Þjóðviljinn - 29.11.1977, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 29.11.1977, Qupperneq 5
ÞriOjudagur 29. nóvember 1977 ÞJ6ÐVILJINN — SIÐA 5 af er/endum vettvangi „Ný Kúba” í Nicaragua? Nicaragua er víðlendast rikja Mið-Afriku, allmiklu stærra en island, nær bæði að Atlantshafi og Kyrrahafi. ibúar munu vera rúmar tvær miljónir talsins og flestir mestisar, kynblendingar indiáná og hvitra manna, nánar tiltekið Spánverja, en einnig er talsvert af blökkumönnum. i norðri á Nicaragua landamæri að Hondúras og i suðri að Kostariku. Aðalatvinnuvegur er land- búnaður og helstu útflutnings- vörur kaffi, bómull, kjöt og sykur. Efnahagslega er landið i niður- niðslu og hefur lengi verið; 60% landsmanna að minnsta kosti eru ólæsir og óskrifandi. Nicaragua varð sjálfstætt riki 1838, þegar rikjabandalag Miö- Ameriku, sem stofnað hafði verið að spænsku nýlenduherrunum brottreknum, hafði liðast sundur. En að Spánverjum frágengnum tóku ný stórveldi að leita á landið, einkum Bretland og Bandarikin, sem drógu lengra stráið i þeirri keppni. Bandarikjamenn náðu þegar um miðja siðustu öld miklum itökum i Nicaragua og hafa haldið þeim siðan. Þeir hafa til dæmis samkvæmt samningi við Nicaragua rétt til þess að grafa skipaskurð i gegnum landið, ef þeim skyldi lika það vel, og er vist ekki laust við að mörgum bandariskum ihalds- manninum grautfúlum yfir þeirri ákvörðun Carter-stjórnarinnar að afhenda Panama Panama- skurðinn, detti nú sá möguleiki i hug. 20 ára bandariskt hernám 1912, þegar Bandarikjunum likaði ekki gangur landsmála i Nicaragua, sendu þau her og her- námu landið,.eins og þau hafa löngum haft :fyrir sið i þeim heimshluta, ef eitthvað hefur gengið þar þeim á móti skapi. Það hernám hélst i rúm tuttugu ár. Hinir frægu landgönguliðar Bandarikjahers þjálfuðu innlent „þjóðvarðlið” til að létta undir meö hernámsliðinu við að hafa aga á landsmönnum, og settu yfir það vin sinn einn að nafni Anast- aso Somoza. Gegn bandariska hernámsliðinu og „þjóðvarðar- liði” þess reis skæruher undir forustu Cesars Augusto Sandino. Siðan hafa þessi tvö nöfn, Somoza og Sandino, verið frægust i sögu þessa löngum litilsvirta lands. Þegar Bandarikjamönnum og innlendum leppum þeirra mis- tókst að ráða niðurlögum skæru- liða, gengu þeir til samninga við Sandino, og var Henry L. Stimsson, siöar frægur sem hermálaráðherra Roosevelts, Anastasio Somoza Nicaragua- forseti — þorir ekki út fyrir dyr nema i skotheldum bil. gerður út af örkinni þeirra erinda. Honum tókst að ná samningi upp á það að banda- risku landgönguliðarnir voru kallaðir burt og að sáttmáli var gerður með „þjóðvarðarliðinu” og skæruliðum. En skömmu siðar lét Somoza myröa Sandino. Hafi Bandarikjamenn ekki beinlinis verið þar með i ráðum, fór að minnsta kosti ekki leynt að sá verknaðurvar þeim vel aö skapi. 40 ára f jölskyldufyrirtæki Siðan, i rúm fjörutiu ár, hefur Somoza-fjölskyldan stjórnað landinu sem einskonar fjöl- skyldufyrirtæki, lengst af með fullri. blessun Bandarikja- stjórnar, sem litið hefur á Somoza-fólkið sem „einhverja okkar bestu bandamenn”, eins og ambassador Bandarikjanna i Niacaragua nýlega orðaði það. Hér er sems sagt um að ræða einræðis- og afturhaldsstjórn eins og þær gerast i Rómönsku- Ameriku, og þó heldur i verra lagi. Vegna þess, hve Somoza- fjölskyldan hefur haldist lengi við völd, er nafn hennar stundum haft sem táknheiti á slikum einræðisstjórnum. En nú herma fregnir að blikur séu á lofti fyrir þessa nokkuð út- haldsgóðu fjölskyldu. Kemur þar tvennt til einkum og hjálpar hvað Atlantic Ocean THE ^BAHAMA - •%*. ‘ Nicaragua og nágrenni. upp á annað: meintur áhugi Carter-stjórnarinnar fyrir mann- réttindamálum og sivaxandi óánægja almennings i Nicaragua með einræðisstjórnina. Sú óánægja kemur meðal annars fram i vaxandi dirfsku og athafnasemi skæruliða, sem berjast gegn Somoza-stjórninni — og þeir skæruliðar kenna samtök sin við Sandino. Þær spár gerast nú æ tiðari að vofa Sandinos muni um siðir hefna hans og kollvarpa fjölskyldu banamanns hans. Sandinistar eflast Til þess að einhver taki mark á ummælum Carters Bandarikja- forseta til stuðnings andófs- mönnum i Austur-Evrópu kemst hann ekki hjá þvi að beina spjótum sinum eitthvað jafn- framt að grónum vinarrikjum Bandarikjanna i Rómönsku- Amreriku, þar sem mannrétindi i hverskonar merkingu orðsins eru áreiðanlega brotin sviviröilegar en i nokkrum öðrum heimshluta. Þar á ofan bendir ýmislegt til þess, að bandariskir ráðamenn telji Somoza-fólkið orðið svo illræmt, að ekki borgi sig lengur að púkka upp á það. Vist er um það að Bandarikin eru að mestu sögð hætt að láta Somoza- stjórninni i té vopn, og það getur verið alvarlegt mál fyrir hana, þegar skæruliðarnir, „sandin- istar” eins og þeir eru kallaðir af sjálfum sér og öðrum, færast i aukana. Sandinistar segjast ekki stefna að sósialisma i kúbönskum skiln- ingi orðsins, heldur þingræöi aö norðurameriskri og vestur- evrópskri fyrirmynd. Meðal stuðningsmanna skæruliðanna eru borgaralegir frjáls- hyggjumenn, kaþólskir klerkar og háskólamenn, sem hrakist hafa i útlegð undan Somoza- stjórninni, sumir til Bandarikj- anna. Sumir þessara stuðnings- manna, svo sem presturinn Miguel d’Escoto, leggja áherslu á að þeir séu mótfallnir hverskonar ofbeldi, en eins og málum sé háttað i Nicaragua sé engin leið til stjórnarskipta önnur en {barátta. Somoza hræddur Það vekur athygli að furðu- margt er likt með stefnuskrá sandinista og Castros og hans manna, meðan þeir háðu skæru- hernað sinn á Kúbu gegn einræðisherranum Batista, sem eins og Somoza-fólkið studdist við Bandarikin. Og á fleiri vegu minnir ástandið á Nicaragua á ástandið á Kúbu siðustu valdaár Batista. Geðþóttastjórn Somoza- fjölskyldunnar er orðin svo iila ræmd, að henni hefur ekki ein- • ungis tekist að espa gegn sér rót- tæk og umbótasinnuð öfl, heldur og kaþólsku kirkjuna og marga ihaldssama atvinnurekendur. Jafnvel slikir aðilar sjá enga von um breytingu til hins betra nema þvi aðeins að sandinistar sigri. Og þeir eru vongóðir um að svo verði innan skamms. Þeir segja að Anastasio Somoza, núverandi forseti og sonur fyrri forseta með sama nafni, hafi 90% þjóðarinnar á móti sér og geti raunar engum treyst lengur nema margnefndu þjóövarðarliði, afkvæmi banda- riska hernámsins. Enda sé for- setinn orðinn svo hræddur um sig að hann þori varla lengur að láta nokkurn mann sjá sig og fari aldrei út fyrir dyr öðruvisi en i skotheldum bil. Hræösla viö //melónukommúnisma" Ef nú skyldi fara svo, að það sem gerðist á Kúbu fyrir tveimur áratugum endurtæki sig i Nicara- gua á næstunni, er það spurning hvað Bandarikin taka til bragðs. Það liggur i augum uppi að ekkert i heiminum hræðast þau meira en „nýja Kúbu.” Það er lika alveg öruggt mál, að á timum þeirra Johnsons og Nixons hetöu Bandarikin gripið til sinna ráða að gömlum vana, ef hætta hefði veriðá valdatöku sandinista. „En nú er annar uppi” og andlits- lyfting sú, sem Carter er að reyna að framkvæma á Sámi frænda eftir Watergate-hneykslin og Vietnamstriðið gæti gert stefnu Bandarikjanna gagnvart smá- rikjunum fyrir sunnan sig mannúðlegri en til þessa hefur vérið. Vitaskuld er óvist að svo verði. Afturhaldssamari aðilar i Banda- rikjunum mega efalaust ekki heyra á slikt minnst. Að þeirra dómi eru sandinistar „melónu- kommúnistar” (melónan er græn að utanverðu en rauöleit innan- vert), likt og þeir segja hafa sýnt sig að liðsmenn Castros hafi verið. Sú kenning er varla annað en venjulegt afturhaldsblaður. Ekkert bendir til þess að Castro hafi stefnt að byltingarsósialisma á Kúbu meöan þeir félagar börðust þar gegn dólgnum Batista. Það var ekki fyrr en Bandarikin snerust af fullum fjandskap gegn hófsömum umbótaáætlunum Castros að hann venti sinu kvæði i kross, gerðist kommúnisti að austur- evrópskri fyrirmynd og hallaðist að Sovétrikjunum. Ekki er alveg óhugsandi að Carterstjórnin dragi þann lærdóm af glópsku og ofstæki fyrirrennara sinna að láta þetta ekki henda gagnvart Nicaragua, ef svo skyldi takast til að sandin- istar yröu þar ofan á. A það má lika benda að bandariskir auðhringar hafa varla eins mik- illa hagsmuna að gæta i Nicaragua og þeir höfðu á Kúbu i tið Batista. db Fúi í undirstöðum Amalíenborgar KAUPMANNAHÖFN 22/11 Reut- er.— Amalienborg, aðseturshöll Danadrottningar, er farin að siga alvarlega með þeim afleiðingum að sprungur eru farnar að mynd- ast þar i veggjum. Kallar þetta á viðgeröir og verður Ingiriður drottningarmóðir þar af leiöandi að flytja til bráðabirgða úr ibúö sinni i höllinni i april, þegar viö- geröir hefjast. Tólf mánuðum sfð- ar veröur Margrét drottning aö flytja úr höllinni af sömu ástæðu. Amallenborg var byggö um miðja átjándu öld og eru undir- stöðumar tréstólpar, sem varð- veittust lengi vel i mýrlendum jarðvegi, sem höilin var byggð á. En undanfariö hefur jarðvegur- inn þarna þornaö meö þeim af- leiðingum að stólparnir eru tekn- ir að fúna. Nýbók eftir Njörð Komin er út á vegum Iöunnar sagan Sigrún eignast systur eftir Njörð P. Njarðvik, rikulega myndskreytt af Sigrúnu Eldjárn. Bókin fjallar um þaö tilfinn- ingalega vandamál og lifsreynslu barns, sem felst i þvi aö eignast systkin. Sagt er frá fimm ára gamalli stúlku, sem hefur mjög náin tengsl við foreldra sina og er vön að búa ein að umhyggju þeirra og ástúð. Þegar nýtt barn kemur allt i einu inn á heimilið finnst henni að hún sé afskipt og vanrækt. Þannig gerbreytir nýja barnið ieinu vetfangi allri tilveru hennar. En smám saman fer henni að þykja ósköp vænt um litlu systur sina. „Sigrún eignast systur” er eins konar sjálfstætt framhald bókar- innar Sigrún fer á sjúkrahússem gerð var i samráði viö barnadeild Landakotsspitala og kom út i fyrra. FORSETARÁNIÐ Alistair MacLean rænir forseta Ot er komin ný bók eftir hinn cunna metsöluhöfund Alistair Maclean. Nefnist hún Forseta- ránið og geristi Bandarikjunum. segir þar frá þvi er forseti Bandarikjanna hittir tvo ara- jiska oliufursta til aö semja við pá um oliuviðskipti. A leið yfir jolden Gate brúna yfir til San F’ancisco er bilalest þeirra stööv- að af mannræningjum og þeir eknir i gislingu og krafist svim- mdi hárrar upphæðar i lausnar- >jald fyrir þá. Foringi mannræningjanna hef- ar skipulagt þessa aögerö af ótrú- egu hugviti og snilli, enda enginn meðalmaður. Virðist hann hafa 311 trompin á hendi, en i fylgdar- liði forsetans er einn maður, sem sr á annarri skoðun. Og nú hefst atburðarrás, sem reynist harla tvisyn og spennandi.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.