Þjóðviljinn - 26.11.1977, Side 13

Þjóðviljinn - 26.11.1977, Side 13
Laugardagur 26. nóvember 1977 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 Persónunjósnir sem nauðsynlegt er að koma í veg fyrir í aðilaskýrslu sinni fyrir dóm- inum komst stefndi svo að orði: „Ég hef ekki haldið því fram aö undirskriftasöfnun „Varins lands” teljist til ólöglegra at- hafna, einungis að það hafi verið um að ræða persónunjósniraf þvi tagi sem nauðsynlegt sé að koma i veg fyrir með lagasetningu. Að því er varðaði hugtakið persónu- njósnir kvaðst stefndi viðurkenna að það kynni að þykja nokkuð hart, en hann sagðist vilja vekja sérstaka athygliá þvi að hugtakið njósnir hlyti að hafa nokkuð mis- munandi blæbrigði eftir þvi i hvaða samband það væri sett. Nánar segir um þetta orðrétt i aðilaskýrslu: „Vegna þess aö refsiverðar njósnir sem teknar eru til dóms i öðrum löndum leiða af sér þyngstu dóma, er hætt við að þetta hugtak hafi nokkuð nei- kvæða merkingu, en raunveruleg merking orðsins er sú að verið sé að hnýsast um leynda hagi manna. Sú athöfn þarf alls ekki ávallt að vera refsiverð heldur að sjálfsögðu mjög algeng i mann- legum samskiptum." Þingsályktunin samþykkt Þann 29. april s.l. var samþykkt svohljóðandi ályktun i sameinuöu þingi: „Alþingi ályktar að skora á rikisstjórnina að leggja fyrir Alþingi i þingbyrjun næsta haust frumvarp til laga um verndun einstaklinga gagnvart þvi, að komið sé upp safni upplýsinga um skoðanir þeirra eða aðra per- sónulega hagi með aðstoð tölvu- tækni.” Stefndihefur i málinu rekiö að- draganda að samþykkt þessari og kveður ráðherra þegar hafa skip- að nefnd sem vinni að þessu máli. 1 þvi sambandi hefur hann upp- lýst að I mörgum rikjum sem búa við lika stjórnarhætti og við Is- lendingar, sé unnið að löggjöf á þessu sviði, eða þegar hafi verið sett lög um þessi efni, þar á meðal i Sviþjóð. Stefndi hefur varpað fram þeirri spurningu hvort athafnir sambærilegar við athafnir stefn- enda kynnu að geta verið refsi- verðar I öðrum löndum. Af hálfu stefnenda hefur þessu verið harðlega andmælt. Stefndi kveðst telja tölvu- vinnslu stefnenda illréttlætanlega frá mörgum sjónarhornum, enda mundi hún þykja fordæmanleg meðal annarra þjóöa. Af hálfu stefnenda hefur komið fram það álit að njósnir væru al- varlegt brot sem sætti þyngstu viðurlögum. Lögmaður stefnenda kveðst telja rétt að persónunjósn- ir leiða af sér þyngstu dóma i öðrum löndum og séu taldar svi- virðilegar. Hins vegar andmælti hann þvi harölega að hægt væri að kalla starfsemi stefnenda per- sónunjósnir; ekki hefði verið um að ræða skráningu leynilegra upplýsinga, heldur aðeins að tryggja að upplýsingar gefnár af frjálsum og fúsum vilja væru sem réttastar. Álit dómsins 5.1. Almennt. 5.1.1. Að islenskum lögum er megin- regla að menn eigi rétt á að tjá hug sinn fyrir öðrum jafnt i einkalifi sem opinberlega og meö hvaða tjáningarhætti sem vera skal. I opinberum umræðum um stjórnarmálefni er þessi megin- regla sérlega mikilvæg vegna þeirra lýðræðislegu stjórnar- hátta sem stjórnskipunarreglur miðast við. Þetta sjónarmið kemur meðal annars fram i ákvæði 2. mgr. 49. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944, þarsemsvo er mæltfyrir að enginn alþingismaður verði krafinn reikningsskapar utan þings fyrir það sem hann hefur sagt i þinginu, nema þingdeildin sem i hlut á leyfi, sbr. og 1. mgr. Um ritfrelsi er sérstaklega fjallað i 72. gr. stjórnarskrárinn- ar þar sem svo er kveðið á að hver maður eigi rétt á að láta i ljós hugsanir sinar á prenti, en verði þó að ábyrgjast þær fyrir dómi. í 3. mgr. 3. gr. útvarpslaga nr. 19/1971 segir: „Rikisútvarpið skal I öllu starfi sinu halda i heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur, það skal virða tjáningarfrelsi og gæta fyllstu óhlutdrægni gagn- vart öllum flokkum og stefnum i opinberum málum, stofnunum, félögum og einstaklingum.” Takmarkanir á tjáningarfrelsi Meiðyrðalöggjöfin felur i sér takmarkanir á grundvallarregl- unni um tjáningarfrelsi. Þessar takmarkanir byggjast almennt á þvi viðhorfi að hagsmunir tengdir æru mánna geti verið svo rikir að þeir almannahagsmunir sem við tjáningarfrelsið eru bundnir hljóti að vikja. A hinn bóginn er almennt viðurkennt að árásir á æruna, sem væru ólögmætar eftir almennum reglum, geti verið lög- mætar ef rikir hagsmunir liggja til grundvallar þeim árásum. Meöal þeirra hagsmuna sem þannig kunna að vera metnir meir en hagsmunir æru- verndar eru hagsmunir sam- félagsins af þvi að umræður um opinber málefni geti farið fram i þeim mæli sem hinar lýðræöis- legu og þingræðislegu grundvall- arreglur krefjast. M.a. er nauö- synlegt að menn geti gagnrýnt pólitiska andstæðinga, athafnir þeirra og skoðanir aö vissu marki. Ekki eru menn sammála um hversu langt eigi að ganga i þessu efni almennt, en hér veröa dóm- stólar að skera úr eftir málavöxt- um hverju sinni. Við þetta mat verður m .a. að gæta þess að opin- berum umræðum verði ekki sett- ar of þröngar skorður eða hlut- verki fjölmiöla aö þvi er varðar upplýsingastarfsemi og gagn- rýni. Þá verðurað hafa f huga eðli umræðunnar og tjáningarvenjur og gæta þess að ef ummæli eigaað teljast ósaknæm verða menn al- mennt aö virða almennar vel- sæmiskröfur og tjá sig málefna- lega. Hafa ber i huga að stjórn- málabarátta i lýöræðisþjóðfé- lagi verður ekki rekin með mál- efnalegum rökum einum og verða dómstólar að gæta þess að ganga ekki of langt I að þrengja að at- hafnafrelsi þeirra aöila sem þessa baráttu heyja. 4.1.2. A undanförnum áratugum hef- ur dvöl herliðs Bandaríkjanna á íslandi og aðild’ íslands aö Norður-Atlantshafsbandalaginu verið meðal þeirra mála sem hörðust stjórnmálaátök hafa staðið um. Alþýöubandalagiö hef- ur frá stofnun þess veriö mjög andvigt hvoru tveggja. Undir- skriftasöfnun stefnenda miðaði að þvi að koma i veg fyrir að sú stefna þáverandi rikisstjómar að herlið Bandarikjanna skyldi fara af landinu i áföngum næði fram að ganga. Ekki virðist þvi leika vafi á að undirskriftasöfnunin var þáttur i stjórnmálastarfsemi. Þau viðhorf sem hafa verið rakin hérað framan um málfrelsi á sviði stjórnmála eiga þvi við gagnrýni á undirskriftasöfnun- inni. Umræður um herstöðvamál- inhafa oft verið óvægnar og stór- yrtar og einkennst af tilfinninga- hita. Þegar hin umstefndu ummæli eru virt i þessu ljósi, má segja um þau almennt að þau verða engan- veginn talin með þvi stóryrtasta sem fram hefur komið i þessum umræðum. Eigi aö siður ber að hafa I huga aö þótt mönnum hafi haldist uppi órefsað að viðhafa fjölmæli á þessu sviði vegna þess að andstæðingarnir hafa látið undir höfuð leggjast að leita rétt- ar sins er ekki þar með sagt að myndasthafi venjur um talshætti sem breyti mati á mörkum mál- frelsis og æruverndar. A hinn bóginn virðist mega taka nokkurt tillit til þess að stefnendur sem súmir hverjir höfðu áður tekið þátt í stjórnmálastarfsemi og m.a. látið hersetumálin til sln taka.máttu búastvið gagnárásum af hálfu andstæðinga sinna, enda setti undirskriftasöfnunin þá i sviðsljós opinberra stjórnmála- átaka. Hafa ber i huga að stefndi var formaður Alþýðubandalagsins, sem á þessum tima stóð að rikisstjórn og var sá af stjórn- arflokkunum sem fastast sótti á um að stefnu stjórnarinnar um brottför herliðsins yröi fylgt fram. Jafnframt ber að li'ta til þess að stefndi var einn þeirra þingmanna sem lagt höfðu fram þingsályktunartil- löguna, sem fjallað var um i þættinum. Stefndi var þannig i þeirri aðstöðu að hann gat illa komist hjá að láta i ljós álit sitt á undirskriftasöfnuninni þegar að henni var vikið. Afstaða Alþýðubandalagsins gegn undirskriftasöfnuninni var mjög eindregin og andstæð stefnendum og var ekki annars að vænta en það kæmi fram i máli formanns flokksins. Dómarinn getur ekki fallist á þann skilning lögmanns stefn- enda á áðurnefndu ákvæöi út- varpslaganna um óhlutdrægni að birtingarhátturinn auki á refsi- næmi ummælanna. Ekki að vænta óhlutdrægni i pólitisku deilumáli Þegar formaður stjórnmála- flokks og þingmaöur er spuröur álits um pólitiskt deilumál í út- varpi er þess ekki að vænta að i máli hans gæti „óhlutdrægni gagnvart öllum flokkum og stefn- um í opinberum málum, stofnun- um, félögum og einstaklingum.” Skyldan til óhlutdrægni hvilir fyrst og fremst á rikisútvarp- inu sjálfu, og það gætir þeirrar skyldu að þvi er varöar umræð- ur um pólitisk deilumál m.a. með því að gefa öllum deiluað- ilum jafnt færi á aö koma sjón- armiðum sinum á framfæri. Bók samin á vegum Tónmenntaskólans i Reykiavík: Notud í tilrauna- kennslu í Banda- ríkjunum Undanfarin ár hefur Tón- menntaskólinn i Reykjavlk fengið styrki frá Ford-stofnuninni I New York i þvi skyni að semja hand- bók I námsefnisgerð. Verkið hef- ur verið unnið af skólastjóranum, Stefáni Edelstein, Njáli Sigurðs- syni hjá menntamálaráðuneytinu og þremur bandariskum tón- listarháskólaprófcssorum sem eru sérfræðingar i þessum efnum. Hefur nú Fordstofnunin veitt við- bótarstyrki til aö fram fari allvlö- tæk tilraunakennsla eftir þessari \| handbók bæði hér I Reykjavik og borginni Ames I Iowa I Banda- rlkjunum. Framhald á bls. 18. Félag járniðnaðarmanna F élagsf undur verður haldinn mánudaginn 28. nóvember 1977 kl. 8:30 e.h. i Tjarnarbúð, uppi. Dagskrá: 1. Félagsmál 2. önnur mál 3. Upplestur: Baldvin Halldórsson, leikari Mætið vel og stundvislega. Stjórn Félags járniðnaðarmanna RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður LANDSPt TALINN HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRI óskast til starfa á lyflækninga- deild, (gervinýra). Staðan veitist frá 15. janúar n.k. HJÚKRUNARFRÆÐINGUR ósk- ast á Barnaspitala Hringsins nú þegar eða eftir samkomulagi. Upplýsingar veitir hjúkrunarfor- stjóri i sima 29000. KLEPPSSPÍTALI Staða FÉLAGSRAÐGJAFA við á- fengismeðferðardeildir spitalans er laus til umsóknar. Starf AÐSTOÐARMANNS FÉLAGSRAÐGJAFA er laust til umsóknar. Æskilegt er að umsækj- andi hafi stúdentspróf eða sam- bærilega menntun og nokkra vél- ritunarkunnáttu. Starfið er laust frá áramótum. Skriflegar umsókn- ir berist skrifstofu spitalans fyrir 15. desember. Upplýsingar um bæði störfin veitir yfirfélagsráðgjafi i sima 38160 kl. 11—12. KÓPAVOGSHÆLI ÞROSKAÞJALFI óskast til starfa á heimilinu nú þegar. Hlutavinna kemur til greina. Upplýsingar veitir forstöðumaður hælisins simi 41500. Reykjavik, 25. nóvember 1977. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5, SÍMI 29000 Móðir okkar, ólafia R. Sigurþórsdóttir Hrafnistu, verður jarðsungin frá kapellunni i Fossvogi, mánudaginn 28. nóvember, kl. 3. Blóm afbeðin. Börnin.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.