Þjóðviljinn - 16.11.1977, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 16.11.1977, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 16. nóvember 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 Náðst hefur samkomulag um fiskveiðar í Barentshafi Stejha að meiri upp• byggingu fisk- iðnaðar í Alaska 1 októbermánuði var fjölmenn sendinefnd frá Alaska á ferð i vestur Evrópu til að kynna sér þar uppbyggingu fiskiðnaðar, vélaframleiðslu til fiskiðnaðar, smiði fiskiskipa og búnað þeirra. Nefndin kom til Kaupmanna- hafnarog dreifði sér þaðan. Fóru þrir nefndarmanna til Osló og sá útflutningsráöið um fyrirgreiðslu þeim til handa i Noregi. Frá Osló ætluöu þeir til Stavanger en þar eru hinar þekktu Trio vélaverk- smiðjur sem m.a. smíða niöur- suðuvélar. Siðan var meiningin að halda til noröur Noregs og skoða þar frystihús. Þá höfðu þeir einnig hug á að heimsækja veiðarfæraverksmiðjur. og skipasmiðastöövar sem smiða fiskiskip. Markadir norö- manna fyrir þurr- saltfísk Fyrir nokkrum árum keypti Brasilia um það bil 40% af öllum saltfiski sem var fluttur út frá Noregi. Sökum gjaldeyrishafta og innborgunarskyldu saltfiskinn- flytjenda heilt ár fram f timann, hefur þessi markaður mjög dreg- ist saman siðustu árin, enn þó aldrei meir heldur en á yfirstand- andi ári, eða um 20% á þremur ársfjórðungum yfirstandandi árs, miðað við yfir sama timabil i fyrra. Með þessa staðreynd I huga hefði maður getaö hugsað sér aö eitthvað kreppti nú aö saltfisk- verkun og saltfiskútflutningi norðmanna. En það er síöur en svo,að þannig sé ástatt, þvi allar saltfiskverkunarstöðvar i Noregi hafa gengið með fullum afköstum allt árið og eftirspurn eftir full- verkuðum saltfiski aldrei veriö meiriá erlendum mörkuðum, eða útfhitningur meiri. Þá hefur verð á saltfiski veriö stigandinú slðari hluta ársins. Norskur fullverkað- ur saltfiskur er nú fluttur Ut til fleiri landa en nokkru sinni áöur. Á meðal þeirra nýju markaðs- lands sem nú taka við umtals- verðu magni af norskum saltfiski eru bæöi Frakkland og Vene- zuela. Helge Rost formaöur I lands- félagi saltfiskútflytjenda sagöi nýlega I viðtali við blaðið „Nordlys” að einasti saltfisk- markaður sem norskir útflytj- endur hefðu áhyggjur af væri markaðurinn i Brasiliu. Háskólinn I Tromsö i Noregi hefur nú tekið við þvl hlutverki I norskum menntamálum, að hafa forustu um allaæðriimennt un I útgerð, svo og I rannsóknum á lifriki hafsins. Komið hefur verið á fót öflugri rannsókna - stofnun við háskólann sem vinn- ur að margvislegum rannsókn- um tengdum náminu. Hér á myndinni er nýr 50 feta vélbátur sem háskólanum var afhentur nú i haust tii rannsóknaferða. Báturinn er með 200 hestafla vél búinn mjög fullkomnum rann- sóknatækjum, en að auki með búnaðitil fiskveiða. t bátnum er litil rannsóknastofa, hann get- ur tekið 10-12 stúdenta I einu I rannsóknargerðir sem standa yfir i hálfan sólarhring eða svo. Báturinn heitir Ottar, og leysir hann af hólmi gamlan bát sem háskólinn hefur haft fram að þessu. NORSKU FRYSTIHÚSIN: Sýnishorn af Evrópuverði Lægsta leyfilegt útflutningsverð á frosnum fiski frá Noregi til Finnlands. Gildir frá 1. nóv. 1977: (Verðið er fob. verð) Þorskflök 300 gr. pakn. n.kr. 13,45 kg. lsl. kr. 515,80 kg. Þorskflök 400 gr. pakn n.kr. 13,20 kg. tsl. kr. 506,22kg. Þorskfl. std. pakn. n.kr. 11,00 kg. tsl. kr. 421,85 kg. Grálúðufl. 300 gr. pakn. n.kr. 12,05 kg. tsl. kr. 462,11 kg. Grálúðufl. 400 gr. pakn. n.kr. 11,80 kg. tsl. kr. 452,53kg. Grálúðufl. std. pakn. n.kr. 10,35kg. tsl. kr. 396,92kg. Karfafl. 300 gr. pakn n.kr. 10,10 kg. tsl. kr. 387,33 kg. Karfafl. 400 gr. pakn. n.kr. 9,80 kg. tsl. kr. 375,93 kg. Karfafl. std.pakn. n.kr. 8,80 kg. lsl. kr. 337,48 kg. Ufsafl. 300gr.pakn n.kr. 9,95 kg. ísl. kr. 381,58 kg. Ufsafl. 400gr.pakn. n.kr. 9,70 kg. ísl. kr. 371,99kg. Ufsafl. std. pakn n.kr. 7,90 kg. tsl. kr. 302,96 kg. Ýsufl. 300 gr. pakn. n.kr. 13,95 kg. tsl. kr. 534,98 kg. Ýsufl. 400 gr. pakn. n.kr. 13,70 kg. tsl. kr. 525,39 kg. Ýsufl. std. pakn. n.kr. 11,85 kg. tsl. kr. 454,44 kg. Karfi heilfrystur n.kr. 4,70 kg. tsl. kr. 180,24 kg. Þá er fastsett minnsta verð á frosinni fiskblokk og er þaö sama á öllum fisktegundum og greitt er fyrir 400 gr. pakningar -r 10%. Frá ofanskráðu verði má draga allt að 3% i sölukostnað. Heimild að ofanskráðum verðum er tekin úr blaðinu Fiskaren frá 31. okt. s.l. í formála er sagt að verð þetta sé fast sett af sjávarútvegsráöuneytinu sem lægsta verð á Finnlandsmarkað samkvæmt lögum 30. júni 1955 no. 10. Á samningafundi Sovétmanna og Norðmanna um 20. okt. i Osló náðist samkomulag um alla veiði i Barentshafi næsta ár. Heildarveiði af þorski er miðuð við 810 þús. tonn sem skiptist þannig: Hver þjóð norðmenn og sovétmenn meiga fiska IBarents- hafi 340 þús. tonn. Þá meiga norðmenn veiöa 40 þús. tonn af svokölluðum strandþorski við Noreg og sovétmenn önnur 40 þús. tonn af þorski sem þeir nefna Murmanskþorsk. Þá er ætlunin aö deila niður á aðrar þjóðir 130 þús. tonnum af þorski. Þetta er 20 þús. tonna lækkun frá yfirstand- andi ári. Af þessu eiga þær þjóðir sem fá leyfi að veiöa 20 þús. tonn á mið- unum við Svalbarða. Þá er ákveðiö að veiða I Barentshafi 150 þús. tonn af ýsu. Ýsuafli skiptist jafn á milli norðmanna og sovét- manna. Þorskurinn sem erlend- um skipum veröur leyft að veiða utan Svalbarðamiða á að skiptast ámillilandhelgi Noregs ogSovét- rikjanna þannig, að 66 þús. tonn verð veidd i landhelgi Noregs en 44 þús. tonn i landhelgi Sovétrikj- anna. Erlendum skipum veröur út- hlutaö 20 þús. tonnum af ýsu, þar af 12 tonnum frá Noregi og 8 þús. tonnum frá Sovétrikjunum. So- vétmennfáað veiöa 5 þús. tonn af ufsa i norskri landhelgi en fengu að veiða 10 þús. tonn I ár. Þá fá þeiraö veiöa75þús. tonn afkarfa istað 95 þús. i ár og 12,500 tonn af grálúðu I stað 14,000 tonna I ár. Móti þessu fá norðmenn að veiöa smáhval I landhelgi Sovétrikj- anna ótakmarkaö, eftir þvi sem alþjóðasamþykkt segir til um. Þessi samningur sovétmanna og norðmanna virðist i reynd eiga bara að gilda um togveiðar á þessum sióðum, þvl tekiðer fram aö eftir að þessum þorskveiöi- kvóta er náð þá meigi veiða meö linu.netum og handfærum. Frest- að var að gera samning um 135 m.m. möskva i togvörpu þar til fyrir lægi árangur af tilraunum sem báðar þjóðirnar eru nú að gera með þá möskvastærð. Norömenn sækja um leyfi fyrir þau skip sem stunda veiðar i landhelgi Sovétrikjanna og Sovét- rikin um leyfi fyrir þau skip sem veiða i landhelgi Noregs. Norskir fiskifræðingar reikna með að þorskhrygningarstofn- inn I Barentshafikomist i 1 miljón tonn á næsta ári. Norömenn voru búnir að ákveða stækkun á möskva I togvörpum i 135 m.m. frá nýári en veröa nú að fresta þeirri ákvörðun vegna þessa samnings. Jóhann J.E. Kúld fiskimái Nýtt heimsmet, köfiin ú 500 metra dýpi Tveir franskir kafarar slógu heimsmet I köfun I s.I. október-mánuöi I Miðjarðar- hafiþcgar þeir voru I 20 mln- útur niðri á 501 m. dýpi. Kaf- arar þessir voru I flokki 6 franskra kafara sem voru að viku æfingum við djúpköfun hjá félagi sem er tengt franska sjóhernum. Daginn eftir aö þeir kom- ust niður á 501 m. dýpi þá framkvæmdu þessir tveir kafarar erfiöa vinnu niðri á hafsbotni þar sem dýpið var 460 m; þeir tengdu saman oliuleiðslu sem sett hafði verið niður á þetta mikla dýpi. Þetta afrek frakkanna er talið hafa mikið verklegt gildi þar sem fyrirtækið Comex sem þeir vinna hjá hefur komið viö sögu viö við- gerðir á oliuleiðslum m.a. frá borpöllum i Norðursjó. Norðmenn - auka rekneta- veiðar á síld Til viðbótar þeim 27 þús. hektó- litrum af stórsild sem veidd var I reknet i byrjun veiðanna nú i haust, þá hafa nú bátar, sem ekki gátu tekið þátt i veiðunum þá, faigiö leyfi til að veiða i reknet 6 þús. hektólitra. Var land þar sem Noröur- • r sjor er nú? Norskir visindamenn hafa nú komið fram með þá kenningu að fyrir 12.000-13.000 árum hafi veriö land yfir mikinn hluta Norður- sjávar. Þeir segja á þessum tima hafi árós Rinar verið norðan við Doggerbanka I Noröursjó. Og þá mátti ganga þurrum fótum frá Englandi til Sviþjóöar,segja þeir. Það sem talið er styöja þessa kenningu norsku visindamann- anna er að ýmsir hlutir Ur beini svo sem skutlar og fleira hafa verið að finnast á botni Norður- sjávar siðustu áratugina. Sumt af þessum gömlu minjum sem vitna um gamla mannabyggö hafa komiö upp I togvörpum af botni Noröursjávar. Elstu örugg merki um búsetu fólks I Noregi hafa fundist á östfold og eru þær minjar taldar vera 10.000 ára gamiar. Visindamennimir telja ekki ósennilegt að fyrstu Ibúar Noregs hafi komið frá hinu sokkna landi þar sem Noröursjór er nú.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.