Þjóðviljinn - 29.11.1977, Síða 4

Þjóðviljinn - 29.11.1977, Síða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 29. nóvember 1977 Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson, Svavar Gestsson. Fréttastjóri: Einar Kari Haraldsson. Umsjón með sunnudagsblaði: Arni Bergmann. Auglýsingastjori: úlfar Þormóðsson Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Sfðumúla 6. Simi 81333. Prentun: Blaðaprent hf. Aronskan — skilgetið af- kvæmi íhaldsins Niðurstöður prófkjörs og skoðanakönn- unar meðal stuðningsmanna Sjálfstæðis- flokksins i Reykjavik vöktu mikla athygli. Ekki sist mikill sigur aronskunnar: 7254 þátttakenda i prófkjöri vildu láta Amrik- ana borga fyrir að hafa hér her, en aðeins 1510 voru á móti. Geir Hallgrimsson forsætisráðherra var eins og eðlilegt er spurður um afstöðu sina til þessarar útkomu i sjónvarpsþætti á föstudagskvöld. Hann sýndist einarður i svörum og sneri ekki út úr; hann var á móti aronskunni, sagði hann. Hann vildi ekki taka leigu af Könum fyrir Keflavik. Hann vildi ekki hengja verðmiða á Island. í Morgunblaðinu hefur verið tekið undir slika afstöðu i leiðurum. Þetta er að sönnu jákvætt, svo langt sem það nær. En það nær mjög skammt — einkum þegar við lesum svo i Morgunblaðinu á sunnudag- inn vangaveltur forsætisráðherra um nýjan herflugvöll á Austurlandi og mikinn veg þangað. Vist er aronskan afstyrmislegur krógi og ekki nema von, að þeir forvigismenn og talsmenn Sjálfstæðisflokksins, sem sóma- kærir vilja vera, reyni að sverja hann af sér. En það er þvi miður of seint. Aronsk- an, landsölustefnan, er þeirra skilgetið afkvæmi og ekkert annað. Hann talaði nefnilega ekki út i hött sá trúboði aronskunnar, sem rakti á dögun- um i öðrum hvorum Visinum sönn dæmi um það, að landsölustefnan er engin ný bóla. Hann talaði um þau fyrirtæki marg- visleg og blómleg, sem hafa á löngum tima skóflað saman ómældum gróða af viðskiptum við herinn, framkvæmdum fyrir herinn, þjónustu við herinn. Og um þá samninga sem verða óvenju hagstæðir af þvi að herinn er hér. Geir Hallgrimsson og fyrirrennarar hans i forystu Sjálfstæðisflokksins hafa jafnan látið eins og allt þetta skipti engu pólitisku máli. Herstöðvar hér á landi væru aðeins spurning um öryggi, frelsi, heimspólitiska samstöðu Vesturblakkar- innar. En máttarstólpum flokks þeirra hefur að sjálfsögðu aldrei komið til hugar að taka þessa ræðu alvarlega, enda þótt það geti verið þeim þægilegt að láta slikt sparital um her til verndar lýðræði gutla á yfirborði sálarbrúsans. Þeir hafa allt frá þvi herinn kom haft hugann allan við að græða sem mest á honum, gert hann sér að bitlingamaskinu og féþúfu. Sú féþúfa hefur verið há og stór og býsna drjúg til að lyfta þurftarfrekum ihalds- og framsóknarpiltum (og krötum reyndar lika) til auðs og áhrifa i islensku valda- kerfi. Þegar blaðamenn Þjóðviljans hafa skoðað eigendur helstu stórfyrirtækja landsins þá blasir við sú mynd, að auðveldust leið til itaka i þeim liggur um hermangið, um íslenska aðalverktaka eða skyld fyrirbæri. Aronskan er beint og rökrétt framhald af þessu hermangi. Hún er krafa smá- borgarahna um meira hermang, um viðtækari dreifingu mútudollara. íslensk- ir aðalverktakar og aðrir stórfiskar Ihalds og Framsóknar eiga ekki að sitja einir að kökunni, fleiri vilja „pláss i sólskininu” eins og Amrikanar segja. Allt i nafni lýðræðis og jafnréttis auðvitað — þvi það eru engin takmörk fyrir þvi hvernig hægt er að djöflast á þeim hugtökum. Það er þessi stórkostlega fjölgun þurftarfrekra, sem nú þyrmir yfir forsætisráðherra með Albert og aronskusigri. Fyrir einum tuttugu árum orti skáld gott, Sigfús Daðason, um þá hlekki sem á einum stað eru smiðaðir úr blóði, á öðrum úr gulli og silfri. Hann talar um það her- nám hugarfarsins, sem margir ágætustu menn þjóðarinnar hafa haft þyngstu áhyggjur af: „Sjálfgerðir fjötrar eru traustastir fjötra” segir skáldið. Þegar stórveldismenn hafa komið fjötrum hinn- ar þægilegu spillingar á smáþjóðina segja þeir: „Eftir á skulum vér segja við yður með bliðu: kæru vinir spilling þjóðar yðar er svo róttæk að jafnvel vér eigum fullt i fangi að tæta um hana”. Þessi bitra ræða heldur áfram. „Vér” — með öðrum orðum heimsveldið — hrósar sigri. „Vér” þurfum ekki lengur að beita afli, sýna hnefann: „þér skuluð koma skriðandi þér skuluð koma grátandi og biðja oss að varðveita yður fyrir sjálfum yður” Ekkert er liklegra en að þessi beiski spádómur skáldsins sé að rætast einmitt nú. Engum kæmi það á óvart þótt það spyrðist, að Geir Hallgrimsson og Morgunblaðsritstjórar færu bónarveg að Bandarikjamönnum,færu þess á leit við þá að þeir hjálpi sér til að bjarga dálitlum parti ærunnar. Varðveitið oss fyrir sjálf- um oss! Gerið það fyrir kæra vini yðar að taka ekki mark á háreysti aronskunnar og fjöldafylgi hennar, please! áB. Miðstjórnarkjör Alþýðubandalagsins. Miðstjórnarkjör á landsfundi Alþýðubandalagsins hefur verið gert að umræðuefni i blöðum, og m.a. ýjað að þvi að úrslit þess hafi verið meiriháttar aðför að ýmsum verkalýðsforingjum flokksins. Þetta er mikil mis- túlkun, en Alþýðublaðinu er þó meinalaust af okkar hálfu að nota sér það sem segja má að miður hafi farið. Samkvæmt lögum Alþýðu- bandalagsins er kosið til mið- stjórnar samkvæmt punkta- kerfi. Upphaflega var þvi ætlað að tryggja rétt minnihlutahópa i flokknum, ef um skoðana- ágreining væri að ræða. Það kemur rækilega i veg fyrir venjulegt ofurvald uppstilling- arnefndar og hugsanlegs meiri- hluta. Vægi þess var meira i byrjun en nú, og auk þess hefur hverju kjördæmi utan Reykja- vikur verið tryggðir tveir full- trúar i miðstjórn, Reykjanes- kjördæmi þrir. Gallar punktakerfisins. Þráttfyrirþessar lagfæringar eru á kerfinu eða notkun þess verulegir gallar, sem Magnús Kjartansson, alþingismaður, gagnrýnir m.a. harðlega i nýút- komnum Rétti: ,,Við höfum haft annað ákvæði i lögum okkar flokks, sem einnig var nýtt á sínum tima, en það er svokallað punktakerfi við kjör manna i trúnaðarstöður. Hugsunin á bak við það var sú, að kæmi upp ágreiningur innan flokksins um málefni þá gæti minnihluti til að mynda tryggt sér menn i miðstjórn flokksins. Þessi hugs- un var alveg rétt. En ég held nú að þetta kerfihafi ekki gefist að öllu leyti vel. Við höfum ekki haft neinn umtalsverðan ágreining i þessum flokki siðan hann var stofnaður en kerfið hefur verið notað sérstaklega til þe ss að fulltrúar einstakra landshluta geti komið sinum fulltrúum að. 1 verki hefur þetta komið þannig út, að menn sem allir eru sammála um að eigi að vera til dæmis í miðstjórn fá kannski eitt atkvæði frá hverj- um einasta landsfundarmanni, en það nægir ekki tii að koma manni i miðstjórn vegna þess að gildari atkvæði eru lögð á aðra menn, sem eru i hættu að talið er, eða menn sem eru taldir full- trúar einstakra landshluta. Þarna finnst mér að upp hafi komið dálitið annarleg sjónar- mið og að það væri rétt hjá okk- ur að reyna að finna einhverjar aðrar leiðir. Stór sveit forystu- manna samtaka launa- fólks. Þarna er komin meginskýr- ingin á þvi að stundum verða það sem Alþýðubandalagsmenn kalla „slys” i miðstjórnarkjöri. Þegar siðasta miðstjórnarkjör erskoðað verður þó ekki sagt að hlutur faglegu verkalýðshreyf- ingarinnar sé verri en áður. Þá ber þess að gæta að varamenn eru boðaðir á alla fundi mið- stjórnar og þar sem lands- byggðarfulltrúar eiga af eðli- legum sökum ekki ætið heima- gengt eru þeir nær ætið i fullum rétti á miðstjórnarfundum. Við skoðun á miðstjórnar- mönnum og varamönnum kem- ur i ljós að I þéssari stofnun er stór hópur af framámönnum i samtökum launafólks. Til gam- ans skal hér talin upp löng runa af handahófi og eru ekki allir taldir: Guðrún llelgadóttir, ritari Alþýðubandalagsins, situr i stjórn BSRB, Tryggvi Þór Aðal- steinsson, gjaldkeri flokksins, er ritari Sambands bygginga- manna og formaður Sveinafé- lags húsgagnasmiða, Benedikt Davíðsson, er formaður Sam- bands byggingamanna, Bjarn- friður Leósdóttir á sæti i Mið- stjórn ASÍ og er varaformaður Verkaiýðsfélags Akraness, Eð- varð Sigurðsson er form. Dags- brúnar, Grétar Þorsteinsson er varaformaður Trésmiðafélags Reykjavikur, Guðjón Jónsson er form. Sambands Málm- og skipasmiða, Guðmundur J. Guðmundsson er formaður Verkamannasambandsins, Guðmundur Friðgeir Magnús- son er formaður Verkalýðs- og sjómannafélagsins Brynju á Þingcyri, Haraldur Steinþórs- son er varaformaður og fram- kvæmdastjóri BSRB, Sigurður Magnússon er formaður fram- leiðslusam vinnuf. iðnaðar- manna, hefur verið athafna- samur i verkalýðsmálum og hið sama má segja um Snorra Sig- finnsson, bifvélavirkja, á Sel- fossi. Snær Karlsson er formað- ur Sveinafélags bygginga- manna á Húsavik. Snorri Jóns- son er framkvæmdastjóri ASI. Þorsteinn Þorsteinsson er formaður Verkalýðs og sjó- mannafélagsins Jökuls á Höfn i Hornafirði. Guðmundur Ililm- arsson er varaformaður Sam- bands Málm- og skipasmiða og form. Félags bifvéiavirkja. Ingólfur Ingólfsson er forseti Farmanna og fiskimannasam- bandsins og formaður Vél- stjórafélags tslands. Þá má ekki gleyma Sigurjóni Péturs- syni, trésmið, og Guðmundi Bjarnleifssyni, járnsmið sem báðir eru mjög virkir i verka- lýðshreyfingunni. Allt þetta fólk og fleiri i miðstjórninni gegnir trúnaðarstöðum í verkalýðs- hreyfingunni. Virkt verkalýðsmála- ráð Þar við bætist að ein af mikil- vægustu stofnunum Alþýðu- bandalagsins er verkalýðs- málaráð þess. Það er ein af nefndum miðstjórnar og verður kosið i það á fyrsta fundi hennar eftir landsfund, 5. desember. I þvi Verkalýðsmálaráði sem nú skilar af sér sátu 52 fulltrúar. 1 þvi er 15 manna stjórn. For- maður siðasta árið hefur verið Benedikt Daviðsson. Verkalýðs- málaráðið vann mikið undir- búnings og samræmingarstarf fyrir siðasta ASt þing og var virkur aðili að siðustu kjara- samningalotu. Það skipulagði einnig ráðstefnu Alþýðubanda- lagsins um verkalýðsmál, sem haldin var nýlega, og rúmlega lOOmanns viðsvegarað landinu sóttu. Niðurstaðan af þessum hug- leiðingum er þvi sú að skipu- lagslega stendur Alþýðubanda- lagið sem flokkur vel að sinum málum i verkalýðshreyfingunni og flokksmenn innan vébanda hennarskipa sinn sess i stofnun- um flokksins. Það er hinsvegar eins vist og tvisvar tveir eru fjórir að i þessum efnum vilja Alþýðubandalagsmenn gera enn meir og miklu betur en þeir gera i dag. -ekh

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.