Þjóðviljinn - 16.11.1977, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.11.1977, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 16. nóvember 1977 Málgagn sósíalisma, xerkalýdshreyfingar og þjóðfrelsis Otgefandi: Otgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson, Svavar Gestsson. Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón með sunnudagsblaði: Árni Bergmann. Auglýsingastjóri: Olfar Þormóðsson Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Siðumúla 6. Simi 81333. Prentun: Blaðaprent hf. Samtenging orkuveitu- svœða í gær var merkum áfanga náð i raforku- málum okkar íslendinga. Þá var byggða- linan svonefnda, sem ætlað er að flytja raforku milli Suður- og Norðurlands tengd með fullri flutningsgetu. Þar með breytast viðhorf mjög verulega i orkumálum Norðlendinga, og ætti nú punktur að vera settur aftan við timabil sifelldra rafmagnsskammtana norðan- lands, en mikil og margvisleg óþægindi hefur leitt af öryggisleysi i raforkumálum á Norðurlandi, eins og i ýmsum fleiri landshlutum. Það var á árum vinstri stjórnarinnar, sem sú stefna var mörkuð af hálfu is- lenskra stjórnvalda, að raforkukerfið i hinum ýmsu landshlutum yrði allt sam- tengt. Það var Magnús Kjartansson, þáverandi iðnaðarráðherra sem hafði frumkvæðið að þessari stefnumótun, og það er vert að minnast þess nú, þegar byggðalinan hefur verið tengd, að sú stefna um samtengingu orkuveitusvæða sem Magnús Kjartansson beitti sér fyrir og vinstri stjórnin tók upp, hún átti svo sannarlega harðri andstöðu að mæta fyrst i stað. Það er undarlegt til þess að hugsa nú, að ekki skuli liðin nema 3-4 ár siðan Sjálf- stæðisflokkurinn, Morgunblaðið og fleiri slikir aðilar gerðu það að sérstöku árásar- efni á vinstri stjórnina, þegar hafist var handa um fyrsta hluta byggðalinunnar frá Eyjafirði i Skagafjörð. Þá var talað með mikilli litilsvirðingu um þessar fram- kvæmdir, og þær i Morgunblaðinu taldar til marks um fráleita stefnu vinstri stjórn- arinnar i raforkumálunum. Nú vildu allir Lilju kveðið hafa. Þegar stjórnin fór frá völdum á árinu 1974, hafði iðnaðarráðherra hennar, Magnús Kjartansson tryggt kaup á efni til áframhaldandi lagningar byggðalinunnar og gengið frá útvegun þess fjármagns, sem á þurfti að halda svo verkið gæti haldið óhindrað áfram út það ár. Við stjórnarskiptin breyttust hins vegar við- horf. Sjálfstæðisflokkurinn hafði verið i and- stöðu við þessar framkvæmdir, og þegar Gunnar Thoroddsen var orðinn iðnaðar- ráðherra var tafið fyrir framkvæmdum i stað þess að hraða þeim. Lagning byggða- linunnar varð hins vegar ekki stöðvuð úr þvi sem komið var, en sleifarlagið i framkvæmdum leiddi til þess, að Norð- lendingar urðu að búa við öryggisleysi og vandræðaástand i orkumálum 1-2 árum lengur en ella. En hvað sem þvi liður, er nú ástæða til að fagna þvi að þessum merka áfanga i orkumálum okkar er loks náð. Og alveg sérstaklega skal áhersla á það lögð, að hér verði ekki staðar numið. Tenging Austurlands og Vestfjarða við aðalorku- veitusvæði landsins er brýnt verkefni, sem hefjast verður handa um þegar i stað, og hraða svo sem frekast er kostur. Meðan þvi verki er ekki lokið býr stór hluti lands- manna áfram við óviðunandi aðstæður i raforkumálum, og dýrmætum gjaldeyri eytt i rándýra innflutta oliu. —k Sigurbros eða sýndar- mennska? Um siðustu helgi fór fram prófkjör hjá Alþýðuflokknum i Reykjavik um val manna i efstu sæti á framboðslista flokks- ins við alþingiskosningarnar á næsta ári. Þótt þátttaka i þessu prófkjöri væri heimil öllum öðrum en þeim, sem bein- linis eru flokksbundnir i öðrum flokkum, þá var fjöldi þátttakenda samt ekki nema nokkur hundruð umfram atkvæðatölu Alþýðuflokksins i siðustu kosningum. Af þessari litlu þátttöku dregur Benedikt Gröndal formaður Alþýðuflokksins þá ályktun, sem fram kemur i viðtali Morgunblaðsins við hann i gær, að engir stórir hópar úr öðrum flokkum hafi reynt að hafa áhrif á út- komuna hjá Alþýðúflokknum. — Sem sagt, þetta voru kjósendur Alþýðu- flokksins, sem gerðu út um framboðsmál sins flokks að sögn formannsins. í þessu sambandi er það einkar athyglisvert, að 55,5% þeirra sem þátt tóku i prófkjörinu sáu ekki ástæðu til að styðja formann Alþýðuflokksins, Benedikt Gröndal. Þetta er þeim mun athyglis- verðara, þar sem Benedikt Gröndal hafði lýst þvi yfir, að næði hann ekki kjöri liti hann á slikt sem pólitiskan dauðadóm yfir sér. Meira en heimingur af þátttakendum i prófkjöri Alþýðuflokksins i Reykjavik reyndust telja formann Alþýðuflokksins betur geymdan á Fræðslumyndasafni rikisins, þar sem hann er forstjóri, heldur en á Alþingi íslendinga. Þetta er einkar fróðleg niðurstaða, og ekki sist, þegar Benedikt Gröndal, formaður Alþýðu- flokksins lýsir þvi sjálfur yfir, að þarna hafi ekki komið til undirróður neinna and- stæðinga Alþýðuflokksins. Það hlýtur að vera svolítið undarlegt fyrir Benedikt Gröndal, formann Alþýðu- flokksins að standa frammi fyrir þessum 5000 „kjósendum” flokksins i Reykjavik, og vita að meirihluti hópsins er þeirrar skoðunar að formaðurinn eigi að hætta pólitiskum afskiptum, svo sem fram kom i prófkjörinu. En Benedikt Gröndal læst ekki skilja þetta, og setur upp ameriskt sigurbros á forsiðum siðdegisblaðanna. Þvilik mannalæti. —k Salt i sárin Tveir alþýðuflokksmenn hafa haft orö á þvl viö klippara þessa þáttar hversu ósmekklega hafi veriö aö oröi komist i ummælum Benedikts Gröndals og Vil- mundar Gylfasonar er úrslit prófkjörs Alþýöuflokksins i Reykjavik lágu fyrir I fyrrinótt. Þannig sagöi Vilmundur Gylfa- son i viötali viö Dagblaöiö: „Siöbótaröflin hafa unniö mik- inn sigur i þessu prófkjöri”. Og i viötali viö Visi I fyrradag sagöi Vilmundur um úrslitin: „Boöar nýja og betri tiö i Alþýöuflokkn- um.” Benedikt Gröndal bætti svo gráu ofan á svart i viðtali viö Visi er hann komst þannig aö orði: „Kosningaúrslit hafa sjaldan veriö jafnánægjuleg fyrir jafnmarga aðila i flokkn- um...” Oröum sinum fylgdi Benedikt eftir meö filmstjörnu- framkomu sem var samvisku- lega ljósmynduð og birt i sið- degisblöðunum, — enda voru úrslitin árangur siödegisblaö- anna fyrst og fremst. Framkoma þeirra Benedikts og Vilmundar heitir aö sá salti i sárin. Þaö hefur aldrei þótt sér- stök reisn yfir þessháttar fram- komu. Ýtt til hliðar Svarthöföi Visis fagnar úrslit- unum i prófkjöri Alþýöuflokks- ins i Reykjavik mjög innilega: „Sigurbros myrkraaflanna stirðnar,” segir i fyrirsögn Svarthöföapistilsins i gærdag, en hins vegar bendir leiöarahöf- undur Visis á meginatriði próf- kjörsins meö þessum setning- um: „Þá er athyglisvert að prófkosningar Alþýðuflokksins hafa leitt til þess, aö enginn maöur sem vaxið hefur upp úr verkalýöshreyfingunni skipar öruggt sæti á framboðslisturi1 um.....Hér hafa augljóslega oröiö þáttaskil i sögu og starfi Alþýöuflokksins. Eftir þetta mun forystan ugglaust leggja mikla áherslu á verkalýöshlut- verk flokksins. En það breytir ekki þeirri staðreynd aö hiö nýja andlit Alþýöuflokksins er m.a. fengiö meö þvi að ýta til hliöar eina þingmanni flokksins sem komist haföi til áhrifa I gegnum verkalýðshreyfinguna, og án þess að annar slikur fylli skarðið.” ASÍ-þing hafnaði þeim t sama leiöara segir Visir aö Alþýöubandalagiö og Sjálf- stæöisflokkurinn veröi einu flokkarnir sem geti „teflt fram aöilum úr launþegafélögunum i öruggum sætum viö næstu kosn- ingar.” Hvaö Sjálfstæöisflokkn- „Siöbótaröflin” takast i hendur og sá saiti i sár hinna sigruöu. Þessi mynd birtist af þeim Benedikt og Vilmundi i Dagblaðinu i fyrradag. um viövikur i þessu efni er rétt að nota tilefnið til þess aö taka fram aö islenskir launamenn gera sér i vaxandi mæli grein fyrir þvi aö forsvarsmenn úr Sjálfstæðisflokknum innan samtaka launafólks eru eins konar flugumenn andstæöing- anna, þeir eru Trójuhestar fjandsamlegra sjónarmiöa. Siö- asta þing Alþýðusambands Is- lands geröi sér grein fyrir þess- ari staöreynd — aö hluta til aö minnsta kosti. Þar var þvi nefnilega harðlega neitaö aö tveir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins, Pétur Sigurðsson og Guömundur H. Garðarsson, fengju sæti i miöstjórn Alþýöu- sambands Islands. Þessi af- staöa ASl þingins má gjarnan vera þeim launamönnum i minni sem lita á Guömund H. Garðarsson og Pétur Sigurösson sem einhverskonar fulltrúa launafólks á listum Sjálfstæöis- flokksins. Þaö eru þeir ekki. Þeir eru fulltrúar atvinnurek- endavaldsins hvar sem þeir eru. Sjálfstæöisflokkurinn er nefni- lega pólitiska hliöin á Vinnu- veitendasambandi íslands á sama hátt og verkalýðsflokkur eða verkalýösflokkar eru taldir pólitiska hliöin á verkalýössam- tökunum. Reynslan úr Starfs- mannafélagi Reykjavikurborg- ar talar einnig sinu máli i þess- um efnum; þar var það flokks- vél Sjálfstæöisflokksins sem beitti sér gegn opinberum starfsmönnum. Islenskir launamenn skilja þessar staöreyndir æ betur. Þessar staðreyndir þurfa þeir einnig að skilja sem vilja skrifa skynsamlega um stjórnmál — jafnvel þó að þeir séu atvinnu- menn á vegum bilasalanna. -S

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.