Þjóðviljinn - 29.11.1977, Page 10
XO SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 29. nóvember 1977
TÓNLISTARIMÁM
Ellsabet Ragnarsdóttir býr sig undir að spila lagið FarAu að skammta mamma mln. Gfgja Jóhanns-
dóttir leiöbeinir (Ljósm.:-eik>.
Stefán Edelstein skólastjóri
Omissandi þáttur í
almennri menntun
Loksins eftir 25 ára starf er
Barnamúslkskólinn, sem heitir
nú Tönmenntaskóli Eeykjavikur
kominn i húsnæöi sem kalla má
viðunandi. Hann hefur fengiö á
leigu hjá Reykjavikurborg hiö
gamla og glæsilega timburhús
sem lengi hefur gengiö undir
nafninu Lindargötuskólii en var
upphaflega reist af Fransmönn-
um fyrir spitala. I tilefni af þess-
um timamótum bauö skóiinn til
blaðamannafundar og skýröi
Stefán Edelstein skólastjóri þar
starfsemi skólans, tiigang hans
og markmiö, skipulagsform og
inntak. Hér á eftir fer frásögn af
fundinum.
Nafnbreytingin.
Eins og fyrr sagði var i haust
ákveöið að breyta nafni skólans i
Tónmenntaskóli Reykjavikur.
Astæöurtilþessvoruýmsar, m.a.
að orðið barnamúsikskóli er vill-
andi að þvi leyti aö fólk gæti hald-
ið að hér væri verið að kenna og
iðka barnamúsik en ekki „alvöru-
músik”. Akveöið var að nota orð-
ið tónmenntir (sem fleirtöluorð,
sbr. bókmenntir) sem uppistööu i
nýrri nafngift, enda er sú grein í
grunnskólanum, sem áður nefnd-
ist söngur, nú kölluð tónmennt.
Saga skólans.
Barnamúsikskólinn óx á sinum
tima upp úr barnadeildum sem
starfræktar höfðu verið i Tónlist-
arskólanum i Reykjavik allt frá
strlðslokum. Það var dr. Heinz
Edelsteinsemstofnaðiskólann og
stýrði honum til vors 1956. Næstu
6árin voruýmsirskólastjórar svo
sem dr. Róbert Abraham Ottós-
son, Ingólfur Guðbrandsson og
Jón G. Þórarinsson, en frá árinu
1962 hefur Stefán Edelstein stýrt
skólanum.
Skólinn hefur yfirleitt verið i
húsnæðishraki alla sina tfö. Hann
hefur verið starfræktur á ýmsum
stöðum i borginni, t.d. uppi á lofti
i Austurbæjarskólanum, í Vals-
heimilinu, i húsi Jóns Loftssonar
við Hringbraut, og i u.þ.b. 20 ár i
Iðnskólanum við Skólavöröuholt,
uppi á 5. hæö.
útibú i Breiðholti.
Fyrir utan starfsemina viö
Lindargötu rekurskólinn nii útibú
i Fellahelli i Breiðholti sem þjón-
ustu við íbúa þess hverfis. Það
sparar börnunum löng ferðalög
en þess má geta að börnin sem
sækja skólann við Lindargötu
þurfa mörg að fara yfirhættulega
umferöargötu, Hverfisgötuna, og
hafa skólayfirvöld sóttum þaö til
borgarinnar að göngubraut verði
sett yfir hana við Frakkastlginn
þar sem þau þurfa að fara yf ir en
þeirri beiðni verið synjað.
Þríþætt hlutverk.
Hlutverk og tilgangur Tón-
menntaskólans er þriþætt:
1. Hann er tónlistarskóli fyrir
börn og unglinga á grunnskóla-
aldri (6-15 ára)
2. Hann er tilraunaskóli sem
reynir ýmsar nýjungar i tón-
i menntum.
3. Hann er æfingaskóli fyrir
kennaraefni i Tónmenntakenn-
aradeild Tónlistarskólans.
Inntökuskilyrði — nám
Nemendur eru teknir i skólann
á aldrinum 5-9 ára inn i hinar
mismunandi forskóladeildir. 1
undantekningartilfellum er einn-
TónmennUskóli Reykjavfkur
ig tekið við 10 ára byrjendum. í
forskólanum er eingöngu um
hópkennslu aö ræða, 10-15 nem-
endur I einu, og fá nemendur 2
tima vikulega kennslu. Eftir að
forskólanámi lýkur velja nem-
endur sér hljóöfæri og fá tvo hálf-
tima á viku einkakennslu á þetta
hljóðfæri. Jafnframt þessu heldur
hópkennslan áfram meö einni
kennslustund á viku. Kennt er á
pianó, fiðlu, selló, gitar, blokk-
flautu, þverfiautu, klarinett,
saxófón og ýmis málmblásturs-
hljóðfæri.
Þegar nemendur eru farnir að
kunna svolitið meira á sin hljóð-
færi, gefst þeim kostur á að iðka
kammermúsik, þ.e. samspil á
ýmis hljóðfæri. Allfjölmenn
nljómsveit er starfrækt fyrir
strengjaleikara og tréblásara auk
samspils á málmblásturshljóð-
færi (lúðrasveit). Auk þess er
starfræktur kór.
1 skólanum eru I vetur rúmlega
400 nemendur að meötöldu Breið-
holtsútibúinu. Þessir nemendur
eru.einsogfyrrsegir, á aldrinum
6-15 ára. Um það bil 130 börn eru i
forskóla, en 280 i eldri deildum.
Flestir læra á pianó, eöa um 140,
en strengjahljóðfæri eru einnig
eftirsótt,50nemendurlæra á fiðlu
og 10 á selló. Blástursnemendur
eru alls 60 og gitarnemendur 20.
Við skólann starfa alls 22 kennar-
ar i vetur.
Nýjungar
t hópkennslunnier lögð rækt við
alhliöa tónlistarþjálfun svo sem
sikig, blokkflautuleik, heyrnar-
þjálfun, hrynþjálfun og leikni i
hlustun. Lögð er áhersla á að gera
nemendur virka í námi og koma i
veg fyrir að kennslan og náms-
efnið lendi I föstum farvegi og
staðni.
Tónmenntaskólinn er stöðugt
að fitja upp á nýjungum. Sem
dæmi má nefna að mjög ungum
nemendum (4-6 ára) ernú kennt á
fðlu og einnig er flautusmiöi
kennd. Þá er kennsluáætlun i
gangi nú, sem sagt var frá i Þjóð-
viljanum á laugardag.
Tónverk pöntuð
I tilefniaf 25áraafmæli skólans
hefur hann pantað 3 tónverk hjá
jafnmörgum islenskum tónskáld-
um, þeim Atla Heimi Sveinssyni,
Jóni Asgeirssyni og Þorkeli
Sigurbjörnssyni. Tónverkin eru
fyrir hljómsveit skólans, og ef
þau veröa ekki of erfið og timinn
til æfinga nægilegur, munu þau
verða flutt á tónleikum i vor.
SU nýjung er nU i starfi skólans
að foreldrum er boðið að koma i
tlma og hlusta á kennsluna og
ræða við kennarana.
Ómissandi þáttur i al-
mennri menntun
Stefán Edelstein sagði að ldi-
um:
Við trúum þvi hér, að tónlistar-
nám sé ómissandi þáttur I al-
mennri menntun hvers einstak-
lings, hvort sem hann er sérstök-
um tónlistargáfum búinn eða
ekki. Þeirri spurningu er enn
ósvarað, hvað tónlistargáfa yfir-
leitt er. Þaö sem er mest um vert,
er að örva tónlistaráhuga nem-
enda, efla tónskyn þeirra, gefa
þeim tækifæri til aö tjá 'sig sem
flytjendur tónlistar og til að
skapa tónlist. Meö öílu jiessu er
verið að vinna aö sama megin-
markmiði: að gefa nemendum
innsýn i heim tónlistarinnar,
þroska fagurskyn þeirra og gera
þá betur i stakk búna til að velja
og hafna samkvæmt eigin gildis-
mati.
—GFr
SKÝRT FRÁ STARFSEMI TÓNMENNTASKÓLA REYKJAVÍKUR