Þjóðviljinn - 29.11.1977, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 29.11.1977, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 29. nóvember 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA Í3 Hlööver Sigurösson, fyrrverandi skólastjóri Siglufirði: Hugleiðíngar um stafsetningu Opiö bréf til Jónasar Árnasonar, rithöfundar og alþingismanns Kæri félagi, Jónas Amason. Mér kom svona til hugar að senda þér fáeinar linur í tilefni smáfréttar sem ég las i þingsjá, mig minnir það vera i Alþýðu- blaðinu. Þar er rætt um bók- stafinn Z, og þrennt, sem þar er haft eftir þér, varð mér tilefni þessara hugleiðinga. Ef rangt er farið með orð þin, bið ég þig af- sökunar, en þá er það að ég held blaðsins sök. Þótt ég hafi nú ekki blaðið við höndina, þykist ég muna efni þess, sem eftir þér er haft, en það er þetta: 1. Það er stórmál en ekki smámál að Z fái að halda velli i isl. rit- máli. 2. Það er auðvelt að kenna flest- um nemendum reglur um ritun Z, og ef það tekst ekki er það af þvi að kennarar kunna ekki til verka. 3. Þaö er skaði, ef flámæli hverfur i'tungunni. Flámæli eykur blæ- brigði málsins og það er til bota. En áður en ég vik að þessum þrem atriðum, get ég ekki stillt mig um að minnast litillega á grein, sem ein ágæt kennslukona Asgerður Jónsdóttir ritaði i Tim- ann þar sem hún taldi það hrein- anvoöa, ef viðættum nú að rita Z- lausa islensku. Já, guð komi til. Ég sem hef haldið að islenskan hafi verið Z-laus I a.m.k. margar aldir, gott ef ekki alla tiö. Það er að segja, að hún hafi ekki táknað sérstakt hljóð. Ég er ekki svo fróður, að ég þori að fullyrða, að einhvern tima i fyrndinni kunni hún á stundum að hafa táknað tvö hljóð, þ.e. einhvers konar tann- hljóð og blisturshljóðiö s, eins og Xtáknar núna tvö hljóð, þ.e. öng- hljóðið g (hljóðritað q) og blísturshljóðiö s. Um langan tima fyrir 1929 var Z ekki notuö i islensku ritmáli, og þá kunnu margir að tala og rita islensku ekki lakar én nú tiökast. Einn þeirra var sr. Magnús Helgason skólastjóri Kennaraskóla Islands. Umhann hefur verið sagt, að mál hans hafi verið eins og tær fjalla- lind og aldrei hafi hann þurft að bregða fyrir sig Utlendu orði, þótt hann talaðieða ritaöi um fræðileg efni. I kennslubók, sem hann rit- aði og kallaði Uppeldismál, is- lenskar hann öll fræðiheiti, en Þessa daga stendur yf- ir í Laugarásbíói kvik- myndavika sem tengd er sextugsafmæli Október- byltingarinnar. Fjórar kvikmyndir eru sýndar, ein tékknesk, önnur frá DDR, hin þriðja pólsk og hin f jórða sovésk. Sýningartími er kl. 19 þá daga sem sýnt er og aðgangur er ókeypis. Fyrsta kvikmyndin, tékknesk, var sýnd i gær, en sú næsta er á morgun, miðvikudag. Hún heit- ir „Mamma ég lifi” og er eftir Konrad Wolf. Hún segir frá fjór- um þýskum andfasistum, sem taka þátt i styrjöldinni við hlið Rauða hersins. Frá erfiðri leit að réttri breytni: eru þeir áfram „fritsar” i augum sovéskra hermanna, eða eru hefur jafnan erlenda oröið isviga til hagræðis vegna þeirra, sem annaðhvort höfðu lesið um efnið á erlendum málum eða áttu eftir að gera það, enda voru þá mörg þessara orða tiltölulega ung i Is- lenskri tungu. Nú langar mig að tilfæra hér stuttan kafla Ur ritum MagnUsar. Þaö er upphaf að hús- kveðju, sem hann hélt við Utför Þorsteins Erlingssonar. Ég set þáð hér með þeirri stafsetningu, sem MagnUs notaði, en hann var i samráði við Utgáfu Þyrna, þar sem hUskveðjan er birt. Eitt at- riði þeirrar stafsetningar er regla, sem Þorsteinn notaði en ekki MagnUs nema þama: „Okkur finst hjer mikils mist, þar sem Þorsteinn er látinn. Is- land hefur mist einn af sinum fáu snildarmönnum, einn af sinum allra bestu og ástrikustu sonum. Túngan, fslenskan, einn af sfnum „æðstu prestum og lögrjettu- mönnum”, einn allra þýðasta streinginn af hörpu sinni. Og náttúran, náttúra tslands einn glöggvasta og hugfángnasta elsk- hugann sem hún hefur nokkurn tima átt. Sjálfsagt væri það of- mælt — þvi miður — að segja við hann látinn: „Þeir, sem islenskt mæla mál, munu þig allir gráta” en jeg á bágt með að hugsa mjer, að nokkur maður, sem ann is- lenskri tUngu og þekkir af eigin reynd hvert tðframagn og unun er i islensku ljóði, þegar af list er leikið, gæti að sjer gert að kenna dálitið til, þegar hann spyr lát Þorsteins Erlingssonar, að kenna einhvers saknaðar yfir þvi, að nU skuli hann vera hættur að fella i stuðla islenska alþýðumálið*,ein- hverrar eftirsjónar eftir ljóðun- um, sem hjer eru ófædd dáin”. Voru þeir nU vargar i véum is- lenskrar tungu MagnUs og Þor- steinn, þótt þeir rituðu ekki Z, hefðu aðrar reglur en við um tvö- faldan samhljóða undan öðru sam hljóði, rituðu jeenekkié, þarsem hljóöin j og e fara saman, og Þor- steinn ritaði jafnan á, i, ei og au eftir framburði undan ng. Eigum við annars ekki að bera þetta sýnishorn saman við nýja kansellistflinn ungu fræðimann- anna okkar, sem eflaust kunna allar reglur um ritun Z og aörar flóknar stafsetningarreglur. Það skyldi þó ekki vera, að það hafi þeir samherjar? Hver er af- staða þeirra til þeirra jafnaldra sinna, þýskra striðsfanga, sem þeir sjá streyma austur á bóg- inn? Hvað er Þýskaland, og hvernig verður það eftir strið? „I ástinni milli eins þeirra og rússneskrar stúlku ris lifið gegn ofbeldi og dauða, en ennþá á ástin enga möguleika,” segir i kynningu. A föstudag, annan desember, er sýnd — einnig kl. 19, pólska myndin „Að bjarga borginni” eftir Jan Lomicki. Þetta er einnig kvikmynd frá styrjaldar- árunum. Myndin segir frá þvi, að seint i striðinu ætluðu Þjóð- verjar að sprengja Kraká, hina fornu höfuðborg Póllands, i loft upp, og þar með ómetanlegar sögulegar minjar og listaauð. Hin ólikustu öfl innan pólskrar andspyrnuhreyfingar samein- ast um að koma i veg fyrir þetta ódæði, i samvinnu við hina sovésku heri sem voru að sækja til Kraká. Hlööver Sigurftsson gleymst að kenna þeim að hugsa á islensku, af þvi að timinn fór i andlaust stafsetningarstagl. Og þá skulum við nú lita á þau þrjú atriði i þingræðu þinni, sem ég minntist á. 1 rökstuðningi get ég látið mér nægja að visa til ágæts erindisum daginn og veginn eftir Andrés Kristjánsson flutt 7. nóvember. Hann hefði reyndar gjarnan mátt nefna nokkur dæmi máli sinu til stuðnings. Ég vil nU aðeins i framhjáhlaupi svara henni Asgerði Jónsdóttur með ör- fáum dæmum. Er ekki k I stofni sagnanna að þykja og sækja, hvers vegna höfum við ekki neitt i þátið þeirra, sem minnir á þaö hljóð? Mig rámaði í, að minn ágæti islenskukennari Freysteinn Gunnarsson hafi einu sinni sagt okkur að orðið æska væri af sömu rót og ærsl og fleiri orð þeim skyld. Og til aö vera viss leit ég i Lexicon poeticum og fékk staö- festingu á að ég hafði munað þetta rétt. Það yrði ærið verkefni fyrir ykkur þessa 11 þingmenn, þótt þið fengjuö hjálp hennar As- gerðar að bUa til sérstakt merki Mánudaginn 5. desember verðursýnd sovéska kvikmynd- in Járnflóðið eftir Dzigan. Myndin er byggð á þekktri bylt- ingarskáldsögu eftir Serafimo- vitsj. t Járnflóðinu er sagt frá gönguferð þúsunda hermanna úr röðum byltingarsinna og rauðliða og fjölskyldna þeirra um hálendi Kákasus. Þetta gerðist á árinu 1918, á dögum borgarstriðsins i Rússlandi þeg- ar Ráðstjórnin átti i vök að verj- ast gegn árásum hvitliða og inn- rásarherja. Eftir miklar þol- raunir tókst fólkinu, sem flest var illa búið, matarlitið og ör- magna, að sameinast megin- fylkingu Rauða hersins. Það sem i fyrstunni virtist agalaus lýður varð um siðir að beittum her —■ járnflóöi byltingarinnar. Að sýningunum standa sendi- ráð þeirra rikja sem hlut eiga að máli sem og vináttufélög við rikin fjögur, MtR, TIM, PIM og Island-DDR. fyrir sérhvert það hljóð, sem fallið hefur burt úr málinu á undanförnum öldum, merki, sem þá yrði nokkurs konar minnis- varði eða legsteinn yfir hvert þessara hljóða. Væri þá ekki rök- réttara að sýna hið upprunalega hljóð? Þá mundum við rita: hirðsla, islendskur, betsur og þvi þá ekki þókti, sókti og ærska? Þá kem ég að öðru atriði i ræðu þinni. Það vita allir að þú ert af- burða kennari. ÞU hefðir ekki þurft að vera að gefa það i skyn sjálfur. Hins vegar hef ég aldrei talið mig nema i lakara meðal- lagi, og liklega hef ég verið enn lakari en ég hélt. Ég verð nefni- lega að gera þá játningu, aö ég hef Utskrifað fjölda nemenda, sem mikið vantaðiá að hefðu fullt vafd á ísíenskri stafsetningu eins og hUn er nU. Það er auövitaö engin afsökun, þótt ég geti bent á að fleiri sé undir sömu sök seldir. Éghef nefnilega komistað þvi, aö stUdentar brautskráðir úr okkar virðulegu menntaskólum hafa ekkiallir fulltvaldá stafsetningu, ogmérernæraðhalda,að ég hafi fyrst náö sæmilegu valdi á staf- setningu, þegar ég fór að kenna hana. Annars er það létt verk aö bregða okkur kennurum um ódugnað og menntunarskort. En þeim hálærðu getur lika skeikað á stuadum. Þegar stafsetningu var breytt 1929, ritaði Helgi Hjörvar gegn þeirri breytingu. Þá gerðist það, að einn hálærður menntaskóla- kennari, siðar prófessor, svaraði honum af vægast sagt þó nokkru yfirlæti, taldi þaö óhæfu, að ólærðir menn settu sig á háan hest, þegar rættværi um fræðileg efni, kallaði slikt athæfi seminar- isma, hjörvörsku og gott ef ekki fleiri nöfnum, sem áttu vist að hafa niðrandi merkingu. Ekki höfðu þó margir skemmtiiegra tungutak en Helgi Hjörvar. Um svipað leyti gaf þessi hámenntaði maöur út islenska málfræði. Þar setti hann fram eítirfarandi kanningu: Veik kvenkynsorð, sem enda á -a i nefnifalli, nema þau sem enda á -ja og ekki hafa g eða k i stofni skulu enda á -na i eignarfalli fleirtölu. Ekki var þessi kenning endurtekin svona skilyrðislaust i seinni Utgáfum bókarinnar, enda gat hún komið dálitið einkennilega fyrir sjónir i nokkrum tilvikum. Samanber eftirfarandi dæmi: Vara — ef.ft. varna, stda — ef.ft. stofna lóá — ef.ft. lóna, og svona mætti lengi telja. Þessskal að lokum getið, að fræðimaður þessi vann siðar mikið nytjastarf i þágu islenskra málvisinda. En það má vist oft segja, og ég held það eigi við ykkur þessa 11 þingmenn, að „skýstþóttskýrirséu”. Ég vil þó taka það fram, að ég ber ekkert ódauðlegt hatur til Z-unnar. Það bar meira að segja stundum við, að landsprófsnemendur, sem kviðu fyrir stafsetningarprófinu komu til min og báðu mig að taka sig i aukatima, og auðvitað þurfti þá að taka Z-unni tak. En ég skil ekki þá ofurást, sem nokkrir þingmenn bera til þessa furðu- lega bókstafs.Það ernæstum eins ogum væriað ræða eina stórkost- lega kynbombu. Ég tel hins vegar, að fleiru mætti breyta i is-. lenskri stafsetningu en að nema burtu Z. Breytingin, sem gerð var 1929 var óþörf og helst til óþurft- ar. Og þá komum við að þriðja at- riðinu i ræðu þinni. Vist geta sum blæbrigði málsins verið skemmti- leg og verð að geymast. En hræddur er ég um að sumum þjóðum t.d. norðmönnum kæmi betur, að þau væru færri. Það er min skoðun, að forn framburður, einkum efhann er fagur, eigi að iifa sem lengst og helst að út- breiðast, jafnvel að viö ættum að velja það besta úr öllum mállýskum okkar og reyna að gera þaö sem mest gildandi. Þess vegna hef ég leitast við að temja mér norðlenska harðmælið, þótt ekki sé það mál bernsku minnar. Ég mundi jafnvel taka upp þing- eysku rödduðu hljóðin 1, m, og n, ef ég treysti mér til að gera það skammlaust. Hins vegar reyni ég að halda við hreinu m-og rl-hljóð- unum og varast framburð eins og stjardna og perdla. Ennfremur vil ég gjarnan halda framburði þeimsem ég vandist i æsku á orð- um eins og stigi, daginn, bogi og lögin. Þau bárum við fram með löngu sérhljóði undan j-hljóðinu: sti:ji, da:jinn, bo:ji, lö:jin. Ekki geri ég mér þó neina von um að þennan framburð tækist nokkurn tima að gera að allsherjarfram- burði i íslensku. Aftur á móti mættu norðlendingar gjarnan læra að bera rétt fram islenska hljóðið, sem venjulega er táknað með hv. og þá tækjum við upp þeirra harðmæli til endurgjalds. Ogsnúum okkur þá að flámælinu, ekki er það eingöngu austfirskt, þótt margir haldi það. Þegar ég kenndi á Stokkseyri i 10 ár voru þar nokkur börn, sem áttu erfitt með að gera greinarmun á e og i og einnig á ö og u. Þau bókstaf- lega heyröu ekki muninn, þegar hljóðin voru borin fram löng þ.e. á undan stuttu (einrituðu) sam- hljóði. Ég tók þau stundum i aukatima og tókst að minnsta kosti oft að skerpa svo heyrn þeirra, að þeim veittist létt að rita þau rétt, og eftir þeim timum sá ég ekki, en ég hef séð eftir mörg- um þeim timum, sem farið hafa i alls konar stafsetningarstagl. Hitt er rétt hjá ykkur, aö börnum þarf ekki alltaf að þykja þetta leiðinlegt, en það sannar ekki gildi þess. Að lokum ætla ég að segja þér tvær sannar smásögur. Aðra sagöi mér prentari, sem hafði mikil samskipti við merkan fræðimann, þó ekki i isl. fræöum. Þessi fræðimaður vildi umfram allt halda lifi i Z. Eitt sinn segir prentarinn við hann: „Hvers vegna vilt þú halda þér við Z, þU kannt ekki að fara rétt með hana?” „Það er rétt hjá þér” sagði þessi höfundur, ,,en þU getur leiðrétt mig, þegar þú setur greinar minar”. Hin sagan er viövlkjandi blæ- brigöum málsins. Merkisbóndi sem ég þekkti tók að sér blindan og örvasa frænda sinn, ól önn fyrir honum og reyndist honum vel með afbrigðum. Bóndi þessi, sem var hinn mesti mannkosta- maður var hins vegar mjög flá- mæltur. Auðvitað var þaö ekki hans sök. Samt urðu sumir til að brosa aö málfarihans. NU kom aö þvi að gamli frændinn andaðist, og auðvitað var engu tilsparað við útför hans. Ein voru þó vand- kvæði við flutning liksins til kirkju. Bóndinn átti hestakerru en kassinn var of stuttur fyrir kistuna, bilar þekktust ekki i sveitinni. Nágranni bónda átti aftur á móti kerru með stórum palli,sem hann flutti hey á. Bóndi fór tilnágranna sins og ávarpaði hann svofelldum orðum: „NU þarf ég að biðja þig að gera mér greiða. Viltu ekki lána mér hlemm til að fletja gamla mann- inn á, það er betra að fletja hann áhlemmhelduren kassa”. Svona blæbrigði held ég að mættu hverfaUr málinu alveg að ósekju. NU ræði ég ekki meira um staf- setningu og málfar. En ekki get ég lokið þessum linum án þess að færa þér þakkir minar. Fyrst fyrir góö og afburða skemmtileg pers&iuleg kynni. Þar næst fyrir þina ágætu ritverk, sem oft hafa glatt mig, og siðast en ekki sist fyrir þina sönnu sjálfstæðisbar- áttu I þágu lands og þjóðar. ÞU ættir ekki aö fórna þínum ágætu gáfum i karp um jafn hégóm- lega hluti og það, hvort heldur eigi aö rita veisla eða veizla. Heilsaðu Helga Seljan frá mér. Hann má gjarnan eiga hlut i þess- um linum meö þér. Með kærri kveðju. Siglufirði9. nóvember. Hlöftver Sigurftsson Sýningar í Laugarásbíói: Kvikmyndir í tilefni byltingarafmælisins

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.