Þjóðviljinn - 29.11.1977, Page 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriftjudagur 29. nóvember 1977
Úrslit í
Englandi
Crslit i Ensku knattspyrnunni
um helgina:
Arsenal —Derby 1:3
Aston Villa — Newcastle frestaö
Bristol City — Middlesbrough 4:1
Everton —Coventry 6:0
Leicester — Liverpool 1:4
Man. City — Chelsea 6:2
Norwich — Birmingham 1:0
Nott.Forest — WBA 0:0
QPR — Man. Utd. 2:2
West Ham — Leeds 0:1
Wolves—Ipsvich 0:0
Staðanaö loknum þessum leikj-
um er nií þessi:
Nott. Forest 17 11 3 3 20:11 25
Everton 17 9 6 2 38:18 24
Coventry 17 9 4 4 30:26 22
WBA 17 8 6 3 30:19 21
Liverpool 17 8 5 4 24:13 21
Man. City 17 8 4 5 32:19 20
Arsenal 17 8 4 5 21:14 20
Norwich 17 7 6 4 19:21 20
Leeds 17 6 7 4 26:24 19
A. Villa- 16 7 4 5 20:17 18
Ipswich 17 5 7 5 18:20 17
Wolves 17 5 6 6 21:21 16
Middlesb. 17 5 6 6 18:23 16
Man.Utd. 16 6 3 7 21:23 15
Derby 17 5 5 7 22:25 15
Birmingham 17 6 3 8 21:25 15
Chelsea 17 4 6 5 11:19 14
BriStol City 16 4 5 7 20:22 13
QPR 17 3 7 7 21:28 13
West Ham 17 2 6 9 18:29 10
Leicester 17 2 5 10 7:30 9
Newcastle 16 2 2 12 18:34 6 S.K.
Úrslit á
haustmóti
TBR
Frá Tennis- og badmintonfélagi
Reykjavikur
Haustmót T.B.R. i badminton
var haldiö I húsi félagsins viö
Glæsibæ sunnudaginn 27. nóvem-
ber.
Mikil þátttaka var og keppni
hörö.
(Jrslit:
öðlingaflokkur (40 ára og eldri)
Tviliöaleikur: Kjartan MagnUs-
son og Walter Lens sigruöu
Rikarö Pálsson og Adolf Guö-
mundsson.
Tvenndarleikur: Kjartan
Magnússon og Snjólaug Sveins-
dóttir sigruðu Kristján Benja-
minsson og Huldu Guömunds-
dóttir.
, ,Lj ónagryfj u veisla”
Njarðvíkingarnir eina ósigraða
liðið í 1. deild
Njarðvikingar ruddu enn einni
hindruninni Ur vegi, er þeir burst-
uðu Stúdenta 110-75 i 1. deild ís-
landsmótsins i körfuknattleik á
laugardag. Leikurinn sem fór
fram i Njarðvikum, f „Ljóna-
gryfjunni” var nær einstefna af
hálfu UMFN og var sigur þeirra i
leiknum aldrei i hættu. Njarövik-
ingar léku þennan leik mjög vel,
en 1S liðið var óskipulagt og er
ekki hægtað kenna neinu ööru um'
tapið en óskipulegu spili.
1 upphafi leiksins voru Stúdent-
ar yfirog komust í 8-4, en það stóð
ekki lengi og á 10. min. var staðan
orðin 26-20 fyrir UMFN. Jókst
munurinn aöeins það sem eftir
var hálfleiksins og i hálfleik var
staðan orðin 54-42.
Fyrstu 5 min. siðari hálfleiks
léku Stúdentarnir körfubolta, en
eftir það var um algera uppgjöf af
þeirra hálfu að ræða og UMFN
seig framúr og siðustu 3
minúturnar skoruðu þeir 14 stig,
IS O.
Þorsteinn Bjarnason átti enn
einn stórleikinn með UMFN. Þor-
steinn er örtvaxandi leikmaður
og með þessu áframhaldi verður
hann einn af okkar bestu körfu-
boltamönnum. Kári Marisson og
Brynjar Sigmundsson áttu einnig
góðan leik, svo og allt liðið og er
UMFN liðið að verða mjög heil-
steypt og vel skipulagt. NU er
bara að bíða og sjá hvort þeim
tekst að halda baráttunni Ut allt
mótiö.
Hjá 1S var Jón Héðinsson eini
maðurinn sem reyndi að berjast,
en að lokum varð hann einnig að
gefast upp, þvi við ofurefli var aö
etja.
Framhald á bls. 18.
Kristinn
körfuknatt-
leiksmaður
ársins 1977
Kristinn Jörundsson fyrir-
liði islandsmeistara ÍR
hefur verið útnefndur
Körf uknattleiksmaður
ársins 1977. Það var stjórn
KKl sem útnefninguna
gaf. Kristinn Jörundsson
er vel að þessum heiðri
kominn. Hann var fyrirliði
ÍR i fyrra er þeir unnu (s-
landsmótið og sýndi þá
frábæra leiki. Þá hefur
Kristinn einnig verið fyrir-
liði landsliðsins í Körfu-
knattleik nú um nokkurt
skeið.
Þjóðviljinn óskar Kristni
tii hamingju með nafnbót-
ina. SK.
Það er ekki hægt að segja að Jón Sigurðsson sé frlður sýnum á
þessari mynd en hann átti góðan. leik gegn 1R.
Armenningar einir á
botninum í 1. deild
Töpuðu fyrir Þór 69:80 KR sigraði ÍR 91:64
A-flokkur og meistaraflokkur:
Tvenndarleikur: Haraldur
Korneliusson og Lovisa Sigurðar-
dóttir sigruðu Sigfús Ægi Amason
og Vildisi Kristmannsdóttur.
Tviliðaleikur karla: Haraldur
Korneliusson og Sigurður Kol-
beinsson sigruðu Garðar Alfons-
son og SigfUs Ægi Arnason.
Tviliðaleikur kvenna: Hanna
Lára Pálsdóttir og Lovísa
Sigurðardóttir sigruöu Sigriði M.
Jónsdóttur og Bryndisi Hilmars-
dóttur.
B-flokkur:
Tvenndarleikur: Þorgeir
Jóhannsson og Bryndis Hilmars-
dóttir sigruöu Skarphéðin
Garðarsson og Þórdisi Erlings-
dóttur.
Tviliðaleikur karla: Þorgeir Jó-
hannsson og Skarphéðinn
Garðarsson sigruðu Óskar
Óskarsson og Jón Sigurjónsson.
Armenningar sitja nú einir og
yfirgefnir á botni 1. deildar
íslandsmótsins i körfuknattleik
eftir að liðið tapaði sinum fjórða
leik I röö, nú fyrir Þór frá Akur-
eyri. Leikurinn var hálfleiðinleg-
ur á að horfa en þó spennandi á
köflum. Þórsarar virkuðu ætið
sterkari með Bandarikjamanninn
Mark Christianssen i broddi fyld-
ingar. Sýndi hann oft á tiðum frá-
bær tilþrif uppi við körfu and-
stæðingsins.
Þegar fyrri hálfleikur var
hálfnaður var staðan orðin 24:17
Þór i hag og tókst þeim að auka
fengið forskot fyrir hálfleik en i
leikhléi var staöan 47:34 Þór i vil.
1 siðari hálfleik tókst Armenning-
um aldrei að sýna klærnar og
Þórsarar áttu auðvelt með að
halda forystu sinni til loka leiks-
ins og sigruðu með 80stigum gegn
69.
Sigur þessi er ákaflega mikil-
vægur fyrir Þór og I fallbarátt-
unni. Eins og flestum er eflaust
kunnugt falla i ár tvö lið og stofn-
uð verður sérstök Urvalsdeild þar
sem leika sex efstu liðin úr yfir-
standandi Islandsmóti.
Mark Christianssen átti mjög
góðan leik að venju hjá Þór en var
oft mjög óheppinn upp við körf-
una. Gifurlega kraftmikill leik-
maður sem liklega er sá besti af
bandarikjamönnunum sem leika
hér um þessar mundir. Einnig
vakti „Ballettdansarinn” Jón
Birgir Indriðason athygli en þar
er nokkuð furðulegur leikmaður á
ferð — á þeytingi um allan völl og
veitandstæðingurinn vart hvaðan
á sig stendur veðrið er Jón tekur
sig til en hann er i mikilli framför
um þessar mundir.
Armannsliðið er greinilega það
allra lélegasta i deildinni I vetur.
Liðið hefur misst marga frábæra
leikmenn og hefur ekki fengist
mannskapur til að fylla þau skörð
sem þeir létu eftir sig.
Björn Christensen var einna
skástur en allir aðrir áttu slakan
leik. Rétt er þó að geta Jóns
Steingrimssonar sem á sunnu-
daginn spilaði sinn fyrsta M.fl.
leik með Armanni og stóð sig
mjög vel. Er þar leikmaöur sem á
örugglega eftir að gera stóra hluti
i framtiðinni.
Stig Þórs: Mark Christianssen
25, Jón Indriðason 17, Hjörtur
Einarsson 14, Eirikur Sigurösson
12, og þeir Jóhann Gunnarsson og
Þröstur Guðjónsson 6 hver.
Stig Armanns: Björn
Christensen 20, Atli Arason og
Jón Björgvinsson 13 hver, Mike
Wood og Birgir Orn 8 og Jón
Steingrimsson 7 stig.
KR. ÍR 64:91 (42:23)
Enn eitt tap Islandsmeistar-
anna varð nú staðreynd og nú
gegn KR-ingum. Leikurinn var
ójafn frá byrjun og komust KR-
ingar i 9:0. KR-ingar juku siðan
jafnt og þétt við forskotið og þeg-
ar leiknar höfðu veriö 15 min af
fyrri hálfleik var staðan orðin
34:17 og var hittni 1R—inga á
þessum tima nánast engin sama
hver i hlut átti. En aðra sögu var
að segja af KR-ingum. Þeir hittu
mjög vel og skoruðu hverja körf-
una á fætur annarri án þess að
1R—ingum tækist að svara fyrir
sig og var staðan að fyrri hálfleik
loknum 42:23.
í siðari hálfleik hélt sama sag-
an áfram og þegar fimm minútur
voru til leiksloka var staðan orðin
78:47 og nánast formsatriði að
ljúka leiknum. Honum lauk svo
fimm minútum seinna með verð-
skulduðum sigri KR 91:64.
Lið KR átti góðan dag að þessu
sinni og er greinilegt hvert liðið
stefnir. Leikmenn liðsins hittu
mjög vel og barátta var góð þar
til i lokin að leikurinn var unninn
og leyfðu þeir sér þá að slappa af.
Bestir að þessu sinni voru þeir
Bjarni Jóhannesson og Jón
Sigurðsson ásamt AgústiLyngdal
sem lék vörnina mjög vel.
Hja IR voru allir jafn hörmu-
lega lélegir svo ekki sé tekið
sterkar til orða. Engin hittni lítil
barátta samfara litlum mann-
skap eða allt það sem gott körfu-
boltalið þarf ekki að prýða.
Stigahæstir hjá KR Andrew
Piazza 19, Jón Sigurðsson 15 og
Kolbeinn Pálsson 14.
Stigahæstir hjá IR: Erlendur
Markússon 17, Kristinn Jörunds-
son 15 og Kristján Sigurðsson 8
stig.
Leik Ármanns dæmdu þeir
Hörður TUlinius og Guðbrandur
Sigurðsson og gerðu þeir nokkur
mistök en ekki mjög alvarlegs
eðlis og komu þau jafnt niður á
báðum liðum. Leik KR og IR
dæmdi Höröur einnig ásamt
Þráni SkUlasyni og gerðu það vel.
SK.