Þjóðviljinn - 29.11.1977, Side 7
Þriðjudagur 29. nóvember 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
Þad eru þvi i reyndinni fámennir hópar, sem ráöa
ferðinni og framboði til Alþingis,
hvað sem öllum prófkjaraleik liður. Þetta kerfi er
þvi ekki virkt lýðræði
Árni Björnsson:
Vald og virðing
Alþingis
Margir virðast hafa áhyggjur
af þvi, að ofannefndir eiginleik-
ar séu á fallanda fæti. Eðlilegt
er, að þingmönnum sjálfum
þyki sú þróun iskyggileg, eink-
um þeim sem forkláraðir á svip
nota orðin „virðing Alþingis”,
en meina í rauninni „virðing
min”.
Oðrum sem misnota vilja Al-
þingi hefur komið til hugar að
hafa meiri stássbrag yfir setn-
ingu þess og öðrum ytri birt-
ingarformum svo að þjóðin
gleptist fremur af viðhöfninni.
Þetta er i þeim anda skrumaug-
lýsinga, sem yfir gengur og læt-
ur m.a. á sérkræla i prófkjörum
svonefndum. Þessar raddir
voru orðnar svo háværar, að
Kristján forseti sá ástæðu til að
gera þær að umtalsefni og snú-
ast gegn þeim i siðustu þing-
setningaft-æðu.
Það er í rauninni engin furða,
þótt vald og virðing Alþingis
hafi sett ofan siðustu áratugi.
Fólk almenntgerir sér orsökina
ekki ljósa, þótt það skynji hana
e.t.v. óbeint. Hún er sú, að Al-
þingier bandvitlaustsaman sett
sem löggjafarsamkunda
þjóðarinnar og æðsta fram-
kvæmdavald.
A Alþingi sitja nefnilega full-
trúar nokkurra stjórnmála-
flokka, sem aðeins litill brota-
hluti af þjóðinni er virkur i. Það
er engin virkni fólgin i þvi að
kjósa frambjóðendur flokks á
nokkurra ára fresti.
Stjórnmálaflokkar eru i
reyndinni hagsmunasamtök.
Allt skraf þeirra um stefnur og
hugsjónir er hégómi miðað við
þetta meginatriði. Fulltrúar
þeirra, sem hagnast höfðu á
þjóðfélagslegu óréttlæti for-
tiðarinnar, -stofnuðu á sinum
tima thaldsflokkinn, sem seinna
breytti nafni sinu i Sjálfstæðis-
flokkinn og er höfuðsamtök
þeirra, sem hagnast á óréttlæti
nútiðarinnar. Bændur og verka-
lýður stofnuðu að sinu leyti
Framsóknarflokkinn og
Alþýðuflokkinn. Báöir þessir
flokkar hafa siðan úrkynjast,
annarsvegar sem aðalkeppi-
nautur Sjálfstæðisflokksins um
skiptingu umframgróðans i
þjóðfélaginu og hinsvegar eink-
um sem einskonar bitlingaaðall.
Alþýðubandalagið er sá stjórn-
málaflokkur, sem nú getur helst
talist hagsmunasamtök launa-
mana.og eru þar þó mörg smá-
borgaraleg öfl að verki. Sam-
takanna get ég að engu.
Einsog áöur sagði er ekki
nema litill hluti þjóðarinnar
bunflinn i þessum flokkum hvaö
þá virkur eða stefnumótandi.
Fólk nennir almennt ekki að
starfa i stjórnmálaflokkum,
heldur lætur ,,þá þarna” um
það. Það eru þvi i reyndinni fá-
mennir hópar, sem ráða ferð-
inni og framboði til Alþingis
hvað sem öllum prófkjaraleik
liður. Þetta kerfi er þvi ekki
virkt lýðræöi. Það er reist á af-'
skiptaleysi almennings. Það
þarf þvi engan að undra, þótt
vald Alþingis reynist stundum
takmarkað, þegar til kastanna
kemur i efnahagsmálum, og öfl
utan Alþingis gripi i taumana:
„aðilar vinnumarkaðarins”.
Eðlilegast væri auðvitað, aö
þau hagsmunasamtök, sem nær
öll þjóðin er óhjákvæmilega
bundin i, byðu fram og ættu
beina fulltrúa á Alþingi. Hin
fjölmennustu þeirra eru nátt-
úrulega Alþýðusamband Is-
lands, Stéttarsamband bænda,
og BSRB. Af fámennari sam-
tökum má nefna Vinnuveit-
endasamband fslands, Far-
manna- og fiskimannasam-
bandið, Kaupmannasamtökin,
Bandalag háskólamanna og
Bandalag islenskra listamanna.
Spurning er, hvort samtök
námsmanna ættu ekki að eiga
sérstaka fulltrúa á þingi, þar
sem ekki er ætið ljóst i hvaða
skúffu þeir lenda.
Vist væri mikið réttlæti i þvi
fólgið, að áðurnefnd samtök
kysu úr sinum hópi fulltrúa til
Alþingis i hlutfalli við höfðatölu.
Það gæti aukið á virka þátttöku
hins almenna felagsmanns. Ef
ASI réði t.d. 30 þingmönnum af
60, þá hlytu menn að vilja sjá til
þess, að hinir ýmsu hópar innan
þess ættu sina fulltrúa: verka-
menn, sjómenn, iðnaðarmenn,
verslunarmenn, iðnverkamenn
o.s.frv. Auk þess hlyti skipting
eftir landshlutum að koma inn i
myndina.
En kannski þætti þetta ekki
nógu mikið valfrelsi og þvi rétt
að leggja þau framboð undir
dóm alþjóðar. E.t.v. vildi fyrr-
verandi bóndi kjósa lista sfns
gamla stéttarsambands, þótt
hann væri orðinn húsvörður I
rikisstofnun. Likt gæti verið að
segja um eftirlaunafólk. Og
máski einhver verkamaður
treysti betur frambjóðanda at-
vinnurekendasambandsins en
sins eigin stéttarfélags. Enn-
íremurgætisumum fundist sem
tillitættiað taka til þess, hversu
einstakar stéttir legðu mikið til
þjóðarbúsins, t.d. að sjómenn
mættu eiga hlutfallslega fleiri
fulltrúa en skrifstofufólk. Og
svo er það sá fjöldi kvenna, sem
þvi miður er enn ekki sjálfstæð-
ir limir í neinum hagsmuna-
samtökum.
Það er langt siðan kosninga-
fyrirkomulag þessu likthefði átt
að leysa núverandi form af
hólmi og auka með því virka
þátttöku kjósenda. En á sinum
tima voru stjórnmálaflokkar
eðlilegir framboðsaðilar, með-
an stéttasamtök voru litt mótuð
eða lauslega skipulögð, einsog
var langt fram á þessa öld. Nú
eru þeir löngu orðnir óþarfir
milliliðir og kosningalýðræðinu
til trafala.
Ekkert mælir hinsvegar á
móti þvi, að stjórnmálaflokkar
störfuðu eftir sem áður, þótt
þeir ættu ekki beina fulltrúa á
Alþingi. Þeir yrðu bara að gjöra
svo vel að vinna sinum „hug -
sjónum” fylgi meðal stéttasam-
takanna, ef þærættu að fá fram-
gang á Alþingi.
En það er hætt við, að hug-
myndirþessu likar komist seint
i framkvæmd. Stjórnmála-
flokkarnir, sem nú ráða lögum
og lofum á Alþingi, mundu ein-
faldlega ekki fallast á þær.
Nema það yrði bylting I riki út-
valdra. En þá væri lika von til
þess, að vald og virðing Alþingis
ykist að nýju.
Minning
Halldór Gunnlaugsson
verkamaður
1 dag er til moldar borinn Hall-
dór Gunnlaugsson verkamaður
Alftamýri 44 Reykjavik. Halldór
fæddist á Isafirði 27. desember
1930. Foreldrar hans voru Anna
Guðrún Jónsdóttir fædd i Reyk'ja-
vik 29. júli 1909 og Gunnlaugur
Halldórsson fæddur á Bildudal 28.
nóvember 1906.
Arið 1952 hóf Halldór störf hjá
Bæjarútgerð Reykjavikur og
starfaði þar til dauðadags. Fyrir
skömmu varð Halldór fyrir slysi
á vinnustað og var hann á Land-
spitalanum er hann lést aðeins
tæplega 47 ára að aldri. Við
starfsfélagar hans héldum að
hann yrði aðeins nokkrar vikur
frá vinnu og kæmi siðan til okkar
aftur til starfa,en dauðinn fer ekki
eftir vonum eða óskum hvers og
eins og þvi kom fráfall hans okkur
mjög á óvart. Hjá Bæjarútgerð-
inni er stórt og vandfyllt skarð þvi
að Halldór var sérstaklega sam-
viskusamur i starfi og áreiðan-
legur svo af bar. Það eru svona
karlar og konur sem eru kjölfesta
allrar atvinnustarfsemi og þeirra
störf eru aldrei metin til fulls
hvorki af hálfu atvinnurekenda
né samstarfsfólks.
Halldór kvæntist eftirlifandi
konu sinni Sigrúnu Guðrúnu
óskarsdóttur, sem fædd er i
Reykjavik 2. ágúst 1935. Þau áttu
sex börn: Óskar, f. 20.2. 1959,
Petrea Guðrún f. 31.3. 1961, Gunn-
laugur Halldór f. 13.11. 1962, Sig-
riður Guðlaug f. 11.3. 1966, Anna
Jóna f. 24.7. 67, Ósk Maria f. 23.4.
1970. Þarna sést hversu stórt
heimili Halldórs var og mikið hef-
ur þurft i aðra hönd til þess að sjá
svo stórum hópi farborða. Þar
gildir ekkert nema vinna og aftur
vinna og hana stundaði Halldór
svikalaust.
Steinn Steinar segir i kvæði sinu
Leiðarlok:
Að lokum eftir langan
þungan dag
er leið þiri öll. Þú sest á stein
við veginn
og horfir skyggnum augum yfir
sviðið
eitt andartak.
Og þú munt minnast þess,
að eitt sinn, eitt sinn,
endur fyrir löngu
lagðir þú upp frá þessum
sama stað
Ég vil fyrir hönd starfsfélaga
Halldórs þakka honum samfylgd-
ina á liðnum árum. Við vitum að
þar sem góður maður fer eru guðs
vegir. Við sendum konu hans og
börnum og öðru venslafólki hans
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur og vonum að minning um góð-
an dreng verði þeim nokkur
huggun i miklum harmi.
Kristvin Kristinsson
Galdramaöurinn
- ný unglingabók
Fundur hjá
MFIK nú
í kvöld
MFIK efnir til fundar i dag, 29.
nóvember, kl. 20.30 i MlR-saln-
um, Laugavegi 178.
A dagskrá eru fyrst félagsmál,
en siðan flytur Agnes Löve erindi
sem hún nefnir Vordagar I Var-
sjá. Það fjallar um friðarráð-
stefnu i Varsjá fyrr á þessu ári.
Sýnd verður þekkt frönsk kvik-
mynd, Varsjá lifir.
1 kaffihléi verður jólabasar
með nytsömum munum á hag-
stæðu verði.
Að lokum verður sýnd pólsk
Agnes Löve.
kvikmynd. Fundurinn er öllum
opinn. (Frá MFIK)
Iöunn hefur sent á markað ungl-
ingabókina Galdram anninn
eftir kunnan höfund að nafni
Ursula K. Le Guin. Þýðendur eru
Guðrún Bachmann og Peter
Cahill.
A kápusiðu segir frá bókinni á
þessa leið: „Aðalsöguhetjan,
Gjafar, hefur öðlast kunnáttu og
þekkingu sem ókunn er i heimi
venjulegra manna. En þrár hans
og metnaður knýr hann æ lengra
uns þar kemur að hann þarf á
allri sinni visku og þrótti að halda
til að komast heill á húfi til sins
raunverulega heims. Sagan er i
sennfögurog spennandi, ævintýri
sem hvarvetna hefur heillað jafnt
unga sem aldna.”
Höfundur bókarinnar var
þekktastur fyrir visindaskáldsög-
ur sinar, en bækurnar um galdra-
manninn og þann ævintýraheim,
sem hann hrærist i, hafa borið
nafn hans enn viðar um heim og
koma nú út á hverju tungumálinu
eftir annað.
Bókin er 184 bls. að stærð.
Prentun og bókband annaðist
Prentsmiðjan Edda h.f.
Vinsælustu lög
„Lonlí blú bojs”
á hljómplötu
Hljómaútgáfan hefur gefið út
safnplötu með lögum „Lonli blú
bojs”. Á plötunni eru öll vinsæl-
ustu lög piltanna i hljómsveitinni.
Má þar nefna lög eins og „Heim I
Búðardal”, „Hamingjan”, „Stuð,
stuð, stuð” og fl.
Fyrsta plata þeirra félaga i
„Lónli blú bojs” kom út á árinu
1974. Þá hófst frægðarferill
þeirra, sem stóð óslitið til ársins
1976, er þeir bundu enda á
skemmtunina með hljómleika-
ferðalagi um landið. 1 „Lónli blú
bojs” voru þeir Engilbert Jen-
sen, Björgvin Halldórsson, Gunn-
ar Þórðarson og Rúnar Júliusson.
Islenskar
dulsagnir
Skráðar af Guð-
mundi Þorsteins-
syni frá Lundi
Bókaforlag Odds Björnssonar á
Akureyri hefur sent frá sér nýja
bók sem heitir Islenskar dulsagn-
ir og hefur Guðmundur
Þorsteinsson frá Lundi skrásett.
Bókin er 157 bls. og eru margar
sagnirnartengdarsögumanni eða
sálrænum eiginleikum Guðlaugar
konu hans.