Þjóðviljinn - 12.10.1977, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 12.10.1977, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 12. október 1977 —42. árg. 226. tbl. Urslit atkvæöagreiðslu á Akureyri, Akranesi og i Eyjum Bæjarstarfsmenn á Akureyri og Akranesi greiddu i gærkvöldi at- kvæði um sáttatillögur hverjir á sinum stað, og urðu úrslit þau að á Akureyri var tillaga felld meö 92 atkv. gegn 49, en á Akranesi, þar sem sáttatillagan mun hafa verið allhagstæð, var hún samþykkt með 81 atkv. gegn 1. Loks var sáttatillaga samþykkt i Vestmanna- eyjum, með öllum þorra atkvæða. Nánar verður skýrt frá atkvæða- greiðslum þessum i fimmtudagsblaðinu. VERKFALL OPINBERRA STARFSMANNA: Hiklaus þátttaka Það kom strax i ljös i gær að á- hrif verkfalls opinberra starfs- manna eru mjög viðtæk, og ein- hugur var hvarvetna rikjandi. Sú samstaða sem birtist i atkvæða- greiðslunum innan BSItB birtist i gærdag í hiklausri þátttöku allra opinberra starfsmanna i verkfall- inu. Engin ný tiðindi höfðu borist i gærkvöld um nýjan sáttafund með fikisstarfsmönnum. Hins vegar voru málin á einhverri hreyfingu i einstaka bæjarfélög- um, þó að Reykjavikurborg léti ekki á sér bæra eftir þá niðurlæg- ingu sem útsendarar hennar urðu að sæta á fundi i félagi sinu i fyrrakvöld. Hér á siðunni birtast nokkrar fréttir um verkfallsmálin, en á siðum 2 og 3 er að finna fleiri og ýtarlegri frásagnir af gangi mála. Fáar tilraunir til verk- fallsbrota Mjög fáar tilraunir voru gerðar til verkfallsbrota. t gærmorgun kvörtuðu lög- reglumenn yfir þvi til verkfalls- nefndar BSRB, að þeir væru látn- ir sinna venjulegum skyldustörf- um, sem ekki heyra undir nauð- Framhald á 14. siðu Tillaga þingmanna Alþýðubandalagsins Áhrif kjósenda verði aukin t gær var lögð fram tillaga til þingsályktunar frá þingmönnum Alþýðubandalagsins um breyt- ingu á kosningalögum. Tillagan er eftirfarandi: Alþingi ályktar að kjösa fimm manna nefnd, er skipuð sé einum fulltrúa frá hverjum þingflokki, til að semja frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 52 1959, um kosningar til Alþingis, er miði að þvi að gera kjósendum auðveld- ara en nú er að velja milli fram- bjóðenda á þeim lista sem þeir kjósa. í greinargerð með þingsálykt- unartillögunni benda flutnings- menn á að raunveruleg áhrif kjósenda á röð frambjóðenda séu litil samkvæmt núgildandi kosn- ingalögum, þrátt fyrir heimild til Utstrikana eða breytinga á at- kvæðaseðli, enda er samkvæmt kosningalögunum aðeins tekið til- lit til þriðja hluta þeirra breyt- inga sem gerðar eru á röð fram- bjóðenda. Tilgangurinn með þessari tillögu er að fram komi frá Alþingi viljayfirlýsing þess efnis að kjósendum verði gert auðveldara en nú er að velja milli frambjóðenda á þeim lista sem þeir kjósa. Nánar er greint frá þessari þingsályktunartillögu á 6. siðu bjóðviljans i dag. Bæjarstjórar úti um land: Skila nafna- listum alltof seint Baldur Kristjánsson fulltrúi hjá BSRB sagði i gær, að bæjarstjór- ar úti á landi hafi ekki farið að samkvæmt reglugcrð um kjara- samninga starfsmanna sveitar- félaga i BSRB, en þar segir að þeir skuli birta nöfn og störf þeirra manna sem starfa eigi áfram i verkfalli BSRB fyrir 15. janúar á hverju ári, svo hægt sé að athuga skrána og kæra til Félagsdóms ef þurfa þykir. „Þeir eru að skila þessum skrám nUna i byrjun verkfalls- ins”, sagði Baldur, ,,og margir virðast hreinlega búa til ný starfsheiti og að öðru leyti tUlka lögin mjög rUmt. Ákvörðun hefur ekki veriö tekin um gagnaðgerðir af okkar hálfu, en það verður ef- laust brugðið hart við þessu,” sagði Baldur. —eOS Auglýsing frá Starfsmannafélagi ríkisstofnana _________Sjá bls. 14 A Iþýöubandalagið Reykjavík: Félagsfundurinn er í kvöld — Sjá 14. síðu. Verkfallsverðir ræða ástand og horfur i bækistöðvum BSRB I gær. (Ljósm. Þjv. — eik). hliövöröum segja verkum! Löggæslumenn í hliöum Keflavikurflugvallar sinntu ,/öryggisgæslu" sinni til hins itrasta í gær og fóru nákvæmlega að lögum um vegabréfa- skoöun, en slíkt mun ekki hafa tíökast undanfarin 15 til 20 ár. Við hliðin myndaðist þvi mik- ið öngþveiti og löng biðröð bila. Margir sem áttu að mæta til vinnu á Keflavikurflugvelli urðu Páll Asgeir gefur út „vegabréf9 fyrir hermangara frá að hverfa. En þarna sannað- ist hið fornkveðna, að sitt er hvað Jón og séra Jón. Gunnar Gunnarsson fram- kvæmdastjöri hermangsfyrir- tækisins „íslenskir aðalverk- takar” var einn þeirra sem snU- ið var frá vallarhliði vegna skorts á vegabréfi. Gunnar gerði sér þá litið fyrir og fékk bréf upp á það, að löggæslu- menn mættu ekki hindra ferðir hans, og með það var honum hleypt inn i sæluna. Bréfið var undirritað af Páli Asgeiri Tryggvasyni, formanni varnar- máiadeildar utanrikisráðuneyt- isins. Siðdegis i gær gaf Kjaradeilu- nefnd Ut tilskipun um það, að lögreglumenn i hliðum Vallar- ins skyldu hætta hinni ströngu vegabréfaskoöun (sem þó er fullkomlega samkvæmt regl- um) og taka upp fyrri starfs- háttu. Það mun hafa verið lög- reglustjórinn á Keflavikurflug- velli, Þorgeir Þorgeirsson, sem óskaði eftir Urskurði nefndar- innar um þetta atriði. BSRB-menn brugöust hart við er þessi tiðindi spurðust i gær og telja aö nefndin hafi farið þarna algerlega Ut fyrir sitt verksvið. Lögfræðingur bandalagsins var kvaddur til ráða um aðgerðir i þessu máli i gær. —eös Fjárlagafrumvarpið lagtfram i gæn 125 miljarðar Hækkun f járiagafrum- varpsins fyrir árið 1978 frá fjárlagafrumvarpi ársins 1977 er tæplega 50%. Frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1978 var lagt fram á alþingi i gær. Niðurstöðutölur þess eru tæpar 125 miljarðar króna, en niður- stöðutölur frumvarpsins sem lagt var fram fyrir ári yfir árið 1977 voru 84 miljarðar. Hækkun þvi tæp 50%. 1 athugasemdum með frum- varpinu er gert ráð fyrir 5% sam- drætti verklegra framkvæmda rikisins á næsta ári. 1 athugasemdunum segir að gert sé ráð fyrir þvi að verja lið- lega 3 miljörðum króna til þess að bæta greiðslustöðu rikissjóðs við Seðlabankann, en stefnt er að um 300 milj. kr. greiðsluafgangi, sem er ekki há upphæð þegar þess er gætt að frumvarpið gerir ráð fyr- ir um 125 miljarða veltu. Ein meginforsenda frumvarps- ins er aukning einkaneyslu um 6%, en að samneysla standi i stað. 1 frumvarpinu hefur ekki verið gert ráð fyrir neinni launahækkun opinberra starfsmanna. Gert er ráð fyrir 1600-1800 milj. kr. lækk- un tolltekna, áframhaldandi inn- heimtu sjUkratryggingagjalds og 18% vörugjalds.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.