Þjóðviljinn - 26.11.1977, Side 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 26. nóvember 1977
Málgagn sósíalisma,
verkalýdshreyfingar
og þjóðfrelsis
Útgefandi: Ctgáfufélag Þjóðviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann
Ritstjórar: Kjartan Ólafsson, Svavar
Gestsson.
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson.
Umsjón með sunnudagsblaði: Arni
Bergmann.
Auglýsingastjori: Clfar Þormóösson
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Sfðumúla 6. Slmi 81333.
Prentun: Blaðaprent hf.
Áróðursleikur
stjórnar-
flokkanna
Báðir stjórnarflokkarnir telja stöðu sina
veika um þessar mundir. Upplausn rikir
innan Sjálfstæðisflokksins þar sem Geir
Hallgrimssyni hefur mistekist herfilega
að halda merki flokksins á lofti; þannig
hefur hann nú glutrað niður þeirri grund-
vallarafstöðu Sjálfstæðisflokksins til
þessa, að ekki skuli tekin leigugjöld fyrir
herstöðina i einu eða öðru formi. Hlaut
landleigustefnan — aronskan — fleiri at-
kvæði i prófkjöri Sjálfstæðisflokksins i
Reykjavik en sjálfur forsætisráðherrann
og formaður flokksins. Þá kom fram i
prófkjöri Sjálfstæðisflokksins i Reykjavik
sjóðandi óánægja með rikisstjórnina,
enda bentu allir efstu þátttakendurnir i
prófkjörinu á að svo væri.
Ástandið i Framsóknarflokknum er
einnig ákaflega bágborið. Framsóknar-
flokkurinn lýsti þvi yfir á öllum framboðs-
fundum og i blöðum sinum fyrir siðustu
kosningar að þingmenn hans berðust fyrir
vinstristjórn. Þess vegna fékk Fram-
sóknarflokkurinn þá mörg atkvæði
vinstrimanna. Eftir að Framsóknarflokk-
urinn fór i rikisstjórn með Sjálfstæðis-
flokknum hafa þessir vinstrisinnuðu kjós-
endur snúið baki við Framsóknarflokkn-
um hver af öðrum og sést vonleysissvipur-
inn ákaflega greinilega á skrifum Timans
um þessar mundir.
Frammi fyrir þessum staðreyndum er
einnig ljóst að þriðji stærsti stjórnmála-
flokkur landsins, Alþýðubandalagið, er i
sókn og möguleikar þess eru miklir. Þetta
vita áróðursmeistarar stjórnarflokkanna
ákaflega vel og þess vegna reyna þeir allt
hvað þeir geta til þess að sanna kjósend-
um að þeir vildu i rauninni helst af öllu
vinna með Alþýðubandalaginu i rikis-
stjórn. Þessi undarlega hringekja ástar-
innar birtist skýrast i leiðurum Timans og
Visis undanfarna mánuði. En þegar betur
er að gáð kemur i ljós að þessir flokkar
hafa engan áhuga á þvi að framkvæma
nein stefnumál Alþýðubandalagsins.
Ahugi þeirra beinist að þvi einu að reyna
að verða sér úti um vinsældir með þvi að
gefa i skyn að þeir gætu hugsað sér að
starfa með Alþýðubandalaginu i rikis-
stjórn!
Þessi fáránlegi áróðursleikur er ákaf-
lega gagnsær og engin ástæða til þess að
taka hann alvarlega vegna þess að hér er
um hreinan loddarahátt að ræða og ekkert
annað. Staðreyndirnar liggja fyrir:
Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðis-
flokkurinn eru að framkvæma stefnu sem
er þveröfug við það sem Alþýðubandalag-
ið gæti fallist á. Þessir tveir flokkar festa
hernámið i sessi með stórauknum fram-
kvæmdum i Miðnesheiði, þeir halda
áfram viðræðum við Alusuisse um áætlun
,,integral”, þeir beita sér fyrir stóraukn-
um gróða milliliðanna, heildsalanna og
verðbólguspekúlantanna, þeir vanrækja
algerlega skipulega uppbyggingu islensks
iðnaðar, stefna þeirra i raforkumálum er
handahófskennd, og siðast en ekki sist er
stefna þeirra gagnvart verkalýðshreyf-
ingunni og launafólki almennt allt önnur
en sú sem Aþýðubandalagið fellir sig við
og hefur raunar beitt sér fyrir i verki i
tveimur vinstristjórnum. Þar er um
grundvallarmun að ræða.
Aþýðubandalaginu er ekkert keppikefli
að komast i rikisstjórn til þess eins að fá
ráðherrastóla undir forystumenn sina. Al-
þýðubandalagið mun i næstu kosningum
leggja stefnu sina i heild undir dóm kjós-
enda. Verði flokkurinn mun sterkari en
hann er nú að afloknum þeim kosningum
hefur það þau áhrif að staða launafólks og
sjálfstæðisbaráttunnar i heild styrkist.
Hvort sem flokkurinn er þá innan stjórnar
eða utan gætu hann og verkalýðshreyfing-
in i sameiningu haft úrslitaáhrif á efna-_
hagsstefnuna i landinu eftir kosningarnar.
Það liggur fyrir að það er ætlun forystu-
manna þessara flokka að starfa saman
eftir kosningar; áróðursleikaraskapurinn
i sambandi við hugsanlega stjórnaraðild
Aþýðubandalagsins er aðeins ætlaður til
þess að breiða yfir hinn raunverulega tiÞ
gang stjórnarflokkanna: Að halda
stjórnarsamstarfinu áfram eftir næstu
kosningar.
—s.
hringa af þvi tagi sem Alusuisse
er að þeir kaupa sér stjórn-
málaáhrif og jafnvel stjórn-
málamenn. Ein aðferö þeirra er
sú að sjálfsögðu að hafa áhrif á
það hverjir eru i framboði, þvi
aðsá slagur er auðveldari en sá
sem heyja yröi eftir á. Besta að-
ferðinerþess vegna augljóslega
sú að dæla peningum I kosn-
réttara að kenna einstaka þing-
menn við fyrirtækin en kjör-
dæminþarsem þeir eru kosnir:
Háttvirtur 1. þingmaður Alus-
uisse eða 2. landskjörinn þing-
maður Elkem tekur til máls!
Hér er á ferðinni alvörumál
en ekki gamanmál. Það er aug-
ljóst hverjum manni aö svona
geta stórfyrirtækin keypt sér
ingabaráttu einstaklinga i próf-
kjöri. Meö þessum hætti geta
auðfélögin haft veruleg áhrif —
þau eignast þingsætin og þing-
mennirnir verða bandingjar
stórfyrirtækjanna. Þannig gæti
svo farið að innan skamms væri
vinsældir meö margvislegum
hætti. Hvað er þá oröið okkar
starf ef erlend auöfélög fara aö
kaupa þingmenninaeinn af öðr-
Nákvœmir
reikningar
verði birtir
Þjóðviljinn vill hér meö bera
fram þá kröfu að þegar i stað
Hver skyldi verða háttvirtur 1. þingmaður tslenska álfélagsins?
veröi birtir nákvæmir reikning-
ar yfir kostnað i prófkosningum
Sjálfstæðisflokksins og Alþyðu-
flokksins. Þar þarf að koma
fram nákvæmlega til hvers féð
var notað,en umfram allt hvað-
an það var komið, nákvæmlega
sundurliðað. Veröi reikningar
prófkosninganna ekki birtir
verða dregnar af þvi viðeigandi
ályktanir: Leyndin kemur upp
um skuggalegan tilgang, varpar
ljósi inn i skúmaskot spillingar-
innar. Neiti frambjóðendur i
prófkjörunum að gefa upp tæm-
andi yfirlit yfir tilkostnaö og
tekjur er ljóst að lslendingar
verða þá næst aö setja lög um
þessi efni — svipað og nú er
tiðkaðí Bandarikjunum, þó með
misjöfnum árangri sé. Hér
verður að stemma stigu við
ósómanum. Vissulega verður
það þvi aðeins gert aö ekki verði
fleiri slikum verksmiðjum
hleypt inn i landið og henni lok-
að þegar samningstiminn við
auðhringinn er runninn Ut.
Inni á gafli
Þegar sammngarnir voru
gerðir við álhringinn á sinum
tima benti Þjóðviljinn á þá
hættu sem stafað gæti af áhrif-
um auðhringsins i islenskum
stjórnmálum. Þá benti blaðiö á
þá hættu sem áhrif þessa auð-
hrings gætu haft i för með sér
fyrir samskipti verkafólks og
atvinnurekenda, t.a.m. með þvi
aö álverksmiðjan geröist aðili
aö Vinnuveitendasambandi ts-
lands.Nú er álfurstinn sestur að
á þeim bæ — ekki frikkar ftokk-
urinn. Þar með er þessi auð-
hringur kominn inn á gafl at-
vinnurekendasambandsins; —
innan Sjálfstæðisflokksins
ganga þær fregnir manna á
meðal að hann hafi einnig keypt
sér frambjóöanda.
2. landskjörinn
þingmaður Isals
Það er alsiða meðal auö-
Innan Sjálfstæðisflokksins
gengur eftirfarandi milli manna
um þessar mundir:
Friörik Sófusson, einn þátt-
takenda i prófkjöri Sjálfstæöis-
flokksins i Reykjavik, hafði
merkilega mikiö fjármagn milli
handanna i kosningabaráttunni
gegn skoðanabræðrum sinum.
Hann notaði tugi sima til þess að
smala fólki til kosninga, hann og
stuðningsmenn hrns höföu sam-
band við ellefu þúsund manns
og þeir dreifðu bæklingi ótæp-
lega i hvert einasta hús i
Reykjavik. Kostnaðurinn við
kosningabaráttu Friöriks Sófus-
sonar nam 3 miljónum króna.
Þessirpeningar eru m.a. fengn-
ir frá formanni Stjómunarfé-
lagsins, Ragnari Halldórssyni,
framkvæmdastjóra álverk-
smiðjunnar i Straumsvik, eða
með öðrum orðum frá
Alusuisse. Friðrik Sðfusson er
framkvæmdastjóri Stjórnunar-
félagsins.
Undirritaöur hefur enga til-
raun gert til þess að fá þetta
staðfest; sé sagan sönn telur
höfundur þessa pistils i rauninni
afar leitt að einmitt Friörik
Sófusson skuli hafa oröið fyrir
slíku óláni. En hvað sem þvi lið-
ur er hitt ljóst aö af þessu þarf
að draga lærdóma.
ísal í
prófkjörið