda lög- reglumönnum inni við, nema þvi aðeins að sérstök nauðsyn bæri til. Þá fréttist af verkfallsbroti i sjálfu utanrikisráðuneytinu. Þar hafði bilstjóri nokkur fengið ann- an mann til að aka fyrir sig. Bil- stjóri þessi hefur einkum það Siðasta millilandavélin kom í gærkvöld 1 gær tilkynnti formaður Félags flugmálastarfsmanna til skrif- stofu BSRB að innanlandsflug muni stöðvast að mestu leyti i dag. Flugvallarstarfsmenn hafa gert um þetta samkomulag þann- ig að aðeins verður hægt að fljúga sjónflug i góðu skyggni, en að öðru leyti stöðvast innanlands- flugið. Flugstjórnarsvæðið verð- ur opið áfram fyrir yfirflug. lgærkvöld kom Flugleiðavél að utan og lenti á Keflavikurflug- velli. Tollverðir og aðrir BSRB-menn sem hlut eiga að máli samþykktu i gær að láta þetta átölulaust, en þar á móti hafa Flugleiðir lofað að stöðva allt millilandaflug frá og með deginum i dag. Pétur Framhald af bls. 7. . en hjá Sjómannasambandinu væru stærðarflokkarnir mjög margir. A minni bátunum taldi Pétur að þeir fyrir vestan hefðu 1- 2% hærri skiptaprósentu og um 1% á þeim stærri og 1/2% hærri skiptaprósentu á togurunum. Þá má og geta þess, að á tima- bilinu 1. febrúar til 15. sept. mega bátar fyrir vestan róa með lengri linu en annarsstaðar, eða 8 bölum meira en gert er ráö fyrir i samningum SSl. ,,Við höfum þarna nokkra sérstöðu, eins og á fleiri sviðum varðandi sjósókn” sagði Pétur. Nokkur breyting var gerð á kjörum landmanna. Þannig geta menn nú ráðið þvi hvort þeir beita linu i akkorði eða taka hlut, en áður var aðeins gert ráð fyrir akkorðsbeitningu, og kom það fyrir að menn töpuðu á þvi fyrir- komulagi ef vel veiddist. Þá fá menn sem beita i akkorði nú sömu réttindi hvað viðkemur veikinda eða slysatilfellum og þeir sem ráðnir eru uppá hlut. —S.dór Agnar Bragi Framhald af bls. 11 ástúö og dugnaöi búið þeim mikið og gott heimili, enda veit ég að hann taldi hennar hlut það stóran að sumt taldi hann sig aldrei geta nema hennar nyti við. Ég og kona min, uppeldissystir Braga, Bryn- hildur, sendum öldu og börn- unum, okkar bestu óskir um styrk þeim tilhanda,svo og eftirlifandi föður Braga, sem nú sér á eftir sinum einkasyni. Geymið þið minningu um góðan dreng, það er gulli betra. J.P.S. Herstöðvaa ndstæði nga r Herstöðvaandstæðingar — Áriðandi Mjög áriðandi er að þeir sem hyggjast taka þátt i landsráöstefnunni i Festi i Grindavik 15. og 16. október næstkomandi láti skrá sig strax i dag á skrifstofu S.H. Tryggvagötu 10 i sima 17966 frá 1 —5. Ráðstefnu- gjald er kr. 2.000. Fargjöld liðsmanna utanaf landi verða greidd niður. Sætaferðir úr Reykjavik verða auglýstar siðar. Ný stjórnarskrá lögfest Kuznetsoy skipað- ur aðstoðarforseti Mótmæla framsali Klaus Croissants

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.