Þjóðviljinn - 16.11.1977, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 16.11.1977, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 16. nóvember 1977 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 3„Þad er ein af skyldum verkalýösfélaganna, aö fræða sitt fólk, og svona væri ekki komið, ef ætið hefði verið hugsað nægilega um að viðhalda vexti hins gróandi trés, með öðrum orðum að fræða og virkja félagsmennina” Guöfinna Friðriksdóttir/ verkamaöur, Haf narfirði: Upphafið eða endalokin? Eitt helsta vandamál verka- lýðshreyfingarinnar er, hversu erfitterað fá fólk til starfa fyrir hreyfinguna. Þessir erfiðleikar stafa mestmegnis af vanþekk- ingu, sem ætti að vera búið að útrýma svotil alveg. Við verð- um að vera þess minnug að nú er 1977, ekki 1916, og hreyfingin búin að slita barnsskónum. I svo að segja hverjum afkima lands- ins starfa hagsmunasamtök verkafólks, en þrátt fyrir það getur verkalýðshreyfingin ekki starfað af fullum krafti, hún getur ekki hafið fulla sókn fyrr en fleira fólk kemur til starfs og verður virkt. Þáttur menntunar hefur verið illilega vanræktur, þvi miður Nú kann einhver að spyrja: „Nú.en Menningar- og fræðslusamband alþýðu, bréfaskólinn og Félags- málaskóli alþýðu eða hvað það nú heitir? Þau hafa haft báða skólana og námskeið i gangi.” Þetta er alveg rétt. MFA og Félagsmálaskólinn hafa gert þó nokkurt gagn og veitt þvi fólki sem þangað hefur sótt þekkingu sem ekki verður grandað. Þá menn sem við þetta starfa skal á engan hátt vita, þeir eru vel starfi sinu vaxnir og vinna ötul- lega. Hvað er til ráða? Menningar og Fræðslusam- bandið og skólarnir gefa okkur mjög mikla möguleika á fræðslu um verkalýðsmál og félagsmál auk almennrar skólafræðslu, en það skortir fjármagn til þess að gera þetta fullnægjandi. Það er skylda verkalýðshreyfingarinn- ar og þjóðfélagsins i heild að stuðla að meiri framgangi þess- ara skóla. Þvi skyldi verkafólk ekki eiga sinn eigin skóla eins og Félagsmálaskólann, þar sem það getur lært að þekkja sinn rétt og sina stöðu? Það er hagur alls þjóðfélagsins að eiga vel- upplýst og þenkjandi verkafólk. Við þurfum aö hagnýta það afl sem við höfum, okkur sjálf. Við þurfum að virkja verkalýðs- félögin og ekki sist þau sem slen er komið i. Allt okkar er undir verkalýðshreyfingunni komið, við getum ekki látið verkalýðs- félög með inflúensu viðgangast. Þau veikja okkur aðeins útávið. Við þurfum að bæta, breyta og byggja verkalýðshreyfinguna betur. MFA er lykillinn að þvi. MFA gefur okkur ótrúlega mikla möguleika á þeim umbót- um. Hinn almenni félagsmaður virðist furðulega áhugalaus um sin mál. Hefur fólk ekki hugsað úti hvers vegna? Þetta er spurning stór sem við verðum samt að leitast við að svara. Svarið felur i sér gagnrýni, en það þýðir ekki lengur að Uekkja sjálfan sig og lita á máliö bara frá einni hlið. Við verðum að skera á þetta kýli, þvi fyrr þvi betra. Hlutur stjórna verkalýðsfélaga og fé- lagsmanna. Mitt álit er það að við félags- menn höfum kastað ábyrgðinni yfir á stjórnendur félaganna og hugsað sem svo „Allt i þessu fina, stjórnin sér um þetta”,og stjórnin hugsar máske: „Félag- amir eru alveg áhugalausir, hvers vegna ættum við þá að gera nokkuð fyrir þá?” Sem sagt, alveg gagnkvæmt, og upp- skeran er eins og við er að bú- ast: engin — Það er ein af skyldum verkalýðsfélaganna að fræða sitt fólk, og svona væri ekki komið ef ætíð hefði verið hugsað nægilega um að við- halda vexti hins gróandi trés, með öðrum orðum að fræða og virkja félagsmennina; frum- kvæðið verður að koma ein- hvers staðar frá. Þetta atriði hefur verið svo illilega vanrækt I sumum félög- um að enginn er til að halda starfinu áfram. Stjórnin er heimaskitsmát, hvort sem er viljandi eða óviljandi. Félögin visna ogeru ekki lengurhið gró- andi tré sem þau ættu að vera. Við verðum að færa verka- lýðshreyfinguna fram á við, endurlifga þessi verkalýðsfélög með kransæðastifluna, losa hana i burtu, það eru okkar hagsmunir. Undirstaða alls er þekking. MFA og skólarnir eru stofnanir sem við þurfum að stækka ogútvikka, þæreru liður i baráttu okkar fyrir bættum lifskjörum. Tökum höndum saman, virkjum félögin, félag- ana, og gerum það sem gera þarf, ræðum málin af fullri hreinskilni. Vandamáliðer ekki svo stórt ef við stöndum saman aðþviað leysaþaðá réttan hátt, þannig að það komi ekki bara okkur til góða heldur lika börn- um okkar og barnabörnum. Guðfinna Friöriksdóttir verkamaður.Hafnarfirði. bækur bækur bækur bækur bækur bækur bækur bækur Aldirnar hafa í sjötta skipti orðið Bókaútgáfan Skjaldborg á Akureyri hefur gefið út sjötta bindið i bókaflokkinum Aldnir hafa orðið. Safninu er gefinn sá formáli að það „varðveitir ýmsar frásagnir eldra fólks, eins og það sjálft seg- ir frá. Jafnframt eru frásagnirn- ar fróðleikur um þetta fólk, þótt engan veginn sé um ævisögur að ræða”. Ferilorð, ljóð Jóhanns S. Hannessonar AB hefur gefið út fyrstu ljóða- bók Jóhanns S. Hannessonar, hins kunna skólamanns, og heitir hún Ferilorð. Ljóðin eru ort á árunum 1956-75 og skiptast i fjóra bálka: Aldur, Menntun, Embættisstörf og Rannsóknir og fræðimennska. Ljóðum Jóhanns er svo lýst: „Einkenni þeirra eru myndrik- ur still, samþjöppun efnisins, skarpskyggni og skynsamleg svartsýniá lifiðog tilveruna. Þau eru i senn sérstæð og fjölbreyti- leg, sum hörð og miskunnarlaus, önnur ljóðræn og mild” Erlingur Daviðssonhefur skráð frásagnirnar i þessu bindi sem og i hinum fyrri. Þau sem segja frá eru Guðlaug Narfadóttir, Guðni Þórðarson,Hólmsteinn Helgason, Snæbjörg Aðalmundardóttir, Stefán Jasonarson, Þorleifur Agústsson og Þorkell Bjömsson. Bókiner269bls ogfylgja mynd- ir af sögumönnum. Guðrún Helgadóttir skrifar bók: Um sjónvarps- strákinn Palla Iðunn hefur sent frá sér nýja barnabók: Pál Vilhjálmsson eftir Guðrúnu Helgadóttur, höfund bókanna um Jón Odd og Jón B jarna og Tótu i afahúsi, sem all- ar hafa verið endurprentaðar hvað eftir annað og fullorðnir sem börn hafa gagn og gaman af. Fyrsta bókin um Jón Odd og Jón Bjarna kemur út I Kaupmanna- Páll Vilhjáltnsson Ætlar hann aldrei að að þagna karlskrattinn? eftir Magnús Magnússon Magnús Magnússon. Þessi bók sem Skuggsjá gefur út spannar 60—70 ár af ævi Magnúsar Storms, hins ritsnjalla og glaðbeitta gleðimanns, sem flestir þeir, sem komnir eru yfir miðjan aldur, muna og dá fyrir hreinskilni og hvassan penna. Hér gætir ef til vili að nokkru breka þroskaáranna og þá kannski lika óra ellinnar, eins og höfundur kemst sjálfur að orði i formála bókarinnar, þvi sá Magnús Stormur, sem á fyrri hiuta þessa tfmabils lifði „hinu ljúfa lifi” við drykkju og spil og naut samvista við fagrar konur og átti að auki 10—12 gangandi vixla i bönkum, hefur nú söðlað um og breytt um lifsstil. Heimsiistarmaðurinn er orðinn lystarlaus á vin og konur, lætur sér nægja að spila bridge, og i stað vixlanna er komin vaxta- aukabók. höfnþessa dagana I þýðingu Helle Degnböl og verið er að undirbúa útgáfu i fjölmörgum öðrum lönd- um. Páll Vilhjálmsson fjallar um sjónvarpsstrákinn Palla, sem all- irkannastvið úrStundinniokkar, en Guðrún samdi þætti Sirriar og Palla eins og kunnugt er. Hún segirfrá Palla eftirað hann hætti i sjónvarpinu, viðskiptum hans við umheiminn og samskiptum hans við fullorðna og börn. Gunnar Baldursson, starfsmaður sjónvarpsins og sá sem upphaf- lega „hannaði” Palla, hefur gert myndir á myndasiður, en Kristin Pálsdóttir tók ljósmyndimar sem prýða bókina. Sérstakar slður úr „brandarabókinni” hans Palla auka fjölbreytni hennar, en að öðru leyti er bókin samfelld saga um Palla og umhverfi hans. Bökin er gefin út með samþykki lista- og skemmtideildar sjónvarpsins,ogber að fagnaþvi, að islensk börn njóta nú góðs af þvi að vandlátir höfundar eru faignir til að að annast efni fyrir börn i sjónvarpinu. Bókin er 112 bls. að stærð, litprentuð i Hafnarprenti Flokkurinn Lönd og lýðir: Ungverjaland og Rúmenía Jóhann S. Hannesson Ungverjaland og Rúmenia heit- ir nýtt bindi i flokknum Lönd og lýðir, sem nú telur alls tuttugu og eina bók. Ritið er 295 blaðsiður að stærð og prýtt fjölda mynda. Höfundur bókarinnar, Þórunn Magnúsdóttir skólastjóri á Svalbarðseyri við Eyjaf jörð, er i hópi hinna fáu íslendinga er lagt hafa leiðirsinará þessar fögru en sögufrægu slóðir. Segir hún itarlega frá Ungverja- landi og Rúmeniu, þjóðunum sem lönd þessi byggja, atvinnuvegum þeirra, sögu og menningu. Bókin um Ungverjaland og Rúmeniu er i meginatriðum hliðstæð að gerð fyrri ritum flokksins Lönd og lýöir, sem nýtur mikilla vinsælda. Var til útgáfu hans stofnað I þvi skyni aö kynna Islendingum riki og þjóðir úti i heimi og vikka andlegan sjóndeildarhring lesenda. Meðal myndanna I bókinni eru kort að báðum löndunum sem frá greinir. Finuski rithöfundurinn Pekka Parkkinen talar um nútima skáldskap i Finnlandi miðvikudaginn 16. nóvember kl. 20:30. Verið velkomin. NORRÆNA HÚSIÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.