Þjóðviljinn - 12.10.1977, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 12.10.1977, Blaðsíða 11
BJARNARFLAG Enn eykst gufa „Það má segja að ástandið i Bjamarflagi breytist næstum dag frá degi og gufa eykst sifellt á svæðinu”, sagði Valgarður Stefánsson, jarðeðlisfræðingur hjá Orkustofnun, en hann var fyrir norðan i siðustu viku og fylgdist þá með því sem er að gerast á svæðinu. Skemmdir hafa orðiö miklar á borholum I Bjarnarflagi, sem orsakast fyrst og fremst af þvi að sprungur hafa myndast sem guf- an á greiða leið um uppá yfirborf ið. Þegar hafa tvær borholur i Bjarnarflagi eyðilagst alveg og Segja má að ástandið þar breytist næstum dag frá degi, segir Valgarður Stefánsson jarðeðlisfræðingur aðrar tvær til viðbótar eru mjög illa farnar. Þá standa eftir tvær holur sem gufuaflsrafstöðin og Kisiliðjan geta notað, og enginn veit hvaö gerist með þær, ef þetta heldur áfram, sem er að gerast á svæðinu núna, að sögn Valgarðs. Kisiliðjan notar gufu frá þess- um holum til þess að þurrka kisil- inn. Eyðileggist þessar tvær heilu borholur lika, stöðvast vinnsla i kisiliðjunni og gufuafls- rafstöðin i Bjarnarflagi stöðvast. Það verður þviekki annað sagt en að ástand þarna sé mjög alvar- legt. Aðspurður sagði Valgarður Stefánsson að ekki væri hægt að spá neinu með vissu um það hvort Bjarnarflag yrði aðalvettvangur næstu umbrota, sem spáð hefur verið að eigi sér stað um næstu mánaðamót eða i byrjun nóvem- ber, en hann benti á að svæðið hefði verið aðal vettvangurinn i tveimur sfðustu umbrotum og þvi bentiflesttilþess að svoyrðienn i næstu umbrotum, en tók skýrt fram að um það gæti engin spáð. Landris á Kröflusvæðinu heldur áfram jafnt og þétt og ekkert það hefur enn gerst, sem bendir til þess, að spár jarðvisindamanna um umbrot um næstu mánaða- mót, sé röng. — S.dór. Agnar Bragi Aðalsteinsson F. 21.1. 1928 — D. 5.10. 1977 Enn hefur sláttumaður dauðans reittljá sinn til höggs. t þetta sinn varð Agnar Bragi Aðalsteinsson fyrir ljá hans, góður drengur i fullu fjöri, kvaddur frá konu og þremur börnum i ómegð. Er svona váleg tiðindi berast manni verður maður að vonum þrumu- lostinn. Mörgum minningum frá liðnum tima skýtur upp á yfir- borðið, þá gleymist það sem verra er, en góðar og bjartar minningar fljóta ofan á eins og rjómi á mjólk. Þær eru margar skemmtilegu minningarnar kæri Bragi, sem við Forstjóra- skipti hjá Samvinnu- ferðum Böðvar Valgeirsson, sem verið hefur framkvæmdastjóri Sam- vinnuferða frá þvi fyrirtækið tók til starfa vorið 1976, lætur af starfi sinu um þessar mundir að eigin ósk. 1 starf framkvæmdastjóra hefur verið ráðinn Eysteinn Helgason, viðskiptafræðingur, sem undanfarin tvö ár hefur verið framkvæmdastjóri Sölustofnunar lagmetis. Eysteinn Helgason er 29 ára, fæddur 24.9. 1948. Hann lauk stúdentsprófi 1969 og útskrif- aðist úr Viðskiptadeild Háskóla Islands 1973. A námsárunum starfaði hann að ferðamálum fimm sumur. Eiginkona hans er Kristin Rútsdóttir, ög eiga þau tvö börn. tengdafólkið þitt eigum um þig frá samverustundum fjölskyld- unnar, er þú hreifst okkur með þér af þinni alkunnu frásagnar- gleði, svo fullur af lifsorku, sem mannigengursvo illa að sætta sig við að sé öll. Hjálpsemi þin var einstök, eins og allir vita er kynntust þér, aldrei neitt talið eftir fyrir aðra, þær voru ekki fáar ferðirnar þin- ar um borgina þvera og endi- langa, fyrir okkur hér suður meö sjó. Verkalýðshreyfingin átti mik- inn þátt i lifi þinu, þú varst ekki, eins og alltof margir, sem ætlast til að aðrir vinni að baráttumál- um verkalýðsins. Þú lagðir þitt pund á þá vogarskál. Það er mik- ili skaði fyrir hreyfinguna að njóta þin ekki lengur við. Þótt skaði þjóðfélagsins i heild sé einnig mikill að missa ósérhlifinn þegn sinn, þá er sorg og skaði eig- inkonu og barna mestur. Það er ósk okkar, er þessar fátæku linur hripum,að algóður guð megi lina sorg þeirra með tið og tima. Einnig biðjum við föður hans allrar blessunar. x Tengdafolk. 1 dag er til moldar borinn Agnar Bragi Aðalsteinsson, Rauðalæk 41, Reykjavik. Hann lést af slysförum þann 5. okt. s.l. Bragi, eins og hann var kallaður, var sonur hjónanna Ingibjargar Agnarsdóttur og Aðalsteins Andréssonar, sem lengi bjuggu á Haðarstig 18, Rvk. Bragi var giftur Oldu Þórðar- dóttur og áttu þau þrjú börn, Helenu Ingibjörgu 16 ára, Sigur- laugu 12 ára og Þórð 4 ára. Eitt barn átti Bragi fyrir hjónaband, Jóhann Gunnar. Bragi var lengi af ævi sinni sjó- maður bæði á togurum og frakt- skipum, lengst af sem kyndari eða vélstjóri. Hann var talinn með þeim betri sem það starf stunduðu. Þegar hann hætti störfum til sjós var hann áfram tengdur skipum og viðhaldi þeirra. Hann stundaði köfun og leysti marga þrautina i þvi starfi við erfið skilyrði. Þá kom sér vel kjarkur hans og dugnaður. Bragi varstarfsmaður Hamars h/f. Þar var hann i tengslum við athafna- lifið, svo sem hugur hans stóð til. Bragi lét félagsmál mikið til sin taka. Hann var fastur i skoðunum og fylginn sér, svo sem háttur er félagslega þroskaðra manna. Verkalýðsmál lét Bragi mikið til sin taka, og vann á þeim vett- vangi mikið starf og gott. Eina systur átti Bragi, Ingi- björgu, sem lést 1962. Móður sina Ingibjörgu missti hann 23. mai 1968, eftir langvarandi veikindi. Til hennar hefur hann nú horfið, yfir hið mikla djúp skilningsleysis okkar sem nú stöndum og spyrjum: Hvers vegna einmitt hann, sem vildi starfa i þágu betra mannlifs. Heimili þeirra Braga og öldu að Rauðalæk 41, ber þess vott að hugur fylgdi starfi, svo og börn þeirra sem nú mega sjá á eftir ástkærum föður. Alda hefur með Framhald á 14. siðu Miövikudagur 12. október 1977. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 NORÐURLINAN Mánuði á undan áætlun Norðlendingar fá 50 mgw. af rafmagni eftir línunni um næstu mánaðarmót Það er ekki oft, scm stór- framkvæmdir hér á landi eru á undan áætlun, en svo er þó með Norðurlinuna svokölluðu. Aætlað var að taka hana i notkun 1. desember nk. en nú þykir Ijóst að hægt verði að taka hana i notkun um næstu mánaðamót, eða heilum mán- uði á undan áætlun. Og þá um leið lcysist raforkuvandamál Norðlendinga, um einhverja ókomna tið, þvi að hægt verð- ur að flytja 50 mgw. af raf- magni norður eftir linunni, en heildarraforka sú, sem Norð- lcndingar hafa haft frá sam- anlögðum vatnsafls og gufu- aflsstöðvum er 30 mgw. Þetta kom fram i viðtali, sem Þjóðviljinn átti i gær við Jón Má Mariusson, verkfræð- ing hjá Landsvirkjun, en Landsvirkjun er nú að ljúka við sinn hlut að Norðurlínunni, sem er lögn frá Geithálsi að Brennimel við Grundartanga. Þessi áfangi sem Lands- virkjun er nú að ljúka við kemur til með að kosta á milli eitt þúsund og tólfhundruð miljónir. Landsvirkjun byrj- aði i mars á þessu ári við framkvæmdir að sinum hluta verksins, að sögn Jóns. Það eru svo Rafmangsveit- ur rikisins, sem taka við lögn linunnar á Brennimel, að Vatnshömrum i Andakil og þaðan norður um til Akureyr- ar. RARIK byrjaði árið 1972 á sinum hluta verksins, með lögn linu frá Akureyri að Varmahh'ð i Skagafirði og sið- an hefur verið unnið við lögn linunnar frá Varmahlið suður að Vatnshömrum i Andakil, en Andakilsárvirkjun i Borgar- firði kemur inni þessa teng- ingu. Að sögn Kristjáns Jónssonar forstjóra RARIK er kostnað- urinn við linulögnina hjá RARIK um 3,4 miljarðar, þannig að kostnaðurinn við linuna frá Geithálsi til Akur- eyrar verður um 4,5 miljarðar króna. — S.dór. Blikkiðjan Ásgaröi 7/ Garöabæ önnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur tiverskonar blikksmiði. Gerum föst verðtilboö SÍMI 53468

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.