Þjóðviljinn - 16.11.1977, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 16.11.1977, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 16. nóvember 1977 PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða LOFTSKEYTAMENN/SIMRITARA að loftskeytastöðinni á Höfn i Hornafirði. Nánari uppíýsingar verða veittar hjá starfsmannadeild og stöðvarstjóra á Höfn i Hornafirði. H j úkrunarf ræðingur Hjúkrunarfræðing vantar nú þegar að Fjórðungssjúkrahúsinu Neskaupstað. íbúð fyrir hendi. Upplýsíngar gefur hjúkrunarfram- kvæmdastjóri i sima 97-7403. Fjórðuiigssjúkrahúsið Neskaupstað Starfsmaður óskast Starfsmaður óskast til afgreiðslu, vélrit- unar og fl. Umsóknir sendist til skrifstofu samlagsins fyrir 25. þessa mánaðar. Sjúkrasamlag Hafnarfjarðar SlaSberar Óskast í eftirtalin hverfi: Kaplaskjól- Meistaravellir Höfðahverfi Hverfisgata- Lindargata Laufásvegur ÞJÚBVIUINN Vinsamlegast hafið samband við afgreiðsluna Síðumúla 6 — sími 81333. Háskóli íslands óskar eftir að ráða stundakennara í spænsku. Umsóknum sé skilað til skrifstofu heimspekideildar, Árnagarði, fyrir 1. desember 1977. á4 Blikkiðjan Asgarði 7/ Garðabæ W önnumst þakrennusmiði og “ uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð SÍMI53468 Aðalsími Þjóðviljans er 81333 Frá Þórshöfn: r Ibúðir fyrir eldra fólkið Frá mannlifinu á Þórshöfn á Langanesi hafa okkur borist eftirfarandi fréttir: Framkvæmdir Undirbúningur er nú hafinn aö varanlegri gatnagerð i þorp- inu. Skipt hefur verið um jarð- veg i götum jafnframt þvi sem lagnir i þeim hafa verið enduF- nýjaðar. Stefnt er að þvi að leggja oliumöl á göturnar næsta' sumar og er nú búið að flytja 2600 tonn af henni til Þórshafn- ar. Brýn nauðsyn var orðin á þvi að bæta við skólahúsnæðið. Var nú byrjað á þvi i haust og steyptur grunnur á viðbótar - álmu. Lengra er þvi verki ekki komið ennþá, en vonandi dregst ekki um of að áfram verði fetað og stundum hefur þaö a.m.k. sannast, að hálfnað er verk þá hafið er. Þá er hafin bygging á ibúðum fyrir eldra fólkið. Er nú verið að vinna við fyrsta húsið, en i hverju húsi eiga að vera fjórar ibúðir. Húsin verða byggð á lóð læknamiðstöðvarinnar og i tengslum við hana. Otgerð og fiskvinnsla. Fremur litil vinna hefur verið i frystihúsinu að undanförnu. Þó var hún nokkur á meðan snurvoðarbátar voru að veiðum, en ógæftir og erfið tið hefur torveldað veiðar þeirra að undanförnu. Togarinn Fontur hefur verið i viðgerð að undanförnu. Er þess vænst, að þeim lagfæringum ljúki nú um miðjan mánuð. Ætti þá vinna i frystihúsinu að aukast á ný. Sauðf járslátrun Sauðfjárslátrun er nú fyrir . nokkru lokið á Þórshöfn,en hún hófst þann 19. sept. og stóð i fimm vikur. Alls var slátrað 14.500 fjár, 600 kindum á dag. Þyngsta dilkinn, sem i húsið kom að þessu sinni átti Lárus Jóhannsson, bóndi á Hallgils- stöðum, og vóg hann 32 kg. Mesta meðalvigt var hjá Eiriki Ragnarssyni á Þórshöfn, 18.5 kg., en meðalvigt allra dilka, sem slátrað var i húsinu var 16.2 kg- Sláturhússtjóri i haust var Jóhannes Sigfússon, bóndi á Gunnarsstöðum. Kaupfélag Langnesinga rekur húsið og tek- ur það fé til slátrunar af Langa- nesi, Langanesströnd, Þistil- firði og Bakkafirði. —mhg Tala búfjár á Vestfjörðum Sama þróun hefur orðiö á Vestfjörðum og á Reykjanessvæöinu og Vesturlandi aö þar hefur nautgripum og sauðfé farið fækkandi á árabilinu 1974 til 1976. Hrossum hefur aftur á móti f jölgað litillega.hlutfallslega mest i Bolungarvfk eða úr 5 í 20. Nautgripir Sauðfé Hross 1974 1975 1976 1974 1975 1976 1974 1975 1976 A. Baröastrandars. 497 416 354 12487 11512 11109 153 120 116 V. Barðastrandars. 501 484 463 12632 12557 11830 40 52 39 V-tsafjarðars. 461 372 361 14393 14442 14185 74 83 93 N-lsafjarðars. 364 332 363 11244 11560 11481 104 117 125 Slrandasýsla 499 409 388 25391 25708 26570 424 433 437 ísafjörður 113 79 94 1479 1544 1559 32 34 39 Bolungarvik 52 60 56 1285 1320 1243 5 21 20 A umræddu árabili hefur nautgripum á Vestfjörðum fækkað um 408, sauðfé um 934 fjölgað um 37. en hrossum — mhg Hvað fá bændur fyrir afurðir sínar *> mm 2iín ■ Nokkiið mun það vera I útbreidd skoðun að landbún- ■ aðarafurðir séu mun dýrari hér I á landi en gerist i öðrum lönd- [ um. Erfitt er að gera nákvæman ■ samanburö á greiðslum til I bænda milli landa, þvi viðast fá [ bændur beinar greiðslur, sem I ekki koma fram i afuröaveröinu ■ nema þá til lækkunar. Ef gerður er samanburður á ■ afurðaverði til bænda i Sviþjóð, I Noregi og Islandi, þá mætti B eflaust hækka verðið töluvert til ■ bænda i Sviþjóð og Noregi mið- I að við islenska veröið, þar sem £ bændur i þeim löndum fá m.a. 1 héraðsstyrki, niðurgreiddan ■ áburð, þeir fá styrk út á vothey, | styrki út á ásetta gripi, greidd- ■ an niður flutningskostnað og I margvislega aðra styrki, sem u islenskir bændur fá ekki. | Hér verður eingöngu getið \ þess verðs, sem bændur fengu ■ greitt, eöa réttara sagt áttu að I fá greitt fyrir innlegg i siðast- ? liðnum mánuði og er verðiö I miðað við gengi islensku krón- ■ unnar 1. nóv. og 1. kg. af kjöti. | Fyrir nautakjöt i öðrum ■ verðflokki: I íslenskir bændur, 564 kr., m norskir, 762. kr. sænskir 686 kr. Fyrir kýrkjöt: Islenskir ■ bændur 398 kr., sænskir 598 kr., I norskir 722 kr. Dilkakjöt: tslenskir bændur 5 634 kr., sænskir 675 kr., norskir | 863 kr. ■ Fyrir hrossakjöt fá sænskir | bændur 490 kr. en islenskir ■ bændur fá fyrir folaldakjöt 294 ■ kr. Niðurgreiðslur á matvæli eru ■ mun hærri i Sviþjt- og Noregi en ■ á tslandi. 1 Sviþjóð er dilkakjöt L greitt niöur um 344 kr. en á Islandi um 210 kr., kýrkjöt er greitt niður i Sviþjóð um 128 kr., á Islandi um 76 kr. í Sviþjþð er hrossakjöt greitt niður um 79 kr. en hér er það ekki niðurgreitt. (Heimild: Uppl.-þjón. landb.). —mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.