Þjóðviljinn - 26.11.1977, Page 18
18 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN 1 Laugardagur 26. nóvember 1977
Fellibylurinn í Andhra Pradesh:
25.000 kunna
að hafa farist
VIJAYAWADA, Indlandi 24/11
Reuter — Embættismenn i borg
þessari nálægt svæðinu á suð-
austurströnd Indlands, sem
fellibylurinn mikli lagði í eyði,
sögðu i dag að þeir teldu að yfir
15.000 manns hefðu farist i fylkinu
Andhra Pradesh á s.l. laugardag,
þegar fellibylurinn gekk þar yfir.
Ýmsir aðrir telja að yfir 25.000
hafi farist, en likur benda til þess
að báðar þessar tölur byggist að
miklu leyti á ágiskunum og að
dánartalan geti verið enn hærri.
betta eru mannskæðustu nátt-
úruhamfarir, sem Indland hefur
fengið að kenna á i öld. Frétta-
maður, sem flaug yfir svæðið, sá
fólk viða hirast undir beru lofti og
umhverfis það lik og hræ hús-
dýra, sem farist hafa þúsundum
saman. A einu svæðinu höfðu rok
og flóðöldur jafnað á fjórða tug
þorpa gersamlega við jörðu, og
var loftið þar mengað rotnunar-
daun.
Margir óttast að farsóttir kunni
að koma upp vegna rotnunar
dauðra manna og dýra, og orð-
rómur er þegar á kreiki um að
kólerufaraldur sé kominn upp.
Ráðamenn segja náttúruhamfar-
irþessar mikið áfall fyrir landið í
heild og hvetja landsmenn til að
leggjast á eitt um að bæta
skaðann. Fellibyljir hafa einnig
nýlega valdið miklu tjóni i fylkj-
unum Tamilnadú, fyrir sunnan
Andhra Pradesh, og Kerala syðst
á vesturströndinni.
Styrktarmenn Alþýðubandalagsins eru minntir á að
greiða framlag sitt til flokksins fyrir árið 1977 hið
fyrsta.
Alþýðubandalagið i Reykjaneskjördæmi
Sunnudaginn 27. nóvember verður sfðari áfangi forvals til alþingis-
kosninga,og hafa þar flokksmenn kosningarétt.
Forvalsstaðir verða þessir:
Garöabær: Gagnfræöaskólinn vib
Lyngás
Hafnarfjöröur: Skúlaskeið 20
(efri hæö hjá Sigrúnu)
Kjósarsýsla: Geröi (hjá Kunólfi)
Kópavogur: Þinghóll
Seltjarnarnes: Félagsheimiliö
(niöri)
Keflavfk: Vélstjórasalurinn
Forvalsstaöir veröa opnir frá 11-22 en utankjörstabakosning veröur á
fimmtudag I Þinghól (kl. 18-21) og á föstudag í Vélstjórasalnum Kefla-
vfk (kl. 18-21)
Egilsstaðir
Fundur f P.arnaskólanum á Egilsstööum laugardaginn 26. nóvember kl.
16. Rætt um framboö Alþýöubandalagsins til sveitastjórnarkosninga
1978. Félags-og stuöningsmenn, fjölmenniö og takiö þátt í undirbún-
ingsstarfinu.
Alþýðubandalagið ísafirði, efnir til funda um bæj-
armál.
Almennur fundur um fræöslumál veröur f Sjómannastofunni sunnu-
daginn 27. nóvember kl. 4.
Frummælendur: Hallur Páll Jónsson kennari, Valdimar Jónsson
skólastjóri.
Allt Alþýöubandalagsfólk og aörir er áhuga hafa á bæjarmálefnum eru
hvattír til að koma á fundinn.
Alþýðubandalagið Akranesi og nágrenni
Félagsfundur verður haldinn mánudaginn 28. nóvember kl. 20.30 í
Rein. Dagskrá: 1. Fréttir af landsfundi. 2. Rætt um blaöaútgáfu. 3.
Kosning árshátföarnefndar. — Kaffi. — Mætum vel og stundvislega og
greiöum happdrætti Þjóðviljans.
—Stjórnin.
Happdrætti Norðurlands
Miöar fást I bókabúð Máls og menningar Laugavegi 18 og á skrifstofu
Alþýðubandalagsins að Grettisgötu 3 og hjá símavörðum Þjóðviljans.
Vinningur: Kínaferö fyrir 2 að verðmæti 600.000 kr. Dregið 7. desem-
ber.
Alþýðubandalagið i Reykjavik
Starfshópur félagsins um atvinnumál i Reykjavík kemur saman n.k.
þriðjudag 29. nóvember kl. 20.30 að Grettisgötu 3.
Herstöðvaandstæöingar
Herstöðvaandstæðingar
Smáíbúðarhverfi, Mýrar,
Leiti og Hlíðar.
Fundur verður haldinn f Tryggvagötu 10,
mánudaginn 28. nóvember kl. 21.00.
Tómas Einarsson flytur erindi um Chile.
Kosning tengla.
Happdrætti Samtaka herstöðvaandstæðinga.
Gerið skil.
Dregið verður f happdrætti Samtaka herstöövaandstæöinga 15.
desember n.k. Vinningar eru 250 talsins og verö hvers miöa aöeins kr.
250. Umboösmenn eru hvattir til aö gera skil sem allra fyrst. Annaö
tveggja á giró 30309-7 eða á skrifstofu samtakanna, Tryggvagötu 10 I
Reykjavlk, sími 17966.
Ný ljóðabók
— eftir Sigfús Dadason
Helgafell hefur gefið út
ljóðabók eftir Sigfús Daðason.
Þetta er þriðja bók skáldsins:
sem nefnist ,,Fá ein ljóð”. Þetta
er þriðja bók skáldsins: Sigfús
byrjaði ungur að yrkja, en hefur
ekki raskað ró ljóðavina nema
brýn þörf krefði— ljóðhanshafa
þótt þeim mun meiri tiðindum
sæta þegar þau hafa birst.
„Hendurog orð” næstsiðust bók
Sigfúsar kóm út 1959.
Um þessi átján ljóð á 34 blað-
siðum segir Kristján Karlsson á
þessa leið i bókarkynningu:
„Meðal sinnar kynslóðar stendur
Sigfús Daðason sér fyrir þaö,
hvernig ljóð hans sameina heim-
spekilega hugsun og myndir
klassiskum skýrleik í máli. Oll
ljóð hans bera vitni miklu vand-
læti um sannleiksgildi máls, og
um leið benda þau lesanda,
stundum beinum orðum, á það
hvernigeigiekkiað segja hlutina.
Opið hús hjá SÁÁ á morgun
SÁA.samtök áhugamanna um
áfengisvandamálið, hafa opnað
fræðslu- og leiðbeiningastöð
fyrir alkóhólista og aðstandend-
12 daga
Framhald af bls. 1
lýsingar. Það var ekki hægt að
samþykkja þessa ósk á meðan
bretar stunduðu veiðar i fisk-
veiðilandhelginni, enda tel ég að
hún hafi verið óraunsæ og
órökstudd. Það sannar tillaga
sömu aöila um 275 þúsund tonna
þorskafla á þessu ári og þvi næsta
þrátt fyrir um 350 þúsund tonna
afla árið 1976. Þetta er það sem
ég hefi leyft mér að segja aö beri
ekki það svipmót, sem á að fylgja
visindalegum rökum.
Það getur engum dulist að
vinna þarf að frekari takmörkun
á þorskveiðum og ég er sammála
Hafrannsóknastofnuninni um að
stefna beri að þvi, þó deilt hafi
verið um leiðir. Þaö fer ekki milli
mála aö hrygningarstofninn er
of litill og að byggja verður hann
upp — það sýnir aflaleysið hér á
Suövesturlandi”.
—S.dór
Daggjöld
Framhald af bls. 20
næði og olia til hitunar, væri full-
nóg fyrir „þetta fólk”. Hann kall-
aöi kröfur foreldrafélagsins
„framfærslubetl” og leikskóla-
vistina „einskonar fátækrafram-
færslu”.
Sveitarstjórinn var beðinn að
gera samanburð á hallarekstri
leikskólans og kostnaöi viö að
leggja varanlegt slitlag á götur
kauptúnsins. Var hann ófeiminn
að telja það i sentimetrum,
hversu mikið væri hægt að leggja
á göturnar fyrir árlegan halla af
rekstri leikskólans. Virðist
greinilegt að hreppurinn ber hag
bileigenda meira fyrir brjósti en
hag yngstu þegnanna.
Foreldrafélagið hefur reiknað
það út, samkv. tölum frá sveitar-
félaginu og Félagi opinberra
starfsmanna á Suðurlandi, aö ef
leikskólinn eigi að bera sig veröi
daggjöld i nóvember 30.000 kr. og
35þúsund i desember. Virðist þvi
augljóst að dagheimilið verði ein-
göngu fyrir börn efnafólks, öfugt
við þaö sem stefnt er að annars
staðar á landinu.
— eös
Varar við
Framhald af bls. 3.
Ródesiu sjálfri. Sagði talsmaður-
inn að allir þeir ródesiskir
blökkumenn, sém döðruðu við
óvinina, yrðu af hálfu skæruliða
skoðaðir fjandmenn skæruliða
engu siður en menn Smiths sjálf-
ir. Föðurlandsfylkingin er banda-
lag stuðningsmanna Nkomos og
Roberts Mugabe, en liðsmenn
þess siðarnefnda hafa griðland i
Mósambik.
Tilboði Smiths, sem felur i sér
fyrirheit um jafnan kosningarétt
fyrir alla landsmenn, er einungis
beint til blökkumannasamtaka
sem stjórn hans leyfir að starfa i
Rhódesiu, en ekki Föðurlands-
fylkingarinnar.
ur þeirra að Lágmúla 9 i
Reykjavik. Þangað hefur
Áfengisvarnadeild Reykja-
vikurborgar einnig flutt sig og
munu þar starfa 3 menn. Stöðin
verður opin milli 9 og 18 hvern
virkan dag til að byrja með, en
stefnt er að þvi að hafa hana
opna um helgar og á kvöldin
þegar frá liður.
SÁA mun einnig í næstu viku
opna afvötnunarstöð að Reykja-
dal i Mosfellssveit, þar sem
verður aðstaða fyrir 22 sjúk-
linga. Þar eiga menn kost á að
vera i eina viku, en á frétta-
mannafundi i fyrradag sagði
Hilmar Helgason formaður SAA
að venjulega biðu um 30 manns
eftir sliku plássi hér i höfuð-
borginni. Þjóðviljinn mun skýra
nánar frá starfsemi og fyrirætl-
unum SAÁ á þriðjudag. —AI.
Kjarnavopn
Framhald af bls. 2. •
hann teldi vörnum landsins vera
vel borgið ef kjarnorkuvopn væru
geymd þar. Aðrir fundarmenn
væru einnig vitni að þessum um-
mælum og þessi „leiðrétting”
Hannesar einungis ómerkileg
lygi. Þá benti Hallur Páll einnig á
að engin mótsögn væri fólgin I þvi
að litlar sem engar raunveru-
legar varnir væru á tslandi og aö
kjarnorkuvopn væru geymd á
Keflavikurflugvelli. Miklu frekar
stuðluðu þau að varnarleysi
tslands þar sem það yrði þá frem-
ur skotmark i styrjöld.
Heilsuhringur
Framhald af bls. 2.
félög og félagasamtök i Skandi-
naviu, Finnlandi og Danmörku.
Aðalstjórn Heilsuhringsins-
skipa Marteinn Skaftfells kenn-
ari, Helgi Tryggvason yfirkenn-
ari og Kristinn Sigurjónsson
prentsmiðjustjóri, Elsa Vil-
mundardóttir jarðfræðingur og
Loftur Guðmundsson rithöfund-
ur.
Stofnfélagar teljast allri, sem
ganga i félagiö fyrir áramót.
Notuð
Framhald af 13. siðu.
Bók þessi er þegar komin út á
islensku og nefnist Tónmennt og
er að koma út i Bandarikjunum.
Með bókinni er ætlunin að ná
fram fjölbreytni i kennsluefni,
aðferöum og inntaki og gefa
hverjum kennara hámarksfrelsi
og svigrúm. Gefur hún eiginlega
hverjum kennara kleift að semja
sina eigin kennsluáætlun.
Tilraunakennsla eftir bókinni
er nú hafin aö hluta i Tónmennta-
skólanum i samvinnu við Mela-
skólann i Reykjavik en i Ames er
þessi tilraunakennsla mun stærri
i sniðum og nær til allra nemenda
skólakerfis borgarinnar, frá for-
skóla til menntaskóla og einnig til
tónmenntakennaranáms við há-
skólann þar. Tilraunin mun
standa i 4 ár og verður náið sam-
band á miili Reykjavikur og Am-
es, skipst verður á upplýsingum
og kennsluefni og gagnkvæmar
heimsóknir skipulagðar. —GFr |
ÍiÞJÓOLEIKHÚSIfl
STALIN ER EKKI HÉR
4. sýning i kvöld kl. 20.00. Upp-
selt. Græn aðgangskort gilda.
DVRIN 1 HALSASKÓGI
sunnudag kl. 15.00. Tvær sýn-
ingar eftir.
TÝNDA TESKEIÐIN.
Sunnudag kl. 20.00.
GULLNA HLIDIÐ
miðvikudag kl. 20.00. Siðasta
sinn.
LITLA SVIÐIÐ
FRÖKEN MARGRÉT
sunnadag kl. 21.00.
Miðasala 13.15 — 20.00.
Simi 11200.
íj-;ikfeiac; lil
REYKJAVlKLJR
SKJALDHAMRAR
i kvöld kl. 20,30
Miðvikudag kl. 20,30
GARY KVARTMILJÓN
Sunnudag kl. 20,30
Fimmtudag kl. 20,30
Fáar sýningar eftir.
SAUMASTOFAN
Þriðjudag kl. 20,30
Föstudag kl. 20,30
Fáar sýningar eftir.
Miðasala i Iðnó kl. 14-20,30
Simi: 16620.
BLESSAÐ BARNALAN
Miðnætursýning i Austurbæj
biói i kvöld kl. 23,30.
Miðasala i Austurbæjaríói
kl. 16-23,30. Simi 1-13-84.
Selfyssingar
— nágrannar
Alþýðuleikhúsið sýnir
Skollaleik á Selfossi í
kvöld kl. 21.00
Miðasala frá kl. 20.00
Mjölnir
tekinn í
bakaríið
Ileildarkeppni Skáksambands
tslands er nú nýhafin. Þetta er i
fjórða skipti sem keppnin er
haldin og hefur hún alltaf verið
bæði hörð og spennandi.ekki sist
eftir að Mjölnir bættist I hóp
þátttökuliða. Siðastliðin< sunnu
dag fór fram 2. umferð deildar-
keppninnar og áttust þá við m.a.
TR og Mjölnir. Er ekki óliklegt
að úrslit þessarar keppni reyn-
ist afgerandi þegar frammi
sækir, þvi Mjölnir var algerlega
ofurliði borinn, enda stilltu Tafl-
félagsmenn upp kanónum á
borð við Guðmund Sigurjónsson
og Inga R. Jóhannsson. Urslitin
urðu 7:1 Guðmundur Sigurjóns-
son vann Jónas Þorvaldsson,
Ingi R. Jóhannsson vann Ingvar
Asmundsson,- Jón L. Arnason
vann Magnús Sóimundarson,
Stefán Briem tapaði fyrir
Björgvin Viglundssyni og var
það jafnframt eina skákin sem
Mjölnir vann i keppninni. Mar-
geir Pétursson vann Benóni
Benediktsson, Asgeir Þ. Arna-
son vann Braga Halldórsson,
Jónas P. Erlingsson vann Har-
ald Haraldsson og Björn Þor-
steinsson vann Magnús Gfsla-
son.
Eins og áður segir er þetta i
fjórða skipti scm keppnin fer
fram. TR vann fyrst ’74—75.
Mjölnir sem þá var nýstofnað
taflfélag vann ’75—76. TR vann
svo keppnina '76—77.