Þjóðviljinn - 16.11.1977, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 16.11.1977, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 16. nóvember 1977 i'ÞJóÐVILJINN — StÐA 5 af eriendum vettvangi ÁTÖKIN í EÞÍÓPÍU Liðsmenn úr bændahernum, sem eþlðpskir ráðamenn buðu Ut gegn í sænska timaritinu Komment- ar, 5.-6. hefti 1977, birtist grein um byltinguna i Eþiópiu eftir Su- sanne Sommer. Verður efni greinar hennar enn rakið stutt- lega. (Skammstafanir visa til heita viðkomandi stofnana og samtaka á ensku.) I. Nýju vinnumálasamþykktinni mun hafa verið vel tekið, og hún mun jafnvel hafa vakið meiri vonir á meðal verkafólks en efni stóðu til. Annað mál bar samt hærra i ársbyrjun 1977. Innan Al- eþiópsku sósialistahreyfingarinn- ar (AESM) voru uppi raddir um, að óþarft væri að draga uppsetn- ingu samyrkjubúa i langinn. And- mæli við að vinda bráðan bug að stofnun þeirra heyrðust ekki að- eins frá Byltingarflokki eþiópskra þjóða (EPRP), heldur einnig innan samtaka hermanna. Tók herstjórnarráðið fljótlega af skarið og lýsti yfir, að þessa hluti yrðu bændur sjálfir að gera upp við sig. Úr veröbólgu hafði ekki dregið, frá þvi að samtök hermanna tóku stjórnartaumana I sinar hendur. Siðla vetrar varð I bæjum þurrð á sumum vörum. Um var kennt gróðabralli kaupmanna og hamstri þeirra, sem auraráð höfðu. Meö tilskipun kom her- stjórnarráðið á verðlagseftirliti og lagði bann við hvers kyns spá- kaupmennsku. Þeir, sem brotleg- ir urðu við tilskipunina, sættu þungum refsingum og voru I út- varpi og blöðum úthrópaðir efna- hagslegir skemmdarvargar. I lok september var skipt um gjald- miðil. Samtök hermanna settu 21. april fram markmið sin i yfirlýs- ingu, Stefnuskrá lýðræöislegu eþiópsku byltingarinnarog kunna þá að hafa tekið mið af kosning- um til stjórna bæjar- og sveitar- félaganna nýju, sem fram áttu að fara i júli. Um þær sömu mundir tók skipulagsstofnun fólksins til starfa. 1 þessari stefnuskrá sinni kváðust samtök hermanna vinna að upptöku lýðræðislegra stjórnarhátta og stofnun alþýðu- lýðveldis og hétu jafnframt að skerða ekki sjálfsforræði, sem einstakar þjóðir landsins hefðu notið fyrir byltinguna. Tveimur dögum eftir birtingu stefnuskrár- innar fóru andstæðingar samtaka hermanna og Aleþlópsku sósialistahreyfingarinnar I hóp- göngu um Addis Ababa, I orði kveðnu til að krefjast breytinga á mannaskipan I menntamálaráðu- neytinu. Lauk göngunni I blóðug- um óeirðum. Rösklega þremur vikum siðar, 16. mai, birti her- stjórnarráðið tillögur i 9 liðum að sáttagerð i Eritreu. Þegar undirbúningúr undir væntanlegar kosningar til stjórna bæjar- og sveitarfél. var að hefj- ast snemma sumars, frestaði herstjórnarráðið kostningunum um nokkrar vikur. Bar það við, að gagnbyltingarmenn heföu hreiðrað um sig i hverfisstjórnum sumra bæjar- og sveitarfélaga og að þeir mundu hindra lýðræðis- lega framfylgd kosninganna. (Allur þorri kjósenda er ólæs og óskrifandi.) Skipti það engum togum, aö herinn hratt mönnum þessum úr stöðum þeirra. A hinn bóginn færðist herinn undan af- skiptum af undirbúningi kosning- anna i sveitum, þótt hann léti þær sums staðar til sin taka. Kosn- ingarnar fóru fram siösumars. 1 þeim fengu samtök hermanna og Aleþiópska sósiaiistahreyfingin mikinn meirihluta fulltrúa viðast hvar. Litlu siðar voru stofnuð bæjarvarðlið. Upp I það voru teknar sjálfsvarnarsveitir, sem Aleþióipska sósialistahreyfing- in (AESM) hafði komið sér upp. Þótt herinn gripi inn I undir- búning kosninganna, munu engan veginn allir meðlimir her- stjórnarráðsins hafa verið þvi samþykkir. Um sumarið varð lýðum ljóst, að ráöið var að skipt- ast upp i hægri og vinstri arm. Og munu ýmsir úr hægri armi þess hafa átt I viðræðum við forystu- menn Byltingarflokks eþiópskra þjóða (EPRP) um samstarf þeirra á milli. Þessi uppskipting herstjórnarráðsins varð enn skýrari á öðrum vettvangi um sumarið. Um vorið hafði verið boðið út liði á meðal búenda, einkum I fylkjunum Tigraj og Welle. Liðið var fátæklega búið vopnum, sem sum hver urðu rakin til innrásar- hers Itala 1937. Eftir skamma þjálfun var liðið sent I herför til Eritreu. Þar barðist það við skæruliða, sem flestir munu hafa verið úr Frelsisfylkingu Eritreu (ELF). I júni hófust samninga- viðræður á milli herstjórnarráðs- ins og Alþýðulegu frelsisfylkingu Eritreu (EPLF), var þá tekið að senda liösveitir bænda heim. 1 heimahögum sinum urðu liðs- menn þeirra kjarni svonefnds varðliðs bænda, sem myndað var, hvar sem þvi var við komið. Um heimkvaðningu bændanna og skipulagningu varðliðs þeirra sá Atnefu Abate, annar vara-for- maður herstjórnarráðsins. Um það leyti sem herstjórnar- ráðið hóf samningaviðræður við Alþýðlegu frelsisfylkingu Eritreu (EPLF), var kominn upp ágreiningur milli þess og yfirfor- ingja hersins I Eritreu, Getachew, sem grunaður var um samningamakk við herflokka Eþfópska lýðræöisbandalagsins (EDU) og Frelsisfylkingu Eritreu (ELF). Getrachew hers- höfðingi er sagöur hafa haft sam- ráð við Sissaj Habte, formann stjórnmálanefndar herstjórnar- ráðsins. 1 júli voru Getachew og Sissaj Habte handteknir og skotn- ir, sakaðir um að hafa gengiö gagnbyltingunni á hönd. Að svo komnum málum greip Byltingarflokkur eþiópskra þjóða (EPRP) til hryðjuverka á ný. Og var flokkurinn lýstur I bann 11. september. 1 september réðu til- ræðismenn hans af dögum Fikre Merid, annan höfuðleiðtoga Al- eþiópsku sósialistahreyfingarinn- ar (AESM), og hinn 23. septem- ber sýndu þeir banatilræði Men- gistu Haile Mariam, fyrsta vara- formanni herstjórnarráðsins, en hann særðist einungis litillega á fótlegg. Um haustið kvaðst herinn hafa komist yfir lista, sem gekk á milli tilræöismanna flokksins og sem á voru nöfn þeirra forystu- manna Aleþiópsku sósialista- hreyfingarinnar (AESM) sem þeir skyldu ryöja úr vegi. I herstjórnarráöinu jukust flokkadrættir, þegar leið á árið. Fyrir hægri arminum var Tafari Banti, formaður ráðsins, en fyrir vinstri arminum Mengistu Haile Mariam, fyrsti vara-formaður þess. Hægri armurinn vildi leita sátta við Byltingarflokk eþiópskra þjóða (EPRP) og Eþiópska lýðræöisbandalagið (EDU), sem mátti sin miklu meira. Gegn þeim áformum stóð vinstri armurinn. I desember reyndi hægri armurinn að þrengja að hinum vinstri. Fékk hann þvi framgengt, að tekin var upp þriskipting herstjórnaráös- ins. Fyrir bragðið varð valdsvið Mengistu Haile Mariam minna en áður, þótt hann hreppti titil, sem svaraöi til nafnbótarinnar for- sætisráðherra. Tafari Banti var áfram formaður herstjórnarráðs- ins, og þá um leiö rikisforseti, og æðsti yfirmaður hersins. II. Formaður herstjórnarráðsins, Tafari Banti, gerði grein fyrir stefnu þess I útvarpsræðu 29. janúar 1977 og aftur á fjöldafundi i Addis Ababa daginn eftir. 1 orð hans var lagður sá skilningur, að herstjórnarráðið æskti sátta og samstarfs við Byltingarflokk eþiópskra þjóða (EPRP) og Eþiópska lýðræðisbandalagið (EDU) (Keesing’s Contemorary Archives 1. júli 1977). A fundi i herstjórnarráðinu 3. febrúar kom til uppgjörs á milli hægri armsins og hins vinstri. Munu herst jórnarráösmenn óvinum isuðri og norðri. hafa skipst á skotuin, þegar leið á fundinn, en fregnir af honum eru ekki samhljóða. 1 þeirri viðureign munu hafa fallið átta her- stjórnarráðsmenn úr hægri arm- inum, en fjórir úr hinum vinstri. A fundinum eða rétt eftir hann var Tafari Banti skotinn til bana. Að átta dögum iðnum var Mengistu Haile Mariam kjörinn formaður herstjórnarráðsins, en Abenafu Abate fyrsti vara-for- máður þess. Eftir þessi málalok reið yfir ný alda hryðjuverka. Meðal þeirra, sem ráðnir voru af dögum á næstu þremur mánuöum voru framkvæmdastjóri nýs sambands verkalýðsfélaganna, sem stofnað hafði verið 8. janúar 1977, for- maður sáttanefndar á leið til Eritreu, framkvæmdastjóri félags flutningaverkamanna og Negussie Negassa herstjórnar- ráðsmaður. Sfðla vetrar tóku sómalskir skæruliðar i Ogaden-auöninni að hafa sig mjög I frammi, en I nokkur ár höfðu þeir látið á sér bæra. I mars kom Fidel Castro, forseti Kúbu, á sáttafundi i Aden á milli Mengistu Haile Mariam og Siyad Barre, forseta Somaliu, meðan hann var i opinberri heim- sókn i landinu. Fór sá fundur út um þúfur. 1 sumarbyrjun, áður en I austri hófst hin mikla sókn sómölsku skæruliðanna I Ogaden-auðninni, átti herinn I vestri I höggi við her- flokka Eþiópska lýðræðisbanda- lagsins (EDU) á landamærum Súd- ans og I fylkinu Begemdir, sem þjálfaöir höfðu verið I Súdan, og I norðri, i Eritreu, við tvær fylking- ar þarlendra skæruliða, Frelsis- fylkingu Eritreu (ELF) og Alþýð- legu frelsisfylkinguna (EPLF), einkum hina fyrrnefndu. í þess- um vanda greip herstjórnaráðiö til þess ráðs að bjóða út nýjum bændaher og setja á hann trausí sitt. 7.11.1977 H.J. ITT LITSJÓNVARPSTÆKI ITTsjónvörp eru að sjálfsögðu með köldu kerfi. VIDOM KERFI ITT byggir litsjónvarpstæki sín upp á einingum og við hverja einingu er tengt Ijós. Þegar bilun verður í einingu slökknar ljósið. Þetta auðveldar mjög viðgerðir, þannig að 90% viðgerða fer fram í heimahúsum. ITT hefur í sinni þjónustu 25.000 manns sem eingöngu vinna við rannsóknir og tilraunir. Þetta tryggir að nýjasta tækni er ávallt notuð í tækjum frá ITT. ITT hefur á litsjónvarpstækjum sínum sérstakan takka, sem sjálvirkt, samræmir bestan lit og skarpleika myndar. ITT er búið sjálfvirku öryggi.sem virkar þannig að ef rafmagnsspennan fer upp eða niður fyrir æskilega spennu, þá slökknar á tækinu, og fer það ekki í gang aftur fyrr en spennan er orðin eðlileg. Þetta kemur í veg fyrir að viðkvæmir hlutir skemmist. U BRÆÐRABORGARSTÍG1 F SÍMI20080

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.