Þjóðviljinn - 16.11.1977, Page 8

Þjóðviljinn - 16.11.1977, Page 8
8 SÍÐA — WÓÐVILJINN Miðvikudagur 16. nóvember 1977 Alger hafnieysa. Hér eru skútur i Reykjavíkur- höfn. . . í hillingum æskuáranna Gils Guömundsson I vikulokin síðustu kom í endurútgáfu aukið og end- urbætt hið mikla ritverk Gils Guðmundssonar, al- þingismanns og rithöfund- ar, — Skútuöldin—. Verk þetta var frumútgefið á árunum 1944 og 1946 í tveimur stórum bindum, en að þessu sinni er verkið i 5 bindum, samtals 1750 blaðsíður, prýtt 615 Ijós- myndum, frá tíma skútu- aldar á (slandi. Um það deila menn ekki, að þetta ritverk Gils Guð- mundssonar er eitt merk- asta heimildarrit sem komið hefur út á íslandi hin síðari ár. Með þessu riti hefur Gils komið í veg fyr- ir að sá merki þáttur í ís- lenskri útgerðar- og sjó- mannasögu, sem skútuöld- in vissulega er, gleymdist um leið og þeir sem þátt tóku í þessu starfi féllu frá. Nú , árið 197Z væri ó- hugsandi að skrifa þetta verk af sömu nákvæmni og Gils gerði, vegna þess að flestir þeir sem muna skútutímabilið eru fallnir frá. Það hefur sjálfsagt varla mátt tæpara standa, þegar Gils réðst í að rita þetta verk. En hver var á- Sennilega helsta ástæðan fyrir því að ég réðist i að skrifa þetta verk, sagði Gils Guðmundsson alþingismaður og rithöfundur um hið mikla ritverk sitt, Skútuöldina stæðan fyrir tilurð þessa risavaxna og stórmerka ritverks? Til að að fræðast um það, heimsóttum við Gils morgun einn fyrir skömmu og báðum hann segja frá því, svo og ýmsu öðru varðandi þetta rit- verk. Hillingar æskuaranna „Ætli uppruni þessa sé ekki sá, aö ég sem lítill drengur náði i skottið á skútuöldinni heima i ön- undarfirðí Eg man vel eftir þvi eitt sinn þegar ég var liklega 6 ára gamall að faðir minn lagði skútu sinni fyrir framan bæinn heima og ég fékk aö fara um borð. Þetta var snemma vors, skúturn- ar voru geröar út frá þvi snemma á vorin og fram i vetrarbyrjun, ekki yfir veturinn. • Þá var þaö rikt einkenni á Vest- firðingum að dá mest i fari manna dugnaö við sjósókn og þá sem skörúðu framúr sem afla- menn. Þetta var jafn rikt i Vest- firðingum á þeim árum eins og það var draumur allra Þingey- inga að verða skáld og rithöfund- ur og dá orðsins og andansmenn meira en aðra. Það siaðist að sjálfsgöðu inni mann, sem barn, þessi aðdáun á dugmiklum sjó- mönnum, einkum aflamönnum. Og auðvitað ætluðum við strák- arnir allir að verða sjómenn, miklir aflamenn og helst af öllu aflaskipstjórar. Svo rik var þessi aðdáun manna á aflamönnum vestra, að sumir urðu nafnkunnir um alla firði, jafnvel viða um land, fyrir það að skara framúr við fiskdrátt á handfæri. Ég man eftir einum manni sérstaklega. Hann var úr önundarfirði og hét Kristján. Það var alveg sama á hvaða skútu hann var, alltaf dró hann meira en aðrir. Kristján var ekki mikill fyrir mann að sjá, tæplega meðalmaður á vöxt, smágerður, næstum nettur. Eng- inn var hann burðamaöur, en svo fiskinn að með ólikindum var. Aldrei miklaðist Kristján af þessu, nema hvaö eftir honum var stundum haft, ef hann var hreifur af vini: — Það er engin kúnst að vera hæstur á sinu skipi, en að vera hæstur yfir alla Vestfirði, það er kúnst... Grúsk Ég fór á sjó eins og aðrir ungir menn vestra, en svo missti ég heilsuna, þurfti að fara á Vifils- staði. Ég þykist vissum að ég hefði farið i Stýrimannaskólann ef þannig hefði ekki farið, en þeg- ar heilsan bilaði kom þaö ekki til greina. Þess i stað fór ég i Kenn- araskólann og útskrifaðist úr honum vorið 1938. Meðan ég stundaði námið i Kennaraskólan- um, tók ég til við að grúska nokk- uð á Landsbókasafninu. Það sem ég var að sækjast eftir var hvers- konar fróðleik, sögum og sögnum af Vestfjörðum og þá ekki sist hift sögulega við sjó og sjómennsku. A þessum árum var farið að gefa út eftir mig ritflokk, sem heitir — Frá ystu nesjum — þar sem greint var frá vestfirskum sjó- görpum og vinnubrögðum við sjó- sókn. A þessum árum, um 1940, var ég með þá hugmynd að skrifa bók um vestfirska sjósókn. Svo var það snemma árs 1943, að Guðjón ó. Guðjónsson bókaútgef- andi kom að máli við mig og nefndi hugmyndina að bók um þilskipaútgerð á Islandi, sem að sjálfsögðu þýddi að langmestum hluta bók um skútuútgerð. Og Guðjóni var full alvara og hann gerði þá það sem ekki var algengt á þessum árum: hann bauð mér starfslaun fyrir að skrifa bókina. Ég var kennari að mennt, og Guð- jón bauð mér kennaralaun, auk ferða og dvalarkostnaðar, þar sem einsýnt var að ég þyrfti að taka á mig nokkur ferðalög til að afla mér fanga i bókina. Og siðan var hafist handa. Af miklu að taka Það fyrsta sem ég gerði, var aö afla mér þeirra gagna sem tiltæk voru, svo sem bóka og timarita, þar sem fjallað var um þorsk og hákarlaveiðar á þessu timabili, svo þess, sem finna mátti á söfnum. Þvi næst ferðaðist ég um þá staöi landsins, þar sem skútu- útgerð hafði verið. Þetta voru einkum Vestfiröir og Norðurland, en auk þess Faxaflóasvæðið. Ég ferðaðist um þessa staði á árunum 1943 og 1944 og átti viðtöl við menn, sem gátu sagt frá út- gerðarmálum og veiðum og. skútum. Guðjón bókaútgefandi bað um að ég skráði frásagnir manna, sem höföu verið á skútum, til þess að gefa mynd af lífinu um borð I skipunum. Undantekningarlaust tóku menn mér vel og vildu allt fyrir mig gera, sögðu mér frá reynslu sinni, vinnubrögðum um borð I skút- unum og allri aðstöðu, lánuðu mér ljósmyndir til að prýða bæk- urnar. Ég safnaði ljósmyndunum jafnhliða því sem ég ræddi við menn og mér áskotnuðust um 300 ljósmyndir. Að sjálfsögðu var llf skútusjómanna ákaflega erfitt og hart llf, en samt sem áður vildi enginn maður gera neitt úr þessu, enginn taldi sig hafa verið I umtalsverðri lifshættu á skútu,

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.