Þjóðviljinn - 26.11.1977, Blaðsíða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 26. nóvember 1977
Slakir Ungverjar sigruðu
slakari Valsmenn léttOega
Evrópudraum Vals endanlega lokið
Heildarmarkatalan 60-45 Honved í vil
Áhorfendur sárafáir
Það vakti athygli manna
hvursu fáir áhorfendur voru að
leiknum. Litil sem engin
stemmning var i salnum og likara
þvi að verið væri að kveðja látinn
vin en að fram færi handbolta-
leikur og það i Evrópukeppni
meistaraliða, þriðja umferð.
Furðulegt hvað aðsóknin að
handknattleiknum hefur farið
hraðminnkandi eftir þvi sem liðið
hefur á veturinn. Eru menn að
mótmæla vinnubrögðum lands-
liðsnefndar HSÍ?
Leikinn dæmdu þeir Huseby og
Anthonsen frá Noregi og dæmdu
þeir frábærlega i alla staöi.
SK.
Það fór eins og margan
grunaði. Valsmönnum tókst ekki
að vinna upp 16 marka forskot
ungverska liðsins Honved er iiöin
mættust öðru sinni i Evrópu-
keppni meistaraliöa í Laugar-
daishöll i gærkvöldi. Leiknum
lauk með öruggum sigri Honved
sem skoraði 25 mörk gegn 22
mörkum Vals.
Það fór aldrei á milli mála
hvort liðiö væri sterkara. Ung-
verjarnir sýndu samt mjög dauf-
an leik, og virtist áhugi þeirra
fyrir leiknum ekki vera mikill.
Nánast formsatriði að ljúka hon-
um.
Það var Þorbjörn Guðmunds-
son sem skoraði fyrsta mark
leiksins með glæsilegu langskoti.
í kjölfarið fylgdi annað mark frá
Jóni Karlssyni og Valsmenn
höfðu náð tveggjamarka forystu.
Þeir höfðu siðan yfirhöndina all-
an fyrri hálfleik, þar til nokkrar
mlnútur voru eftir til leikhlés að
Ungverjunum tókst aö komast yf-
ir, en Valsmenn gáfu sig hvergi,
og i leikhléi var staðan jöfn 11:11.
I siðari hálfleik höfðu gestirnir
alltaf yfir og létu forystuna aldrei
af hendi. Mestu munaði fjórum
mörkum 22:18, en valsmönnum
tókst að rétta sinn hlut, og leikn-
um lauk eins og áður sagði með
þriggja marka sigri Ungverj'anna
25:22.
Hjá Honved bar einna mest á
risanum Konács, og skoraði hann
mörg mörk með glæsilegum upp-
stökkum. Einnig var markvörð-
urinn Bakos Pál góöur og varði
vel á afdrifarikum augnablikum.
Þorbjörn Guðmundsson átti
einna bestan leik valsmanna að
þessu sinni. Skoraði mörg mörk
og bar greinilega litla virðingu
fyrir snillingunum i Honved.
Einnig var Jón Karlsson friskur,
en þeir Jón Pétur, Steindór Gunn-
arsson og Þorbjörn Jensson voru
allir með daufara móti. Þó má
geta frammistöðu Björns Björns-
sonar sem átti ágætan leik og er
vaxandi leikmaður.
Mörk Honved:
Szabó Isnán, Konács Péter og
Kocsis PáL'.allir 5 mörk, Kovács
Mihály 4 , Kenyeres József 3 og
Makai2sigmond,ZuberTitvcs og
Tifinger Alajos eitt mark hver.
Mörk Vals:
Þorbjörn Guðmundsson 8, Jón
Karlsson 5, Jón Pétur Jónsson 3,
Þorbjörn Jensson 2, og þeir Björn
Björnsson, Bjarni Guðmundsson
og Gisli Blöndal og Steindór
Gunnarsson allir eitt mark.
Eftir frábæra llnusendingu frá Jóni Pétri skorar Steindór Gunnarsson glæsilega f leiknum við Honved f
gærkvöld.
Við viljum enga slátrara
eða b ensínaf greiðslumenn”
— segir Sigurður Bragi Stefánsson formaður knattspyrnudeiídar Breiðabliks
„Við höfum haft samband við
tékkneska sendiráðið I Reykjavik
og beðið það að grennslast fyrir
um góðan tékkneskan þjálfara
fyrir næsta keppnistfmabil,"sagði
Sigurður Bragi Stefánsson for-
maður kna ttspy rnudeilda r
Breiðabliks er við inntum hann
frétta af ráðningu þjálfara.„Við
teljum að með ráðningu tékk-
nesks þjálfara muni okkur takast
að halda þeim og bæta við þann
léttleika sem einkennt hefur
Breiðabliksliðið. Ég held að ensk-
ur þjálfari myndi allt að þvf eyði-
leggja liðiö”.
Taka verðurundirþau ummæli
Sigurðar að meiri likur eru á að
þjálfari frá Evrópu henti Breiöa-
bilksliðinu en t.d. enskur. Gott
dæmi um þetta er Valsliðið, sem
ekki leikur ósvipaða knattspyrnu
og Breiðablik. Meira um samspil
leikmanna á milli en „kýlingar”
og hlaup. Aður en að Júri Ilitsjof
tók við Valsliðinu I seinna skiptið,
þjálfaði það skoskur þjálfari að
nafni Joe Gilroy. Arangur liðsins
þá var ekki til að hrópa húrra fyr-
ir. En strax árið eftir tók Júri
llitsjov við liðinu að nýju, og
ekki var að sökum að spyrja, liðið
komst á toppinn aftur og hefur
verið þar siðan.
Að sögn Sigurðar eru likurnar á
að tékkneskur þjálfari komi til
Breiðabliks, en þeir eiga nú ein-
hvern næstu daga von á endan-
legu svari.
,,Við viljum fá góðan þjálfara
ekki slátrara eða bensinaf-
greiðslumann/’sagði Sigurður
ennfremur. Breiðabliks vegna
vonum við að af þessum samningi
verði, en að sögn Sigurðar hafa
þeir einnig rætt við Júri ílitsjov
og sagði Sigurður að til hans yrði
leitað ef annað brysti.
Af öðrum liðum 1. deildar er
það að frétta að aðeins eitt lið,
Fram, hefur ráðið þjálfara fyrir
næsta keppnistimabil. Guðmund-
ur Jónsson „Mummi” mun þjálfa
liðið.og vænta Framarar mikils af
störfum hans. v
FH-ingar gegn snillingum
1 Höllinni á morgun
Jón yfir-
gefur Lugi
Siðari leikur bikarmeistara FH
gegn a-þýsku bikarmeisturunum
A.S.K. Vorwárts fer fram í Laug-
ardalshöllinni á morgun og hefst
hann klukkan 15.30.
Að sögn FH-inga sem töpuðu
fyrri leiknum meö 30 mörkum
gegn 16 er hér um algera galdra-
menn að ræða. Þar fara saman
hraði og harka samfara ótrúlegri
leikni. Aðai liðsins eru hraðupp-
hlaupin og hafa þjóðverjarnir
unnið marga leiki á þeim. Mark-
varsla liösins er einnig mjög góö
en markið ver Jochen Bassler
sem I dag er talinn einn af bestu
markvörðum heims. Margir aörir
frábærir leikmenn leika meö lið-
inu og má þar nefna leikmenn
eins og Josef Rose og Ðletmar
Schmidt,en báðir þessir leikmenn
eru góðkunningjar okkar úr
landsleikjum landanna.
1 liði FH eru margir af betri
handknattleiksmönnum okkar
s.s. Geir Hallsteinsson, Þórarinn
Ragnarsson og Birgir Finnboga-
son. Ef FH-ingar ná að sýna sitt
besta er ekki að efa að þeir standa
i leikmönnum ASK Vorwárts. En
til þess að svo megi verða, riður á
miklu að áhorfendur láti sig ekki
vanta og hvetji FH-iðiö sem mest
þeir mega.
Leikinn dæma þeir Huseby og
Anthonsen frá Noreg^en þeir hafa
oft dæmt hér áður og yfirleitt
mjög vel.
SK.
Geir Hallsteinsson besti maður
FK-iiðsins. Hvað gerir hann gegn
ASK VortwSrts.
Jón Hjaltalln Magnússon, sem
af mörgum er talinn skotharðasti
leikmaður sem Island hefur átt,
hefur ákveðið að hætta spila-
mennsku hjá sænska liðinu Lugi
sem leikur I 1. deild.
Jón hyggst taka þátt I undir-
búningi landsliösins fyrir heims-
meistarakeppnina I Danmörku.og
hljóta allir velunnarar hand-
knattleiksins hér á landi að fagna
þessari ákvörðun hans. Lið hans
Lugi er nú á keppnisferðalagi I
Rúmeniu,en að lokinni þeirri ferö
hyggst kappinn halda heim á leið.
SK.